Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anne FranciskaKristinsson fæddist í Kaup- mannahöfn 1. jan- úar 1916. Hún lést á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Frederik Gitz- ler, f. 24. desember 1893 og Alfhilda Gitzler, f. 14. októ- ber 1891. Hún átti eina systur, Inge f. 7. mars 1914, d. 1993, var gift Thor Karlson garðyrkjufræðingi og voru þau búsett í Kaupmanna- höfn. Anne ólst upp hjá foreldrum sínum í Kaupmannahöfn fram á unglingsár, en þá skildu foreldr- ar hennar. Eftir það var hún með móður sinni og systur. Anne fékk berkla á unglingsárunum og dvaldi eitt ár á berklahæli í ná- grenni Kaupmannahafnar þegar hún var 17 ára, og aftur í tvö ár þegar hún var komin yfir tví- tugt. Anne giftist árið 1935 Kristni Jóni Kristinssyni bakarameist- ara, f. 27. janúar 1914, d. 26. maí 1956. Þau bjuggu í Kaup- mannahöfn til ársins 1946 en fluttu þá til Reykjavíkur. Þau eignuðust einn son, Bjarna lyfjafræð- ing, f. 4. febrúar 1936, d. 12. janúar 1968, var kvæntur Ingibjörgu Þórar- insdóttur hús- stjórnarkennara, f. 25. ágúst 1933 og eru synir þeirra: 1) Kristinn Jón, f. 6. ágúst 1964, við- skipta- og tölvun- arfræðingur í Washington D.C. í Bandaríkjunum. 2) Þórarinn, f. 19. febrúar 1967, verkfræðing- ur, kona hans er Erna Björns- dóttir, B.A. í alþjóðasamskiptum. Þeirra börn eru: a) Þorbjörn, f. 19. mars 1994 og b) Hildigunnur, f. 12. október 1999. Árið 1972 giftist Anne Gauta Hannessyni kennara, f. 7. ágúst 1909, d. 1982. Anne stundaði húsmóðurstörf þar til fyrri maður hennar lést árið 1956. Þá hóf hún störf við Melaskól- ann í Reykjavík þar sem hún starfaði óslitið til 75 ára aldurs, í 35 ár. Útför Anne verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Einhvern veginn var hún alltaf meira dönsk en íslensk hún amma mín. Þó hafði hún búið hér stærst- an hluta ævinnar. Hún hélt í ýmsa siði frá Kaupmannahöfn þegar hún flutti til Íslands, og var sennilega meiri stórborgarmanneskja en hæfði lífinu í Reykjavík um miðja síðustu öld. Frá því ég man eftir mér fór hún reglulega í bæinn og drakk kaffi á kaffihúsum og hún hélt fólki í hæfilegri fjarlægð frá sér, án þess að vera óvingjarnleg, eins og margra stórborgarbúa er háttur. Við bræður kölluðum hana alltaf farmor upp á dönsku. Það var gott að koma til farmor, við sátum og spjölluðum eða spiluðum og tefldum kínaskák, en í henni var hún mikill meistari. Hún tók mikið af myndum og átti alla tíð nýjustu gerð af myndavél. Hún tók myndir af okkur bræðr- unum, bæði af stórviðburðum í lífi okkar og eins hversdagslegum at- höfnum, og setti í albúm sem hún skreytti svo með teikningum og texta. Þannig er til saga okkar, í máli og myndum frá fæðingu og til fullorðinsára. Jólin voru hennar tími. Hún tók eiginlega á móti þeim með gleði barnsins og mátti stundum vart á milli sjá hverjir væru meira spennt- ir á aðventunni, hún eða börnin í fjölskyldunni. Farmor þótti gaman að gefa gjafir og gerði mikið úr þeim. Jólin hjá henni höfðu yfir sér danskan blæ, og hún lagði mikið upp úr því að rétti maturinn væri á borðum til að skapa hina sönnu jólastemningu. Farmor hafði gaman af ferðalög- um og fór í ferðir á hverju sumri. Þegar ég útskrifaðist úr háskóla í Bandaríkjunum fyrir nokkrum ár- um kom hún og var viðstödd at- höfnina. Við fórum víða og skoðuðum okk- ur um og sjálfsagt hefur hún oft verið þreytt í lok dags. Þó kvartaði hún aldrei, enda man ég ekki eftir að hún hafi