Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Aukning í Jöklasafninu | Mun fleiri gest- ir sóttu Jöklasafnið á Hornafirði í sumar en í fyrra. Samfélagsvefur Hornafjarðar hefur eftir Guðrúnu Ingi- mundardóttur, starfs- manni Jöklasýning- arinnar og upplýsingaþjónust- unnar í Nýheimum, að það hafi komið vel út að lengja opnunartímann. Í sumar hafi stund- um komið tveir til þrír ferðahópar fyrir há- degið. Hún segir að ferðaskrifstofurnar hafi nú sýninguna í huga þegar ferðir hópa um landið eru skipulagðar. Starfsfólk upplýsingaþjónustunnar áætlar að um 130 þúsund ferðamenn, að lágmarki, hafi heimsótt Sveitarfélagið Hornafjörð í sumar. Sambærileg talning er ekki til frá fyrri árum en árið er talið gott að þessu leyti.    Vilja samstarf um skóla | Hreppsnefnd Skilmannahrepps í Borgarfirði hefur óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Akranes- kaupstaðar um sameiningu eða samstarf um rekstur grunnskóla. Bæjarráð Akra- ness hefur samþykkt að taka upp viðræður um málið. Skilamannahreppur stendur nú að rekstri Heiðarskóla ásamt hinum sveita- hreppunum í Borgarfjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar, það er að segja Hvalfjarð- arstrandarhreppi, Leirár- og Melahreppi og Innri-Akraneshreppi.    Íslandsmótið í Há-landaleikum verðurhaldið í Garðalundi á Akranesi næstkomandi laugardag, kl. 14. Mótið verður með alþjóðlegu sniði, að því er fram kem- ur á vef Akraneskaup- staðar, þar sem íslensku kraftajötnarnir taka þátt ásamt þeim Wout Ziljstra Evrópumeistara frá Hol- landi og Colin Brecy frá Skotlandi. Á meðal þeirra íslensku kappa sem mæta eru Pétur Guðmundsson Íslandsmethafi í kúluvarpi og Auðunn Jónsson kraft- lyftingamaður. Keppt verður í fimm greinum þar á meðal lóðkasti yfir rá og staurakasti. Allir þátttak- endur keppa í skotapils- um. Hálandaleikar DEILDIR Rauða kross Íslands eru þessa dagana að af- henda leikskólum um allt land námsefnið „Hjálpfús heimsækir leikskólann“ sem hefur það markmið að kenna leikskólabörnum mikilvægi þess að rétta fólki hjálparhönd þegar eitthvað bjátar á. Kennsluefnið er fyrir sex sögustundur. Rauða kross strákurinn Hjálpfús er fingurbrúðu sem leikskólakenn- arar geta notað til að leiða börnin í gegnum námsefnið. Deildir Rauða krossins munu á næstu vikum afhenda öllum 270 leikskólum landsins efnið. Birgitta Bjarg- mundsdóttir leikskólastjóri á Álfaheiði í Kópavogi not- aði Hjálpfúsan strax til að ræða við börnin. Rauða kross strákurinn kemur einnig fyrir í margvíslegu námsefni sem Rauði krossinn hefur sent grunnskólum. Hjálpfús heimsækir leikskóla Það er alltaf tilhlökk-unarefni að fámenningar- tímaritið Skjöld inn um lúguna, sem ritstýrt er af Páli Skúlasyni. Í nýjasta tölublaði er rifjuð upp vísnagerð Björns bónda í Dufansdal, en hann orti þegar verkfræðingar komu að sunnan til að líta á framkvæmdir og gerði sér leik að því að kalla í niðurlögð rör til að heyra bergmálið: Undir fjallsins urðargnípu allvel sýndust vera nærðir. Átta saman inn í pípu æptu – og voru mikið lærðir. Björn pantaði skó úr kaupfélaginu og fékk tvo hægrifótarskó. Hann skil- aði þeim með þessari skýr- ingu: Þótt ég búi kjör við kröpp og kallist maður ljótur, hef ég eina hægri löpp, hitt er vinstri fótur! Björn bóndi pebl@mbl.is Húsavík | Hann virtist djúpt hugsi pólski sjómaðurinn sem ljósmyndari smellti mynd af á Húsavík á dögunum. Hann sat á bryggjupollanum og beið þess að taka við endanum þegar verið var að færa skip hans til í höfninni. Skip hans, skuttogarinn Patricia III, landaði afla, sem fékkst í Bar- entshafinu, á Húsavík. Pat- ricia III hét upphaflega Ögri RE 72 og er í eigu Íslendinga en siglir nú undir pólsku flaggi. