Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Á dögunum birtist les- endabréf í Morg- unblaðinu frá manni sem kvaðst hafa fengið sig fullsaddan af fréttum um mannfall í átökum þeim sem standa yfir í Írak. Sagði maðurinn eitthvað á þá leið að bú- ið væri að gera fólki rækilega grein fyrir því að þarna væri stríð, við þyrftum ekki á stöðugum fréttum um hversu margir hefðu látist í því að halda. Þetta stutta lesendabréf vakti mig til umhugsunar um fjölmiðla og umfjöllun þeirra um stríð. Rétt er að mikið hefur verið ritað og rætt um stríðið í Írak frá því Bandarík- in og bandalagsríki þeirra gerðu þar innrás í fyrra. Atburðirnir sem þar hafa orðið undanfarið eitt og hálft ár hafa fengið langmesta umfjöllun fjölmiðla í flokki „átaka og stríða“ sem svo mætti nefna. Þá hefur fjölmiðlum einnig orðið tíðrætt um átökin milli Ísraela og Palestínumanna um langt skeið. Sennilega hafa þau hlotið næst- mesta umfjöllun fjölmiðla í fyrr- nefndum fréttaflokki undanfarið ár. En það er barist á fleiri stöðum. Þessa dagana fjalla vestrænir í nokkrum mæli um Darfur-hérað í hinu fátæka Afríkuríki Súdan. Ný- lega sögðu Sameinuðu þjóðirnar að ástandið í mannúðarmálum þar væri hið versta í heiminum í dag. Athyglisvert er þó að kanna hve- nær fréttir frá Darfur fóru að birt- ast í vestrænum fjölmiðlum. Skoð- un á málinu leiðir í ljós að það var í vor á þessu ári, en átökin þar hafa hins vegar staðið frá því snemma árs 2003. Loks nú virðast fjöl- miðlar hafa fengið áhuga á málinu. Ár hvert geisa fjölmörg átök í heiminum, sem lítt er minnst á í fjölmiðlum. Vísindamenn á sviði átaka- og friðarrannsókna í Upp- sala-háskóla í Svíþjóð benda á í nýrri grein að í fyrra hafi verið barist með vopnum á 29 svæðum í heiminum, í alls 22 löndum. Raun- ar segja vísindamennirnir að hat- römmustu stríðin séu oft snið- gengin af fjölmiðlum. Benda þeir á að alvarlegustu átökin í heiminum á árabilinu 1997–2002 voru í Kongó í Afríku. Hafi þau fengið mjög takmarkaða umfjöllun fjöl- miðla, sem beindu sjónum sínum einkum að stríðinu í Kosovo árið 1999 og árásunum á Bandaríkin, 11. september 2001. Kannski er ekki að undra að at- burðir sem tengjast Bandaríkj- unum með einum eða öðrum hætti veki athygli vestrænna fjölmiðla, enda eru flestir stærstu frétta- miðlarnir bandarískir. Auk þess eru Bandaríkin valdamesta ríki heims og það gerir að verkum að ávallt hlýtur að vera þörf á að fjalla um gjörðir þeirra. Þrátt fyrir þetta vekur umræð- an hér að ofan stórar spurningar. Svo vikið sé aftur að Darfur- héraði má spyrja hvort hér blasi ekki við að fjölmiðlar hafi ræki- lega brugðist skyldum sínum með því að fjalla ekki um átökin þar löngu fyrr? Þrátt fyrir að það kunni að vera viss klisja að segja fjölmiðla vera fjórða valdið í sam- félaginu getur umfjöllun þeirra um ýmis mál haft mikið að segja. Svo dæmi sé nefnt er afar mik- ilvægt fyrir fólk eins og það sem nú þjáist í Darfur, að umheim- urinn viti af þjáningum þeirra. Lítið dæmi um þetta er nýleg frétt þess efnis að íslenska ríkisstjórnin hefði ákveðið að veita 5 milljónir króna til aðstoðar við stríðshrjáða í Darfur. Ólíklegt er að slík fjár- veiting hefði átt sér stað fyrir ári, þegar lítið sem ekkert var rætt um átökin þar. En fjölmiðlar og fréttir eru á margan hátt skrýtnar skepnur. Um fréttir af stríðum og átökum má meðal annars segja að fréttir frá einu eða öðru svæðinu komast gjarnan í tísku um stutta hríð, en gleymast svo fljótt á ný. Man til dæmis einhver eftir fréttum sem voru áberandi snemma árs, um átök á Haítí, fátækasta landi á vesturhveli jarðar? Þar fór frá völdum þjóðkjörinn forseti, Jean Bertrand Aristide, og átök, sem hafa verið tíð í landinu, blossuðu upp á ný. Fjöldi manna lét lífið. 