Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 37 ✝ Ágúst HallmannMatthíasson fæddist á Ísafirði 7. mars 1935. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudag- inn 26. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Matthías Hallmannsson, f. að Vörum í Garði 9. des- ember 1908, d. 9. febrúar 1987 og Sig- ríður Jóhannesdóttir frá Suðureyri við Súgandafjörð, f. 14. júlí 1905, d. 9. mars 1992. Ágúst var elstur fjögurra systkina. Hin eru: Kristín V., hús- móðir, f. 15. september 1937, gift Kjartani Ólasyni, vélstjóra og fiskverkanda, f. 3. apríl 1935; Guðmundur J., málari, f. 5. mars 1939, kvæntur Ingu Björk Hólm- steinsdóttur, húsmóður, f. 4. októ- ber 1943; Hjörleifur B., málari, f. 15. ágúst 1944. Foreldrar Ágústs fluttu frá Ísa- firði til Akraness þegar hann var þriggja ára og skömmu síðar fluttu þau í Garðinn, en þar bjuggu afi hans og amma, Hall- mann Sigurðsson og Ágústa Sum- arliðadóttir. Ágúst hændist mjög að þeim og ólst að mestu upp hjá þeim í Lambhúsum. Aðaláhuga- mál hans sem unglingur voru íþróttir. Hann stund- aði knattspyrnu af miklum áhuga og var einnig mjög lið- tækur í öðrum íþróttagreinum. Á hvítasunnudag árið 1951 var hann ásamt nokkrum félögum sínum að æfa stang- arstökk. Þeir fé- lagar voru hættir og á leið heim, en sneru við og ákváðu að reyna eitt stökk enn. Þetta var hans síð- asta stökk. Stöngin brotnaði og hann féll á harðan jarðveginn og lamaðist frá mitti. Eftir slysið lá Ágúst í fimm ár á Landspítalanum, en með hjálp góðra manna tókst að koma hon- um til Bandaríkjanna á Mayo Clin- ic-sjúkrahúsið í Minnesota. Þar var hann í tæp tvö ár í endurhæf- ingu og gat eftir það farið um á hækjum um nokkurt skeið. Þrátt fyrir mikil veikindi í gegnum tíð- ina fylgdist Ágúst ávallt með því sem hæst bar í knattspyrnunni hverju sinni og hans draumalið var Manchester United. Útför Ágústs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Útskála- kirkjugarði. Eitt aukastökk eftir að æfingunni var í rauninni lokið, en þá brast stöngin og Ágúst kom illa niður í harða sandgryfjuna og þar með voru örlög hans ráðin. Hryggjarliðir brotnir og mænan sködduð og fljótt varð ljóst að þessi efnilegi og fjöl- hæfi íþróttamaður var lamaður fyrir lífstíð fyrir neðan mitti. Síðan eru liðin 54 ár og á þeim tíma hafa hrjáð Gústa, eins og hann var ávallt nefnd- ur, flest þau mein, sem eru fylgi- fiskur lömunar, og það er langur listi. Oft var hann á milli lífs og dauða, en með ótrúlegum viljastyrk, hæfum læknum og hjúkrunarliði rétti Gústi ávallt við, þar til fyrir nokkrum dögum að kraftarnir þrutu vegna mikillar sýkingar og Gústi var allur – baráttunni lokið. Fyrstu tvö árin á Landspítalanum eftir slysið voru tilbreytingarlítil en svo urðu óvænt mikil þáttaskil í lífi Gústa þegar Frímann Helgason, íþróttaritstjóri Þjóðviljans, birti við- tal við hann, en Frímann var marg- faldur Íslandsmeistari í knattspyrnu og áhrifamaður í Val og íþrótta- hreyfingunni. Frímann hafði verið að hitta kunningja sinn á Landspít- alanum, þegar hann kom auga á ungan mann bjartan yfirlitum, vask- legan að sjá, en veiklulegan þó í and- liti, þar sem hann lá í hornrúminu. Heimsókninni lauk, en andlit hins unga manns fór ekki úr huga Frí- manns, sem í næstu heimsókn gaf sig á tal við Gústa, sem var upphafið að vináttu þeirra og entist á meðan Frímann lifði. Í