Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingólfur Árna-son, fyrrverandi rafveitustjóri á Norðurlandi eystra, fæddist á Akureyri 5. ágúst 1924. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Seli á Ak- ureyri 26. ágúst síð- astliðinn. Ingólfur var sonur hjónanna Jónínu Gunnhildar Friðfinnsdóttur hús- móður, f. 8. septem- ber 1885, d. 28. des- ember 1969 og Árna Stefánssonar smiðs, f. 8. júní 1874, d. 16. júní 1946. Árni og Jónína eignuðust 14 börn og komust 12 þeirra á legg. Þau voru auk Ingólfs, sem var næst yngstur: 1) Anna Kristín, f. 7.4. 1908, látin; 2) Eðvarð Fritz, f. 12.7. 1909, látinn; 3) Guðrún, f. 17.8. 1910, látin; 4) Sigríður, f. 22.9. 1911, lést ung; 5) Guðmundur, f. 24.12. 1912, látinn; 6) Friðfinnur, f. 5.9. 1915, látinn; 7) Kolbeinn, f. 21.9. 1916, látinn; 8) Aðalheiður, f. 20.2. 1919, látin; 9) Stefán, f. 14.4. 1920; 10) Þórunn Hekla, f. 7.9. 1922; 11) Sigurbjörn, f. 18.9. 1927. Árni og Jónína bjuggu ásamt börnum sínum á Gránufélagsgötu 11 á Akureyri. Ingólfur kvæntist 6. ágúst 1954 Önnu Ingibjörgu Hallgrímsdóttur frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1945. Eftir stúdentspróf hóf hann nám í skipaverkfræði í Sví- þjóð en sneri heim þegar faðir hans lést. Síðar stundaði hann nám í rafmagnstæknifræði við Oslos tekniske skole og útskrifað- ist þaðan árið 1952. Hann var kennari við miðskólann í Stykk- ishólmi 1948–49 en starfaði síðan alla tíð hjá Rafmagnsveitum rík- isins að námsárunum undanskild- um. Árið 1954 varð hann rafveitu- stjóri á Norðurlandi eystra með aðsetur á Akureyri og gegndi því starfi til ársins 1994 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ásamt störfum sínum hjá Rafmagnsveit- unum stundaði hann kennslu um hríð við Iðnskólann á Akureyri. Ingólfur var lengi virkur á vinstri væng stjórnmálanna. Hann var í bæjarstjórn Akureyrar frá 1962–1982 og bæjarráðsmaður meginhluta þess tíma. Einnig átti hann sæti í ýmsum nefndum á veg- um bæjarins. Ingólfur átti ríkan þátt í stofnun Hitaveitu Akureyr- ar og var formaður hitaveitu- nefndar og fyrsti formaður stjórn- ar hennar. Hann sat í stjórn Laxárvirkjunar árin 1971–83 og í stjórn veitustofnana á Akureyri á árunum 1986–1990. Þá sat hann í stjórn Slippstöðvarinnar hf. og í stjórn Sparisjóðs Akureyrar. Hann lék knattspyrnu á sínum yngri árum og var alla tíð einlæg- ur stuðningsmaður íþróttafélags- ins Þórs. Útför Ingólfs verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. kennara, frá Grafar- gili í Önundarfirði, f. 7. ágúst 1925. Anna er dóttir hjónanna Hall- gríms Guðmundsson- ar og Jónu Guðbjarg- ar Reinharðsdóttur. Ingólfur og Anna eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Jóna Guð- björg, f. 22.11. 1954, gift Bjarna Þ. Jónat- anssyni. Börn þeirra eru óskírð, f. 17.3. 1976, dáin 1.4. 1976, Lilja, f. 30.9. 1985 og Sigrún, f. 30.9. 1985; 2) Hallgrímur Stefán, f. 6.8. 1956, kvæntur Maríu Jónu Jónsdóttur. Börn þeirra eru Anna Ingibjörg, f. 21.1. 1979, Hulda, f. 14.3. 1984 og Jón Ingi, f. 13.9. 1986; 3) Sigríður Erna, f. 27.8. 1962, í sambúð með Gunnari Kr. Jónassyni. Synir Sig- ríðar og Gunnars V. Gíslasonar eru Ingófur Bragi, f. 18.1. 1986 og Alexander, f. 28.6. 1990. Sonur Sigríðar og Gunnars Kr. er Bjart- ur Geir, f. 5.4. 2000; 4) Árni Gunn- ar, f. 17.9. 1965, kvæntur Sigrúnu B. Guðjónsdóttur. Synir þeirra eru Ingólfur, f. 9.11. 