10 árum fyrr hafði fjölþjóðlegt herlið séð til þess að Aristide kæmist til valda á ný, eftir valdarán í landinu og átak var gert til þess að koma á lýðræði þar. Það gekk hins vegar illa og stofnanir gáfust smám sam- an upp, þótt ekki heyrðist mikið fjallað um það. Í fyrra hætti Evr- ópusambandið að leggja til upp- byggingu lýðræðis á Haítí, því ekki var staðið við umbætur á stjórnarháttum sem voru skilyrði fyrir fjárframlögum ESB. Á milli þess sem algert neyðar- ástand ríkir á Haítí, virðast fjöl- miðlar hins vegar hafa lítinn áhuga á að segja fréttir af því. Margir mánuðir eru frá því ég sá síðast skrifað um stöðu mála þar en ég efast þó stórlega um að á Haítí sé dúnalogn eða að staðan þar hafi breyst mikið til batnaðar. Ljóst er að ríkisstjórnum og al- þjóðasamtökum ber skylda til þess að bregðast við átökum, hvar sem þau eiga sér stað, og leggja sitt af mörkum til að lina þján- ingar saklausra borgara, sem eru fórnarlömb stríða. Fjölmiðlar bera hins vegar einnig ábyrgð í þessum málum. Vitneskja um al- varlegt ástand getur skipt sköpum og þar koma fjölmiðlar til sög- unnar. Stríðin sem gleymast Þrátt fyrir að það kunni að vera viss klisja að segja fjölmiðla vera fjórða valdið í samfélaginu getur umfjöllun þeirra um ýmis mál haft mikið að segja. Svo dæmi sé nefnt er afar mikilvægt fyrir fólk eins og það sem nú þjáist í Darfur að umheimurinn viti af þjáningum þess. VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is SKIPULAGSMÁLIN á Sel- tjarnarnesi hafa mikið verið í um- ræðunni að undanförnu. Því ber að fagna, svo mikilvæg sem þau eru. En ég rek upp stór augu þegar gefið er til kynna að byggð á Hrólfsskálamel og Suðurströnd muni koma til móts við þarfir yngri Seltirn- inga. Í fyrirliggjandi upplýsingum frá bæj- aryfirvöldum kemur ekkert fram sem er nokkur trygging fyrir slíku. Þvert á móti bendir ekkert til ann- ars en að allar íbúðir verði seldar hæst- bjóðendum á frjálsum markaði. Við unga fólkið stöndum ekki vel að vígi í samkeppni við þá sem hafa þegar komið undir sig fót- unum. Reiknidæmi sem ekki gengur upp Hvort bærinn verði hagstæðari rekstrareining eftir að blokkirnar eru komnar upp og fólk flutt í þær getur enginn fullyrt. Hvers vegna skyldi þjónusta við nýja íbúa vera hlutfallslega kostnaðarminni en við þá sem fyrir eru? Hvað t.d. ef öldruðum fjölgar hlutfallslega í bænum við nýju blokkirnar? Margumrætt rekstrardæmi bæj- arstjóra, þar sem alltaf er gert ráð fyrir að fleiri íbúar gefi af sér meiri hreinar tekjur, virðist alls ekki ganga upp. Og ef svo fer (eins og líklegast er), að rekst- urinn batni ekkert, af því að kostnaður eykst a.m.k. í sama hlutfalli og auknar tekjur, hvað þá? Jú, þá verður samkvæmt mál- flutningi bæjarstjóra að fjölga íbú- um enn meira til að elta skottið á fólks- fjölgunarkenningunni. Þetta virðist algjör endaleysa. Lífsgæði rýrð fyrir skakka útreikninga Ég hef verið þess heiðurs aðnjótandi að vera fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Draumur minn er að búa á Nesinu með eigin fjölskyldu í framtíðinni. Ástæðan er auðvitað sú að þetta frábæra bæjarfélag hefur