viðtalinu rekur hann feril Gústa, sem þrátt fyrir langa legu og oft þjáningafulla var lifandi af áhuga fyrir íþróttum. Fylgdist með öllu á því sviði og vissi und- arlega mikið um úrslit og árangur einstakra manna. Fram kom hjá Gústa að hann vonaðist til að komast í hjólastól, seinna meir. Þá vaknaði sú hugmynd hjá Frímanni, að hefja fjársöfnun til kaupa á slíkri gersemi, og ekki leið á löngu þar til sjá mátti Frímann aka Gústa í hjólastól frá Landspítalanum út á Melavöllinn til að horfa á kappleiki og víðar um borgina næstu árin. En Frímann gerði meira. Hann átti stóran þátt í að íþróttahreyfing- in hóf fjársöfnun til styrktar Gústa með Benedikt Waage, forseta ÍSÍ, í fylkingarbrjósti, með þeim árangri að gerlegt reyndist að koma Gústa til lækninga í Bandaríkjunum á Mayo-sjúkrahúsið í Rochester, eitt það fullkomnasta í heiminum fyrir lamaða. Benedikt fylgdi Gústa vest- ur og sótti hann þangað tveimur ár- um seinna og dvölin hafði svo sann- arlega borið árangur, bæði andlega og líkamlega. Hann lærði að ganga við hækjur og tókst það svo vel að þjálfun hans var kvikmynduð og not- uð til kennslu. Gústi kynntist mörgu góðu fólki á St. Mary-sjúkrahúsinu og einnig utan þess, þar á meðal hjónunum Valtý Bjarnasyni lækni og Sigríði Jóhannsdóttur hjúkrunar- fræðingi, sem túlkuðu allt fyrir Gústa á meðan hann var að ná valdi yfir enskunni. Valdimar Björnsson, fjármálaráðherra í Manitoba, birtist óvænt í stofunni hjá Gústa og ræddi lengi við hann og bauð honum í heimsókn nokkru síðar. Að tala móð- urmálið við Íslendinga vestra var ólýsanleg tilfinning, og þótt þeir hefðu litlar fréttir að færa að heiman gerði það ekki svo mikið til. Frímann sendi Gústa flest dagblöðin í sjó- pósti, svo hann gat fylgst með því sem var að gerast á Íslandi, sérstak- lega íþróttum. Eftir heimkomuna var áætlað að Gústi fengi inni á Reykjalundi, en ekki gekk það eftir vegna þess að hann hafði ekki „tekið berklabakt- eríuna“ en seinna meir dvaldi Gústi þar sér til hressingar af og til í mörg ár. Í ljós kom að Gústi gat dvalið í for- eldrahúsum í Garðinum og eins eftir að þau fluttu til Keflavíkur árið 1959 og flest gekk honum í haginn næstu tíu árin. Hann eignaðist bifreið og gat farið ferða sinna hjálparlaust, ekið um allt og skoðað sig um, heim- sótt ættmenni og vini. Setið í bílnum og horft á kappleiki og þar sem bíln- um varð ekki komið við dugði hjóla- stóllinn. Að eignast bifreið og reka kostar mikið fé, en margir hlupu undir bagga með Gústa og margir studdu hann með árlegum greiðslum. Vasklegast gengu þó fram í að styrkja Gústa á margan máta þeir Frímann Helgason, Al- bert Guðmundsson, Hafsteinn Guð- mundsson, Þorgeir Lúðvíksson, Jó- hann Ellerup, Benedikt Jónsson, Sigurður Gestsson og Ásgeir Ás- geirsson. Ekki má gleyma hve Krist- ín systir hans sýndi honum mikla al- úð og umhyggjusemi ásamt Kjartani Ólasyni eiginmanni sínum. Þrátt fyrir góða daga fór að syrta í álinn hjá Gústa árið 1968. Vanlíðan hans var mikil, en hann var staðráð- inn í að horfa á leik Vals og Benfica og sjá Eusebio spila. Daginn eftir var hann lagður inn á Keflavíkur- spítala, þar sem hann dvaldi að mestu leyti til ársins 1997, að hann flutti í íbúð sem Öryrkjabandalagið lét honum í té í Reykjanesbæ, sem var sniðin að þörfum lamaðra. Gústi sagðist hafa fengið víðáttubrjálæði þegar hann flutti þar inn, – eldhúsið