1993, Ingþór, f. 19.10. 1995 og Kristján, f. 22.6. 2000; 5) Valborg Salóme, f. 17.9. 1965. Sonur Valborgar og Kjart- ans Magnússonar er Magnús Ingi, f. 25.8. 2001. Ingólfur varð stúdent Tengdafaðir minn elskulegur, hann Ingólfur, hefur fengið hvíld- ina. Síðasta stundin með honum var á sólríkum áttatíu ára afmælisdeg- inum 5. ágúst síðastliðinn, þar sem hann var umvafinn ættingjum, vin- um, starfsfólki Sels og vistmönnum og fallegum söng Óskars Pétursson- ar. Ingólfur var glæsimenni og góður maður sem lét sér annt um fjöl- skyldu sína. Hann var fróður, kím- inn og glaðlyndur maður með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Ég sé hann fyrir mér við garð- verkin. Stóísk ró hvílir yfir honum þar sem hann hlúir að gulrótunum og virðir síðan fyrir sér gullregnið fallega sæll á svip. Börnin ærslast um á flötinni og fá fallegt bros frá afa sínum. Sundlaugin á Akureyri naut tíðra heimsókna Ingólfs og Önnu og tóku þau gjarnan allan hópinn með á árum áður. Ekkert var betra en sundferð með afa og ömmu og lumaði afinn alltaf á ein- hverju gómsætu þegar heim kom. Hríseyjarferð með nesti og nýja skó á einstaklega fallegum degi kemur upp í hugann. Við vorum í einni af okkar mörgu sumarheim- sóknum frá Danmörku og var ákveðið að fara út í Hrísey. Tengda- pabbi var hafsjór af fróðleik og var unun að heyra hann rifja upp sögu Hríseyjar þar sem við sátum undir klettavegg og nutum geisla sólar- innar, á meðan við mauluðum nestið sem Anna hafði útbúið. Minningarn- ar eru margar og góðar um ein- stakan mann sem ég þakka af al- hug, allt það góða sem hann gerði fyrir okkur. Þín tengdadóttir, María. Afi minn vissi svo margt. Það var svo margt spennandi sem hann sagði mér, eins og að það væru tengsl á milli sjávarfallanna og gangi tunglsins og að þar væri á ferðinni þyngdaraflið. Afi kenndi mér að tefla. Hann hjálpaði mér líka með stærðfræðina og var það oft honum að þakka að ég fékk séð hluti í samhengi og í skiljanlegu ljósi. Afi deildi líka með sér af ást sinni á náttúrunni. Það er að miklu leyti afa að þakka að ég get nefnt helstu fjöllin í kring um Eyjafjörð með nafni, og gæti nefnt þau öll ef ég hefði fylgst betur með stundum. Í fyrrasumar fórum við pabbi til afa í góðu veðri og sátum við úti fyrir ut- an Sel. Afi benti yfir í Vaðlaheiðina og sagði að hún væri fallegasta út- sýni í heimi. Ég hugsa því oft um afa þegar ég lít yfir í heiði. Þegar ég var hjá þeim þegar ég var yngri gerði afi handa mér hafra- graut á morgnana, hann var líka lið- tækur í eldhúsinu og það er ósjald- an sem afi var svuntuklæddur að elda. Flotta svuntan sem var eins og kjólföt. Stundum laumaði afi að okkur barnabörnum gotteríi. Oft var það prins póló. Afi átti nefnilega alltaf malt og prins póló niðri í búri. Daglegar sundferðir með afa og ömmu á sumrin eru dýrmæt minn- ing, ég lærði að synda og að fara í heitasta heita pottinn. Þar sat afi og ræddi pólitík og gengi Þórs í fót- boltanum. Afi að dunda sér í garð- inum á Byggðavegi er önnur skýr mynd í huganum. En garðurinn þar var svo spennandi, stóra lóðin og svo dularfullu skúmaskotin að húsa- baki og alltaf svo notalegt að vita af ömmu og afa nálægt. Ég man líka vel eftir afa liggjandi í sófanum að hlusta á fréttir eftir hádegismatinn. Hann leit út fyrir að vera sofandi en var það samt ekki. Nú hefur afi hins vegar fengið hvíldina. Takk fyrir allt. Þitt elsta barnabarn, Anna. