Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞREMUR mönnum var bjargað um borð í Kaldbak rúmar 27 sjómílur norðnorð- vestur af Skagatá á sjötta tímanum í gær- morgun eftir að leki kom að 200 brúttó- tonna tog- og netabátnum Kópnesi ST-46 frá Hólmavík. Vélin hafði þá misst afl þegar sjór komst í vélarrúm og var bát- urinn tekinn að sökkva og var hann sokk- inn um klukkan níu í gærmorgun. Neyðarkall barst frá bátnum til Siglu- fjarðarradíós laust fyrir klukkan fimm og fóru skipverjar í flotgalla og yfirgáfu skipið í björgunarbáta. Kaldbakur var þá staddur í um tólf sjómílna fjarlægð og heyrði neyðarkallið og bjargaði hann mönnunum um borð um hálfsexleytið. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út og fór hún í loftið klukkan hálfsex en var snúið við eftir um tuttugu mínútna flug þegar ljóst var að mönn- unum hafði verið bjargað. Björg- unarskipið Sigurvin frá Siglufirði var einnig í viðbragðsstöðu. Blíðskaparveður var á slysstað og voru skipverjar allir við góða heilsu en siglt var með þá til Siglufjarðar þar sem þeirra beið skýrslutaka. Kópnes frá Hólmavík var smíðað í Noregi árið 1960 og hét áður Geirfugl GK og Héðinn ÞH. Útgerð og eigandi skipsins er Kópnes ehf. Kópnes sökk um 27 sjómílur NNV af Skagatá eftir að leki kom að skipinu Þremur skipverjum bjargað úr gúmbjörgunarbát Morgunblaðið/Einir Einisson Skipverjar Kópness, Daði skipstjóri ásamt Arnari, syni sínum, og Hjálmari um borð í Kaldbaki. Morgunblaðið/Einir Einisson Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Kópnesið hélst á floti dágóða stund áður en það sökk. Skipið hét upphaflega Héðinn ÞH 57 frá Húsavík en síðan lengst af Geirfugl GK 66.                      NAUÐSYNLEGT er að herða skoð- unareftirlit með vélarrými skipa í ljósi tíðra sjóslysa að undanförnu, að mati Jóns Arilíusar Ingólfssonar, framkvæmdastjóra rannsóknar- nefndar sjóslysa. Þrír bátar hafa sokkið á vikutíma eftir að leki kom upp í vélarrúmi skipanna og segist Jón ekki muna annað eins, enda hafi tíðarfar verið mjög gott þegar bát- arnir fórust. Síðastliðinn fimmtudag sökk Björgvin ÍS 468 undan Dýrafirði og björguðust tveir menn sem um borð voru, síðar sama dag sökk Fjarki ÍS 44 suðaustur af Gjögri og bjargaðist einn maður sem var um borð. Í gær- morgun var loks þremur mönnum bjargað eftir að leka varð vart í vél- arrúmi Kópness ST-46 norður af Skagatá, sem sökk nokkru síðar. Tæring í lögnum „Það sem hefur einkennt öll þessi óhöpp er leki í vélarrúmi og það er nokkuð sem þarf að taka alvarlega til skoðunar. Hvort um er að ræða tær- ingu á lögnum eða botnleika eða eitt- hvað slíkt hafa menn ekki náð að sjá. Þeir verða ekki varir við þetta fyrr en það er kominn mikill sjór í vélarrúmið og þá er auðvitað vita vonlaust að sjá einhverjar uppsprettur.“ Tæring í lögnum geti átt sér stað svo árum skipti án þess að eigendur báta verði þess varir og hrokkið í sundur fyrirvaralaust, eins og kann að vera í einhverju þessara tilvika. Jón reiknar með að rannsóknar- nefnd sjóslysa leggi til við Siglinga- stofnun að eftirlit með vélarrýmum verði hert í ljósi atburða liðinnar viku. Sönnunargögnin á miklu dýpi Rannsóknarnefndin kannar við- hald og viðhaldssögu báta sem koma til kasta nefndarinnar, auk þess sem byggt er á framburði skipverja. Jón bendir á að í mörgum tilvikum verði að búa við það að sönnunar- gögnin glatist í hafinu en öll skipin þrjú sem hér um ræðir eru á miklu dýpi og mjög kostnaðarsamt eða ómögulegt er að ná þeim upp. Jón ræddi við skipstjóra Kópness- ins í gær áður en lögregluskýrsla var tekin af skipverjum. Hann segir að skipstjórinn hafi enga hugmynd haft um hvað hefði gerst fyrr en allt var orðið um seinan. Rannsóknarnefnd sjóslysa man ekki eftir jafntíðum sjóslysum í góðu veðri Vilja herða eftirlit með vélarrými skipa                                        !!"                   !          !!         !!#         !!$          4.49 Vaktstöð siglinga (Siglufjarð- arradíó) fær neyðarkall frá skip- inu. Kaldbakur fer til móts við Kópnes. 5.25 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- LIF, fer í loftið en snúið við eftir um 20 mínútna flug. 5.29 Kaldbakur kominn að skipinu. 