nokkurn tíma kvartað þótt lífið hafi ekki alltaf farið um hana mjúkum höndum. Hún tók hverju sem lífið bauð með jafn- aðargeði. Síðustu misserin dvaldi amma mín á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og naut góðrar aðhlynningar starfsfólksins. Ég kveð Farmor og þakka henni fyrir þann tíma sem hún gaf mér. Hann var mér ómetanlegur. Kristinn Jón Bjarnason. ANNE F. KRISTINSSON ✝ Árni Stefánssonfæddist í Haga við Hofsvallagötu í Reykjavík 18. júní 1914. Hann lést í Víðinesi, hjúkrunar- heimili aldraðra, 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Árna voru Stefán Árna- son, bóndi og síðar kaupfélagsstjóri í Reykjavík, f. í Mið- dalskoti í Laugar- dalshreppi í Árnes- sýslu 8. júní 1887, d. í Reykjavík 14. jan- úar 1977, og kona hans Guðlaug Pétursdóttir, f. í Tumakoti í Vog- um í Vatnsleysustrandahreppi 16. október 1886 d. í Reykjavík 22. maí 1962. Bjuggu þau á Fálka- götu 7 eftir að þau fluttu til höf- uðborgarinnar, árið 1918, og þar ólst Árni upp ásamt systkinum sínum. Þau voru: Jakobína, Pétur Gunnar, Björgvin Laugdal, Lauf- ey, Guðrún, Fjóla, Ingvar, Guðrún Dóttir Ragnars er Rakel Björg, en Ragnar er í sambúð með Fríði Sólveigu Hannesdóttur sjúkra- liða, og á hún þrjár dætur. b) Helgi, sjómaður mestan hluta starfsævi sinnar, f. 21. nóvember 1939 d. 14. maí 1989, kvæntur Katrínu Einardóttur. Þau eiga þrjár dætur: a) Sigríður húsmóðir í Reykjavík, f. 18. júlí 1961, í sam- búð með Guðjóni Inga Eiríkssyni kennara, þau eiga fjögur börn. Ernu Ýr, Katrínu Helgu, Halldóru Hrund og Bjarna Þór. b) Brynja Pála ljósmóðir á Ísafirði, f. 8. ágúst 1964, gift Bergsteini Gunn- arssyni húsasmiði, þau eiga tvö börn. Særúnu Lind og Helga Snæ. c) Helga símsmiður í Reykjavík, f. 20. febrúar 1972, dóttir hennar er Katrín Tinna Jensdóttir. Árni starfaði lengi við akstur vörubifreiða og var einn af stofn- endum Vörubílastöðvarinnar Þróttar. Þar var hann félagi frá 1931 til 1962 og ók vörubíl sem bar númerið R 325. Síðar var Árni dyravörður á Hótel Borg og undir lok starfsævinnar var hann birgðavörður hjá syni sínum, Björgvini, í Þórscafé. Útför Árna verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ágústa og Auður. Eru þau öll látin, nema systurnar Guð- rún, Guðrún Ágústa og Auður. Hinn 16. október 1937 gekk Árni að eiga Sigríði Helga- dóttur húsmóður, f. 14. júlí 1917 d. 21. mars 1994. Foreldrar hennar voru Helgi Sigurðsson verka- maður í Reykjavík, f. 23. júlí, d. 15. júlí 1959, og kona hans Málfríður Runólfs- dóttir, f. 27. ágúst 1884, d. 23. desember 1974. Sigríður og Árni bjuggu lengst af á Hringbraut 109 í Reykjavík. Synir þeirra voru: a) Björgvin Laugdal, lengi veitinga- maður í Þórscafé, f. 12. júní 1937 d. 1. ágúst 2004, kvæntur Rakel Björgu Ragnarsdóttur. Sonur þeirra er Ragnar Valur hrossa- bóndi í Langholti II í Hraungerð- ishreppi, f. 25. nóvember 1957. Elsku afi. Þá er komið að leiðarlokum hjá þér. Níutíu ár eru langur tími og undan- farnar vikur var ljóst í hvert stefndi. Heilsu þinni hrakaði stöðugt og þótt hjartað væri sterkt varð það samt und- an að láta að lokum. Samskipti okkar voru alla tíð mikil. Á æskuárum mínum var ég oft hjá ykkur ömmu að Hringbraut 109 og þær stundir varðveiti ég í huganum um ókomin ár. Þá var margt skrafað yfir dýrindis góðgæti og iðulega var einhverju stungið í lófa minn áður en ég hélt heim á ný, annaðhvort sælgæti eða peningaseðli. Eftir að amma dó varst þú síðan duglegur að