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú, þó ævin sem elding þjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. – Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Með þessum orðum viljum við kveðja þig, elsku afi, og þakka þér fyrir allt. Það var mikið tilhlökk- unarefni og alltaf jafn gaman og að koma norður til ykkar ömmu. Frá þeim stundum eigum við systurnar margar góðar og fallegar minningar sem við ætlum að varðveita vel. Þú varst gull af manni, takk fyrir sam- fylgdina. Afastelpurnar þínar Sigrún og Lilja. Afi er farinn á betri stað. Það eru óteljandi góðar minningar sem við eigum með honum. Einhvern tím- ann komum við í heimsókn frá Dan- mörku, við tvö og pabbi. Afi fór með okkur fyrsta daginn í bíltúr og við vorum í senn yfir okkur hrifinn og gáttuð á rafdrifnu rúðunum sem voru í bílnum hjá afa. Við fiktuðum í þeim eins og við ættum lífið að leysa og afi brosti bara. Það var alltaf svo gaman að fara í bíltúra með afa, stutta sem langa. Í lengri bíltúr- unum var oft farið út fyrir bæinn og fengum við þá að heyra ýmislegt um náttúruna og hvað hinir og þessir staðir hétu. Í styttri bíltúrunum var eitthvað skoðað innanbæjar og oftar en ekki kom afi við í Hrísalundi því eitthvað vantaði. Afi var alltaf tryggur sínu og sínum. Hann var mikill stuðningsmaður Þórs og ekki sérstaklega ánægður með okkur þegar við fórum að halda með KA, reyndi að fá okkur til að skipta. Afi var alltaf til í að hjálpa með heimanámið og best var að spyrja afa ef maður var t.d. að fara í landa- fræðipróf. Afi kunni m.a. nöfnin á öllum fjörðunum og var ekki lengi að kenna okkur þá alla. Þegar við barnabörnin komum í heimsókn á Byggðaveginn fór afi alltaf niður í búr og birtist svo með eitthvað gotterí handa okkur, oftast prins póló og malt. Þeir eru líka minnisstæðir allir þeir ísar (vanillu- stangir) sem við innbyrtum. Sundferðirnar með afa og ömmu voru alltaf skemmtilegar. Þegar við vorum lítil fóru þær í að reyna að kenna okkur að synda en smátt og smátt breyttust ferðirnar í leik- og buslferðir þegar við höfðum náð tökum á sundinu. Grjónagrauturinn sem við fengum stundum eftir sund var bestur og afi gerði líka bestu kjötbollur í heimi, við fáum vatn í munninn við tilhugsunina og best var að fá þær með nýjum kartöflum beint úr garðinum. Það var alltaf gaman á Byggða- veginum. Takk afi fyrir allt. Þín barnabörn Hulda og Jón Ingi. Í dag kveðjum við Ingólf Árna- son, fv. rafveitustjóra hjá Raf- magnsveitum ríkisins, RARIK. Ing- ólfur hóf fyrst störf hjá RARIK 1948, en var 1954 fastráðinn sem rafveitustjóri á Norðurlandi eystra og starfaði sem slíkur allt til þess að hann lét af störfum í ársbyrjun 1994. Ingólfur hafði sterkar skoð- anir á öllum málum og lét þær í ljós. Hann var skapmaður og fastur fyrir svo það var aldrei nein lognmolla í kringum hann og minnisstæðir eru hressilegir fundir þar sem Ingólfur kom við sögu. En þrátt fyrir að mörgum þætti Ingólfur harður í horn að taka, var hann mikill vinur vina sinna og stóð fast við bak sam- starfsmanna sinna. Framan af starfstíma Ingólfs var rafvæðing sveitanna eitt stærsta verkefnið. Þá þurfti sterka stjórnendur, enda verkefnið umfangsmikið, sam- göngur erfiðar og verkfæri og tækjabúnaður frumstæður