Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 35 ✝ Þorsteinn Th.Bjarnason fædd- ist í Reykjavík 2. júlí 1923. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorsteinn Thor- steinsson Bjarnason, f. 3.8. 1894, d. 19.6. 1976 og Steinunn Pétursdóttir, f. 12.10 1887, d. 12.12. 1942. Systkini Þor- steins eru Páll Að- alsteinn, f. 3.2. 1913, d.8.3. 1988 Emil Hjálmar, f. 12.9. 1918, d. 10.6. 1959, Málfríður Steinunn, f 28.8. 1919, d. 23.12. 1966 Stella, f. 2.8. 1919 og Jóhann, f. 12.12. 1945. Þorsteinn giftist Emilíu Bjarnason 20. janúar 1948. Börn þeirra eru: Þorsteinn Bjarna- son, Kristinn Bjarnason, kvæntur Guðlaugu Haralds- dóttur, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn, og Emil Karl Bjarnason, hann á fjögur börn. Útför Þorsteins verður gerð frá Laugarnes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við munum eftir að Steini afi var sá eini sem skaut á loft gamlárs- kvöldsrakettu og hélt á henni þar til hún fór af stað. Vá, hann var stóri afi, ekkert smá sterkur og alltaf hress. Það voru alltaf frábær áramót í Laug- arnesinu. Hann vann mikið og það gerði hann að þeirri fyrirmynd sem maður sjálf- ur tók með sér út í lífið. Alltaf var góða skapið og húmorinn til staðar, sama hvernig stóð á, en nú hefur hann kvatt okkur og sameinast ömmu, sem kvaddi okkur snögglega í fyrra. Það sem við höfum eru minningar sem fylgja okkur það sem eftir er og það er okkar að koma þeim góðu gild- um sem okkur voru kennd til þeirra kynslóða sem á eftir koma. Án þess verðum við aðeins brot af því sem við erum. Þá opnast heimar vorra duldu drauma, er dagsins storma lægir, raddir þagna. Þá heyra þeir á bökkum blárra strauma hinn blíða nið, sem einverunni fagna. Við rætur fjallsins rísa gamlir bæir, og roða slær á tind og ísar þiðna, en djúpir álar verða gegnumglæir og geislar himins milda allt hið liðna. Í sálir vorar streymir óðsins andi frá æðri heimum, þjóð og föðurlandi. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Þínir afa- og langafastrákar, Þorsteinn, Haraldur, Jóhann Birkir, Óliver og Kristinn Bjarni. ÞORSTEINN TH. BJARNASON Mennirnir ráðgera en guð ræður. Í sum- arbyrjun vissum við ekki annað en hún Sigga okkar væri að fara til útlanda með skólasystrum úr hjúkrunar- skólanum í skemmtiferð en hún fór ekki þá ferð, aftur á móti er hún nú farin í þá ferð sem ekki var á dag- skrá þessa sumars en er engu að síð- ur á ófrávíkjanlegri ferðaáætlun lífs- ins, guð ræður. Hún var systir mömmu og sjálfur kallaði ég hana Siggu frænku en hún kallaði sig á góðum stundum frænku gömlu. Hún var hjúkrunarkona á Akur- eyri og í endurminningunni svífur hún um ganga sjúkrahússins þar með hvítan kappa, í hvítum slopp og nælu í barmi og alltaf að hjúkra, mér fannst ég oft þurfa að bíða lengi eftir að hún kæmi úr vinnunni í æsku, hún var dugleg hún Sigga. Hún var frekar lágvaxin, axlasmá, bein í baki, mittismjó og grönn og létt í spori þegar ég man fyrst eftir henni og ég ímynda mér að hún hafi frekar svifið en gengið um stofur á spítalanum. Hún var falleg kona, hafði skarpa andlitsdrætti, hvolft enni og blíð augu sem þó gátu orðið hvöss, henni fannst eitthvað við vangasvip sinn að athuga. Hún var einbeitt og ákveðin, hafði skýrar skoðanir og gat verið hvassyrt ef því var að skipta og þoldi hvorki tóm- læti né yfirgang. Hún unni starfi sínu og ekki fór milli mála að hún virti og þótti vænt um allt sam- starfsfólk sitt. Okkur í fjölskyldunni umvafði hún hlýju og kærleika. Þeg- ar Sigríður hóf sambúð með eigin- manni sínum Svani Karlssyni varð mikil