Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í KVÖLD hefst Nútímadanshátíð í Reykjavík á Nýja sviði Borgarleik- hússins. Hátíðin er haldin um þessa helgi frá föstudegi til sunnudags og næstu helgi frá fimmtudegi til laug- ardags, og er þetta þriðja árið sem efnt er til hennar. „Okkur fannst vanta tækifæri fyrir dansara og danshöfunda að kynna sig og verk sín,“ segir Ástrós Gunnarsdóttir, einn af aðstandendum hátíðarinnar. Metnaðarfull verkefni Sjö verk verða sýnd á danshátíð- inni auk dansstuttmynda og segir Ástrós þau jafnólík og þau eru mörg. „Þau eiga það sameiginlegt að vera öll mjög metnaðarfull verk- efni, þó þau séu ólík. Þarna er með- al annars dansleikhús, alvarlegur nútímadans, grínsamur nútímadans, video, eitt verkið gerist ekki inni á sviði heldur annars staðar í húsinu – sem sagt verkin eru mjög fjöl- breytileg.“ Hún segist hafa fundið fyrir mikl- um áhuga á dansi að undanförnu, bæði meðal dansara og ekki síður áhorfenda. Það endurspeglast ef til vill í þeirri staðreynd að á hátíðinni í fyrra var uppselt á allar sýningar. „Það kom okkur á óvart hve margir sem sóttu hátíðina heim voru ekki þessir hefðbundnu gestir á danssýn- ingum. En það helst auðvitað í hendur við gróskuna í dansheim- inum. Um leið og áhugi hjá lista- fólkinu er fyrir hendi sýnir það fleiri og fjölbreyttari verk, sem aftur kall- ar á áhuga víðari og stærri hóps áhorfenda.“ Von um erlent samstarf Í fyrsta skipti sem hátíðin var haldin var hún í Tjarnabíói, en í fyrra var hún haldin á Nýja sviði Borgarleikhússins eins og í ár. Í kjölfar þess fylgdi samstarfssamn- ingur við leikhúsið og þriggja ára samningur við Reykjavíkurborg um framhald á hátíðinni. Samningarnir hafa opnað ýmsar dyr fyrir aðstand- endum hennar. „Í fyrsta skipti fáum við erlenda og íslenska gesti á hátíð- ina, og vonum að það komi til með að aukast í framtíðinni. En ekkert af þessu hefði getað komið til ef ekki hefði verið nægilegur áhugi fyrir hendi á danshátíð hér í Reykjavík,“ segir Ástrós. Hún segir aðstandendur hátíð- arinnar vonast til að dans hér á landi þróist hraðar vegna tilkomu hátíðarinnar. „Þetta form af list- tjáningu er auðvitað mjög hentugt að mörgu leyti fyrir samstarf við önnur lönd og aðrar þjóðir. Við von- umst þess vegna líka til að þetta opni fyrir slíkt samstarf. Þess vegna er það mikið fagnaðarefni fyrir okk- ur að fá hingað þennan hóp frá Birgittu Egerbladh sem er mjög vel þekktur í Skandinavíu. Hver veit hvað gæti komið í kjölfarið á því.“ Dans | Nútímadanshátíð í Reykjavík haldin í þriðja sinn um helgina og næstu helgi Mikill áhugi á dansi hérlendis Morgunblaðið/Árni Torfason „Okkur fannst vanta tækifæri fyrir dansara og danshöfunda að kynna sig og verk sín,“ segir Ástrós Gunnarsdóttir, einn af aðstandendum Nútíma- danshátíðar í Reykjavík, sem hér sést í verki sínu Án titils sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Morgunblaðið/Kristinn ManWoMan er litríkt og lifandi verk að sögn annars höfunda þess, Ólafar Ingólfsdóttur. www.dancefestival.is BÁRA Lyngdal leikkona er einn fjögurra þátttakenda í sænskri gestasýningu Nútíma- danshátíðar í Reykjavík, Things That Happen At Home. Tveir leikarar og tveir dansarar koma fram í dans- leikhússýningunni sem fjallar um atburði sem eiga sér stað inni á heimilum, eins og nafn sýningunnar gefur til kynna. „Við vinnum með heimilið sem stofnun og aðstæður sem þar geta skapast, til dæmis hættur á borð við að detta á hausinn og rotast,“ segir Bára og hlær. Hún segir að í raun sé ekki hægt að kalla það sem fram fer á sviðinu dans. „Þetta er spuni á sérstakan hátt sem Birgitta Egerbladh, höfundur sýningarinnar, vinnur mikið með. Mikil hreyfing einkennir sýninguna, og ýmis hreyfim- unstur. Við skoðum okkar eig- in kæki og búum til hreyfingar þaðan.