5.40 Kaldbakur bjargar skipverjum um borð. 9.07 Skipið sekkur. Atburðarásin ÍSFISKTOGARINN Kaldbakur EA-1 var staddur um 12 sjómílur frá Kópnesi þegar neyðarkall kom frá bátnum. Að sögn Víðis Benedikts- sonar, 1. stýrimanns um borð, var Kaldbakur á leið á miðin frá Ak- ureyri þegar kallið kom. „Við settum okkur strax í samband við þá og vorum í talstöðvarsambandi við þá allan tímann. Þeir eru með neyðartalstöð í gúmbátnum og vissu af okkur allan tímann.“ Þegar að var komið var Kópnes vélarvana og á reki og björg- unarbátur á floti þar skammt frá með mönnunum þremur. Annar björgunarbátur hékk utan í skipinu, uppblásinn. Víðir segir að örlítil slagsíða hafi verið komin á Kópnes þegar þeir nálguðust bátinn. Skipverjar hafi á hinn bóginn allir verið við góða heilsu og í flot- göllum en einn þeirra hafði þó blotnað. Kaldbakur sigldi með skip- verjana til Siglufjarðar. „Vorum í talstöðvar- sambandi allan tímann“ ÞRIÐJUNGUR þjóðarinnar vill frjálsan innflutning á landbún- aðarvörum, og rúmlega 43% vilja innflutning á þeim tíma sem þær eru ekki til hérlendis. Nærri fjórð- ungur þjóðarinnar er alveg andvíg- ur innflutningi á landbún- aðarvörum. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr þjóðarpúlsi Gallup, en könnunin var gerð dagana 11.–24. ágúst. Gallup hefur kannað afstöðu fólks til þessa máls frá 1993, og virðist sem þjóðin vilji í sífellt vaxandi mæli leyfa frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum. Fjöldi þeirra sem vill frjálsan innflutning hefur vaxið úr 23% árið 1993 í 33% í dag. Mikill munur er á afstöðu kynjanna til málsins, karlar eru mun hlynntari frjálsum innflutningi en konur. Um 41% karla vill óheft- an innflutning en 24% kvenna. Eins mælist talsverður munur á afstöðu fólks eftir búsetu, þeir sem búsettir eru í Reykjavík eru hlynntari frjáls- um innflutningi en þeir sem búa á landsbyggðinni. Úrtakið í könnuninni var 1.217 manns á aldrinum 18–75 ára, valdir með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 62%. Þriðjungur vill frjálsan innflutning MÁLFLUTNINGUR í þjóðlendu- máli ríkisins gegn Bláskógabyggð hefst í Hæstarétti á miðvikudag og mun ljúka daginn eftir. Hæstiréttur mun í dag fara í vettvangsferð um þau svæði sem deilt er um, sam- kvæmt upplýsingum frá réttinum. Sjö dómarar skipa dóminn í þessu máli og munu þeir ásamt lög- mönnum málsaðila fara um hin um- deildu svæði í hinum gamla Bisk- upstungnahreppi. Landeigendur unnu málið fyrir óbyggðanefnd og í Héraðsdómi Suðurlands en ríkið áfrýjaði til Hæstaréttar. Þorsteinn A. Jónsson, skrif- stofustjóri Hæstaréttar, segir að dómarar fari iðulega í vettvangs- ferðir þegar deilt sé um landa- merki. Ferðunum hafi þó fækkað í seinni tíð. Þá sé fátítt að svo margir dómarar skipi dóm í landamerkja- máli. Vettvangsferðin er því óvenju fjölmenn. Hæstiréttur í vettvangsferð „ÉG VEIT ekki hvernig mýs urðu að rottum,“ segir Þorkell Björnsson veiðimaður, en í frétt í veiðihorni Morgunblaðsins í liðinni viku er greint frá því að Þorkell hafi í tví- gang í sumar veitt urriða sem reyndust verða með hálfmeltar rottur í maganum. Fréttin er tekin af vefsíðunni fluguveidi.is. Þorkell sagði nokkrum kunn- ingja sinna frá því að hann hefði veitt urriða og þeir verið með mýs í maganum, önnur var hálfmelt, hin nýgleypt. „Einhver kunningjanna kom sögunni svo á framfæri, en ég veit ekki hvernig mýsnar breyttust í rottur, þakka bara fyrir að þær urðu ekki að minkum,“ sagði Þor- kell. Þá nefndi hann einnig að þetta hefði gerst í fyrrasumar, ekki fyrr í sumar eins og fram kom í fréttum. Mýs urðu að rottum ÞRÍR Írar eiga bílbeltum að þakka að þeir meiddust ekkert er þeir misstu stjórn á bílaleigubíl sínum á Vatnsnesi í gærkvöld með þeim af- leiðingum að bifreiðin valt og hafn- aði á toppnum. Að sögn lögreglunnar á Blöndu- ósi varð óhappið skammt frá bæn- um Urðarbaki rétt fyrir klukkan 19 í gærkvöld. Missti ökumaðurinn vald á henni í lausamöl. Bifreiðin skemmdist heldur ekki mikið en var samt fjarlægð af vettvangi með kranabíl. Veltu bíl í lausamöl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.