Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 5171020 Opið: mán. - föstud.11-18 laugard.11-15 Spennandi gjafavörur og húsgögn – kraftur til flín! VI‹ GERUM GOTT BETRA KB ÍBÚ‹ALÁN LÆKKUM Í 4,2% FASTA VEXTI AFTURVIRKIR BANDARÍSKA lögfræðifyrirtækið Lerach Coughlin Stoia Geller Rudman & Robbins LLP hefur hafið undirbúning málsóknar gegn líftækni- fyrirtækinu deCODE genetics og stjórnendum þess, og auglýsir í fréttatilkynningu eftir hluthöf- um sem telja sig hafa tapað á verðlækkun á hluta- bréfum í félaginu. Er þetta í annað sinn sem bandarískt lögfræðifyrirtæki gerir tilraun til að hefja lögsókn gegn deCODE með þessum hætti. Síðast gerðist það í nóvember 2001. Um er að ræða svokallaða „Class Action Suit“- mál sem höfðað er í nafni fjölda aðila þar sem mörgum kröfum af svipuðum toga er steypt sam- an í eitt mál. Í fréttatilkynningu frá lögfræðistof- unni kemur fram að aðilar sem keyptu bréf í fyr- irtækinu á tímabilinu 29. október 2003 til 26. ágúst 2004 geti skráð sig sem þátttakendur í hópmáls- ókninni og hafi til þess 60 daga frest. Ásakanir lög- fræðistofunnar felast í því að stjórnendur félags- ins hafi þrýst gengi félagsins upp, m.a. með því að birta villandi tilkynningar og með því að leyna vandamálum í innri stjórnun félagsins. Sérfræðingar í hópmálsóknum Í fréttatilkynningu Lerach Coughlin segir að vegna hækkandi hlutabréfaverðs deCODE í kjöl- far hinna meintu misvísandi og fölsku yfirlýsinga, hafi deCODE getað aflað 144 milljóna Bandaríkja- dala með skuldabréfaútboði í apríl sl. Þá er í til- kynningunni vísað í uppsögn endurskoðenda fé- lagsins nýverið, PricewaterhouseCoopers, og sagt að við þær fréttir hafi verð á bréfum félagsins hrapað niður í 5,7 dali hver hlutur, sem sé 58% lægra verð en þegar verðið fór hæst á því tímabili sem hugsanleg málsókn myndi ná yfir, eða 13,8 dollarar á hlut. Hyggst lögfræðifyrirtækið krefj- ast bóta fyrir þá hluthafa sem vilja taka þátt í mál- sókninni, og keyptu bréf í fyrirtækinu á tímabilinu sem málsóknin nær yfir. Lerach Coughlin segist í fréttatilkynningunni vera sérfræðingur í málum sem þessum og búi yfir mikilli reynslu í fjármálamisferlismálum. Fyrir- tækið hafi 140 lög- menn á sínum snær- um og hafi allt í allt náð á ferli sínum að afla 20 milljarða Bandaríkjadala í skaðabætur í hinum ýmsu málum, eða um 1.450 milljarða ís- lenskra króna. Líftækni- fyrirtækjum oft stefnt Af öllum málsókn- um í Bandaríkjunum þar sem hluthafar fara í mál við fyrir- tæki var 17% beint gegn líftæknifyrirtækjum, að því er fram kemur í bandaríska dagblaðinu San Fransisco Chronicle, og hefur málum gegn líf- tæknifyrirtækjum farið ört fjölgandi síðustu ár. Þetta er hátt hlutfall þar sem líftæknifyrirtæki skráð á markað í Bandaríkjunum eru einungis 2% af um það bil 17.000 skráðum fyrirtækjum. Í blaðinu er vitnað í formann samtaka líftækni- fyrirtækjanna, The Biotechnology Industry Org- anization, Carl Feldbaum, sem segir að málsókn- irnar séu viðskiptalegs eðlis þar sem lögfræðifyrirtæki leiti nýrra fórnarlamba, nú þeg- ar þóknanir til þeirra vegna stóru hneykslismál- anna í bandarísku viðskiptalífi fari minnkandi. Þá segir Feldbaum að ástæðan fyrir því að líftæknin sé svo „vinsæl“ í þessum efnum sé hin mikla at- hygli sem mál Mörthu Stewart vakti, en þar var líftæknifyrirtækið Im Clone í sviðsljósinu. Lögfræðifyrirtækin fá að jafnaði 30% af þeirri bótafjárhæð sem hluthöfum er dæmd. Í rannsókn sem fyrirtækið NERA Economic Consulting gerði í fyrra kom í ljós að 19% allra málsókna af þessu tagi er vísað frá, en 1% málsókna endar fyrir dóm- stólum. 