Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist furða sig á þeim fullyrðingum Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fomanns skipulags- og bygginga- nefndar Reykjavíkur, að megintil- gangur tvöföldunar Hallsvegar sé ekki sérstaklega til að þjónusta nýja byggð í Úlfarsfelli. Þá segir Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs, fullyrðingar Árna Þórs Sigurðssonar um að ekki sé áætlað að leggja Hallsveg lengra en að Vík- urvegi, í algjöru ósamræmi við hið samþykkta aðalskipulag Reykjavík- urborgar frá 1997, þar sem greini- lega sé gert ráð fyrir Hallsvegi alla leið að Vesturlandsvegi. Guðlaugur Þór segir málflutning Steinunnar Valdísar sérkennilegan. „Það er gert ráð fyrir fjögurra ak- reina Hallsvegi gegnum Grafarvog- inn sem umferðartengingu við Úlf- arsfell gegnum Sundabraut. Það var kynnt þannig fyrir okkur í skipulags- nefndinni og hefur einnig verið kynnt þannig fyrir fulltrúum okkar í samgöngunefnd. Við gerðum at- hugasemdir við þetta á þeim fundum en því var í engu svarað af R-listan- um enda var enginn að deila um að það væri fyrirætlunin,“ segir Guð- laugur og bendir á bókanir frá fundi skipulags- og bygginganefndar 16. júní sl. Þjónar fyrst og fremst Úlfarsfellshverfi Að sögn Guðlaugs er augljóst að Hallsvegurinn kemur fyrst og fremst til með að þjóna nýja Úlfars- fellshverfinu, enda sé þar um að ræða tuttugu þúsund manna byggð. „Og það er forsendan fyrir henni að umferðartengingin verði í gegnum Hallsveginn og það er gert ráð fyrir að hann verði á fjórum akreinum,“ segir Guðlaugur og bendir á að fram- tíðarbyggðin, sem gert er ráð fyrir í Úlfarsfelli og þar í kring, muni auka mjög álag á gatnakerfið og muni Ár- túnsbrekkan ekki valda því. Þess vegna þurfi í því samhengi Hallsveg- inn til að beina þeirri umferð á Sundabraut. Þetta sé hins vegar óráð, betra sé að byggja á Geldinga- nesi, Gufunesi og að Keldum. Guð- laugur segir að þær fullyrðingar að tvöföldun Hallsvegar sé ekki vegna byggðarinnar í Úlfarsfelli, séu hrein- asti útúrsnúningur. Hægt sé að tala um sannkallað skipulagsslys, ef af þeim framkvæmdum verður. „Grafarvogshverfið verður ekki sama góða barnvæna hverfið ef það kemur fjórföld hraðbraut þar í gegn. Við ættum að læra af reynslunni af Hringbrautinni og hugsa um um- ferðartengingar í tæka tíð. Það ligg- ur alveg fyrir að þessi lausn, sem hefur verið kynnt í skipulagsnefnd, er algjörlega óásættanleg. Þessi hraðbraut veldur Grafarvogshverfi miklum skaða.“ Guðlaugur segir einnig furðulegt hvernig R-listinn reyni að firra sig ábyrgð í stórum málum og vísi ábyrgðinni á aðra. „Formaður skipu- lags- og bygginganefndar segir það verða ákvörðun Vegagerðarinnar að fjórfalda Hallsveg. Vegagerðin tek- ur ekki ákvarðanir um það hvort og hvenær Hallsvegurinn verður tvö- faldaður, það er okkar að ákveða það, skipulagsvaldið er hjá okkur. Að R-listinn afhendi Vegagerðinni vald í skipulagsmálum borgarinnar er vægast sagt frétt.“ Virðingarleysi gagnvart íbúum Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs, segir gæta mikils virðingarleysis í málflutningi R-listans gagnvart Íbúasamtökun- um. „Þau tala alltaf um einhvern misskilning af okkar hálfu, en það er ekki um neinn misskilning að ræða, við erum með aðalskipulagið fyrir framan okkur og erum búin að vera að fylgjast með þessum málum í mörg ár og eyða í það mörgum millj- ónum,“ segir Elísabet. „Árni Þór tal- ar um framtíð Hallsvegar blómum skreytta, að hann eigi bara að liggja að Víkurvegi og verði með fullt af ljósum og hringtorgum, en það er ekki gert ráð fyrir neinu slíku í að- alskipulaginu. Þar er gert ráð fyrir að hann verði aðalstofnæð frá Vest- urlandsvegi að Sundabraut. Hann mun kljúfa í sundur hverfið okkar og setja hávaðann upp úr öllu valdi.