Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚÐALÁNSJÓÐUR hefur ekki margar leið- ir til þess að bregðast við lækkun vaxta á íbúðalánum banka og sparisjóða. Hann hefur fremur lítið svigrúm til þess að bregðast við gagnvart eldri lánum þar sem sjóðurinn er bundinn af fjármögnun þeirra lána á þeim tíma. Íbúðalánsjóður mun á hinn bóginn skoða alla möguleika og þá einnig hvaða leið- ir sjóðurinn hefur í endurfjármögnun. Engin hættumerki eru á lofti vegna uppgreiðslu lána og slík uppgreiðsluskriða þyrfti að vera ævintýraleg til að sjóðurinn lenti í hættu. Þetta segir Guðmundur Bjarna- son, forstjóri Íbúðalánsjóðs. Skoða meiri sveigjanleik við veitingu veðlána „Það verður auðvitað hugað að öllu. Við þurfum að huga að því hvort við höfum ekki eitthvert svigrúm í því að veita fólki veðleyfi sem við höfum verið ansi stíf á og treg á hingað til að veita. En þegar við stöndum frammi fyrir því ann- ars vegar að veita veðleyfi og hins vegar að láta greiða upp lán þurfum við að skoða þann kost. Við höfum líka verið að skoða þann mögu- leika að fólk greiði fyrir innborgun eða uppgreiðslu, þ.e.a.s. að taka gjald fyrir innborgun á lán eða uppgreiðslu lána. Ef fólk er tilbúið að taka á sig þá ábyrgð, sem það er að taka, að minnsta kosti hjá sumum bönkunum, þá er það auðvitað að taka á sig ákveðna áhættu og það vill gera það hjá okkur þá er það valkostur sem við verðum líka að athuga,“ segir Guð- mundur en tekur fram að þetta sé sagt með þeim fyrirvara að það sé í raun ekki hlutverk sjóðsins að vera í samkeppni heldur að veita fólki lán til íbúðakaupa á sem best- um kjörum. Töluvert svigrúm til að mæta vaxtaáhættu Spurður um hvað það myndi þýða fyrir sjóðinn ef fólk tæki að greiða upp lán hjá sjóðnum í ein- hverjum mæli segir Guðmundur það vissulega vera einn af áhættu- þáttunum sem fylgjast þurfi mjög vel með, þ.e. ef mikið verði um uppgreiðslur á eldri og dýrari lán- um sjóðsins sem hann hafi ekki tök á að skuldbreyta samkvæmt fjár- málauppbyggingu Íbúðalánsjóðs. Við erum með heimild varðandi hin gömlu húsbréf að efna til svokall- aðs aukaútdráttar. Í skiptunum í sumar á húsbréfum fyrir hin nýju íbúðabréf voru skildir eftir 100 milljarðar rúmir af gömlum hús- bréfum og við höfum talsvert svig- rúm þar til þess að mæta vaxta- áhættu. Við tókum líka áhættuálag við skiptin þannig við höfum einnig þar sjóð sem er til þess ætlaður að mæta þessu. Og eins og ég nefndi áðan myndum við í slíkum tilfellum reyna að leita leiða til þess að end- urfjármagna okkar gömlu skuldir. En það eru engin hættumerki á lofti hjá okkur, síður en svo, og þetta þyrfti að vera ævintýraleg skriða ef það ætti að setja okkur í einhverja hættu eða spennu,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann sennilegt að næsta útboð og um leið vaxta- ákvörðun verði síðar í þessum mánuði. Þá muni menn leita allra leiða eða skoða það með hvaða hætti sjóðurinn geti fengið sem best út úr því. Guðmundur segir menn gera sér vonir um að vextir eigi eftir að lækka enn frekar og séu frekar á niðurleið en hitt. Mun skoða leiðir í endurfjármögnun Guðmundur Bjarnason ÁRVÖKULIR varðskipsmenn á Tý sáu sport- kafara laumast út úr Helguvíkurhöfn upp úr hádegi í gær og þóttu ferðir þeirra tor- tryggilegar, sérstaklega vegna þess að síðar um daginn átti að fara fram blaðamanna- fundur um borð í skipinu og var margt mik- ilvægra manna væntanlegt á fundinn. Kafarar voru því sendir til að kanna kjöl skipsins og komust þeir fljótlega að því að grunur varð- mannanna var á rökum reistur – sprengja hafði verið fest við íslenska varðskipið. Við sprengjuleit í landi kom jafnframt í ljós grun- samlegur pakki sem hafði verið festur við eldsneytisleiðslu sem liggur að hafnarbakk- anum. Atburðarásin