miðað við það sem nú gerist. Ingólfur var glöggur og fljótur að greina það sem skipti máli. Hann lét sér annt um heimabyggð, var virkur í stjórn- málastarfi og sat í bæjarstjórn Ak- ureyrar til fjölda ára. Hann fór fremstur í flokki við stofnun hita- veitu Akureyrar, sat í ótal nefndum á vegum bæjarins og fjölmörgum nefndum á vegum RARIK. Ég kynntist Ingólfi fyrst uppúr 1980. Ég sá Ingólf fyrir mér sem hnarreistan, spengilegan stjórn- anda sem hafði ákveðnar skoðanir á öllum málum, atkvæðamikinn og fylginn sér. Það var því ekki auð- veld ákvörðun að taka, þegar hann árið 1992 hvatti mig til að feta í fót- spor sín sem umdæmisstjóri. En hvatning hans og eftirfylgni varð til þess að ég tók við starfinu. Það var mér mikið happ að hafa hann starf- andi við hlið mér í upphafi. Því verð- ur ekki með orðum lýst hvernig Ingólfur Árnason reyndist mér við þetta nýja verkefni. Nú þegar við kveðjum Ingólf hinstu kveðju verð ég að þakka fyrir velvilja hans, hlý- hug og vináttu í minn garð. Fyrir hönd RARIK þakka ég Ingólfi fyrir hans fórnfúsa og mikla starf fyrir fyrirtækið. Önnu og allri fjölskyldu Ingólfs votta ég mína dýpstu samúð. Tryggvi Þ. Haraldsson rafmagnsveitustjóri. Í dag er borinn til grafar Ingólfur Árnason, fyrrverandi rafveitustjóri, frábær samstarfsmaður minn til áratuga. Ég man alltaf eftir því, þegar ég fyrst hitti Ingólf Árnason á Akureyrarflugvelli fyrir hartnær 30 árum. Ungur maður, lítt kunn- andi, var kominn í heimsókn í Norð- urlandsumdæmi eystra til að ræða rafmagnsmálin. Ingólfur tók á móti mér af einstakri velvild og á næstu dögum fór hann með mér um svæð- ið og fræddi mig, ekki eingöngu um stöðu rafvæðingar, heldur einnig og ekki síður um landslag, sögu og menningu landshlutans, að pólitík ekki undanskilinni. Þetta var eins og að ganga í skóla á ný. Ingólfur var einstakur lærifað- ir, fróður um landsins hagi og nátt- úru, að ógleymdum rafmagnsmál- unum, sem hann þekkti og kunni utanað. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera honum samferða á miklum uppbyggingartímum raf- orkukerfis landsmanna. Oft komu upp erfið mál, sem glíma þurfti við, og þá var gott að leita í smiðju til Ingólfs til lausnar. Aðrir munu fjalla um störf Ing- ólfs að öðrum þáttum orkumála, svo sem Hitaveitu Akureyrar og öðrum landsmálum. Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast vinar míns Ingólfs Árnasonar og færi Önnu, börnunum og fjölskyldum mínar innilegustu samúðarkveðju. Kristján Jónsson. Það eru aðeins nokkrar vikur síð- an ég heimsótti þig vinur, þá kom í hug stef frá þjóðskáldinu Jóhannesi, í „Eigi skal höggva“. Gáfunnar ársal Æsir bjartir lýsa, einherjar djúpt í sálu falla og rísa. Já Ingólfur, ég er stoltur af að hafa átt þig að vini. Það hafa mörg vötn óbeisluð til sjávar runnið á okkar samstarfs- tíma, og margt á dagana drifið. Sumt má geymast annað gleym- ast eins og gengur. Margt hefur verið svo stórskemmtilegt að efni væri í heilar bækur t.d. rafvæðing Íslands – fámennra fiskvinnslu- þorpa – til stoltra kaupstaða, en ekki síst rafvæðing sveitanna. Allt var þetta í upphafi gert við frumstæð skilyrði og lítið fjármagn, við getum sagt með handaflinu einu saman. Díseltíkur út um allt land, sífellt að bila, og oft voru línurnar í jörð- inni vegna ísinga og veðratjóns – rafmagnsskömmtun og hörmungar. Já það voru