breyting á lífi hennar og lífs- háttum. Líf hennar hafði verið í föst- um skorðum lengi, hún hafði búið að sínu og verið sjálfri sér nóg en skyndilega var frænka á ferð og flugi, fór víða heima sem erlendis, var litskrúðug og bar skart. Hún bar það með sér að hún var hamingju- söm og naut sín. Það var gaman að gleðjast með þeim. Við Guðrún viljum votta Svani samúð okkar, hann hefur mikils misst og fátækleg orð breyta litlu. Í erfiðum veikindum Sigríðar var hann við hlið hennar æðrulaus og óbugaður og á aðdáun skilið. Guð SIGRÍÐUR GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR ✝ Sigríður GuðnýPálsdóttir fædd- ist á Ólafsfirði 6. mars 1932. Hún and- aðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 24. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Áskirkju í Reykjavík 2. septem- ber. blessi minningu Sigríð- ar Guðnýjar Pálsdótt- ur. Eiríkur Páll Eiríksson. Einhverjar sælustu stundir bernsku minn- ar voru hjá móður- systrum mínum, hjá Rósu í Þingvallastræti, Margréti á Ljósalandi og Siggu í Systraseli. Að fara í Siggu hús var ætíð mikil tilhlökkun litlum dreng. Þar var svo mikið við haft, ævintýr bernsku minnar sem aldrei gleymast, stundir sem við áttum saman við leik og gleði sem var engu lík. Sigríður móðursystir mín vann langan starfs- dag við Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri hún bjó þá lengi ein og helg- aði starfinu allan sinn huga og mátt. Þó hafði hún stundir fyrir lítinn dreng sem vildi koma í heimsókn og gefa hestum brauð eða aðeins fá að gista í litlu húsi í hlýjum faðmi. Sig- ríður frænka mín var einstaklega sterk og æðrulaus kona. Hún var föst fyrir og ákveðin, svipurinn eins og eilítið hvass og strangur en aug- un, þessi mildu augu voru full af hlýju og ást. Þegar hún brosti þá ljómaði andlit hennar og hláturinn var innilegur frá dýpstu hjartans rótum. Fáum hef ég unnað sem henni og átt jafnmikið að þakka. Þegar ég eignaðist börn nutu þau ástar hennar ekki síður en ég. Hún og maður hennar Svanur Karlsson urðu þeim einstakir gleðigjafar í góðum heimsóknum þar sem svo ótalmargt var gert til að gleðja barnshugann. Þeir sem kunna að gleðja börn eru einstakir og það voru þau sannarlega í kærleika sín- um til fjölskyldu minnar. Er ég lenti í alvarlegu slysi komu þau til að létta undir með konu minni og milda áfall barnanna með því að flytja þau á vit ævintýra vítt og breitt og miðla þeim kjarki og æðruleysi sem eru einkenni þeirra sem þroskaðir eru og lífið þekkja af raun. Sama saga endurtók sig síðar við fæðingu yngsta sonarins. Þá kom Sigríður til að ala önn fyrir nafna sínum, tveggja ára dreng sem fékk að njóta ástar hennar og aðdáunar skamma hríð. Ég hefði viljað að þær stundir hefðu orðið fleiri og tíminn lengri sem við hefðum verið saman. Lífs- hlaup hennar var mér dýrmætt en ég veit að við hittumst að nýju í ei- lífðinni. Hún er nú Guðs nú falin og hvílir í faðmi hans í ljósinu. Arnaldur Bárðarson. Látin er í Reykjavík kær vinkona og samstarfsfélagi til margra ára, Sigríður Guðný Pálsdóttir. Hún lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1. mars 1957 og starfaði allan sinn starfsaldur, nær 40 ár, á handlækn- ingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. „Sigga Páls,“ en svo var hún alltaf kölluð, var hjúkrunarkona í fyllstu merkingu þess orðs. Hún var öllum fremri í umhyggju, trúmennsku og mannkærleika gagnvart skjólstæð- ingum sínum og samstarfsfólki. Það er ómetanlegt fyrir unga hjúkrunarfræðinga sem standa frammi fyrir ábyrgð og alvöru lífsins að eiga sér trausta fyrirmynd