Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 28
FERÐALÖG 28 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgr. gjöld á ugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshver , Danskfolkeferie orlofshver Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk GSM símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com ÉG VERÐ að viðurkenna að fyr- irfram átti ég von á svörum á borð við „Til Bora Bora, Rio de Janeiro, Tíbet, Taílands, Tókýó, Tunglsins...“ Annað kom svo á daginn þegar ég brá mér í nærliggjandi versl- unarmiðstöð og spurði saklausa veg- farendur: „Hvert færir þú í sum- arfríinu ef þú mættir alveg ráða sjálf/ur?“ Allir nefndu þeir staði sem eru Ís- lendingum mjög aðgengilegir (hugs- anlega að einum undanskildum). Líklega hafa flest okkar heimsótt einhverja þessara staða einhvern tímann á ævinni. Og það er gott að eiga drauma sem auðvelt er að upp- fylla. Það getur þó líka verið gott að eiga stóra drauma um fjarlægari staði. Ef mann langar nógu mikið er allt hægt. Við höfum víst bara mis- munandi langanir! ÓSKASTAÐURINN Í fullkomið frí til…? GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR: Nennir ekki í hita og vill fara austur á land og hitta vini og vandamenn. Hún nefndi nokkra staði á Aust- urlandi til sögunnar en bjóst við að byrja á Egils- stöðum. Kannski rekst hún á ítalska virkjunarstarfs- menn. Og hver veit nema hún geti heilsað upp á Lag- arfljótsorminn. Það gæti allt gerst á Héraðshátíðinni Ormsteiti sem haldin er um þessar mundir. ARI ARNARSON: Sagðist í fullri hreinskilni helst vilja eyða sum- arfríi drauma sinna á Playboy- setrinu. Setrið, sem einhver vinur eigandans Hefners kallaði litla út- gáfu af Versalahöll; er í Holmby- hæðum í Los Angeles, Kaliforníu. Umhverfið er glæsilegt og vafa- laust margt hægt að finna sér til dundurs. Ætli Hugh Hefner og kanínuhjörðin myndu ekki fagna Ara vel ef hann bankaði upp á? HELGI INDRIÐASON: Sagðist strax vilja eyða draumafríinu í Kaup- mannahöfn en þar verður hann einmitt við nám í vet- ur. Eins gott að hann taki ekki of mikið frí frá nám- inu, en það er nóg annað hægt að gera í höfuðborg Danmerkur. Til dæmis er gaman að heimsækja Ný- höfn á sólríkum degi og fylgjast með fólkinu yfir öl- eða gosglasi. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Guatemala, Alaska, Víetnam eða Puerto Rico? Hver er óskastaðurinn ef þú gætir valið hvert þú færir í sumarfríinu? Anna Pála Sverrisdóttir komst að því að framandi staðir eru ekki alltaf það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar þessi spurning er lögð fyrir það. Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Ómar Reuters ÁRMANN SALIM: Fer alltaf í sumarfrí til Costa del Sol og vill helst hvergi annars staðar vera en á Spáni. Á sundlaug- arbökkum og hvítum strönd- um Costa del Sol hefur Ár- mann líklega slakað vel á í gegnum tíðina og segist síður en svo orðinn þreyttur á því. Frá Costa del Sol er líka stutt að skreppa til Afríku og hægt er að skoða minjar frá stjórn- artíð Araba í nágrenninu, s.s. Alhambra-höllina frægu í Granada. ANNA FRÍÐA STEFÁNSDÓTTIR: Hefur aldrei komið til Bandaríkjanna og langar til sólarríkisins Flórída. Það er margt hægt að gera í Flórída annað en að leggjast í sólbað, spila golf og heimsækja Disneyland. Anna Fríða gæti til dæmis heimsótt John F. Kennedy geim- stöðina því Flórída er fylkið sem geimskutlur leggja upp frá. Þá er líka stutt frá Flórída til ýmissa spenn- andi eyja í Karíbahafinu, eins og til dæmis Kúbu. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.