heimsækja mig og fjölskyldu mína í Jörfabakkann og borðuðum við þá gjarnan saman á laugardagskvöldum. Eftir matinn sett- umst við svo fyrir framan sjónvarpið og fengu þá sumir kaffi, bragðbætt með koníaki. Var aldrei fúlsað við því. Þið amma eignuðust tvo syni og þú varðst fyrir þeirri sáru lífsreynslu að lifa þá báða. Pabbi minn, Helgi, lést fyrir fimmtán árum, þá aðeins 49 ára, en Björgvin kvaddi þennan heim nokkrum vikum á undan þér og eru þrjár vikur á milli jarðarfara ykkar. Björgvin, eða Dalli eins og hann var oftast kallaður, var 67 ára þegar hann lést. Elsku afi. Megirðu vera laus við þrautir allar. Þín sonardóttir, Sigríður Helgadóttir. ÁRNI STEFÁNSSON Við þökkum fyrir ástúð alla, indæl minning lifir kær. Nú mátt þú, vinur, höfði halla, við herrans brjóst, hvíld er kær. Í sölum himinsólin skín, við sendum kveðju upp til þín. (Höf. óþ.) Takk fyrir allt, elsku afi minn. Helga. Elsku langafi. Á þessari skilnaðarstund langar okkur systkinin til að þakka þér fyrir allt það góða og skemmtilega í gegnum tíð- ina. Nú ert þú kominn til Siggu langömmu og sona ykkar, Helga afa og Dalla, og erf- iðleikar allir á bak og burt. Erna Ýr, Katrín Helga, Halldóra Hrund og Bjarni Þór. HINSTA KVEÐJA ✝ Eiríkur Baldvins-son fæddist á Sig- nýjarstöðum í Hálsa- sveit í Borgarfirði 3. apríl 1906. Hann lést á Droplaugarstöðum 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Benónýja Þiðriks- dóttir, f. 20. nóvem- ber 1872, d. 8. febrúar 1969 og Baldvin Jóns- son, f. 21. september 1874, d. 1. júlí 1964, vinnuhjú á Signýjar- stöðum. Síðar stofn- uðu þau bú á Grenjum í Mýrasýslu í Borgarfirði. Systkini Eiríks voru 9, tvö dóu í bernsku. Upp komust 8 börn Baldvins og Benónýju, Eiríkur, Helga, f. 12. júní 1907, Guðjón, f. 26. júlí 1908, Þuríður, f. 28. febrúar 1910, Þiðrik, f. 16. mars 1911, Magnús, f. 4. jan- úar 1913, Guðný, f. 18. júlí 1914 og Ólöf, f. 6. maí 1916. Látin eru nú 5 eldrum, Jódísi Grímsdóttur og Þor- valdi Stefánssyni á Norður-Reykj- um í Hálsasveit í Borgarfirði. Fósturforeldrar hans studdu hann til framhaldsnáms. Á árunum 1926–1928 var hann við Héraðs- skólann á Laugum, 1928–1932 stundaði hann nám í lýðháskóla í Sigtuna og í Stockholms högskola í Svíþjóð. Hann tók kennarapróf frá Kennaraskólanum og stundaði kennslu við barnaskólann á Akur- eyri og síðar við Austurbæjar- barnaskólann í Reykjavík. Hann hætti kennslu 1943. Hóf þá versl- unarstörf, meðal annars rak hann Bókabúð Laugarness í Laugarnes- hverfi í Reykjavík. Hann vann hjá Bókaútgáfunni Leiftri og þýddi nokkrar barnabækur sem Leiftur gaf út. Hann gaf einnig út nokkrar barnabækur á eigin vegum og tímaritið Víðsjá. Hann ritstýrði Út- varpstíðindum um árabil. Hann rak spilaklúbbinn Tígultvistinn um tíma en síðustu starfsárin sín vann hann hjá Fasteignamati Reykjavík- ur. Frá 1992 bjó hann á Droplaug- arstöðum. Útför Eiríks fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. en eftirlifandi systkini Eiríks eru Magnús, Guðný og Ólöf. Eiríkur kvæntist Valborgu Bentsdóttur 4. september 1936. Þau skildu. Börn þeirra eru Silja Sjöfn, f. 23. mars 1937, maki hennar var Björgúlf- ur Lúðvíksson en þau skildu. Börn Silju eru Valborg, Margrét, Silja Sjöfn og Heimir. Silja á sex barnabörn og þrjú barnabarna- börn, Edda Völva, f. 1. október 1939, maki hennar er Frið- rik Theodórsson. Þau eiga þejár dætur, Hildi, Hrefnu og Höllu Rún og fjögur barnabörn, Vésteinn Rúni, f. 30. desember 