sem lýst er hér að ofan er uppspuni en þetta er einungis lýsing á æfingu sem sprengjusérfræðingar fengust við á fjöl- þjóðlegu æfingunni Northern Challenge 2004 í gær. Sprengjueyðingasveit danska sjóhersins sá um að ná í „sprengjuna“ undir Tý en norsk sveit, með fjarstýrt vélmenni sér til fulltingis, sá um að fjarlægja bombuna sem komið hafði verið fyrir við leiðsluna. Æft fram á miðja nótt Sjö erlendar sprengjueyðingasveitir taka þátt í æfingunni að þessu sinni, auk sveitar Landhelgisgæslunnar, og hefur hún aldrei verið jafnumfangsmikil. Flestar sveitirnar hafa starfað á átakasvæðum, m.a. í Írak, Afg- anistan, á Balkanskaga og á Norður-Írlandi. Verkefnin tóku mið af því og var í flestum til- fellum reynt að líkja eftir aðstæðum á slíkum svæðum auk þess sem æfð voru viðbrögð við árásum hryðjuverkamanna. Landhelgisgæslan sér um að útbúa verkefnin og búa til eftirlíkingar af sprengjum. Gylfi Geirsson, yfirmaður sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar, segir að æfingin hafi heppnast afar vel. Um 140 verkefni hafi verið lögð fyrir sveitirnar og æfingar staðið frá morgni fram á miðja nótt. Æfingin hófst 30. ágúst og henni lýkur í dag. Grunsamlegir kafarar við Tý Morten Andreas Høvik, yfirmaður sprengjueyð- ingardeildar norska sjóhersins, leiðbeinir sínum mönnum við að færa vélmenni að eldsneytis- leiðslu í Helguvíkurhöfn. Morgunblaðið/Þorkell Kafari úr sprengjueyðingarsveit danska sjóhers- ins við kjöl að Týs losa „sprengju“ af skipinu. Á VESTNORRÆNNI kvennaráð- stefnu sem haldin var í Þórshöfn í Færeyjum dagana 25. og 26. ágúst var samþykkt ályktun þar sem ráð- andi öfl í löndunum þremur [Græn- landi, Færeyjum og Íslandi] eru hvött til að nýta til fullnustu krafta kvenna í samfélaginu. Minnt er á að konur og karlar séu jafnvel til þess fallin að taka þátt í stjórnmálum og konur séu, ekki síður en karlar, hæfar til að standa undir ábyrgð í stjórnmálum. Það gildi líka um æðstu stöður stjórnmálanna, ráð- herraembættin. Þá var í ályktun ráðstefnunnar hvatt til þess að val- inn yrði heppilegur dagur, sem yrði útnefndur vestnorrænn jafnréttis- dagur. Hann yrði helgaður barátt- unni fyrir jafnrétti kynjanna í lönd- unum og verður hugmyndin send Vestnorræna ráðinu til frekari um- fjöllunar. Þá er ráðið, í ályktuninni, einnig hvatt til að hrinda af stað rannsókn á þátttöku kvenna í stjórnmálum í löndunum, en slík rannsókn gæti varpað ljósi á ástæð- ur þess að hlutur kvenna á vett- vangi stjórnmálanna er enn svo rýr sem raun ber vitni. Í því sambandi var talsvert fjallað um vinnubrögðin í þjóðþingum landanna og það hversu hægt virðist ganga að gera þingmönnum kleift að samræma störf sín fjölskyldulífi. Voru þing- konurnar sem sóttu ráðstefnuna sammála um að beina því til stjórn- enda þjóðþinganna að vinna að auk- inni meðvitund um að þingmenn geti rækt skyldur sínar gagnvart fjölskyldum sínum. Loks var ákveð- ið að beina því til allra stjórnmála- flokka í löndunum þremur að þeir kæmu sér upp sérstakri jafnrétt- isstefnu, sem miðaði að því að jafna hlut kvenna á framboðslistum sem og í trúnaðarstörfum fyrir einstaka flokka. Frá þessu greinir Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður í Morg- unpósti vinstri grænna. Ráðstefnuna sóttu þingkonur frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi. Í pistli Kolbrúnar kemur fram að þrjár konur eru á færeyska Lög- þinginu um þessar mundir, en heildarfjöldi þingmanna er 32 en í landstjórninni er engin kona. Á Grænlandi er staðan nokkru betri, segir Kolbrún, þar sem á Lands- þinginu eru 11 konur í hópi 31 þing- manns og af átta ráðherrum í lands- stjórninni eru tvær konur. „Það þarf vart að fara yfir stöðuna á Ís- landi, þar sem af 63 þingmönnum eru 20 konur (31,7%) og í