sérstöðu. Þar er hægt að sækja gott skólastarf og njóta öruggs og fagurs umhverfis með hæfilega miklum fólksfjölda. Þess vegna hryggir mig mikið að núverandi bæjarstjórn er tilbúin að eyðileggja þann draum. Bygg- ing umdeildra múra á Hrólfs- skálamel og Suðurströnd myndi hafa hræðileg áhrif á sérstöðu og fegurð bæjarfélagsins. Einnig myndi stóraukin umferð spilla ör- yggi og bera svæðið ofurliði. Til að varpa ljósi á fyrirferð bygginganna sem talað er um að reisa á núverandi fótboltavelli vil ég benda á að byggingamagnið verður álíka og allar íbúðarblokk- irnar á Austurströndinni til sam- ans. Þessar tillögur eru þvert á vilja íbúaþings, sem studdi tillögur um byggð í samræmi við þá byggð sem fyrir er, sem eru einbýlishús, parhús og raðhús. Það væri einnig mjög barnalegt að halda því fram, miðað við þau rök bæjaryfirvalda að enn þurfi að fjölga fólki, að þetta yrðu síðustu blokkirnar sem byggðar verða á Nesinu. Hvar verður næsti múr reistur? Eigin hagsmunir eða heildarhagsmunir Sagt hefur verið í umræðunni að þeir sem mótmæli þessari blokk- arbyggð séu fámennur hópur sem hafi eigin hagsmuna að gæta. Ég spyr: Hvort eru meiri eiginhags- munir að vilja vernda ásýnd bæj- arfélagsins og umhverfi og útsýni á einu fegursta útivistarsvæði á Seltjarnarnesi (græna treflinum) eða styðja hóflausa blokkarbyggð með það í huga að búa þar sjálfur? Með allt þetta í huga vil ég biðja bæjarstjórnina að láta af vanhugs- uðum skipulagstillögum sínum, svo þær bitni ekki á ungu fólki á Sel- tjarnarnesi. Ungt fólk vill ekki spilla Seltjarnarnesi Elín Rut Stefánsdóttir skrifar um skipulagsmál á Seltjarnarnesi ’… vil ég biðja bæj-arstjórnina að láta af vanhugsuðum skipu- lagstillögum sínum …‘ Elín Rut Stefánsdóttir Höfundur er Seltirningur frá fæðingu. MIKILL vöxtur er í endur- menntun Íslendinga og margt full- orðið fólk leiðir þessa dagana hugann að námskeiðahaldi ýmiss konar. Það stefnir allt í að sá eða sú sem ekki tek- ur þátt í endurmenntun af einhverju tagi finni sig utangarðs í þekking- arsamfélaginu. Á sama tíma er aukin þörf á að greina, meta og nýta þá reynslu og þekkingu sem er til staðar meðal fólks, eða raunfærni þess. Raunfærni felur í sér hæfni einstaklings- ins án tillits til próf- skírteina, eins og t.d matargerðarsnilld ræstitæknisins, völund- inn sem býr í skrifstofu- manninum eða sjálf- menntun bókarans. Það má færa ferns konar rök fyrir því hvers vegna við ættum að draga færnina fram í dagsljósið og búa til mælitæki til að meta hana. Það er í þágu atvinnulífs- ins, þátttökulýðræðis, fjölþjóðlegs samstarfs og síðast en ekki síst greiðir það götu einstaklinganna í námi og starfi. Í raunfærnimati er tekið tillit til færni einstaklingsins hvar sem henn- ar hefur verið aflað s.s. í óbeinu námi á vinnustað, á námskeiðum, við umönn- un og uppeldi og tómstundum. Meg- inmarkmið með matinu er að styrkja stöðu einstaklinganna til frekara náms, stytta námstíma þeirra í skóla og auka möguleika á vinnumarkaði. Íslensk fyrirtæki gera vaxandi kröfur um menntað starfsafl. Á ís- lenskum vinnumarkaði hafa um 38% fullorðinna ekki lokið neinu fram- haldsskólanámi, en það er fyrirtækj- unum mikilvægt að fá upplýsingar um færni starfsmanna, m.a. til að geta veitt þeim markvissa þjálfun. Fleiri en tveir af hverjum þremur iðnrek- endum telja að í rekstri þeirra sé brýnast að hafa vel menntað og þjálf- að starfsfólk. Af því má ráða að menntakerfið