Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKELFILEG GRIMMDARVERK Gíslatakan í barnaskóla í Suður-Rússlandi hefur eðlilega vak-ið hörð viðbrögð og óhug víða um heim. Erfitt er að ímynda sér skelfilegri leið til að reyna að fá póli- tískum baráttumálum framgengt en að ráðast til atlögu gegn saklausum börnum. Vopnaðir karlar og konur ruddust á miðvikudagsmorgun inn í barna- skóla í borginni Beslan í sjálfstjórn- arhéraðinu Norður-Ossetíu og tóku að minnsta kosti á fjórða hundrað manna í gíslingu, aðallega börn. Tal- ið er að þeir hafi við árásina drepið tólf óbreytta borgara. Gíslatökumennirnir settu fram kröfur um að menn sem handsam- aðir voru í grannhéraðinu Ingúsetíu í júní, grunaðir um hryðjuverk, yrðu látnir lausir, og að Rússar drægju allan herafla sinn á brott frá Tétsníu. Auk nemenda og kennara voru margir foreldrar staddir í skólanum, til að vera viðstaddir fyrsta skóladag barna sinna. Talið er að gíslatöku- mennirnir séu um tuttugu talsins. Þeir smöluðu börnunum, nokkrum tugum foreldra og kennurum inn í leikfimisal skólans, og kváðust hafa komið þar fyrir sprengjum. Hótuðu þeir að sprengja upp skólann yrði á þá ráðist og einnig að drepa 50 börn fyrir hvern mann fallinn í þeirra liði og 20 börn fyrir hvern særðan. Mikill fjöldi hermanna hefur um- kringt skólann og leyniskyttur eru á húsþökum allt um kring. Foreldrar og aðrir aðstandendur gíslanna haf- ast við í grenndinni og bíða eftir fréttum, uggandi um örlög ástvina sinna. Um þrjátíu konum og ungum börnum var sleppt eftir samninga- viðræður við hryðjuverkamennina síðdegis í gær, en í gærkvöldi var talið að yfir 300 manns væri enn haldið föngnum í skólabyggingunni. Rússar hafa undanfarin ár búið við sívaxandi hryðjuverkaógn af hálfu aðskilnaðarsinnaðra uppreisnar- hreyfinga múslima. Gíslatakan í Beslan er fjórða grimmdarverkið á aðeins rúmri viku. Níutíu manns fór- ust er hryðjuverkamenn sprengdu upp tvær farþegaþotur 24. ágúst og fyrr í vikunni létu níu lífið og tugir særðust í sprengjutilræði við neð- anjarðarlestarstöð í Moskvu. Þá vek- ur gíslatakan í Beslan upp sárar minningar meðal Rússa um gísla- töku tétsneskra skæruliða í leikhúsi í Moskvu fyrir tæpum tveimur árum, þar sem yfir 700 leikhúsgestir voru teknir í gíslingu og yfir 100 þeirra týndu síðan lífi í áhlaupi lögregl- unnar. Stjórnin í Moskvu hefur að sönnu sýnt töluverða hörku í málefnum Tétsníu allt frá því uppreisn aðskiln- aðarsinnaðra múslima hófst þar fyr- ir um áratug. Rússar hafa legið und- ir ámæli á alþjóðavettvangi fyrir grimmd og mannréttindabrot í Téts- níu, og hafa fulltrúar uppreisnar- manna reynt að höfða til umheimsins í von um stuðning. En ljóst er að æ alvarlegri hryðjuverkaógn og at- burðir viðlíka þeim sem nú vekja skelfingu um allan heim spilla mjög fyrir málstað Tétsníu og eru honum síst til framdráttar. PÓLITÍSKT SKIPAÐIR RÁÐUNEYTISSTJÓRAR? Ómar Kristmundsson, lektor íopinberri stjórnsýslu við Há- skóla Íslands, varpar fram þeirri hugmynd í Morgunblaðinu í gær að rétt geti verið að ráðherrar velji ráðuneytisstjóra og byggi það val sitt á persónulegum eða pólitískum tengslum. Þá sé hins vegar rétt að ráðuneytisstjórinn yfirgefi ráðu- neytið um leið og ráðherrann. Ómar færir þau rök fyrir þessu að ráðuneytisstjórar séu nánustu samstarfs- og trúnaðarmenn ráð- herra hverju sinni. Erfitt sé fyrir ráðherra að ráða mann í slíkt emb- ætti sem hann þekki ekki. Sagan sýni að sjaldgæft sé að ráðuneyt- isstjóri hafi verið skipaður, sem ekki hafi þekkt viðkomandi ráð- herra persónulega. Ómar bendir á hliðstæður og fordæmi í öðrum löndum; að í Noregi sé æðsti emb- ættismaður í ráðuneyti, sk. stats- sekretær, skipaður af ráðherra, án auglýsingar og oft úr sama stjórn- málaflokki. Margt er til í þessu hjá Ómari Kristmundssyni. Stundum hafa verið leiknir hálfgerðir feluleikir með ráðningar ráðuneytisstjóra og þess eru dæmi að persónulegir samstarfsörðugleikar