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Djúpt hugsi á bryggjupollanum Höfnin FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir ánægju með starf full- trúa flokksins vegna breytinga á skipulagi bæjarins og trausti á þá til að afgreiða mál- ið. Fulltrúar VSÓ og Hornsteina arkitekta kynntu tillögur að skipulagi á Hrólfsskála- mel og við Suðurströnd á fundi fulltrúa- ráðsins síðastliðinn mánudag. Að loknum umræðum var samþykkt tillaga sem Stef- án Pétursson, formaður fulltrúaráðsins, bar upp en hún hljóðar svo: „Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi lýsir yfir ánægju sinni með metnaðarfullt og faglegt starf fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og mannvirkjanefnd og bæjar- stjórn vegna breytinga á aðal- og deili- skipulagi Seltjarnarness. Fulltrúaráðið lýsir jafnframt yfir fullu trausti gagnvart meirihluta Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Seltjarnarness til að afgreiða þær breyt- ingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi, sem kynntar hafa verið bæjarbúum, þannig að það verði bæjarfélaginu til framdráttar og sóma.“ Tæplega 60 manns eða um ¾ fulltrúa ráðsins sótti fundinn og var áhugi á málinu mikill, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá stjórn fulltrúaráðsins. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta greiddra atkvæða eða um 95% en þrír greiddu atkvæði á móti. Fulltrúaráð styður skipu- lagstillögur BÆJARRÁÐ Borgarbyggðar hefur samþykkt að úthluta lóðinni nr. 6 við Digranes- götu í Borg- arnesi til fasteigna- félagsins Þyrpingar hf. og bæj- arstjóra ver- ið falið að ganga frá samningi við fyrirtækið um lóðina. Digranesgata er á uppfyllingu við Borgarfjarðarbrú og þar við hliðina rís einnig nýtt hús Sparisjóðs Mýrasýslu. Á vef Skessuhorns kemur fram að Þyrping hyggst byggja þarna nýtt hús fyrir verslun Bónuss sem er nú í hús- næði inni í bænum og að ætlunin er að húsið verði tilbúið næsta vor. Bónus byggir í Borgarnesi ♦♦♦ ÓPERUTÓNLEIKAR Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU Glæsileg tónlistarveisla í Þjóðleikhúsinu með helstu aríum óperubókmenntanna. JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON tenór GESTASÖNGVARI: AUÐUR GUNNARSDÓTTIR sópran og karlakórinn VOCES MASCULORUM KURT KOPESKY píanó KYNNIR: ÞÓR JÓNSSON MIÐVIKUDAGINN 8. september kl. 20.30 Miðasala í ÞJÓÐLEIKHÚSINU og pantanir í síma 893 8638 JÓHANN FRIÐGEIR AUÐUR GUNNARSDÓTTIR Kópavogssund | Hið vinsæla almenn- ingssund, Kópavogssundið, fer fram í 11. sinn í Sundlaug Kópavogs nk. sunnudag, 5. september. Sundið stendur yfir frá kl. 8-19. Þátttakendur geta valið þá vegalengd sem þeir vilja synda, 500, 1.000 eða 1.500 metra, og hljóta þeir brons, silfur eða gullverðlaun fyrir. Þátttakendur geta einnig spreytt sig á þekktum sjósundleiðum, Viðeyjarsundi – sem er 3,9 km, og Drangeyjarsundi – sem er 6,8 km. Skráning fer fram á sunnudegi í Sundlaug Kópavogs.    Skagfirðingar í golfi | Árlegt golfmót burtfluttra Skagfirðinga á höfuðborg- arsvæðinu verður að þessu sinni haldið á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði sunnudaginn 12. september nk. Leiknar verða 18 holur með punktafyrirkomulagi og byrjað að ræsa út kl. 10. Í boði eru einstaklings- verðlaun, nándarverðlaun og teiggjafir. Skráning fer fram til fimmtudagsins 8. sept. hjá Gunnari Guðjónssyni og Guðna Óskarssyni. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.