Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 31 J ohn Kerry, forsetaefni bandaríska Demókrata- flokksins, fékk það óþvegið á flokksþingi repúblikana í Madison Square Garden í New York á mið- vikudagskvöld. Dick Cheney, vara- forseti Bandaríkjanna, sagði að Kerry hefði „ítrekað haft rangt fyr- ir sér“ varðandi mikilvæg álitaefni í utanríkismálum og að hann virtist ekki gera sér grein fyrir því hversu alvarleg sú ógn væri sem að Banda- ríkjunum steðjaði. Gaf Cheney til kynna að Kerry væri af þessum sökum ekki hæfur til þess að gegna stöðu forseta Bandaríkjanna og þar með æðsta yfirmanns bandaríska heraflans. Ábyrgð á hörðustu árás- unum í garð demókratans bar þó maður sem tilheyrir sama flokki og Kerry, öldungadeildarþingmað- urinn Zell Miller frá Georgíu. Cheney hrósaði George W. Bush Bandaríkjaforseta og sagði hann „frábæran yfirmann heraflans“ sem leiða myndi Bandaríkin til sig- urs í stríðinu gegn hryðjuverkum. Bandaríkjamenn stæðu því á tíma- mótum, komið væri að forsetakosn- ingum, þeim mikilvægustu í manna minnum. Cheney gagnrýndi Kerry fyrir að hafa sagt á flokksþingi demó- krata í Boston að hann myndi verja Bandaríkin af hörku ef þau yrðu fyrir árás. „Kæru landar, við höfum nú þegar orðið fyrir árás,“ sagði Cheney. „Og við eigum í höggi við óvin sem sækist eftir því að komast yfir hroðalegustu vopn sem til eru til að nota gegn okkur, við getum því ekki beðið eftir næstu árás. Við verðum að gera hvaðeina til að af- stýra annarri árás og það þýðir að hugsanlega þurfi að beita her- valdi,“ sagði hann. Þá gagnrýndi Cheney Kerry fyr- ir að vilja leita samþykkis annarra þjóðarleiðtoga áður en hann beitti hervaldi Bandaríkjanna. Sagði hann að Bush muni aldrei „biðja um leyfi til að verja bandarísku þjóðina“. Cheney sagði mann geta setið á þingi í 20 ár eins og Kerry og haft rangt fyrir sér allan tímann án þess að það skipti svo miklu máli. „En forseti tekur alltaf end- anlega ákvörðun. Og á þessum erf- iðu tímum þurfa Bandaríkin, og hafa um þessar mundir, forseta sem treysta má að taki réttar ákvarðanir.“ Hatursfullur flokksbróðir Ræða Zells Millers mæltist illa fyrir meðal fréttaskýrenda hér í Bandaríkjunum. Miller var af- arharðorður í garð Johns Kerrys og margir sögðu ræðu hans hafa verið hatursfulla. Í Madison Square Garden virkaði hún einnig illa flutt, Miller talaði líkt og hann væri í kappi við klukkuna, gerði ekki nægilega langt hlé á ræðunni þegar viðstaddir fögnuðu sem mest og orð hans drukknuðu því oft í fagn- aðarlátunum en hvað sem líður skoðunum fréttaskýrenda féll ræð- an greinilega vel í kramið hjá re- públikönum sem á hlýddu. Zell Miller var kynntur til sögunnar sem „samviska Demókrataflokks- ins“. Hann byrjaði á því að lýsa því yfir að George W. Bush væri sá maður sem hann treysti í barátt- unni við óvini Bandaríkjanna. Gagnrýndi hann Demókrataflokk- inn fyrir að fylkja ekki liði að baki forsetanum á meðan ungir banda- rískir hermenn hættu lífi og limum í Írak og Afganistan. Sagði hann flokkinn haldinn „stjórnlausri þrá- hyggju“ um að steypa yfirmanni bandaríska heraflans af stóli. „Hvað hefur komið fyrir flokkinn minn?“ spurði hann. „Leiðtogar demókrata í dag hugsa meira um að fella pólitískar keilur heldur en öryggi þjóðarinnar, þeir álíta Bandaríkin hernámslið [í Írak] í stað frelsara.