Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 22
MINNSTAÐUR 22 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES AKUREYRI Reykjanesbær | Menningar- og fjöl- skylduhátíðin Ljósanótt var sett í gær. Börn úr öllum grunnskólum bæjarins söfnuðust saman við Myllubakkaskóla í Keflavík og slepptu hátt í þúsund litskrúðugum blöðrum við afrískan trumbuleik. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði við það tækifæri að hinar litskrúðugu blöðrur væru tákn um hið litskrúð- uga samfélag í Reykjanesbæ. Fjöl- menningarhátíð er hluti af Ljósanótt og á laugardag verður fjölmenning- arhópur með veitingar og boðið verður upp á framandi tónlist og dans. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Litskrúðugt samfélag Reykjanesbær | „Mér finnst þetta hvetja mann til dáða, til að halda áfram á þessari braut,“ sagði Gerður Pétursdóttir, leikskólastjóri í Hjalla- túni Njarðvík. Hjallatún og útibú Ís- landsbanka í Keflavík fengu í gær af- hentar fyrstu viðurkenningar Reykjanesbæjar fyrir fjölskyldu- vænstu stofnanir og fyrirtæki í bæn- um. Gerður tók við viðurkenningunni fyrir Hjallatún og Una Steinsdóttir, útibússtjóri fyrir hönd Íslandsbanka. „Já það gæti verið, án þess að ég vilji alhæfa. Það er hluti af nútímastjórn- un að auka sveigjanleika og hugsa um hag starfsfólksins,“ sagði Una þegar hún var spurð að því hvort sú staðreynd að tvær konur væru að taka við viðurkenningunni en enginn karl væri til marks um að konur sýndu meiri skilning á fjölskyldumál- unum. Hún bætti því við að ef svo væri mættu fleiri taka sér þessa stefnu til eftirbreytni. Kveðið er á um útnefningu fjöl- skylduvænstu stofnunar og fyrirtæk- is í fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar sem samþykkt var í byrjun síðasta árs. Samkvæmt upplýsingum Hjör- dísar Árnadóttur félagsmálastjóra er tilgangurinn að vekja vinnuveitendur og yfirmenn til umhugsunar um mik- ilvægi þess að taka tillit til fjölskyld- unnar í stefnumörkun fyrirtækja. Það hafi tvímælalaust skilað árangri þar sem það hafi verið gert. Byggja upp fjölskyldutré Fjölskyldu- og félagsmálaráð Reykjanesbæjar fékk rökstuddar ábendingar frá starfsmönnum á þessum vinnustöðum og var sam- mála um niðurstöðuna. Gerður segir að markvisst hafi verið unnið að því að auka innbyrðis kynni starfsfólksins og fjölskyldan öll verið tekin með í það. Á hverjum starfsmannafundi kynna einhverjir starfsmenn fjölskyldur sínar og áhugamál og þannig er smám saman byggt upp fjölskyldutré með þessum upplýsingum. Í lok síðasta mánaðar var haldin mikil fjölskylduhátíð í Sól- brekkuskógi þar sem makar og börn starfsmanna voru með. Fleira er gert til að koma til móts við starfsmenn sem eiga fjölskyldur. „Allir græða“ Gerður er þess fullviss að þetta starf hafi bætt mjög samstarfið á leikskólanum. Það auki einnig starfs- ánægjuna á vinnustaðnum og auki öryggi starfsfólksins. Una segir að í jafnræðisáætlun Ís- landsbanka sé lögð áhersla á að jafn- vægi sé á milli starfs og einkalífs starfsmanna. Hún segir að í útibúinu í Keflavík sé reynt að styðja vel við bakið á starfsmönnum sem eru með börn á leikskóla- eða skólaaldri. Reynt sé eftir föngum að hafa sveigj- anlegan vinnutíma og sýna tillitssemi við veikindi barna og gefa frí á starfs- dögum og í skólaviðtölum. Þar og í Hjallatúni er foreldrum gefinn kost- ur á að hafa börnin með í vinnuna þegar nauðsyn ber til. „Það er augljóst að sveigjanleiki og skilningur skilar sér í ánægðari starfsmönnum og ánægðari starfs- menn leiða af sér ánægðari viðskipta- vini sem skilar sér beint í betri af- komu bankans. Þetta er einföld jafna og það græða allir,“ segir Una. Veittar viðurkenningar fyrir fjölskylduvænar stofnanir Konur við stjórnvölinn á báðum vinnustöðunum Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Viðurkenning: Una Steinsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka, tók við við- urkenningu síns vinnustaðar úr hendi Árna Sigfússonar bæjarstjóra. NÝIR stúdentagarðar við Tröllagil 29 í eigu Félagsstofnunar stúdenta við Háskólann á Akureyri verða teknir í notkun á