Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 47
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 47 Stofnaður hefur verið skóli fyrir þá semstarfa við eða ætla sér að starfa við ráð-gjöf fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendurog fjölskyldur þeirra. Áætlað er að fyrstu nemendur skólans geti hafið nám síðari hluta mán- aðarins og verður inntaka nemenda í byrjun tak- mörkuð við þá sem hafa starfað a.m.k. þrjú ár við áfengis- og fíkniefnaráðgjöf. Í skólanum verður m.a. farið yfir atriði eins og meðferðarstjórnun, meðferðaráætlanir og skýrsluhald, Siðfræði, lög- fræðileg álitamál, trúnaðarmál, inngripatækni í áföllum og meðhöndlun ólíkra hópa í samfélaginu með tilliti til þjóðernis, menningar, kynhneigðar, fatlana og annars. Stefán Jóhannsson er skólastjóri Ráðgjafaskól- ans og hefur hann starfað við áfengis- og fíkniefna- ráðgjöf stærstan hluta sinnar starfsævi. Segir hann að þrátt fyrir að ráðgjafar vinni gott starf og búi yfir mikilli þekkingu, sé miklu hægt að bæta við þá þekkingu. Hvaða hlutverki gegna ráðgjafar? „Eins og nafnið bendir til, þá veita þeir ráðgjöf, fræðslu- og meðferðarúrræði fyrir fíkniefnaneyt- endur og fjölskyldur þeirra. Flestir sem fara að vinna við ráðgjöf hafa þó ekki menntun, heldur byggja oftast á persónulegri reynslu sinni. Þar fær fólk líka áhuga á því að starfa á þessu sviði.“ Hversu mikilvægt er starf ráðgjafans? „Ég held að starf ráðgjafans sé einn mikilvæg- asti þátturinn í meðferð og endurhæfingu fíkilsins og fjölskyldu hans. Þeir sem útskrifast úr Ráð- gjafaskólanum verða mjög hæfir til að meta og skipuleggja einstaklingsbundna meðferð fyrir þá sem til hans leita. Ráðgjafinn lærir að útfæra þver- faglega meðferð í samvinnu við aðra aðila. Aukin menntun ráðgjafa getur tvímælalaust skipt máli. Það ætti að auka mjög árangurslíkur.“ Hvað fá nemendur út úr þessu námi? „Þeir fá hæfileika til að hjálpa skjólstæðingum til að hjálpa sér sjálfir, menntun til að starfa með öðrum fagaðilum og nýta það besta frá þverfaglegu teymi. Þá fá þeir réttindi til að sækja um við- urkenningu frá ICRC/AODA (International Certi- fication and Reciprocity Consortium / Alchol and Other Drug Abuse) sem eru orðin viðurkennd rétt- indi í um 20 löndum utan Bandaríkjanna. Einnig erum við að vinna að því að þetta nám geti orðið hluti af diplomanámi fyrir þá sem hugsa sér að fara í BA- og MA-nám, t.d. við Háskóla Íslands.“ Námstími Ráðgjafaskólans verður u.þ.b. þrír mánuðir í kvöldskóla. Kennt verður tvö kvöld í viku og eina til tvær helgar í mánuði. Umsóknir um skólavist þurfa að hafa borist fyrir 4. september 2004 og er sími skólans 553-8800. Meðferðarúrræði | Skóli fyrir forvarnarráðgjafa tekur til starfa Mikilvæg viðbót við kunnáttu  Stefán Jóhannsson er fæddur árið 1935 í Reykjavík. Hann hefur starfað við meðferð fíkniefnaneytenda og ráðgjöf við fjölskyldur þeirra í 30 ár. Stefán var forstjóri Corner- stone Institute í Flór- ida í 14 ár, kennari við sumarskóla Rutgers university N.J., skóla- stjóri Florida School of Addictions við Uni- versity of Jacksonville í tvö ár og í stjórn skólans í tíu ár. Þá var hann President Em- eritus við sama skóla. Stefán var sæmdur þakkarorðu af forseta Pól- lands árið 1999 fyrir störf að meðferðar- málum í Póllandi. Hann er giftur Jóhönnu Guð- rúnu Jónsdóttur fjölskylduráðgjafa. Sorphirðumál í Skorradal MIG langar til að vekja athygli á bágri stöðu sorphirðumála sumar- bústaðaeigenda