álíka stórt og tveggja manna stofan, sem hann dvaldi í um áraraðir á Keflavíkurspítala. Gústi bar ekki þjáningar sínar á torg, þótt hann gengi undir tugi skurðaðgerða og væri rúmliggjandi svo mánuðum skipti. En ávallt birt- ist Gústi aftur með bros og gam- anyrði á vörum og bauð í ökuferð út á Skaga að skoða fuglalífið, eða rabbað var sitjandi í bílum hans, sem voru margir og glæstir í gegnum tíð- ina, en nú er Gústi allur og hans verður saknað um ókomin ár. Bless- uð sé minning hans. Magnús Gíslason og fjölskylda. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ungur maður í blóma lífsins, með óhemju bjarta framtíð. Fjölhæfur, lágvaxinn íþróttamaður með óbil- andi sjálfstraust og bjartsýni. Íþróttaæfing úti á Garðskaga, stangarstökk, bara eitt stökk enn, síðasta stökk lífsins. Slysin gera ekki boð á undan sér. Gleðin snýst upp í andhverfu sína. Bundinn við hjóla- stólinn og rúmið næstu 53 árin. Minningarbrotin birtast mér, sum ljós, önnur óljós enda sum hver farin að eldast. Gústi á hækjunum heima í Laufási. Gústi í hjólastólnum. Gústi alltaf á flottustu bílunum, oftast rauðum. Kríu- og mávseggjaleit í Miðnesheiðinni. Fötlunin engin hindrun. Keyrði um alla heiði, tók miðið á hreiðrin og sendi okkur stráklingana til að hlaupa og sækja eggin. Berjamór í Leirunni. Fötlun- in engin hindrun. Lagði bílnum og dró sig áfram á höndunum um bala og brekkur og tíndi en við bárum af- raksturinn í bílinn. Eitthvað var um að bíllinn festist og stundum þurft- um við stráklingarnir að fara gang- andi til að sækja hjálp. Alltaf tókst Gústa að koma honum af stað aftur. Fótboltaleikur á Keflavíkurvellin- um. Gústi mættur á bílnum inn á völlinn. Gott að stinga sér inn í bíl til að hlýja sér eða bara að spjalla um leikinn eða íþróttir almennt. Man- chester United áhangandi löngu áð- ur en farið var að ræða enska bolt- ann hérlendis að ráði. Toppurinn þegar Bobby Charlton heimsótti hann á spítalann. Gústi á spítalan- um, ýmist sárlasinn eða fárveikur, en alltaf léttur í lund, alltaf brosandi. Flestir hefðu bugast fyrir löngu hefðu þeir þurft að ganga í gegnum allar þær þrautir sem Gústi leið, en ekki Gústi. Létta skapið ávallt skammt undan og stutt í brosið. Vinahópurinn stór og traustur. Hon- um var gefinn sálarstyrkur umfram okkur hin. Nú verða ekki fleiri eggjaleitir, enginn frekari berjamór, flottu bíl- arnir heyra sögunni til. Gústi hefur farið í sína hinstu ferð. Far í friði frændi. Minningarnar lifa. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. (Úr Hávamálum.) Matthías Kjartansson. Með fátæklegum orðum langar mig kveðja Gústa, góðan frænda og vin. Mikið var gaman þegar ég var lítil og Gústi flautaði á bílnum sínum fyrir utan heima. Það leyndi sér ekki að þar var Gústi á ferð vegna þess að flautið var svo langt. Það var hans auðkenni. Ég rauk alltaf út á undan mömmu og settist aftur í hjá honum. Stundum fékk ég líka að fara með honum á fótboltavöllinn. Þegar ég var komin með bílpróf fékk ég einu sinni að keyra hann á ball og sækja hann þegar ballinu lauk. Það var í eina skiptið sem hann bað mig um það, því þegar ég ýtti honum á undan mér út úr samkomu- húsinu í Garðinum tókst ekki betur til en að ég steypti honum út úr stólnum og fram af tröppunum. Eitt- hvað hruflaðist hann á höndum og höfði, en eftir á sagði hann með sinni ró að hann myndi bara láta einhvern annan sjá um þetta í framtíðinni. Mikið höfðu börnin mín gaman af því að sitja með Gústa í hjólastólnum og láta hann keyra með sig um allt. Nú er komið að leiðarlokum. Ég mun ekki heyra þetta bílflaut aftur og ekki fara á völlinn aftur á rauða bílnum. Eftir lifir minningin og hana tekur enginn frá mér. Guð geymi þig Gústi minn. Hólmfríður Kjartansdóttir. Nú er komið að leiðarlokum. Frá því að ég man eftir mér hefur Gústi verið partur af lífi mínu.