1944, kona hans er Harpa Karlsdóttir. Þau eiga fjögur börn, Ýr, Ými, Rökkva og Vöku og fjögur barnabörn. Eiríkur ólst upp hjá fósturfor- Nú, þegar ég sest niður til þess að setja nokkrar línur á blað í minn- ingu um hann tengdapabba, sækir að mér eftirsjá að hafa ekki heim- sótt hann oftar á Droplaugarstaði síðustu æviárin. Reyndar var hann ekki alltaf klár á því hver ég var en alltaf tókst okkur að ná saman. Það var svo ekki fyrr en alveg undir lok- in að ég sá hann á ný, en þá var hann að skilja við þennan heim, há- aldraður og saddur lífdaga. Ég kynntist tengdapabba fyrst fyrir rúmum 40 árum þegar ég kvæntist dóttur hans og er mér allt- af minnisstætt þegar hann hélt brúðkaupsveisluna okkar í húsa- kynnum Tígultvistsins sem hann rak um skeið. Samskipti okkar voru aldrei mjög náin, við hittumst á há- tíðis- og tyllidögum og af fjölskyldu- tilefnum eins og gengur. En þessi samskipti voru alltaf einkar þægileg og standa mér nú ljóslifandi fyrir sjónum í minningunni. Hann tengdapabbi var heimsmað- ur í lund og fasi og gaman að spjalla við hann. Hann var einstakt snyrti- menni allt fram á síðasta dag og eft- ir að hann flutti á Droplaugarstaði heimsótti ég hann til þess að færa honum það sem honum þótti einna vænst um af veraldlegum gæðum, Rosa Danica-vindlana sem hann pú- aði lengst af daglangt, alltaf með slaufuna sína um hálsinn. Hann tengdapabbi var alls ekki allra. Hann gat átt til að vera hvat- ur í tilsvörum og lá ekki á meiningu sinni. En margra ára kynni gerðu mér grein fyrir að oftast lá mikil kímni á bak við tilbúinn hrjúfleika. Hann eignaðist marga vini í sam- bandi við aðal áhugamál sitt spila- mennskuna og minnist ég sérstak- lega eins vina hans úr þeim hópi, Magnúsar Ingimarssonar píanóleik- ara, en hann sýndi tengdapabba alltaf mikla tryggð og heimsótti hann oftlega á Droplaugarstaði. Hann tengdapabbi er búinn að fá hvíldina sína. Hann skilur eftir sig spor í mínu lífi sem minningin á eft- ir að viðhalda. Ég vona að hann njóti nú hvíldarinnar og flyt honum einlægt þakklæti mitt fyrir árin sem við áttum saman. Friðrik Theodórsson. „Nóg til í Barði“ var eitt af mörg- um uppáhaldsorðatiltækjum afa. Ekki svignuðu þó beint borð og skápar í kringum hann af allsnægt- um, nema þá helst bókum. En afi var stórhuga líkt og aðalsmaður. Er hann var spurður um líðan svaraði hann ætíð: „Eins og blómi í eggi.“ Það breyttist ekki með árum og gráum hárum, alltaf eins og blómi í eggi. Þverslaufan var hans aðalsmerki og auðvelt er að sjá hann fyrir sér við gamla tekkskrifborðið að lesa dagblöðin og að ráða krossgátu með sérlega fallegri rithönd. Ég var svo heppin að vinna eitt sumar með afa á Fasteignamati rík- isins og dáðist þá mjög að þessari glæsilegu rithönd. Þá fór afi oft út í hádeginu og keypti sér vindla og Nizza súkkulaði handa barna- barninu, mér. Afi og vindlar voru eitt. Vindlalyktin er svo samofin minn- ingunni um afa að engin alvöru jól eru án smá vindlareyks. „Þetta var nú óþarfi“ var hann vanur að segja, hæstánægður með vindil í hönd, þegar honum var borið kaffi og koníaksglas eftir jólamatinn. Afi var mikill briddsmaður og rak um tíma spilastofu við Öldugötu. Þar hefur hann án efa verið í essinu sínu, með hnyttin tilsvör á báðar hendur. Húmorinn hans afa er ógleymanlegur, svartur og skemmtilegur. Afi Eiríkur var grand, ekkert nóló í afa. Kveðja, Hildur. EIRÍKUR BALDVINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.