ráðherra og ráðuneytisstjóra hafi staðið starfi ráðuneytanna fyrir þrifum. Á móti kemur það sjónarmið, að ráðuneytisstjórarnir eigi að vera embættismenn, sem tryggi sam- fellu og fagleg vinnubrögð í stjórn- sýslunni. Auðvitað eru til fjölda- mörg dæmi um ráðuneytisstjóra, sem stýrt hafa sama ráðuneytinu lengi og átt gott og farsælt sam- starf við marga ráðherra, úr mis- munandi flokkum. Gera má ráð fyr- ir að það hefði margvíslega ókosti í för með sér ef skipan í ráðherra- embætti væri stokkuð upp einu sinni eða oftar á kjörtímabili og það þýddi að ráðuneytisstjórarnir færu líka á flakk. Gera verður ráð fyrir að burtséð frá pólitískum og persónulegum tengslum velji ráð- herrar ráðuneytisstjóra, sem hefur haldgóða þekkingu á þeim mála- flokki, sem um ræðir. Það er full ástæða til að menn velti fyrir sér kostum og göllum þeirrar hugmyndar, sem Ómar Kristmundsson setur fram. Og burtséð frá því hvort menn telja að breyta eigi núverandi fyrirkomu- lagi á ráðningum ráðuneytisstjóra eða halda við óbreytt ástand, liggur nokkurn veginn í augum uppi að ráðherra skipar ekki í þetta mik- ilvæga embætti annan en þann, sem hann telur sig eiga auðvelt með að starfa með og getur hugsað sér að verði hans nánasti trúnaðar- maður. Þ að er mjög mikilvægt, bæði fyrir Ís- land og Bandaríkin, að varnarvið- búnaði Bandaríkjahers á Keflavíkur- flugvelli sé viðhaldið að mati Richard Lugar, formanns utanríkismála- nefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. „Þörfin fyrir að halda áfram uppi varnarviðbúnaði hér er mjög mikilvæg. Um það hefur verið rætt á æðstu stöðum og áfram verður reynt að finna leið til að tryggja hér öryggi sem er viðunandi fyrir Íslend- inga jafnt sem Bandaríkjamenn,“ segir Lugar en vill ekki tilgreina nákvæmlega í hverju sá viðbún- aður eigi að felast. Hann er repúblikani og hefur setið í öldungadeildinni fyrir Indiana-ríki í 28 ár. Lugar segir flugstjórnar- og hafsvæðið í kring- um Ísland mjög stórt. Það sé ein meginröksemd- in fyrir því að halda þurfi uppi eftirliti á þessu svæði, eins og íslensk stjórnvöld hafi bent á og yf- irvöld í Bandaríkjunum tekið undir. Davíð Oddsson forsætisráðherra ræddi fram- tíð varnarsamningsins við Bandaríkin og viðbún- að varnarliðsins á Íslandi við George Bush í sumar. Eftir fund þeirra sagði Bush að Davíð hefði lagt mikla áherslu á að hér yrðu fjórar F-15 orrustuþotur, en í vor kom fyrirskipun að þær færu frá Keflavík. Þeir myndu vinna saman að því að leysa málið. Nýr forseti breytir litlu Þegar Lugar er spurður að því hvort mikið muni breytast í af- stöðu bandarískra stjórnvalda varðandi framtíð varnarsamn- ingsins ef John Kerry, forseta- frambjóðandi Demókrataflokks- ins, nái kjöri í nóvember segir hann svo ekki vera. Ekki skipti meginmáli hvort Kerry eða Bush nái kjöri, enda sé stefna þeirra mjög svipuð þótt hún sé ekki ná- kvæmlega eins. Demókratar haldi fram að Bandaríkin hafi ekki farið nógu gætilega í samskiptum sínum við ríki Atl- antshafsbandalagsins og Evrópu í viðleitni sinni til að umbreyta herafla sínum í heimsálfunni m.t.t. nýrra ógna. Betra hefði verið að ná meiri samstöðu um breytingarnar meðal þjóðanna- .Lugar segir repúblikana fullyrða að þeir hafi far- ið gætilega og ráðfært sig við þjóðirnar áður en til ákvörðunar kom. Árangurinn af því starfi hafi í raun verið góður eins og samstaðan innan NATO sýni. Dæmi um það sé stuðningur margra ríkjanna við innrásina í Írak og þátttaka þeirra í uppbyggingu Afganistans. Stuðningur íslenskra stjórnvalda sé án efa mjög mikilvægur í þessu samhengi, segir hann. Farsælt varnarsamstarf Aðspurður hvað gæti mögulega ógnað öryggi Íslendinga segir hann það ekki augljóst í augna- blikinu. Engin hernaðarleg ógnun blasi við Ís- landi eins og staðan sé í dag og líklega ekki heldur ógn af hryðjuverkum – eða svo virðist ekki vera þótt aldrei sé hægt að fullyrða um neitt slíkt. H h þ n l s h g þ i l s g g u