byggir ekki upp nægj- anlegan fjölda hæfra starfsmanna fyr- ir vinnumarkaðinn. Aðgangur fólks að endurmenntun er mismunandi eftir starfsstétt og menntun og fólk með háskólapróf virðist hafa bestan aðgang. Hérlendis og um allan hinn vestræna heim fer menntunarbilið breikkandi á milli þeirra sem hafa stutta skólagöngu og þeirra sem hafa hana langa. Á Íslandi er bilið heldur minna en annars staðar og er það verðugt verk- efni að halda forskotinu eða bæta um betur. Samanburður á hag- vexti milli landa sýnir að mannauðurinn skiptir meira máli en nátt- úrurauðlindir. Mennt- unarstig þjóða helst í hendur við vöxt og við- gang efnahagslífsins þannig að menntun örv- ar hagvöxt og er fjár- festing. Góð undirstöðu- menntun og símenntun er því nauðsynleg til þess að stuðla að aukinni velferð í þjóðfélaginu. Þörf fyrir mat á óformlegu námi er mest meðal ósérhæfðs starfsfólks þ.e. einstaklinga sem fóru ekki í fram- haldsskóla eða hættu þar og taka ekki þátt í formlegri símenntun. Hlutfall Íslendinga sem sóttu enga símenntun árið 1998 var 22%. Dæmigerður slíkur einstaklingur var 45 ára eða eldri, karl eða kona, sem vinnur sérhæfð störf s.s. í fiskvinnslu, iðnaði eða landbúnaði og hefur stutta skólagöngu að baki. Í rannsóknum kemur ennfremur fram að þau ungmenni sem ljúka ekki framhaldsskólanámi telja ýmist að námið sé ekki áhugavert eða þau taka launavinnu og barneignir framyfir. Greið leið þarf að vera að raun- færnimatinu fyrir alla, s.s. fólk með fötlun, fólk utan vinnumarkaðar og innflytjendur, svo einhverjir hópar séu nefndir sérstaklega. Með því að ráðast í að meta raun- færni Íslendinga mætti ætla að verið væri að færast fullmikið í fang. Þegar betur er að gáð eru þó ýmis tæki og tól þegar fyrir hendi til þess að vinna verkið. Fyrst er að nefna reynslu sem ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa af því að meta hæfni fólks. Auk þess eru til námskrár, stöðupróf, ferilsskrár, færnimöppur og síðast en ekki síst ráðgjafarþjónusta um náms- og starfsval. Nokkur grundvallaratriði þurfa að gilda um matskerfi raunfærninnar, þar á meðal að gætt sé víðtæks sam- starfs skóla, stéttarfélaga, atvinnu- rekenda, fræðslu- og símennt- unarmiðstöðva, sveitarfélaga og svæðisvinnumiðlana. Matið verður að gilda milli fyrirtækja og stofnana um allt land og það þarf að vera gagnsætt og auðvelt í notkun. Ráðgjöf til ein- staklinga í framhaldi af mati verður að vera á forsendum þeirra sjálfra og óháð einstaka stofnunum. Endur- skoða þarf fyrirliggjandi námskrár því hæpið er að þær séu nægilega víð- tækar til þess að alla færnina megi fella að þeim. Hagnýtt væri að end- ingu að kerfið væri í samræmi við ein- hver þau kerfi sem eru í mótun í Evr- ópu, en á vegum menntamálaráðuneytisins er nú þeg- ar starfandi vinnuhópur um mat á óformlegu námi og raunfærnimat. Raunfærnimat er hagkvæm leið til að hækka menntunarstig þjóðarinnar. Spurningunni um það hver eigi að skipuleggja raunfærnimatið, hvernig eigi að framkvæma það og fjármagna verður ekki svarað hér, en víst er að eigi raunfærnimat að verða að veru- leika þurfa margir aðilar að vinna saman. Mat á óformlegu námi Birna Gunnlaugsdóttir skrifar um endurmenntun ’Raunfærnimat er hagkvæm leið til að hækka menntunarstig þjóðarinnar.‘ Birna Gunnlaugsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Framvegis – miðstöðvar um símenntun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.