og samstarfsfélaga. Slíkur félagi var Sigga Páls. Hún var ákveðin, rök- föst og réttsýn í hverjum vanda. Kærleiksverk hennar verða ekki skráð á spjöld sögunnar en lifa áfram í hugum okkar sem dýrmætar perlur á lífsins leið. Eftir að Sigga flutti til Reykjavík- ur fækkaði samverustundunum, þó leit hún gjarnan við á gömlu deild- inni sinni ef hún átti leið um Ak- ureyri. Heimsóknirnar til hennar og eiginmannsins í Reykjavík voru gef- andi og ánægjulegar og allraf fórum við ríkari frá þeirra fundi. Við samstarfsfólk kveðjum í dag Siggu Páls með söknuði og þökkum fyrir að hafa notið umhyggju hennar og vináttu. Eiginmanni, Svani Karlssyni, systrunum Rósu, Margréti og Álf- hildi, sem og ástvinum öllum send- um við samúðarkveðjur. Fyrir hönd samstarfsfólks, Daníela Guðmundsdóttir. Í dag kveðjum við kæra vinkonu og skólasystur, Sigríði Guðnýju Pálsdóttur eða Siggu Páls eins og við kölluðum hana. Hún andaðist 24. ágúst sl. eftir stutta en stranga sjúk- dómslegu. Er hún sú fjórða sem kveður þessa jarðvist af 16 kvenna hópi er hóf nám í Hjúkrunarskóla Íslands í febrúar 1954. Á skilnaðarstundu hrannast upp minningar liðinna ára, allt frá því er við hittumst á fyrsta degi námsins, fullar eftirvæntingar vegna þess sem framundan var. Kynnin í nám- inu og samveran í heimavist skólans þjappaði okkur saman og hafa þau tengsl aldrei rofnað. Hópurinn tvístraðist að námi loknu. Sigga fór norður og starfaði allan sinn starfs- aldur við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Helgaði hún sig eingöngu hjúkrunarstörfunum lengi vel. Í fyrstu bjó hún í Systraseli, sem var hjúkrunarbústaður við sjúkrahúsið. Hún kom alltaf af og til í heimsókn suður og var þá oft glatt á hjalla. Þorrablótið, sem er fastur liður, reyndi hún ávallt að sækja. Slíkar stundir gleymast aldrei. Síðar eign- aðist Sigga sitt eigið hús á Akureyri og bjó þar vel um sig. Að því kom svo að hún fann ástina sína, hann Svan. Þau gengu í hjónaband, fóru í rómantíska brúðkaupsferð og hún flutti suður. Ófáar eru vísurnar sem Svanur hefur glatt okkur með á há- tíðastundum, en hann er hagyrðing- ur góður. Hugljúfastar voru þó ást- arvísur hans til eiginkonu sinnar, sem gáfu til kynna hversu ham- ingjuríkt samband þeirra var. Skarð er fyrir skildi þegar fækkar í hópnum okkar. Söknum við sárt þeirra sem farnar eru en nú er að- eins rúmur mánuður síðan við fylgd- um annarri skólasystur okkar til grafar. Sigga var vandaður persónuleiki, traustur félagi og vann verk sín á hljóðlátan og kærleiksríkan hátt. Hún var víðlesin, ljóðelsk og naut sín vel í góðra vina hópi. Lagði hún sig sérstaklega fram um að leggja þeim lið sem erfitt áttu og þurftu á hjálp að halda. Að lokum þökkum við samveruna. Svani og öðrum að- standendum Siggu vottum við og fjölskyldur okkar innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Skólasystur úr Hjúkrunarskóla Íslands. Nú hefur kvatt þetta líf mín hjart- kæra vinkona eftir erfið veikindi sem hún háði af hetjuskap og æðru- leysi. Ég vil minnast hennar með þakk- læti fyrir áralanga vináttu og kynni sem hófust þegar við vorum á Laugaskóla og aldrei hafa rofnað síðan. Hún var hjartahlýjasta og tryggasta manneskja sem ég hef kynnst. Alltaf boðin og búin að gera greiða og taka á móti manni og veita af mikilli rausn. Fjölskylda mín þakkar allar móttökurnar og gest- risnina í gegnum árin. Alltaf var pláss í gistingu hvort sem var hjá foreldrum hennar í litlu risíbúðinni í Gilsbakkaveginum á Akureyri, eða í íbúðinni í Selinu, húsinu hennar í Þingvallastrætinu og á Bergþóru- götunni