a u v g a s r g r h f y m v i s i s Halda þarf uppi eftirliti með flugstjórnar- og hafsvæ segir Richard Lugar, öldungadeildarþingmaðu Varnarviðbúna Keflavík mikilv Morgunb Vera varnarliðsins í Keflavík er bæði mikilvæg fyrir Bandaríkin og Ísland að mati Richards Lugar, formanns utanríkismálanefndar öld- ungadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði Björgvini Guðmundssyni að finna þyrfti leið til að viðhalda hér varn- arviðbúnaði sem væri við- unandi fyrir báðar þjóðirnar. Richard Lugar sat fund formanna þingnefndanna í boði Sólveigar P b FORMENN utanríkismálanefnda þinga Norðurlanda og Eystrasalts- ríkja funduðu í Reykjavík í gær und- ir stjórn Sólveigar Pétursdóttur, formanns íslensku þingnefnd- arinnar. Jafnframt sat Richard Lug- ar, formaður utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, fundinn í hennar boði. Sólveig sagði að fulltrúar Eystra- saltslandanna hefðu mikið rætt stöðu sína eftir inngöngu í Atlants- hafsbandalagið. Formaðurinn frá Eistlandi hefði minnt á að 31. ágúst sl. væru aðeins tíu ár frá því að rúss- neski herinn hvarf frá landinu og innganga þeirra í NATO hefði valdið titringi í samskiptum ríkjanna. Nú væri svo komið að NATO héldi uppi loftvörnum í Eistlandi og staðan gjörbreytt frá því sem áður var. Á blaðamannafundi lögðu for- mennirnir mikla áherslu á samstarf Evrópu og Bandaríkjanna í varnar- og öryggismálum. Jens Hald Mad- sen, formaður utanríkismálanefndar danska þingsins, sagði ríki Evrópu ekki mega skera niður í varn- armálum sínum heldur þyrfti að breyta áherslum varðandi allan við- búnað. Ríki Evrópu gætu ekki fjár- fest eins mikið og Bandaríkin í varn- arviðbúnaði en hann hefði áhyggjur af því mikla bili sem væri í út- gjöldum til þessa málaflokks milli heimsálfanna. Sólveig sagði fulltrúana hafa rætt stöðu Íslands og mikilvægi sam- starfsins yfir Norður-Atlantshafið fyrir varnir landanna. Lugar sagði formennina hafa tekið undir það sjónarmið að mikilvægt væri að tryggja varnir Íslands og að hér væri varnarlið. Sólveig sagðist hafa skýrt frá stöðu varnarviðræðanna milli Íslands og Bandaríkjanna og fundi þeirra Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseta í sumar. Báðir væru staðráðnir í að finna viðunandi lausn á málinu og unnið vær henni á æðstu stöðum í stjó um ríkjanna. „Ég lagði ennfremur áhe það að viðhalda viðunandi o nægjandi vörnum á Íslandi minnti ég á hversu gríðarle flugstjórnarsvæðið er yfir Í sagði Sólveig eftir fundinn. ópskar þjóðir yrðu að efla st sinn við NATO og mikilvæg sem sameiginlegs varnarba Þetta væri eina stofnunin se hernaðarlega getu til að bre við þegar á reyndi. Miklar u hefði verið um þetta atriði o hefði tekið þetta sjónarmið varlega. Hann hefði sagt að ríkjamenn vildu hlúa vel að og þótt eftirtektarvert hver sterka návist Bandaríkjame hefðu á Íslandi og vildi viðh Sólveig sagði að Lugar he formönnunum á að nauðsyn væri að stækka tiltækt herl Fundur formanna utanríkismálanefnda þinga Norðurlan Ríki Evrópu efli stuðning sinn FORMENN utanríkismálanefnda þinga Norð- urlanda og Eystrasaltsríkja héldu fund ásamt formanni utanríkismálanefndar öldungadeild- ar Bandaríkjaþings í Reykjavík í gær. Eftir fundinn sendu þeir frá sér svohljóðandi yfirlýs- ingu vegna gíslatökumálsins í Norður-Ossetíu: „Við fordæmum harðlega gíslatöku þá sem nú stendur yfir í borginni Beslan í Norður- Ossetíu. Þessar fyrirlitlegu aðgerðir, sem bein- ast gegn saklausum börnum og ungmennum, eru algerlega óviðunandi. Ekkert getur rétt- lætt það að ráðast á saklausa borgara, sér- staklega ung skólabörn. Við hvetjum brota- mennina til að frelsa gísla sína tafarlaust. Á sama tíma og hugur okkar stendur hjá rússnesku þjóðinni, sérstaklega fjölskyldum þeirra sem þegar hafa látið lífið, hvetjum við alla aðila til að finna tafarlausa og friðsamlega lausn á ástandinu.“ Fordæma gíslatöku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.