“ Guðlaugur Þór mótmælir fullyrðingum Steinunnar Valdísar um Hallsveg Tvöfaldur Hallsvegur for- senda byggðar í Úlfarsfelli TALSVERÐUR reykur myndaðist þegar eldur kviknaði í rusli við vest- urgafl Smáralindar síðdegis í gær. Eldurinn dó fljótlega út, enda eng- inn almennilegur eldsmatur í veggn- um, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eldurinn kviknaði þegar verið var að svíða gróður við vegginn með gaslampa. Loginn kveikti í rusli sem hafði safnast saman undir klæðn- ingu og gaus upp talsverður reykur. Slökkviliðinu bárust nokkrar til- kynningar frá áhyggjufullum veg- farendum enda sást reykurinn víða. Eldurinn var kulnaður þegar slökkviliðið kom á staðinn. Ekki þurfti að rífa klæðningu frá veggn- um og ekki var þörf á að rýma versl- unarmiðstöðina. Eldur í rusli við Smáralind BLÁTT áfram, forvarnaverkefni Ungmennafélags Íslands, gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi, er að fara af stað með fjár- öflun um helgina. Fjáröflunin felst í því að á næstu tveimur vikum verða seldar litlar gular endur. Með önd- inni er númeraður happdrættis- miði. Þann 4. september er mætt með endurnar í Andafjör í Elliðaár- dal þar sem þær eru lagðar í ána og þær keppa svo í sundi niður árnar. Þær fyrstu í mark fá vinninga. Ýmsir vinningar eru í boði en fyrsti vinningur er utanlandsferð fyrir tvo í boði Úrvals Útsýnar. Hægt verður að kaupa endur á Menningarnótt Reykjavíkur á Laugavegi við verslun Máls og menningar og í Lækjargötu við verslunina Iðu. Eftir næstu helgi verður hægt að kaupa endur og miða í Body Shop búðum, Pizza Hut veitingastöðum og í þjónustumið- stöð Ungmennafélags Íslands í Fellsmúla 26. Afla fjár til forvarnaverkefnis HEIMASTJÓRNARHÁTÍÐ alþýð- unnar verður haldin á Ísafirði í dag. Tilefnið er að hundrað ára af- mæli heima- stjórnar lands- manna. Um leið komi íbúar Ísafjarðarbæjar og nágranna- byggða saman og fagni sameigin- lega áföngum í sjálfstæðis- og réttindabaráttu almennings á liðinni öld og minnist hlutar Vestfirðinga í menningar- og félagslífi landsins. Heiðurs- gestur hátíðarinnar verður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Dagskráin er fjórskipt. Í fyrsta lagi verður kyndilhlaup í samvinnu við íþrótta- og ungmennafélög á svæðinu. Í öðru lagi verður hátíðar- dagskrá á Silfurtorgi um kvöldið þar sem fram koma vestfirskir listamenn. Þá flytur forseti Íslands ávarp. Í þriðja lagi verður vegleg lokasýningu á Pollinum á Ísafirði. Loks í fjórða lagi verður haldin Vestfirsk heimildarmyndahátíð. Heimastjórnarhátíð á Ísafirði ALÞJÓÐLEGI meistarinn Stefán Kristjánsson sigraði stórmeistara- flokk First Saturdays-mótsins í Búdapest í Ungverjalandi sl. mið- vikudag. Stefán fékk 7 vinninga í 10 skák- um og var aðeins hálfum vinningi frá því að tryggja sér sinn fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Guð- mundur Kjartansson sigraði enska FIDE-meistarann, Nathan Alfred, í 12. og næstsíðustu umferð AM- flokks. Davíð Kjartansson gerði jafntefli við Færeyinginn Rogvi Rasmussen og Dagur og Guðmund- ur eru í 4.