í Vatnsendahlíð í Skorradal. Í þau ár sem ég og mínir meðeig- endur höfum haft bústað í þessu landi hefur alltaf verið innheimt sorphirðugjald af Skorradalshrepp en enginn er gámurinn enn sem komið er. Sorphirðugjaldið er nú 4000 kr. á bústað og eru bústaðirnir eitthvað á annað hundrað talsins. Okkur er ætíð bent á að koma sorpi fyrir í gámi við Indriðastaði, sem er í 4,6 km fjarlægð frá því svæði sem styst er frá. Þess má geta að við tvö sumar- bústaðasvæði sem eru innar í Skorradalnum, Hvamm og Dagverð- arnes, eru sorpgámar þannig að þetta er með öllu óskiljanlegt þar sem öll þessi svæði tilheyra Skorra- dalshreppi. Vil ég vona að sveitarstjórnin geri bragarbót á þessum málum, ella endurgreiði og/eða hætti þessari gjaldtöku þangað til viðeigandi þjón- usta er í boði. Hilmar Sigvaldason, Tindaflöt 1, 300 Akranes. Skelfilegt ástand á köttum GRÁR fressköttur hefur haldið sig við Tjörnina í Reykjavík um tíma. Tvær stúlkur veittu honum eftirtekt og hringdu í Kattholt. Eru þeim færðar innilegar þakkir. Sigríður fór með burðarbúr, náði kisunni og flutti á Dýraspítalann í Víðidal. Reyndist hann eyrnamerktur og hafði verið týndur í mánuð. Kattaeigendur eru minntir á að merkja dýrin sín. Skelfilegt ástand er á villuráfandi og ómerktum kött- um á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Kattaeigendur sem týnt hafa kött- unum sínum eru beðnir um að hafa samband við Kattholt. Kær kveðja, Sigríður Heiðberg. Að gera við rispur á bílum ÉG er að leita að fyrirtæki sem gerir við rispur á bílum með nýrri tækni. Þeir sem gætu gefið mér upplýs- ingar vinsamlega hafi samband við Bryndísi í síma 899 4775. Barnahjól í óskilum LÍTIÐ barnahjól er í óskilum á Langholtsvegi. Upplýsingar í síma 553 9198. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Líkamsrækt Aukinn liðleiki, aukinn styrkur, aukið úthald og aukin vellíðan Námskeiðin hefjast 9. og 10. september Erum komin í nýtt og stærra húsnæði. Skráning í síma 587 7750. Nánari upplýsingar um námskeiðin á www.sstyrkur.is Sjúkraþjálfun Styrkur • Stangarhyl 7 • 110 Reykjavík Hópþjálfun fyrir hryggiktafólk og fyrir stirða og bakveika. 8 vikna átaksnámskeið þar sem hreyfingar hryggsúlu eru mældar og þolpróf tekin við upphaf og lok námskeiðisins. Mánudaga og miðvikudaga kl. 17:30-18:30. Frjáls aðgangur að tækjasal. Hópþjálfun I fyrir konur með vefjagigt og síþreytu, verki, stirðleika og úthaldsleysi. Þriðjudaga og föstudaga kl. 12:15-13:15. Frjáls aðgangur að tækjasal. Hópþjálfun II fyrir konur með vefjagigt og síþreytu, verki, stirðleika og úthaldsleysi. Mánudaga og fimmtudaga kl. 16:15-17:15. Frjáls aðgangur að tækjasal. Slökun - öndunaræfingar, vöðvateygjur og djúpslökun. Miðvikudaga kl. 12:15-13:15. Skráning í hvern tíma fyrir sig. Upplýsingar veitir: Árný Helgadóttir, í síma 899 8199 eða 561 8199, www.kraftganga.is KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ Starfsemi hefst fyrir þá sem hafa verið áður laugard. 4. sept. Tímar verða kl. 10 og 11. Tökum á móti nýjum meðlimum mánud. 6. sept. og þriðjud. 