Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 51 SKÓLADAGAR Sjáðu betur í vetur Gleraugnasalan Laugavegi 65 s. 551 8780 www.gleraugnasalan.com KRISTÍN Steinsdóttir og Halla Sólveig Þorgeirsdóttir voru sæmdar Barna- og unglinga- bókmenntaverðlaunum Vestnor- ræna ráðsins árið 2004 fyrir bók- ina „Engill í Vesturbænum,“ við hátíðlega athöfn í Skála Alþingis í gær. Þær stöllur munu skipta með sér verðlaunafénu, að fjár- hæð sextíu þúsund dönskum krónum, en Halla Sólveig mynd- skreytti bókina. „Engill í Vesturbænum“ segir frá atburðum í lífi lítils drengs í fjörutíu og níu stuttum frá- sögnum. Þykir bókin end- urspegla vel veruleika barns- ins og hugsanir, sem eru gjör- ólík hugsunum fullorðinna. Þá þykja teikningar bók- arinnar hvetja börn til þess að nota ímyndunaraflið til að lifa af í heiminum. Bækur | „Engill í Vesturbænum“ fær verðlaun Hvetur til notkunar ímyndunaraflsins Morgunblaðið/Golli Frá afhendingu verðlaunanna: Börn kunna að meta góðar bækur. Á MEÐAN McDonalds-maðurinn varar okkur með munninn fullan og magann við skyndibitavánni kæra Harold og Kumar sig kollótta um allt hjal um óhollustu og leita log- andi ljósi að bestu hamborgurum í bænum. Þá er að finna á hamborg- arastaðnum White Castle og má því eiginlega kalla þá félaga White Castle-mennina. Það blasir við að hér er á ferðinni kolgeggjuð gamanmynd, svo geggj- uð reyndar, að hún er gerð af hinum sömu og kokkuðu upp Dude, Where’s My Car? sem fer nálægt því að vera geggjaðasta mynd bíósög- unnar. Aðalhlutverkin, þeir Harold og Kumar, eru í höndum John Cho og Kal Penn, en báðir hafa komið áber- andi við sögu í smærri hlutverkum; Cho í American Pie-myndunum og Penn í Van Wilder. Þótt þeir séu vel ruglaðir þá eru þeir samt ekki alveg farnir; Harold vinnur nefnilega sem fjárfestir og Kumar er læknanemi. En það spyr enginn um starf og stétt þegar þörf- in fyrir góðan hamborgara kallar. Frumsýning | Harold & Kumar fá sér hamborgara (Harold & Kumar go to White Castle) Leitin að heilaga hamborg- aranum Ætlar þú að fá þér kokkteilsósu? ÍSLENSKA kvikmyndin Dís verð- ur frumsýnd í Smárabíói, Regn- boganum, Laugarásbíói og Borg- arbíói Akureyri í dag. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir þær Birnu Önnu Björnsdóttur, Oddnýju Sturludótt- ur og Silju Hauksdóttur. Dís kom út hjá Forlaginu árið 2000, fékk lof gagnrýnenda og hefur selst í meira en 10 þúsund eintökum. Dís lýsir lífi og leikjum ungra Reykvíkinga, þeirra sem lifa og hrærast í miðborginni, á póst- svæðinu 101. Söguhetjan er Dís Sigurðardóttir 23 ára reykvísk stelpa sem býr á Laugavegi ásamt Blævi vinkonu sinni. Fylgst er með Dís sumarlangt þegar hún reynir að gera upp við sig hvað hún vill taka sér fyrir hendur í líf- inu. Dís finnst hún umkringd „framúrskarandi sjarmatröllum og upplifir sjálfa sig óspennandi í samanburði,“ eins og segir í til- kynningu frá framleiðendum. Henni finnst súrt að vera með- almanneskja í tilvistarkreppu og reynir að spyrna gegn því sjálf- skapaða hlutverki sínu. Ýmislegt mun drífa á daga Dísar þetta sum- ar, ástarævintýri, vaxtarverkir og jarðskjálfti. Með hlutverk Dísar fer Álfrún Helga Örnólfsdóttir, en með önnur stór hlutverk fara Ilmur Krist- jánsdóttir, Árni Tryggvason, Gunnar Hansson, Þórunn Erna Clausen, Ylfa Edelstein, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Ívar Örn Sverrisson. Leikstjóri mynd- arinnar er Silja Hauksdóttir og hún skrifaði sjálf handritið ásamt þeim Birnu Önnu og Oddnýju. Framleiðandi myndarinnar er Baltasar Kormákur fyrir Sögn ehf. Frumsýning | Íslenska kvikmyndin Dís Dís á djamminu Það var mikið djammað þetta viðburðaríka sumar í lífi Dísar. Roger Ebert: Metacritic.com: 80/100 Variety: 80/100 (skv. útr. Metacritic) The Hollywood Reporter: 70/ 100 The New York Times: 60/100 IMDB.com: 7.4/10 Erlendir dómar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.