–6. sæti með 7 vinninga. Stefán Kristjánsson sigraði FYRSTI stjórnarfundur nýrrar stjórnar Heimdallar var haldinn á fimmtudagskvöld. Á fundinum var ákveðið að leggja fram í byrjun sept- ember ítarlega starfsáætlun fyrir haustið og veturinn fram að jólum. Í henni verður að sögn stjórnarmanna lögð áhersla á málefni ungs fólks og Reykvíkinga, að starfið sé sem opn- ast og aðgengilegast öllu ungu sjálf- stæðisfólki í Reykjavík, að hafa náið samstarf við sjálfstæðisfólk í fram- haldsskólum og háskólum. Þá verði farið til unga fólksins þar sem það er og með málefni sem á því brenna. Lögð verður áhersla á fræðslu, um- ræður, tengsl og samræður við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, auk skemmtana í bland við alvöru stjórnmálanna. Þá boðar stjórnin að einu sinni í mánuði verði auglýstir opnir stjórn- arfundir þar sem félagar í Heimdalli verða boðnir velkomnir með mál- frelsi og tillögurétt. Þá verði allar málefna- og starfsnefndir opnar og allir fundir þeirra auglýstir opnir fé- lagsmönnum. Á fundinum var Drífa Kristín Sig- urðardóttir, laganemi við Háskóla Íslands, kjörin varaformaður, gjald- keri var kosinn Ýmir Örn Finnboga- son, viðskiptafræðingur og rekstrar- stjóri Rammagerðarinnar, ritari var kosin Ásta Lára Jónsdóttir, nem- andi í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti, markaðsstjóri hjá nemenda- félagi F.B. og leiðbeinandi í Jafn- ingjafræðslunni og vefritstjóri Tómas Hafliðason, meistaranemi í verkfræði, og framkvæmdastjóri Kælivéla ehf. Ný stjórn Heimdallar tekur til starfa í kjölfar aðalfundar félagsins Leggja áherslu á málefni ungs fólks Ný stjórn Heimdallar á sínum fyrsta fundi þar sem samþykkt var að teygja sig betur til ungs fólks. ÞESSI köttur, sem er til heimilis að Hálsi í Kjós, hefur örugglega góðan skammt af fyrirsætugenum í sínu genamengi. Þegar hann kom auga á ljósmyndara Morgunblaðs- ins og stóra linsuna á myndavél- inni lagðist hann makindalega í mölina og teygði skanka sína í all- ar áttir. Dýr sem menn hafa leikið við hvern sinn fingur í góðviðrinu síð- ustu daga. Þessi kisi virtist í það minnsta hinn ánægðasti þar sem hann flatmagaði í sólinni. Morgunblaðið/Þorkell Fyrirsætukisa í Hvalfirði JAFNRÉTTISNEFND Framsókn- arflokksins harmar þá niðurstöðu þingflokks Framsóknarflokksins að aðeins ein framsóknarkona taki sæti í ráðherraliði Framsóknarflokksins, er formaður flokksins Halldór Ás- grímsson tekur við forsæti ríkis- stjórnar Íslands. Í ályktun nefndarinnar er það harmað að konum í ríkisstjórn fækki nú í 20% úr 50% árið 2000. Þá segir nefndin augljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun flokksins að leiðarljósi. Þá brjóti samþykkt þingflokksins einnig í bága við grein 12.8 í lögum flokksins þar sem segir að við skipan í trún- aðarstöður innan flokksins, sem og við val á framboðslista hans skuli leitast við að hlutur hvors kyns verði ekki minni en 40%. Bryndís Bjarnason, formaður jafnréttisnefndarinnar, segir konur innan flokksins mjög slegnar yfir út- komunni. „Í rauninni er þetta skref aftur á bak í jafnréttismálum fyrir Framsóknarflokkinn. Við ætlum þó ekki að láta beygja okkur, heldur vera sterkar og halda ótrauðar áfram og berjast á friðsamlegan hátt til að koma jafnréttismálum í sinn rétta sess,“ segir Bryndís, sem telur að um óheillaþróun sé að ræða. „Það hefur verið bakslag í jafnréttisþróun innan flokksins síðustu misseri. Við þurfum að snúa við blaðinu og koma þessu aftur í fyrra horf. Við þurfum kannski að fara í naflaskoðun og skoða hvað hefur komið fyrir hjá okkur, hvort við höfum sofið á verð- inum, því konum hefur líka fækkað í öðrum stofnunum innan flokksins.“ Bryndís segir hafa gengið mjög vel á tímabili en nú hafi komið nokk- ur lægð í gang jafnréttismála innan flokksins. „Við teljum að kannski finnist mönnum að nú séu konur búnar að fá nóg og þurfi ekki meira.“ Brotthvarf Sivjar gegn flokkslögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.