80% málanna eru leyst með samkomulagi. Bandarískir lögmenn undir- búa málsókn gegn deCODE  !""#$ ! %  !##$ "#$ "$$ %#$ %$$ #$ $  !" &  '  $  + ,*  ' -  . ,  /    0 %112 "$$% "$$" "$$&                                    !  "# $  "% & '"% (" ) (" *"% (" & '"% +!' +!% ! '# ,#    , " ! -./! -.  !  "#($ 0  !  " # $   '  !  "# 1'#2  . & '"% '#'!   3. " 3'( 4 5"($ 3 6  $ 74 / " 8("  )'%( )#" *9 :" 4 "" ;</! -& -9'% "" '" -' 1'# -'"% -:'  -'.   / 6  /$ ="# =6## "#.   " > "" '  " 7.$ .. 2-:(!# % "&    '(  (  !'% ?6  *"% 9. & '"% =: : >6## "# 1'# & '"% -9    $!            2    2   2 2 2 2 2 2   2  2 2 2 2 2 2 !6 "#  6   $! 2 2 2 2 2  2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2  2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 @ AB @ 2 AB 2 2 2 2 @ AB 2 2 @ 2AB @ 2 AB @ AB 2 @ 2 AB @ AB 2 @ 2 AB @ AB 2 @ AB 2 2 @ 2 AB @  AB 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 3! '%    %# " = '( 9 ' %# C ) -'  $  $  $ $  $ $ $ $  $  $ $ $   $ 2 $  $   $ $ $ 2  $  $ 2 2 2 2 2 2 $ 2  $ 2 2 2 2 $ 2 2                   2      2   2   2               2  2    2 2     >    9 D5 $ $ =3$ E /#"'  '%         2      2    2 2 2 2 2 2  2  2 2 2 2  2 2 KÁRI Stefánsson, forstjóri deCODE genetics, segir að það sé ergilegt að fá á sig málsókn sem þessa, en hún valdi honum engum áhyggjum. Hann hafi ekki enn séð stefn- una, og í raun hafi enginn far- ið í mál, heldur sé lögfræðifyr- irtækið að safna saman fólki til að reyna að fara í mál. „Þetta er það rúllugjald sem þarf að greiða fyrir að vera skráður á bandarískum markaði. Bandaríkjamenn eru með lagaumhverfi sem gerir mönnum mjög auðvelt að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, sem þýðir líka að það er mjög auðvelt að misnota þá aðstöðu,“ segir Kári Stefánsson. Hann segir að deCODE fari eftir ýtrustu reglum varðandi bókhald. „Ég er fullkomlega viss um að við höfum staðið við allar þær reglur sem við eigum að fylgja og lúta að bókhaldi. Við höfum verið með bestu bókhaldsfyrirtæki Bandaríkjanna í vinnu og við vitum ekki betur en við höfum staðið okkur býsna vel þar.“ Kári segir að lögfræðifyrirtækið, Lerach Coughlin sé með 66 ný svona mál á dagskrá, eins og sjáist á vefsíðu fyrirtækisins. „Þetta eru menn sem fara í mál við fólk, ekki af því að þeir vita að það hefur framið einhvern glæp, ekki af því þeir halda að það hafi framið glæp, heldur af því að þeir vona það.“ Kári segir að markaðurinn í Bandaríkjunum sé vanur svona málum enda hækkaði hlutabréfaverð deCODE í gær um 2,8%. Ergilegt, en veldur engum áhyggjum Kári Stefánsson BRÆÐURNIR Ormsson ehf. hefur verið selt til hóps fjárfesta undir forystu Gunnars Arnar Kristjáns- sonar, en aðrir meðlimir eru Sig- urður Sigfússon og Birgir Sævar Jóhannsson. Fyrirtækið var stofnað árið 1922 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá þeim tíma. Er því um mikilvæg þáttaskil í sögu fyr- irtækisins að ræða. Í samtali við Morgunblaðið sagði Karl Eiríksson, fráfarandi forstjóri fyrirtækisins, að í gegnum tíðina hefðu fleiri aðilar viljað kaupa fyr- irtækið, en tilboðin hafi alltaf verið nafnlaus og í gegnum banka eða fjármálastofnanir. „Það skipti mig hins vegar máli að vita hver tæki við fyrirtækinu, og því gat ég ekki hugsað mér að taka þessum tilboð- um,“ sagði Karl. „Þegar Gunnar og félagar komu að máli við okkur vann ég svolitla heimavinnu og fékk að heyra hvað menn höfðu að segja um Gunnar, og var það allt á sama veg. Mér var sagt að Gunnar væri harðduglegur og heiðarlegur maður sem menn þekktu að góðu einu.