Ég man fyrst eftir honum þegar hann bjó hjá ömmu, afa og Hjölla í Há- holtinu í Keflavík. Þar átti hann sitt herbergi. Á þeim tíma bjó ég í Lyng- holtinu og því var stutt að fara í heimsókn. Það var gaman að grúska í herberginu hans, því þar var svo margt að sjá. Skúffurnar í skápnum hans voru fullar af sendibréfum sem hann hafði fengið frá Bandaríkjun- um. Ég fékk að grúska í þeim dögum saman. Hann sýndi mér hvað frí- merkin voru falleg og ég hreifst af. Þá voru það plöturnar. Hann átti mikið af plötum frá Ameríku. Allar voru plöturnar 78 snúninga og úr gleri. Gústi var mikill áhugamaður um bíla og hafði gott auga fyrir fal- legum bílum.Fljótlega eftir að hann slasaðist fór hann til Bandaríkjanna í meðferð við fötlun sinni. Þar kynnt- ist hann amerískum bílum. Það var ekki aftur snúið þegar heim kom: Amerískir skyldu þeir vera. Gústi átti góða menn að, héðan af Suðurnesjum, sem voru tilbúnir til að styðja hann í bílakaupum sínum. Stundum þurfti að kippa í strengi til þess að kerfið virkaði. Góður vinur hans Albert Guðmundsson alþingis- maður reyndist honum betri en eng- inn þegar glíma þurfti við kerfið. Það var mikið upplifelsi fyrir mig að fara með Gústa í kríueggjaleit út í Garð. Þá keyrði hann vegaslóða, miðaði kríuna út og lét mig svo hlaupa. Undantekningarlaust var egg þar sem hann benti. Hvað þá að fara með honum í berjamó. Hann lét lömunina ekki aftra sér í því að tína ber. Þá vippaði hann sér bara út úr bílnum og dró sig áfram á höndun- um. Á tímabili hafði Gústi mjög gaman af því að fara á böll. Ég var þá nýbúinn að fá bílpróf. Mikið var gaman þegar hann hringdi og bað mig að vera bílstjóra. Þá fékk ég að vera á rúntinum á bílnum hans þar til ballinu lauk. Þá hafði hann mjög gaman af að fara í bíó. Aðaláhugamál Gústa var knatt- spyrna. Hann var stuðningsmaður Keflavíkurliðsins og Manchester United. Hann var svo mikill stuðn- ingsmaður United að Bobby Charlt- on sá ástæðu til þess að heimsækja hann á spítalann. Nær undantekningarlaust var Gústi í góðu skapi þótt veikindin væru oft mikil og erfið. Hann fékk oft legusár og þurfti hann þá að húka inni liggjandi á annari hliðinni mánuðum saman. En hann gat líka verið þrjóskur. Ef Gústi beit eitt- hvað í sig var mjög erfitt að snúa honum. Hann horfði t.d. ekki á Skjá einn vegna þess að honum fannst sú stöð leiðinleg. Hann hafði að vísu aldrei horft á þá stöð, en svona var þetta bara. Maður veltir stundum fyrir sér hver sé tilgangurinn með þessu lífi hér á jörð. Gústi lamaðist þegar hann var 16 ára gamall. Hann var þá mjög efnilegur íþróttamaður og var í stangarstökki þegar bambusstöngin brotnaði og hann hryggbrotnaði. Al- veg frá því að hann lamaðist var hann aldrei beiskur. Hann bugaðist aldrei og vorkenndi aldrei sjálfum sér. Ég sá hann aldrei gráta og hann talaði aldrei um sína fötlun. Hann bjó á Spítalanum í Keflavík í mörg ár. Ef einhver átti erfitt þar var hann fenginn í það að peppa viðkom- andi upp. Gústi háði marga orr- ustuna við sjúkdóma. Nú er orrust- unni lokið. Eftir verður tóm sem ekki verður fyllt. Tómið verður þó enn stærra hjá mömmu og pabba, því hvernig þau hjúkruðu honum síðustu árin var einstakt. Hvíl í friði Óli Þór Kjartansson. