Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 11 Framlengdu sólbrúnkuna fram á vetur Hausttilboð: Glæsilegt skartgripaskrín, Illusionist maskari, Perfectionist, Resilience Lift Overnight creme og Pleasures bodylotion fylgja ef keyptar eru Estée Lauder vörur fyrir 3.900 krónur eða meira.* * Meðan birgðir endast. Nýtt. Amber Bronze. Sólgullinn farði fyrir andlit og varir. Dulúðug litbrigði rafsins og silkiglóð bronsins mætast í þessari nýju gullnu farðalínu. Viljirðu vera sólbrún framá vetur gerir Amber Bronze þér það kleift. Í úrvalinu er: Svalt laust púður í dós, bursti með innbyggðu sólarpúðri, brúnkukrem, brúnkumjólk og spennandi sólheitir varalitir. Þín bíður gullin vetrartíð - með Amber Bronze. Viðamikil alþjóðleg rannsókner hafin á virkni og öryggibóluefnis gegn sýkingu afvöldum kynfæraáblástur- sveirunni, herpes. Tekur hún til 6 þúsund þátttakenda í um 20 löndum, þar af um 250 hérlendis. Tíðni kyn- færaáblásturs er talin kringum 30% hérlendis hjá fullorðnum en með bólu- setningu er talið að koma megi í veg fyrir langstærstan hluta sýkinga af þessum toga og jafnvel hærra hlutfall. Þegar hafa yfir 8.000 manns víða um heim verið prófaðir með bóluefninu en rannsóknin, sem nú er hafin, er lokastig hennar. Gefi hún góða raun segja aðstandendur hennar að búast megi við að heilbrigðisyfirvöld íhugi að ráðast í almenna bólusetningu á ungum stúlkum. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Atli Árnason, yfirlæknir heilsu- gæslunnar í Grafarvogi, og í viðtali við Morgunblaðið greindi hann frá helstu þáttum hennar ásamt Valdísi Kristjánsdóttur, hjúkrunarfræðingi á heilsugæslustöðinni þar, Ásmundi Jónassyni, lækni á heilsugæslustöð- inni í Garðabæ og Steingrími Davíðs- syni, sérfræðingi í húð- og kynsjúk- dómum, á Húðlæknastöðinni í Kópavogi. Rannsóknin fer fram á heilsugæslustöðvunum í Grafarvogi og Garðabæ og á Húðlæknastöðinni. Þá hefur sóttvarnalækni verið gerð grein fyrir rannsókninni og mun hann fá skýrslu um niðurstöður að henni lokinni. Lyfjaframleiðandinn Glaxo- SmithKline stendur að henni og greiðir allan kostnað. Rannsóknin fer fram með leyfi Vísindasiðanefndar og allra tilbærra aðila hérlendis. Engin lækning til Engin lækning er í dag til við kynfæraáblæstri og segja læknarnir að einungis almenn bólusetning gæti náð niður útbreiðslu sjúkdómsins en tíðni hans hefur verið að aukast. „Rannsóknin hjá GSK snýst um að kanna virkni og öryggi bóluefnisins sem fyrirtækið hefur þróað við herp- es simplex veirunni,“ segir Steingrím- ur Davíðsson en efnið hefur þegar verið prófað á meira en 8 þúsund manns. Segir Steingrímur það þýða að efnið hafi verið rækilega prófað, einkum á fólki 18 ára og eldra, bæði varðandi virkni og öryggi en engu að síður sé nauð- synlegt að prófa það enn frekar til öryggis. Atli segir að rannsóknin nú snúi að því að prófa efn- ið á stúlkum á aldrinum 10 til 17 ára, 6 þúsund manna hópi en 250 stúlkur verða í rannsóknarhópnum hérlendis. „Ástæðan fyrir því er að ávinningur af bólusetningu er fyrst og fremst fyrir þá sem eru ekki eða lítið farnir að stunda kynlíf en veiran smit- ast við kynmök. Því er mikilvægt að geta bólusett ungar stúlkur fyrir kyn- lífsaldur. Þess vegna þarf að fullrann- saka að bóluefnið sé eins virkt og öruggt hjá þeim og eldri einstakling- um. Af einhverjum ástæðum virðist þetta bóluefni ekki vera virkt fyrir karlmenn.