lukkunnar pamfílar sem fengu að stríða við þetta. En hvers vegna varðst þú svona póli- tískur? Gæti skýringin verið að þeg- ar maður starfar við félagslega þjónustu verði maður pólitískur eða einhverskonar skógarmaður í sinni grein og fari að eins og Jóhannes segir, Við sinn skugga eltir ólar útigangsins þreytta tröll. Mér telst svo til að enginn sveitarstjórnarmaður á Íslandi hafi þá tröllslegu stöðu sem Ingólfur að hafa setið í einni merkustu bæjar- stjórn okkar ylhýra Fróns samfellt í tuttugu ár og það fyrir fjóra flokka. Þetta kallast galdrar í öðrum sveit- um. Ingólfur var tryggur öllu sem hann tók sér fyrir hendur – ekki sauðtryggur fjarri því, heldur sann- ur og samkvæmur sjálfum sér – hollusta var hans aðalsmerki. Ég held því fram að Ingólfur væri samur í ósk sinni og dáð, og um leið hetja af sannleikans náð. En fyrst og síðast kemur mér æv- inlega í hug glæsilegt heimili Ing- ólfs og Önnu frænku og ávextir þeirra, myndarleg og vel gefin börn. Hugheilar samúðarkveðjur, Guð blessi minningu góðs drengs og ykkur öll. Erling Garðar Jónasson. Í nútíma samfélagi virðist okkur á stundum lítið varða um fortíðina, forverana og þá sem börðust fyrir betri tíð. Okkur hættir til að líta á hlutina sem sjálfsagða og ekkert sé eðlilegar en við búum við þau skil- yrði sem skapa nútíma samfélag. Okkur hættir til að horfa framhjá þeirri staðreynd að fjöldi Íslendinga sem nú eru á efri árum þekkir af eigin reynslu erfiða tíma og þá bar- áttu sem í því fólgst að byggja upp nútíma þjóðfélag. Ingólfur Árnason, var einn þeirra manna, sem sættu sig ekki við óbreytt ástand, taldi breytinga þörf og var reiðubúinn til að berjast fyrir þeim hugsjónum sínum. Hann var róttækur í skoðunum, framsækinn baráttumaður, skap- mikill og fastur fyrir. Gekk til liðs við vinstrisinnaða stjórmálamenn, kastaði sér út í iðu stjórnmálanna og bauð sig til forustu í bæjarmál- um á Akureyri fyrir þeirra hönd. Störf hans að bæjarmálum endur- spegluðu þann vilja að efla Akureyri með öllum ráðum og hann var órag- ur við að styðja atvinnuuppbygg- ingu með þátttöku hins opinbera. Hann var í forustusveit fyrir leit að heitu vatni í Eyjafirði, í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar og tók að sér viðamikil ábyrgðarhlut- verk við stofnun hitaveitu á Akur- eyri. Auk setu sinnar í bæjarstjórn og bæjarráði tók hann virkan þátt í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum bæjarins. Þó oft væru teknar snarpar senur í umræðum í bæjarstjórn Akureyr- ar, á þeim árum sem hann átti þar sæti, þá var hann jafnan fús til sátta og ráðagóður til lausnar deilumál- um. Á gleðistundum var hann manna kátastur. Þetta eru þær minningar sem koma upp á þessari stundu við frá- fall hans. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga. Nú er Ingólfur kvaddur með virðingu og þökk. Það var gott að eiga hann að samferðamanni. Önnu og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Sigurður J. Sigurðsson. Þegar undirritaður sneri heim frá námi í Skotlandi og Svíþjóð fyrir miðjan sjötta áratuginn virtust flest sund lokuð til að finna starf heima þar sem námið gæti komið að ein- hverjum notum. Ég kom víðast hvar að luktum dyrum. Undantekningin var Björn Jónsson, formaður verka- lýðsfélagsins Einingar á Akureyri INGÓLFUR ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.