Morgunblaðið - 21.08.2004, Síða 19

Morgunblaðið - 21.08.2004, Síða 19
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 19 www.toyota.is Prius. Bensínsparnaður sem um munar ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 55 3 0 8/ 20 04 Nú getur þú brugðist rétt við háu bensínverði. Það sem fáir áttu von á að væri mögulegt hefur tekist. Prius fór hringveginn kringum landið án þess að taka bensín á leiðinni. Eldsneytis notkun var að meðaltali aðeins 4 lítrar á 100 km. Komdu og kynntu þér málið. Prius er góður fyrir umhverfið og fyrir budduna þína. Í Prius eru tvær vélar, bensínvél og rafmótor. Vélarnar vinna saman. Umframorku frá bensínvélinni er breytt í raforku sem knýr bílinn áfram ásamt bensínvélinni. Með þessu móti verður eldsneytisnotkun að meðaltali um 4,1 l á hverja 100 km. Það er um helmingur á við aðra bíla í sama stærðarflokki og engu er fórnað í aksturseiginleikum og krafti. START ENDIR Reykjavík | Reykjavíkurmaraþonið hefst klukkan tíu í dag þegar mara- þonhlauparar verða ræstir í Lækj- argötunni fyrir framan Mennta- skólann í Reykjavík. Skemmtiskokkið hefst klukkutíma síðar og 11:10 byrjar hálfmaraþon og 10 kílómetra hlaup. Klukkan hálftólf verður svo ræst í 7 kíló- metra hlaupi. Hjördís Guðmundsdóttir, kynn- ingarfulltrúi Reykjavíkurmara- þonsins, hvetur íbúa sem búa við hlaupaleiðirnar til að koma út og hvetja hlauparana þegar þeir fara fram hjá. Hlaupaleiðir eru þær sömu og í fyrra nema í skemmti- skokkinu, sem er þrír kílómetrar, en þar verður farið frá miðbænum út að Sæbraut og til baka í stað þess að fara um Hringbrautina líkt og gert var í fyrra. Klukkan ellefu mun Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, setja Reykjavíkurmaraþonið og Menningarnótt með formlegum hætti. Ákveðið hefur verið að loka nokkrum götum í miðborg Reykja- víkur fyrir umferð á morgun og er fólk hvatt til þess að nýta sér al- menningssamgöngur í staðinn. Lækjargata, Hverfisgata, Von- arstræti og Fríkirkjuvegur verða lokaðar fyrir umferð allan daginn en strætó ekur um tvær síðast- nefndu göturnar. Vesturgata verð- ur lokuð fyrir umferð milli Að- alstrætis og Garðastrætis, Sæbraut og Kalkofnsvegur verða einnig lok- aðar fyrir umferð milli 11 og 15 vegna hlaupsins og Geirsgata og Tryggvagata verða lokaðar milli 11 og 12. Þá má búast við umferð- artruflunum á Mýrargötu og í Ána- naustum meðan maraþonið stendur yfir, milli 10 og 14. Sif Gunnarsdóttir, verkefnastjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu, sem sér um skipulagningu Menn- ingarnætur, segir að ökumenn megi búast við nokkrum töfum í kringum miðborgina í dag en á ekki von á öðru en allt gangi vel. Búist er við miklum mannfjölda í bæinn í dag en í fyrra var talið að um áttatíu þúsund gestir hefðu lagt leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. Sif reiknar með að ekki verði færri gestir í ár.                 !" #  "  $%&   '( & &")* +  ,  &    $*  -&  . ""   "  */ 0$")  " " /'1  " 2 3  $%&  - ! '     "   " ! 0  !5          3 2! . '%C MMM$./"$ Íbúar hvattir til að styðja hlaupara Reykjavík | Starfsfólk Fjölskyldu-og húsdýragarðsins flutti sauðfé og geitur til og frá Þerney í gær og komu dýrunum ýmist í „sum- arfríið“ sitt eða náðu í þau úr fríi en dýrin fá að vera í um mánuð í eyjunni ár hvert. Margrét Dögg Halldórsdóttir, yfirdýrahirðir Húsdýragarðsins, segir mjög mikilvægt fyrir dýrin að komast út í eyna, þar sem þau fái að vera ein og njóta náttúrunn- ar og séu mun frjálsari en í garð- inum þar sem þau eru stöðugt inn- an um gesti garðsins. Ellefu kindur og lömb voru flutt í dag út í eyju ásamt sjö geitum og svipaður fjöldi fluttur til baka eftir mánaðardvöl. Ekki er reglu- bundið eftirlit með dýrunum með- an þau eru í eyjunni en starfs- menn garðsins fara öðru hvoru út eftir og líta til með dýrunum. Kindurnar, lömbin og geiturnar eru fluttar á gúmmíbát yfir í eyj- una. Margrét segir að flutningarnir gangi vandræðalaust fyrir sig. Mörg dýranna séu raunar farin að þekkja til flutninganna og láti sér fátt um finnast þó þau þurfi að skrölta á báti yfir í eyjuna. „Hins vegar er oft erfiðara að ná þeim til baka,“ segir Margrét og bætir við að talsverður tími hafi farið í að smala dýrunum sem fyrir voru í eyjunni. Tíu starfsmenn Húsdýragarðs- ins sáu um dýraflutningana og nutu liðsinnis nokkurra barna sem hafa verið á dýranámskeiði í Hús- dýragarðinum undanfarna viku. Krakkarnir fengu að hjálpa til við flutningana og höfðu gaman af, að sögn Margrétar, en börnin eru á aldrinum tíu til tólf ára. Morgunblaðið/Árni Sæberg Margrét Dögg yfirdýrahirðir tekur kind og geit traustataki í fjörunni. Sauðfé og geitur til og frá Þerney HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Búist við fjölmenni í maraþon og á Menningarnótt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.