“ Rannsóknin fer fram í 20 löndum, Bandaríkjunum Kanada, Nýja-Sjá- landi, Ástralíu, Norðurlöndunum og nokkrum Evrópulöndum. „Við gerum ráð fyrir að það verði einkum stúlkur frá 12 til 13 ára aldri og upp í 17 ára sem taka þátt en fyrsta skrefið er að kynna rannsóknina stúlkunum og for- eldrum þeirra,“ segir Atli. Segir hann kynningarbréf verða send út á næstu dögum til stúlkna í umdæmi heilsu- gæslustöðvanna tveggja. Stærstur hluti rannsóknahópsins mun koma þá leiðina en þeir sem eiga samskipti við Húðlæknastöðina eiga einnig kost á að vera með að sögn Steingríms. Iðulega feimnismál Ásmundur Jónasson segir að áblástur sé algengt og hvimleitt vandamál og iðulega feimnismál. „Stundum leitar fólk ekki læknis fyrr en það hefur verið lengi með einkenni og þessi sýking getur truflað eðlilegt kynlíf til frambúðar og þessi sýking getur einnig opnað fyrir annars konar og óskyldar sýkingar,“ segir hann. „Í sumum löndum hafa milli 20 og 30% fullorðinna smitast af kynfæra- áblæstri en til eru einnig mun hærri tíðnitölur,“ segir Ásmundur og bendir einnig á að fólk geti gengið með veir- una án þess að sýna nokkur einkenni eða vita um hana og það segir hann eina ástæðu þess að kynfæraáblástur heldur áfram að breiðast út. Ekki er um varanlega lækningu að ræða held- ur aðeins lyf sem draga úr einkennum og meðferð erfið, sérstaklega hjá kon- um. Valdís Kristjánsdóttir hjúkrunar- fræðingur segist hafa orðið vör við áhuga á rannsókninni meðal foreldra og ungra stúlkna. „Við erum ekki hrædd um að við náum ekki nægilega mörgum þátttakendum, miklu frem- ur að það komist færri að en vilja,“ segir hún. Hlutverk hennar verður að annast móttöku stúlknanna og hafa samband við stúlkurnar og foreldr- ana. Bólusetningin fer þannig fram að þátttakendum er skipt í hópa á tilvilj- anakenndan hátt. Fá hóparnir annað- hvort rannsóknarbóluefnið eða sam- anburðarmeðferð. Hvorki rann- sóknarlæknir né stúlkurnar vita hvorum hópnum þær tilheyra. Stúlk- urnar fá sprautu þrisvar í vöðva í upphandlegg; við upphaf rannsóknar, mán- uði síðar og sex mánuðum síðar. Haft verður síma- samband við stúlkurnar 7 til 10 dögum eftir hverja bólusetningu en alls þurfa stúlkurnar að koma fimm sinnum til læknis. Þá mánuði sem þær hitta ekki lækni verður haft símasamband við þær. Alls tekur rannsóknin ár auk símtals við þátttakendur sex mánuðum síðar til að fylgja henni eftir. Valdís segir að mögulegar aukaverkanir séu bólga eða roði á stungustað, hugsanlega þreyta, höfuðverkur eða almenn van- líðan. Segir hún þær yfirleitt ganga til baka á þremur dögum hið lengsta. Læknarnir segja tilgang rannsóknar- innar ekki síst þann að skrá nákvæm- lega hugsanlegar aukaverkanir. Í lok- in eru fjórmenningarnir innt eftir því hver sé helsti ávinningur þátttak- enda. „Öllum þátttakendum munu verða boðin fullkomin vörn gegn lifr- arbólgu A auk þess sem allir munu fá bólusetningu gegn herpes veirunni ef niðurstaða rannsóknarinnar er í sam- ræmi við væntingar án kostnaðar,“ segir Atli Árnason. „Við lok rann- sóknarinnar verða niðurstöður henn- ar kynntar heilbrigðisyfirvöldum hér á landi sem annars staðar. Á grund- velli hennar geta þau metið hvort ástæða er til að ráðast í almenna bólu- setningu á tilteknum árgangi, til dæmis 12 til 13 ára stúlkna í forvarna- skyni.