“ Starfsmenn áfram í vinnu Karl segir það líka hafa skipt hann miklu máli að framtíð starfs- manna hjá fyrirtækinu væri tryggð, en hjá Bræðrunum Ormsson starfa nú um 65 manns. „Þeir ætla að halda nafni fyrirtækisins og hafa tryggt því góða fólki áframhaldandi vinnu, sem ég hef verið svo heppinn að hafa haft í vinnu fyrir mig,“ sagði Karl. Framtíðin tryggð Karl Eiríksson segir að miklu skipti að framtíð starfsmanna sé tryggð. Selja Bræðurna Ormsson Gunnar Örn Kristjánsson fer fyrir kaupendunum ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI Hækkanir í Bandaríkjunum ● HELSTU vísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu talsvert í gær, þar á meðal hækkaði S&P-vísitalan um 1,1% og hefur ekki verið hærri á þessu ári. Þá hækkaði Dow Jones-vísitalan um 1,2% og endaði í 10.290,28 sem er hæsta gildi vísitölunnar síðustu sjö vikurnar. Þá hækkaði Nasdaq- vísitalan um 1,2%. Úrvalsvísitala Aðallista Kauphallar Íslands hækkaði um 0,49% í gær. Mesta hækkun varð á bréfum Op- inna kerfa Group, 6,9%. Yfirtaka Baugs eina von BFG? ● SÉRFRÆÐINGAR hjá verð- bréfamiðluninni Numis Securities telja að breska matvörukeðjan Big Food Group, undir forystu Bills Grimsey forstjóra, eigi litla mögu- leika í harðri verð- samkeppni og spáir því að sala fyrirtækisins hafi minnkað enn meira á öðrum fjórðungi reikn- ingsársins, eða um 5%, en hún gerði á fyrsta fjórðungi, en þá minnk- aði salan um 1,7%. Numis hefur því lækkað verðmat sitt á hlutabréfum í Big Food Group í 65 pens á hlut og ráðleggur hluthöfum að selja bréf sín. Baugur á 22,1% eignarhlut í Big Food Group og hefur breski mark- aðurinn lengi beðið eftir að félagið láti til skarar skríða og geri yfirtöku- tilboð í keðjuna. Jafnvel er talið að það sé eina von fyrirtækisins, að því er segir í frétt This is London. Að mati Numis mun þó ekki koma til yfirtöku á næstunni enda líti allt út fyrir að verð hlutabréfanna sé enn á niðurleið og afkoman sé léleg. Hver sá sem sé að íhuga yfirtöku muni að öllum líkindum bíða þar til verðið verður enn hagstæðara. Verð hlutabréfa í BFG lækkaði úr 84 pensum í 82,25 pens í Kauphöll- inni í London á miðvikudag eftir að Numis birti greiningu sína. Lokaverð bréfanna í gær var 84,25 pensog hækkaði um 2,43%. Verðið hefur lækkað nær stöðugt frá því í febrúar sl. þegar það fór hæst í 182 pens. Bill Grimsey ● ÚTLIT er fyrir að á þessu ári verði í fyrsta sinn flutt út meira af lyfjum en flutt er inn af þeim, þegar miðað er við verðmæti. Samkvæmt frétt á vef Samtaka iðnaðarins voru fyrstu sjö mánuði ársins flutt út lyf fyrir 5,4 milljarða króna en inn fyrir 4,2 milljarða. Munurinn er 1,2 milljarðar. „Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að Íslendingar seldu meira af lyfjum en þeir keyptu,“ segir á vef samtakanna. Þar segir einnig að til sam- anburðar hafi á sama tíma verið fluttar út sjávarafurðir fyrir 70,6 milljarða. Meira flutt út en inn af lyfjum FRÉTTIR mbl.is ; %F -GH    A A =-? I J   A A K K ,+J    A A )J ; !    A A LK?J IM 8"!      A A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.