“ Sýningin hefur notið mikilla vinsælda í Svíþjóð síðan hún var frumsýnd í fyrra, og segir Bára hana henta allri fjöl- skyldunni. „Ég veit um marga sem fóru beint að lokinni sýn- ingu og keyptu nýjan miða. Það var einhvers konar upp- lifun fyrir fólkið að sjá heimilið út frá nýju sjónarhorni.“ Hættur heimilisins skoðaðar „VERKIÐ fæddist úti í Brasilíu, þar sem ég var að vinna í vetur,“ segir Jóhann Björgvinsson dans- höfundur um Græna verkið, sem frumsýnt verður í kvöld. „Rétt hjá staðnum þar sem við bjugg- um var risastór efnaverksmiðja, sem var merkt „Inorganic Chemical Factory“. Mér fannst þessi orð svo brjáluð að þau kveiktu hjá mér hugmynd að þessu dansverki, þar sem ég fjalla á óbeinan hátt um hvernig það væri ef allt lífrænt væri horfið, og hvað við gætum gert til þess að skapa það aftur.“ Það var Filippía Elísdóttir búningahönnuður sem aðstoðaði Jóhann við útfærsluna á hug- myndinni. „Filippía er alveg frá- bær, mjög hugmyndarík og eig- inlega algjör listræn uppspretta, því í vinnslu verksins hefur hún verið miklu meira en bún- ingahönnuður. Við höfum unnið mjög vel saman,“ segir hann. Ólífrænar spurningar „ÞAÐ fjallar um það ef maður tæki kvenlega eiginleika og karl- lega, og blandaði þeim saman – byggi til nýja manngerð,“ segir Ólöf Ingólfsdóttir danshöfundur um verk sitt og finnska danshöf- undarins Ismo-Pekka Heik- inheimo, ManWoMan, sem frum- sýnt verður í kvöld. „Í grunninn erum við að fagna fjölbreytni mannlífsins og því að það sé til alls konar fólk, með alls konar þarfir og stíl. Það er pláss fyrir okkur öll í þessum heimi.“ Ólöf og Ismo-Pekka dansa sjálf í verkinu, en tónlistin er frum- samin fyrir verkið af Halli Ing- ólfssyni, og nokkuð rokkuð á köfl- um að sögn Ólafar. Búningar, svið og ljós eru í höndum finnskra hönnuða. „Yfirbragðið á sýning- unni er litríkt og glaðlegt. Ég og Ismo-Pekka unnum saman fyrir tveimur árum, að verki sem heitir Bylting hinna miðaldra, og það verk var svolítið meira „grátt og beige“. En nú kveður við annan tón.“ Í fyrstu töldu höfundarnir að útkoman í ManWoMan yrði mjög dramatísk, þó raunin yrði önnur að lokum. „Þegar við fórum að skoða málið betur fundum við allt- af fleiri og fleiri jákvæða punka. Kannski höfum við í grunninn meiri áhuga á þeim en erfiðleikum og átökum,“ segir Ólöf Ingólfs- dóttir að lokum. Pláss fyrir okkur öll Things That Happen At Home eftir Birgittu Egerbladh Lít ég út fyrir að vera pallíettudula? eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur ManWoMan eftir Ismo-Pekka Heikinheimo og Ólöfu Ingólfsdóttur Án titils eftir Ástrós Gunnarsdóttur Græna verkið eftir Jóhann Björgvinsson The Concept of Beauty eftir Nadiu Banine Metropolitan eftir Cameron Corbett Where do we go from this? eftir Peter Anderson Dansstuttmyndir eftir Helenu Jónsdóttur Sýningar á Nútíma- danshátíð í Reykjavík MIRALE Grensásvegi 8 sími: 517 1020 Opið: mán.- föstud.11-18 laugard. 11-15 Í tilefni af því að MIRALE hefur tekið við Cassina umboðinu á Íslandi veitum við 15% afslátt af öllum sérpöntuðum húsgögnum til 31. ágúst. ingamaria@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.