“ Atli segir ekki ljóst hvaða pen- ingalegur sparnaður verði af slíkri bólusetningu en á móti komi sparn- aður vegna minni lyfjanotkunar í kjöl- far færri sýkinga og að ekki sé talað um óþægindin og áhyggjur sem ein- staklingarnir losni við. MEÐAL skilyrða fyrir þátttöku er að stúlkurnar séu á aldrinum 10 til 17 ára þegar þær eru bólusett- ar í fyrsta skipti og að þær og for- eldri eða forráðamaður gefi sam- þykki sitt. Þá mega þær ekki hafa fengið herpes (frunsu) sýkingu á varir eða munn, kynfæraáblástur eða lifrarbólgu A. Einnig eru fleiri skilyrði nefnd sem tengjast sjúk- dómum og hugsanlegu ofnæmi og munu rannsóknarlæknar meta hvort stúlkur eru hæfar í rann- sóknina. Leita má nánari upplýs- inga hjá rannsóknaraðilum á heilsugæslustöðvunum í Graf- arvogi og Garðabæ eða vefsíðu rannsóknarinnar, herpes.is. Hverjir geta tekið þátt? HERPES-sýking eða áblástur er alvarlegt heilbrigðisvandamál, ekki síst hjá konum á barn- eignaaldri. Hafi einstaklingur sýkst hefur veiran bólfestu í lík- ama viðkomandi alla ævi. Sýking- arnar geta verið óþægilegar og valdið streitu og einkenni geta staðið í tvær til þrjár vikur og komið aftur og aftur. Sumir geta fengið smit án þess að fá ein- kenni eða vita nokkurn tíma af því. Áblástursveirurnar eru tvær. Frunsa. Sýking af völdum herpes simplex 1 er algeng en rúm 70 af hverjum 100 Vest- urlandabúum eru smitaðir af henni. Smitið verður oftast á barnsaldri, við nána snertingu svo sem kossa. Smiti hjá börnum fylgir stundum sóttihiti og sár í munni sem gróa á einni-tveimur vikum. Flest barnanna fá hins vegar engin einkenni. Kynfæraáblástur stafar af völd- um herpes simplex 2 veirunnar og hefur algengi hans farið sívax- andi síðustu ár. Kynfæraáblástur getur bæði valdið miklum ein- kennum og truflað eðlilegt kynlíf. Fái kona kynfæraáblástur á með- göngu getur veiran borist fóstr- inu um fylgjuna og barn getur smitast í fæðingu frá fæðing- arvegi móður. Herpes-sýking hjá nýburum getur verið lífs- hættuleg. Kynfæraáblæstri geta fylgt fylgikvillar í taugakerfi, svo sem heilahimnubólga. Hvað er herpes- veira? Um 250 íslenskar stúlkur í alþjóðlegri rannsókn á bólusetningu gegn kynfæraáblæstri Aðeins bólu- setning gæti heft út- breiðsluna Tíðni kynfæraáblásturs er allt að 30% hjá fullorðnum hérlendis. Sýkingin er hvimleið og tekur veiran sér bólfestu í líkamanum alla ævi. Engin lækning er til en unnt að draga úr einkennum með lyfjum. Veiran tekur sér bólfestu í líkamanum alla ævi Morgunblaðið/Ómar Meðal þeirra sem sjá um rannsóknina sem nú er farin af stað eru (frá vinstri) læknarnir Atli Árnason, Ásmundur Jónasson og Steingrímur Dav- íðsson og Valdís Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.