eftir að hún flutti suður. Það var gott að eiga hana að þeg- ar ég kom að austan og var hjá henni nokkra daga og stundum með krakkana. Nær allan sinn starfsferil vann hún á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hún var miklum mann- kostum búin, var virt og elskuð í sínu starfi af sjúklingum og sam- starfsfólki. Samviskusöm var hún svo af bar og til undantekninga heyrði ef hún var frá vinnu á starfs- ævinni. Lengi vel var hún ein en var svo lánsöm að kynnast eftirlifandi eig- inmanni sínum Svani Karlssyni, úr Reykjavík, sem þá var ekkjumaður. Hann bjó fyrst hjá henni á Akureyri, á meðan hún starfaði þar, en síðan flutti hún á hans fallega heimili á Bergþórugötunni. Áttu þau saman yndisleg ár, voru mjög samrýnd og hamingjusöm. Þau ferðuðust mjög mikið bæði utanlands og innan og alltaf var mjög gaman að fá þau í heimsókn til sín á Vopnafjörð. Ég mun aldrei geta fullþakkað það sem þau gerðu fyrir mig þegar ég kom suður, buðu mér á tónleika og í leikhús, seinast í vetur buðu þau mér með sér í Óperuna. Eins voru þau alltaf að bjóða mér að keyra mig allt sem ég vildi eða þyrfti að fara. Oft fékk ég að heyra falleg ljóða- bréf sem Svanur orti til konu sinnar og annarra. Þau voru bæði með góð- an bókmenntasmekk og ljóðelsk. Þau vou bæði barnlaus, en elsk- uðu og umvöfðu öll börn í kringum sig eins og alla sem þau umgengust. Oft var gestkvæmt á heimilinu og haldnar veislur af mikilli rausn og fjölskyldan var einstaklega sam- hent. Ég bið Guð að blessa og styrkja Svan og fjölskyldur þeirra í sorginni og söknuðinum. Öllum líkn sem lifa vel. Engill sem til lífsins leiðir ljósmóðir sem hvílu breiðir sólarbros er birta él. Heitir Hel. Valgerður Friðriksdóttir. Besta vinkona mín er dáin. Þegar Ísland skartaði sínu feg- ursta sumri í manna minnum, barð- ist vinkona mín við illvígan sjúkdóm. Hún vissi frá upphafi að baráttan myndi tapast. Hún átti engan miða til baka. Aldrei mælti hún æðruorð, var alltaf jafn ljúf og góð. Hún sem hafði meiri hluta ævi sinnar hjúkrað og líknað öðrum, var nú allt í einu komin hinum megin við borðið, nú var hún sjúklingurinn. Við vorum æskuvinkonur, við kynntumst á Héraðsskólanum á Laugum í S.-Þing. Hún var að norð- an, ég kom að austan. Hún var fimmtán ára og ég sextán. Við vor- um eins ólíkar og dagurinn og nótt- in, en samt tókst með okkur órjúf- andi vinátta sem aldrei bar skugga á. Stundum var langt á milli funda en samt var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Ég gæti skrifað heila bók um allar okkar skemmtilegu og góðu stundir en ég geymi þær minningar fyrir mig og ylja mér á þeim. Sigga mín kynntist manninum í lífi sínum þegar hún var kornung en örlögin höguðu því svo til að þau náðu ekki saman fyrr en á fullorðinsárum. Svanur Karlsson var hennar stóra ást, þau áttu saman nokkur yndisleg ár en alltof fá. Þau voru miklir vinir og gott að sjá hvað þeim leið vel saman. Elsku Svanur minn, innileg- ar samúðarkveðjur til þín. Systrum Siggu, þeim Rósu Margréti og Álf- hildi sendi ég einnig samúðarkveðj- ur sem og öllum í stórfjölskyldunni. Elsku Sigga mín Páls., þúsund þakkir fyrir allt og allt. Guð annist þig. Þín vinkona Halla. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar Elskuleg eiginkona mín, systir, mágkona og frænka, ARNHEIÐUR GUÐFINNSDÓTTIR ljósmóðir frá Patreksfirði, sem lést mánudaginn 23. ágúst, verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju laugar- daginn 4. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Pedersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.