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Jóhanna Grétarsdóttir, Kjartan Ólason og Guðbjörg Ragna Sigurjónsdóttir. Ég heyrði talað um hann sem lam- aða íþróttamanninn áður en ég kom til Keflavíkur, með áherslu á lamaða. Síðar kynntist ég Gústa, ekki síst vegna starfa minna við sálgæslu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þá færðist áherslan í huga mínum yfir á íþróttamanninn. Ágúst Matthíasson var sannur íþróttamaður og aðdáandi íþrótta. Ég hygg að Keflavíkurliðin hafi ekki átt dyggari stuðningsmann en hann. Gústi fór á hvern leik meðan heilsa og kraftar entust. Hann lamaðist á 6. áratugnum í stangarstökki. Stöngin gaf sig við stökkið, enda voru stangirnar mun lélegri en nú. Auk þess er stang- arstökk áhættusöm íþrótt, eins og mér varð ljóst þegar ég fylgdist með stangarstökki kvenna á Ólympíu- leikunum í Aþenu, þar sem Þórey Edda lyfti þjóðinni með sér í hæstu hæðir, rétt eins og Vala, stalla henn- ar, í Sydney fyrir fjórum árum. Ekki veit ég hver hæðin var þegar hann Gústi minn stökk sitt örlaga- ríka stökk. En eftir það hörmulega slys fór Gústi gegnum þrengingarn- ar og upp til hæða af mikilli reisn. Það er árangur sem einnig er ástæða er til að dást að, þegar menn skapa geisla úr skuggum. Hann átti skjól á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja sem segja má að hafi verið heimili hans í langan tíma. Þegar einhver sjúklinganna, sem lagðir voru inn, átti erfitt, þá var hann sett- ur inn á stofuna hjá Gústa og þá sannaðist máltækið að sár græða sár. Fagfólk þeirrar mætu stofnunar reyndist honum einstaklega vel og vildi allt fyrir hann gera. Eftir að Gústi tók þá ákvörðun að búa í sinni eigin íbúð og komast út úr hinum framandi heimi sjúkrahús- anna, tel ég að hann hafi notið sín best. Hann naut þess að geta farið um og Suðurnesjamenn sáu til þess að hann gat ekið um á sérbúnum, vönduðum, bílum. Gústa var gefið jafnaðargeð og hann þekkti vel lík- ama sinn og hvað mátti bjóða hon- um. Samferðamenn hans geta lært af honum að taka mótlæti lífsins. Lamaði íþróttamaðurinn er allur. Hann kveður í fylgd hans sem gefur okkur sigurinn í lífi og dauða. Bless- uð sé minning Ágústar Matthíasson- ar. Ólafur Oddur Jónsson. Fallinn er nú frá kær félagi okkar, Ágúst Matthíasson eða Gústi eins og flestir þekktu hann. Gústi sem var einn af efnilegri knattspyrnu- og frjálsíþróttamönnum, varð fyrir því ungur að lamast neðan mittis þegar hann var við æfingar í stangarstökki við frumstæðar aðstæður á æfinga- svæði félagsins á Garðskaga. Gústi hefur í gegnum tíðina verið einn dyggasti stuðningsmaður knattspyrnufélagsins og er óhætt að segja að fáir eru þeir leikirnir sem hann missti af meðan heilsan leyfði. Okkur hjá knattspyrnufélaginu langar með þessu fáu orðum að þakka Gústa samfylgdina og fyrir þann stuðning sem hann hefur sýnt okkur í gegnum tíðina. Aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Knattspyrnufélagið Víðir. ÁGÚST HALLMANN MATTHÍASSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.