ríkis- stjórninni, sem í eru 12 ráðherrar sitja einungis 3 konur,“ segir Kol- brún. Kraftar kvenna verði fullnýttir Þátttaka kvenna í stjórnmálum verði rannsökuð Í INNGANGI að ársskýrslu Fang- elsismálastofnunar kallar Valtýr Sigurðsson, fangelsismálastjóri, eftir því að nýtt fangelsi verði reist. Valtýr bendir á að stefnt hafi verið að því um áratugaskeið að byggja nýtt móttöku- og gæslu- varðhaldsfangelsi á höfuðborgar- svæðinu til að leysa af hólmi Hegn- ingarhúsið við Skólavörðustíg sem móttökufangelsi og Litla-Hraun sem hefur verið notað til að vista gæsluvarðhaldsfanga en því fylgi mikið óhagræði. Í skýrslu Evrópu- nefndar um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu sé m.a. vikið að þessum atriðum og gerðar kröf- ur um úrbætur. Fyrir liggi kröfu- og þarfalýsing nýs fangelsis, nánar tiltekið á Hólmsheiði, með 48 fangaklefum ætluðum gæsluvarðhaldsföngum eða föngum sem eru að hefja af- plánun styttri refsingar. Þegar inngangurinn var ritaður hafi engin ákvörðun verið tekin um byggingu fangelsisins og hjá dóms- málaráðuneytinu fengust þær upp- lýsingar að það hefði ekki breyst síðan þá. „Fangelsisyfirvöld eiga að marka stefnu um fangelsisrefsinguna og inntak hennar. Þar á að leggja höf- uðáherslu á að gera refsivistina sem bærilegasta og notadrýgsta í heild fyrir fangann þannig að hún dragi úr líkum á að viðkomandi haldi áfram á sömu braut. Það hlýtur að vera heilladrýgst fyrir fanga og þjóðfélagið í heild. Þessi stefna á að koma fram með skýrum hætti og endurspeglast í fangelsum landsins, m.a. í byggingu nýs fang- elsis,“ ritar Valtýr. Í landinu eru fimm fangelsi með 126 almenn pláss og 11 fyrir gæsluvarðhaldsfanga. Um 20 fang- ar eru að jafnaði vistaðir utan fangelsis. Almenn pláss voru að mestu fullskipuð á síðasta ári. Fangelsismálastjóri segir að refsivist eigi að vera sem notadrýgst Engin ákvörðun um byggingu nýs fangelsis verið tekin enn ELDUR kviknaði í íbúð á sjöundu hæð í fjölbýlishúsi við Drekagil á Akureyri á níunda tímanum í gærkvöld. Allt tiltækt lið slökkvi- liðs Akureyrar fór á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Upptök eldsins eru óljós. Íbúa sakaði ekki en tjón á íbúðinni liggur ekki fyrir. Reykræstun hennar og hússins stóð yfir í gær- kvöld. Eldur logaði í fjölbýlishúsi STUÐNINGUR við ríkisstjórnina mælist um átta prósentustigum hærri í Þjóðarpúlsi Gallup fyrir ágústmánuð en hann var í júlí, og segjast 46% aðspurðra styðja rík- isstjórnina. Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti stjórnmálaflokk- urinn, og mældist fylgi hans 33,2%, en fylgið var um 31% þegar það var mælt í júlí. Næst stærst er Samfylk- ingin, með 31,9% fylgi. Aðrar breyt- ingar frá síðustu könnun eru þær að Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð missir þrjú prósentustig og fengi 16% atkvæða ef gengið væri til kosninga í dag. Framsókn- arflokkurinn bætir við sig tveimur prósentustigum og mælist fylgi flokksins nú 14,5%. Frjálslyndi flokkurinn dalar um eitt prósentu- stig og er nú með rúmlega 4% fylgi. Um 18% tóku ekki afstöðu eða neituðu að gefa hana upp, og 7,5% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu ef kosningar færu fram í dag. Úrtakið í könnuninni var 2,773 manns á aldrinum 18–75 ára, og var svarhlutfallið 63%. Þátttakendur voru valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. 46% segjast styðja ríkis- stjórnina FULLMIKILL asi var á ökumanni á leið um umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki í gær. Hann mældist á 136 kílómetra hraða í Blönduhlíð- inni laust upp úr hádegi. Ökumað- urinn sem var á leið til austurs er 57 ára en hann gat engar skýringar gefið á akstursmáta sínum. Á 136 km hraða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.