morg- un, laugardaginn 4. september. Opið verður frá kl. 13 til 15. Í Stúdentagörðunum eru 36 tveggja og þriggja herbergja íbúðir og fjögurra deilda leikskóli með rými fyrir 90 börn, sem fengið hefur nafnið Töllaborgir. Íbúðirnar eru svar við mikilli eft- irspurn stúdenta eftir hagstæðu leiguhúsnæði og leitað var eftir samstarfi við Akureyrarbæ sem mun koma til móts við vaxandi þörf bæjarbúa fyrir leikskólapláss með rekstri leikskóla í bygg- ingunni. Morgunblaðið/Kristján Elstu börnin á Tröllaborgum að leik á leikskólalóðinni. Stúdentagarðar og leikskóli Sumarhúsabyggð | Bæjarráð Ak- ureyrar óskar eftir því við sveit- arstjórn Þingeyjarsveitar að Norð- urorku hf. verði heimilað að vinna skipulagstillögu að sumarhúsabyggð í landi Reykja í Fnjóskadal í sam- ræmi við gildandi svæðisskipulag fyrir árin 1998-2018. Bæjarráði barst erindi frá forstjóra Norður- orku hf. vegna Reykja í Fnjóskadal, sem ásamt heitavatnsréttindum er í eigu Akureyrarbæjar og Norður- orku hf. Forstjóri Norðurorku hf. benti á að í svæðisskipulagi Eyja- fjarðar og Fnjóskadals fyrir árin 1998 til 2018 væri gert ráð fyrir sum- arhúsabyggð í landi Reykja. Í er- indinu er leitað eftir afstöðu Ak- ureyrarbæjar til frekari skipulags- vinnu vegna sumarhúsabyggðar og sagt að Norðurorka hf. sé reiðubúin til að láta skipuleggja svæðið. FERÐAFÉLAG Akureyrar hefur að undanförnu staðið fyrir byggingu nýs skála við Drekagil. Húsið var for- smíðað á Akureyri á tíma- bilinu frá því í apríl á þessu ári og fram í júlí, en aðra helgina í júlí voru und- irstöður steyptar og síðar í þeim mánuði var gengið frá gólfi og undirstöðum fyrir stóran sólpall norðan og vestan við skálann. Um miðj- an ágúst var svo farið með veggi og stafna skálans upp að Drekagili og húsið sett saman. Þá voru einnig settar sperrur á húsið og timburklæðning á þær. Síðustu helgina í ágúst var sett bárujárn á húsið og kjölur ofan á það. Einnig var gengið frá einangrun í loft og sólpallurinn klár- aður. Þar með var skálinn orðinn fok- heldur. Ingvar Teitsson, formaður ferðafélagsins, sagði að áfram yrði unn- ið fram eftir septembermánuði, eða eins og veður leyfir við að ganga frá skál- anum, bæði að innan og utan. „Við von- umst til að ljúka frágangi sem mest áður en vetur gengur í garð,“ sagði hann en vetur kæmi oft snemma í Drekagili sem er í 780 metra hæð yfir sjó. Það sem eft- ir kann þá að verða yrði klárað næsta vor, þannig að skálinn yrði tilbúinn fyrir ferðamannatíð næsta sumar, í byrjun júlí. Nýi skálinn er 95 fermetrar að grunn- fleti. Á neðri hæð er rúmgóð borðstofa með eldunaraðstöðu og einnig eru þar tvö fimm manna herbergi og forstofa. Á efri hæð er tvískipt svefnpláss, með svefnplássum á upphækkuðum bálkum fyrir 30 manns. Ferðafélag Akureyrar byggði fyrsta húsið við Drekagil, skálann Dreka, árið 1968 og rúmar það 20 manns í gistingu. Á síðustu tveimur áratugum hefur um- ferð farið vaxandi og gistinóttum fjölgað umtalsvert yfir sumarmánuðina. Á ár- unum 2000 til 2001 lét FFA deiliskipu- leggja hálendismiðstöð við Drekagil og árið 2001 byggði félagið þar vandað snyrtihús með 6 vatnssalernum og tveimur gaskyntum sturtum. Á því skipulagi var jafnframt byggingarreitur fyrir nýjan gistiskála sem nú hefur risið. Drekagil er á krossgötum í Ódáða- hrauni og þar á samkvæmt Svæð- isskipulagi miðhálendisins að vera há- lendismiðstöð. Frá Drekagili er stutt í Öskju sem jafnan hefur mikið aðdrátt- arafl fyrir ferðafólk. Slóðir liggja frá Drekagili í Herðubreiðarlindir og á hringveg nr. 1 á Mývatnsöræfum, einnig suður fyrir Dyngjufjöll og annaðhvort suðvestur á Sprengisandsleið norðan við Nýjadal eða norður Dyngjufjalladal í Bárðardal og Mývatnssveit og einnig má nefna slóð austur yfir Jökulsá á Fjöllum við Upptyppinga og annaðhvort suður í Kverkfjöll eða austur yfir Kreppu í Möðrudal eða að Brú í Jök- uldal. Ljósmynd/Ingvar Teitsson Unnið að smíði nýs skála við Drekagil. Nýr skáli við Hálend- ismiðstöð í Drekagili SENDUM Í PÓSTKRÖFU Öflug co-ensym unnin úr rauðbeðum Gagnleg fyrir hjarta- og æðakerfið www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.