7. sept. • Frískt loft eykur ferskleika • Útivera eykur þol Alhliða líkamsþjálfun jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna GVENDARGEISLI GLÆSILEG RAÐHÚS M. BÍLSKÚR FRÁGENGIN LÓÐ OG BÍLASTÆÐI Valhöll, sími 588 4477 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Valhöll fasteignasala kynnir 5 glæsileg 192 fm raðhús á einni og hálfri hæð m. bílskúr sem staðsettur er í lengju við hlið húsanna. Á inngangshæð húsanna er gert ráð fyrir 2 svefnherbergjum, baðherb., þvottahúsi, stofu og eldhúsi, útgengið úr stofu í suðurgarð. Á efri hæð er gert ráð fyrir 2 svefnherbergjum, sjónvarpsholi, baðherb. og geymslu. Útgengið úr sjón- varpsholi á svalir. Húsin afhendast fullfrágengin að utan m. litaðri steiningu og lóð verður tyrfð og aðkeyrsla að bílastæðum og stæðin sjálf verða mal- bikuð. Stéttar við anddyri ásamt göngustígum að bílskúrum verða hellu- lögð m. snjóbræðslu í. Búið er að skipta um jarðveg undir veröndum/sól- palli í garði og timburgrindverk verður milli húsa. Að innan afhendast húsin fokheld. Möguleiki er á mjög hagstæðri fjármögnun frá Kb-banka allt að 80% af endanlegum byggingarkostnaði. Verð endahúsa miðað við fram- angreinda lýsingu er 19,9 m. (m. lóðarfrágangi), miðhúsin kosta 19,6 m. Frábær staðsetning í grónu hverfi. Þetta eru hús sem eiga eftir að rjúka út og því þarf að bregðast fljótt við. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum Valhallar, s. 588 4477 Áratuga reynsla tryggir fagleg vinnubrögð! þjáðst af Tourette-heilkenni. „Tourette er stöðug barátta milli óreiðu og reiðu, þess að hafa áráttu og að berjast gegn henni, og það kemur fram í tónlist,“ segir hann. „Mozart lætur tónlist sína oft hlaupa í ýmsar áttir, en nær alltaf stjórn á henni að lokum.“ McConnel segist ekki halda því fram að heilkennið sé ástæðan fyrir hæfileikum tónskáldsins. „Hann var snillingur og þó að Tourette- heilkennið gæti hafa haft áhrif á hvernig snilligáfa hans kom fram, hefði hann verið frábært tónskáld án þess.“ Heimildarmyndinni er ætlað að varpa jákvæðu ljósi á líf tónskáldsins að sögn framleiðandans Marion Milne. „Við erum ekki að leitast eftir því að ófrægja Mozart, heldur fagna honum og frábærum afrakstri hans,“ sagði hún. TILGÁTUR eru nú uppi um að Moz- art hafi verið með Tourette- heilkenni, að því að fréttavefur BBC greinir frá. Kemur þetta fram í breskum heimildarþætti á vegum Channel 4 sem frumsýndur verður í haust. Breska tónskáldið James McConnel, sem sjálfur hefur greinst með heilkennið, hefur sett fram þessa kenningu sem hann segir byggða á vísbendingum úr bréfi úr fórum Moz- art, en einnig tónlist hans. McConnel bendir á að hrifning Mozarts af orða- leikjum og ástríða hans í garð klukkna, skóstærða og tækja, auk vipra hans, sem hafa oft verið stað- festar, bendi allt til að hann hafi Mozart með Tourette-heilkenni? Nú er spurt hvort Mozart hafi verið með Tourette-heilkenni? SAMBÍÓIN, Álfabakka, munu í kvöld halda tvöfalda forsýningu kl. 22.10 á stórmyndunum The Term- inal og Collateral. The Terminal er nýjasta kvik- mynd Stevens Spielbergs. Með að- alhlutverk fara Óskarsverðlauna- hafarnir Tom Hanks og Cath- erine Zeta Jon- es. Collateral er nýjasta kvik- mynd hins at- hyglisverða leikstjóra Mich- ael Mann (Heat, The Last of the Mohicans, The Insider). Með að- alhlutverkið fer Tom Cruise en hann leikur aldrei þessu vant ill- menni í myndinni, leigumorðingja sem þvingar leigubílstjóra, leikinn af Jamie Foxx, til að hjálpa sér að afgreiða nokkur verkefni. The Terminal verður fyrst sýnd og síðan Collateral. Hlé verður milli myndanna. Þeir sem sjá vilja þessa tvöföldu forsýningu í almennum sal borga 1.200 kr. fyrir báðar myndirnar. En þeir sem vilja sjá þessa tvöföldu forsýningu í VIP-salnum borga 2.900 kr. Tvöföld forsýning Tom Cruise
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.