“ Sagði Miller að enginn ætti að sækjast eftir því að verða forseti ef hann væri á þessari skoðun. „En ekki eyða púðri í að benda núver- andi leiðtogum flokks míns á þetta. Í þeirra skrýtna hugarheimi eru Bandaríkin vandamálið, ekki lausn- in. Þeir trúa því ekki að nein hætta steðji að í veröldinni í dag nema sú sem Bandaríkin valda sjálf með sinni klaufalegu og rangsýnu utan- ríkisstefnu.“ Sagði hann að dómgreind þess- ara manna væri verulega ábóta- vant. „Og enginn hefur haft eins rangt fyrir sér eins oft og illa og öldungadeildarþingmennirnir tveir frá Massachussetts, Ted Kennedy og John Kerry,“ sagði Miller síðan og tók salurinn þá undir. Bush ákveði, ekki stjórnvöld í París „Tuttugu ára þingseta getur sagt þér mun meira um mann en tutt- ugu vikur af kosningaræðum,“ sagði Miller einnig í ræðu sinni. „Kerry hefur gert lýðum ljóst að hann myndi aðeins nota hervald ef Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt blessun sína yfir það. Kerry myndi láta stjórnvöld í París ákveða hvort verja þyrfti Bandaríkin. Ég vil að Bush taki þá ákvörðun.“ Hlutu þessi orð Millers sterk við- brögð viðstaddra og augljóst að Frakkar eru ekki ýkja vinsælir á þessum bæ. Tónninn í Miller og raunar fólkinu í salnum var afar neikvæður og vakti það mikla at- hygli undirritaðs og fréttaskýrenda hér vestra. Voru flestir sammála um að annað eins hefði ekki heyrst í háa herrans tíð í bandarískum stjórnmálum, a.m.k. að því er varð- ar þing stóru flokkanna tveggja. Fyrirfram hafði þó raunar verið vitað að Cheney og Miller myndu taka að sér hlutverk „bolabítsins“ á þessu flokksþingi, þ.e. ráðast harkalega gegn Kerry, en Bush forseti myndi síðan slá jákvæðari tón í sínu ávarpi í gærkvöldi. Er bent á í þessu sambandi að hvorki Cheney né Miller hyggist sækjast eftir embætti forseta Bandaríkj- anna í framtíðinni; þeir hafi því litlu að tapa að því leyti. Hlutverk Cheneys og Millers hafi verið að höfða til flokksbund- inna repúblikana, sem sumir eru óánægðir með það hversu stórt hlutverk svokallaðir hófsamir repú- blikanar, Rudy Giuilani, Arnold Schwarzenegger og John McCain, hafa leikið á flokksþinginu. Mark- mið ávarpa Cheneys og Millers hafi verið að tryggja að þessir repúblik- anar skili sér á kjörstað með því að vekja með þeim sterkar tilfinningar á þessum tímapunkti. Spurning er þó hvaða viðbrögð ræðan sem Zell Miller flutti í fyrra- kvöld mun vekja meðal alls almenn- ings, sumir veltu því jafnvel fyrir sér hvort það ætti eftir að koma í bakið á repúblikönum að hafa beðið demókratann að flytja svonefnda heiðursræðu flokksþingsins. Cheney dragbítur? Ljóst er af skoðanakönnunum að harðar árásir repúblikana og hóps hermanna, sem þjónuðu með John Kerry í Víetnam, hafa tálgað fylgi af demókratanum. Hafa demókrat- ar af þessu nokkrar áhyggjur og al- talað er að áhrifaaðilar í flokknum ræði nú alvarlega hvort Kerry verði ekki að fara að gjalda líku líkt og svara hörðum árásum repúblik- ana í hans garð. Rifja menn upp að Bill Clinton hafði fyrir reglu, þegar hann var í framboði 1992, að svara öllum árásum af hörku, helst strax. Nokkuð var sömuleiðis rætt um það í aðdraganda ávarps Cheneys í fyrrakvöld að skoðanakannanir sýndu að hann væri dragbítur á framboði George W. Bush. Þannig hefðu 45% kjósenda neikvæða mynd af Cheney en aðeins 44% já- kvæða. Cheney væri álitinn