Morgunblaðið - 21.08.2004, Page 28

Morgunblaðið - 21.08.2004, Page 28
FERÐALÖG 28 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgr. gjöld á ugvöllum). Höfum allar stærðir bíla, 5 – 7 manna og minibus 9 manna og rútur með/án bílstjóra. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshver , Danskfolkeferie orlofshver Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk GSM símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com ÉG VERÐ að viðurkenna að fyr- irfram átti ég von á svörum á borð við „Til Bora Bora, Rio de Janeiro, Tíbet, Taílands, Tókýó, Tunglsins...“ Annað kom svo á daginn þegar ég brá mér í nærliggjandi versl- unarmiðstöð og spurði saklausa veg- farendur: „Hvert færir þú í sum- arfríinu ef þú mættir alveg ráða sjálf/ur?“ Allir nefndu þeir staði sem eru Ís- lendingum mjög aðgengilegir (hugs- anlega að einum undanskildum). Líklega hafa flest okkar heimsótt einhverja þessara staða einhvern tímann á ævinni. Og það er gott að eiga drauma sem auðvelt er að upp- fylla. Það getur þó líka verið gott að eiga stóra drauma um fjarlægari staði. Ef mann langar nógu mikið er allt hægt. Við höfum víst bara mis- munandi langanir! ÓSKASTAÐURINN Í fullkomið frí til…? GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR: Nennir ekki í hita og vill fara austur á land og hitta vini og vandamenn. Hún nefndi nokkra staði á Aust- urlandi til sögunnar en bjóst við að byrja á Egils- stöðum. Kannski rekst hún á ítalska virkjunarstarfs- menn. Og hver veit nema hún geti heilsað upp á Lag- arfljótsorminn. Það gæti allt gerst á Héraðshátíðinni Ormsteiti sem haldin er um þessar mundir. ARI ARNARSON: Sagðist í fullri hreinskilni helst vilja eyða sum- arfríi drauma sinna á Playboy- setrinu. Setrið, sem einhver vinur eigandans Hefners kallaði litla út- gáfu af Versalahöll; er í Holmby- hæðum í Los Angeles, Kaliforníu. Umhverfið er glæsilegt og vafa- laust margt hægt að finna sér til dundurs. Ætli Hugh Hefner og kanínuhjörðin myndu ekki fagna Ara vel ef hann bankaði upp á? HELGI INDRIÐASON: Sagðist strax vilja eyða draumafríinu í Kaup- mannahöfn en þar verður hann einmitt við nám í vet- ur. Eins gott að hann taki ekki of mikið frí frá nám- inu, en það er nóg annað hægt að gera í höfuðborg Danmerkur. Til dæmis er gaman að heimsækja Ný- höfn á sólríkum degi og fylgjast með fólkinu yfir öl- eða gosglasi. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Guatemala, Alaska, Víetnam eða Puerto Rico? Hver er óskastaðurinn ef þú gætir valið hvert þú færir í sumarfríinu? Anna Pála Sverrisdóttir komst að því að framandi staðir eru ekki alltaf það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar þessi spurning er lögð fyrir það. Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Ómar Reuters ÁRMANN SALIM: Fer alltaf í sumarfrí til Costa del Sol og vill helst hvergi annars staðar vera en á Spáni. Á sundlaug- arbökkum og hvítum strönd- um Costa del Sol hefur Ár- mann líklega slakað vel á í gegnum tíðina og segist síður en svo orðinn þreyttur á því. Frá Costa del Sol er líka stutt að skreppa til Afríku og hægt er að skoða minjar frá stjórn- artíð Araba í nágrenninu, s.s. Alhambra-höllina frægu í Granada. ANNA FRÍÐA STEFÁNSDÓTTIR: Hefur aldrei komið til Bandaríkjanna og langar til sólarríkisins Flórída. Það er margt hægt að gera í Flórída annað en að leggjast í sólbað, spila golf og heimsækja Disneyland. Anna Fríða gæti til dæmis heimsótt John F. Kennedy geim- stöðina því Flórída er fylkið sem geimskutlur leggja upp frá. Þá er líka stutt frá Flórída til ýmissa spenn- andi eyja í Karíbahafinu, eins og til dæmis Kúbu. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.