harð- línumaður í utanríkismálum og sumir hefðu illan bifur á honum fyrir að hafa ýtt Bush út í að gera innrás í Írak. Margir repúblikanar hefðu síðan lítið álit á honum fyrir frjálslyndar skoðanir hans í mál- efnum samkynhneigðra, en þar er Cheney á öndverðum meiði við ráð- andi öfl í flokkum, dóttir hans enda samkynhneigð. Engan bilbug var þó að finna á Cheney í fyrrakvöld og ljóst er nú að vangaveltur um að Bush myndi skipta Cheney út, velja sér nýtt varaforsetaefni, verða ekki að veru- leika. Ræða demókratans Zells Millers á flokksþingi bandarískra repúblikana í Madison Square Garden í fyrrakvöld vakti mikla athygli. Fréttaskýrendum þótti tónn hennar hatursfullur og veltu fyrir sér hvernig hún myndi mælast fyrir meðal almennings. Davíð Logi Sigurðsson hlýddi á ræðu Millers og fylgdist jafnframt með þegar Dick Cheney varaforseti gagnrýndi John Kerry harkalega. Harðar árásir í garð Johns Kerrys Reuters Zell Miller, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Georgíu, flytur ávarp sitt á flokksþingi Repúblíkanaflokksins í New York. ’Kerry myndi látastjórnvöld í París ákveða hvort verja þyrfti Bandaríkin. Ég vil að Bush taki þá ákvörðun.‘ david@mbl.is ZELL Miller er fyrsti maðurinn til að flytja „heiðursræðu“ á flokksþingum bæði repúblik- ana og demókrata. Miller hefur verið öld- ungadeildarþingmaður fyrir Georgíu-ríki síð- ustu fjögur árin en var áður ríkisstjóri í Georgíu 1991–1999. Það var einmitt sem rík- isstjóri sem hann steig fram á sviðið á sama stað og nú, í Madison Square Garden í New York, fyrir tólf árum og flutti heiðursræðuna á flokksþingi demókrata þegar þeir útnefndu Bill Clinton sem forsetaframbjóðanda sinn. Og Miller var ekki aðeins í sömu höll, einn fram- bjóðendanna þá hét líka George Bush. Að þessu sinni er Miller hins vegar í stuðningsliði sitjandi forseta sem ber þetta nafn, ekki í hópi andstæðinganna. Repúblikanar eru afar ánægðir með að hafa fengið Miller til að flytja ávarp á flokksþingi sínu nú. Demókratar segja Miller hins vegar hafa villst af leið, í þessari viku hefur enska orðið „sell-out“ (svikari) verið stafað öðruvísi til heiðurs Miller, þ.e. „zell-out“. Miller er 72 ára og er að ljúka stjórn- málaferli sínum, hann sækist ekki eftir endur- kjöri í þingkosningunum sem fara fram í nóv- ember. Nokkuð er um liðið síðan hann lenti upp á kant við Demókrataflokkinn, þó að hann hafi reyndar síðast í fyrra kallað John Kerry, sem hann gagnrýndi svo harkalega í ræðu sinni í fyrrakvöld, „sanna hetju“ en hann segir ekki koma til greina að hann yfirgefi einfald- lega flokkinn og gerist repúblikani. Það sé Demókrataflokkurinn sem hafi villst af leið, en ekki hann. Gerir Miller grein fyrir því í nýlegri bók, „A National Party No More“, hvers vegna hann telur að demókratar séu nú komnir allt of langt til vinstri. Bush sé líka mun hæfari til að berjast gegn hryðjuverkaógninni en John Kerry. Telur demókrata hafa villst af leið Hann segir varnarsamning ríkjanna meira en hálfrar aldar gamlan, sem sé mjög langur tími, og þróunin í smíði nýrra vopna hafi verið meiri en nokkur gat ímyndað sér frá árinu 1951. Náið og langt samstarf í varnarmálum eigi að bjóða uppá sveigjanleg viðbrögð við þeim ógnunum sem hugsanlega gætu komið upp. Lugar vill ekki til- greina hvort íslensk stjórnvöld eigi að taka meiri þátt í rekstri varnarliðsins í Keflavík. Varnarstöð- in sé hluti af varnarviðbúnaði Atlantshafsbanda- lagsins og mikilvæg sem slík. Frá því að hann settist í öldungadeildina fyrir 28 árum hafi þær gagnrýnisraddir heyrst að of hátt hlutfall út- gjalda til hermála fari til NATO og einhverjir öld- ungadeildarþingmenn telji svo jafnvel enn vera. Sterk tengsl við Evrópu „Ég er ekki einn af þeim. Ég tel að við verðum að taka tillit til þess að nauðsynlegt er að byggja upp sterkt, lifandi og víðfeðmara samstarf á vett- vangi NATO,“ segir Lugar og leggur áherslu á mikilvæg tengsl Bandaríkjanna og Evrópu. Ef ekkert samstarf eigi sér stað milli þessara heims- álfa geti kostnaður Bandaríkja- manna vegna öryggismála jafnvel hækkað. Bandaríkin hafi hagnast á viðveru sinni í Evrópu þótt alltaf sé deilt um hvar og hve mikill við- búnaður Bandaríkjahers sé. Richard Lugar hefur verið helsti forvígismaður Nunn-Lugar verkefnisins sem fólst upphaflega í því að aðstoða ríki fyrrum Sov- étríkjanna við að eyða gjöreyð- ingarvopnum, sem oft eru geymd við óviðunandi aðstæður. Hefur um 400 milljónum dala verið varið til þess verkefnis á ári frá 1991. Lugar er ánægður með árangur- inn og segir að hann hafi fengið samþykkt frumvarp sem felur í sér að 50 milljónum dölum til við- bótar verði varið til eyðingar gjöreyðingarvopna utan ríkja fyrrum Sovétríkj- anna. George Bush staðfesti þá löggjöf í fyrra. Styður frjáls viðskipti Lugar er mikill stuðningsmaður frjálsra við- skipta og bakgrunnur hans liggur í fyrirtækja- rekstri. Hann hefur enn umsjón með stórum bú- garði fjölskyldunnar þar sem sojabaunir eru ræktaðar ásamt korni og trjám. Áður stjórnaði hann ásamt bróður sínum matvælaverksmiðju fjölskyldunnar í Indianapolis-ríki. „Þegar kemur að viðskiptum tel ég að öll ríki yrðu betur sett ef færri viðskiptahömlur væru á milli landa,“ segir Lugar og lýsir mikilvægi frí- verslunarsamtaka. Spurður út í Evrópusamband- ið í þessu samhengi segist hann vera hliðhollur sambandinu þar sem það hafi brotið niður mik- ilvægar hindranir hvort sem horft sé til vöruvið- skipta eða flutnings fólks um álfuna. æðinu í kringum Ísland, ur Bandaríkjaþings aður í vægur blaðið/Kristinn Pétursdóttur. bjorgvin@mbl.is ri að rnkerf- erslu á og full- . Einnig ga stórt Íslandi,“ Evr- tuðning gi þess andalags. em hefði egðast umræður og Lugar mjög al- ð Banda- NATO rsu enn halda því. efði bent nlegt lið NATO því í dag væri líklega eingöngu hægt að kalla 60 þúsund manna lið út með skömmum fyrirvara þrátt fyrir að um 2,5 milljónir hermanna væru innan NATO. „Þó að fulltrúarnir til- heyrðu NATO-ríki, Evrópusam- bandsríki eða hvoru tveggja þá voru allir sammála um þessi mál. Mér fannst þetta vera mikilvægur og gagnlegur fundur. Þetta eru áhrifa- menn í stjórnmálum sem voru þarna saman komnir,“ sagði Sólveig. Ásamt Sólveigu Pétursdóttur, Richard Lugar og Jens Hald Mad- sen sátu Urban Ahlin, formaður ut- anríkismálanefndar sænska þings- ins, Liisa Jaakonsaari, formaður utanríkismálanefndar finnska þings- ins, Thorbjörn Jagland, formaður utanríkismálanefndar norska þings- ins, Marko Mihkelson, formaður ut- anríkismálanefndar eistneska þings- ins, Arminas Lydeka, nefndarmaður utanríkismálafndar litáíska þingsins fundinn. nda og Eystrasaltsríkja n við NATO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.