Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 45
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 45 Mánudaginn næst- an, 6. september, verður 67 ára Guð- freður Hjörvar Jó- hannesson, ræstir. Sjálfsagt er þetta ekki merk fregn í hugum margra meðal þjóðar sem vinnu- þrælkun og jarðar- hreysi heyra sögubók- um til; líkamleg þreyta aðeins keypt í þrekþjálfun hjá Jóni eða Gunnu; og puð pabba og afa argasta heimska, ef komast á í álnir. Í hugum okkar vina Guðfreðs er það hins vegar undarlegt krafta- verk, að maðurinn skuli ekki fyrir löngu dauður, svo furðuleg sem ævi hans hefir verið: Hann er ör- verpi í hópi sjö systkina vestan af Patreksfirði. Fann snemma lausn á að sitja í skóla með lokuð eyru og augu; uppreisnarpjakkur, sem þrjóskan hreinlega draup af. Undi sér bezt á sjó, og á þar aflakóng- inum Finnboga Magnússyni og Dómhildi konu hans það að þakka, að hann kynntist fólki sem bar hjartaþel til meðbræðra sinna. Öðrum virtist Guðfreði sama um allt og alla, og það var honum sannarlega líka. 42ja ára er hann kominn hingað til Reykjavíkur og nýr kafli lífsins hefst. Leiddur af Bakkusi kóngi, þræddi hann götur og torg, gisti Klepp; gisti Vífils- staði og síðar Vog, svona til að ná sæmilegum handstyrk á flöskunni á ný. Já, vann meira að segja það afrek að koma íbúðarkytru í skipti fyrir mjöðinn góða, og hallaði sér svo glaður í húsasund með fjúk- andi haustlauf að kodda og sæng. Svo var það 1979 á Vífilsstöðum, að hann fer að raula með náunga sem kunni þá list að leika á píanó. Öllum, er á hlýddu, varð ljóst, að pjakkurinn hafði hlotið mikla rödd í vöggugjöf. Undarleg tilviljun var, að þar mætti hann á AA-fundi fólki frá Langholtskirkju, víking- unum og frumherjunum Villa Páls og Valgerði, sem þúsundir mættu muna og nýtt líf þakka. Tilviljun, nei, hrein forlög. En snúum aðeins aftur. Löngun til söngs lét Guðfreð ekki í friði, og feiminn, með skjálf- andi hné, mætti hann söngstjóra Söngsveitarinnar Fílharmóníu, GUÐFREÐUR HJÖRVAR JÓHANNESSON Marteini H. Friðriks- syni. La Travíata átti að æfast þennan vet- urinn, og meira að segja syngjast á ítölsku. „Eg kann ekkert. Eg get þetta ekki og það á erlendu máli. Útilokað!“ Mar- teinn bað hann að líta upp og rétta bak, því fæstir hinna kynnu þetta heldur. Guðfreð- ur sagði mér, að þeg- ar hann leit í þessi fögru augu stjórnand- ans, full að vináttu og skilningi, þá hafi það læðzt að sér, að líklega væru til góðir menn, – ekki bara illir skálkar. Hann söng með, eignaðist góða félaga; síðan varð hann félagi annarra kóra; Karlakórs Reykjavíkur og margra fleiri, sem eg kann ekki að telja alla upp, og þar sem þetta er ekki grafskrift, hirði eg ekki um að spyrja mér fróðari svara. 16. maí 1987 stakk Guðfreður tappa í flöskuna í hinzta sinn. Erf- itt, þurfti þrekmenni til, og er bar- áttan varð hvað erfiðust, þá greip hann nál og tvinna, saumaði út af slíkri snilli, að við sem höfum séð trúum vart eigin augum. Guðfreður hætti að trúa því, að allir væru vondir skúrkar; hætti að trúa að lán og gæfa væri einhverj- um óskabörnum skaparans gefin; birta og ylur væru skini sólar tengd, skildi að allt er þetta innra viðhorfi háð, birtu huga og hjarta- þels. Og hvílík breyting! Hvert sem hann leit mætti hann augum vina, vina sem vildu gefa honum hlutdeild í hamingju lífsins með sér. Hann hitti Ingimar Einarsson, arkitekt, sem hvatti hann til að flytja af götunni í eigin íbúð, kenndi honum ráð til. Hann gerð- ist ræstir Iðnskólans, vann þar til hann var, fyrir 7 árum, ráðinn ræstir Guðbrandskirkju á Lang- holtshæð. Þar hitti eg hann á hnjánum við að ná gráma af stein- flís, skrúbbaði og fægði, þar til samvizkusemi hans starði í augu þess skapara, er hann þakkar nú sérhvern dag, er hann vaknar til. Við tókum tal saman, og allt í einu rak hann upp þann smitandi hlátur er fylla myndi hvern dal á Íslandi og jafnvel yfirgnæfa öldu sem brotnar við hamravegginn. Á þeirri stund þakkaði eg fyrir að hjartað mitt litla var komið í grisju, því hláturstyrkurinn var slíkur, að öðrum eins hefi eg aldrei kynnst. Önnur mynd samvizkuseminni tengd: Í morgunsárið var Guðfreð- ur mættur uppi í kirkju með fötu sína og skrúbb. Eitthvað var skrokkskjóðan að kvarta, og kapp- inn herti tök á skafti, en alltaf jókst verkurinn fyrir brjósti og út í hendur. Þar kom, að Guðfreður þoldi ekki við lengur og hringdi í neyðarlínuna, svona til að fullvissa sig um, að einhver pest væri að ganga. Sjúkrabíll var sendur á staðinn, og eftir að hafa reynt tungurótartöflur sínar án árang- urs, þá bundu þeir sjúklinginn á börur og hröðuðu sér til dyra. „Nei, bíðið aðeins við, vinir, ýtið mér að öryggishnöppum hússins, eg fer sko ekki út, fyrr en kerfið er komið á!“ Er á spítalann var komið, leyndist æfðu liði ekki hvað var að ske, hjartað að gefa sig, og æfðar líknarhendur tóku til við að dytta að lífdælunni. Miklir örlagavaldar í lífi Guð- freðs eru öðlingarnir Guðmundur Jónsson óperusöngvari og kona hans, Elín. Kennslu Guðmundar, vináttu þeirra hjóna, örlæti segist hann aldrei fá fullþakkað. Og núna á sunnudaginn, 5. sept. kl. 20, kemur Guðmundur ásamt mörgum nemum sínum, og söngsystrum og söngbræðrum inn í Guðbrands- kirkju, til þess að heiðra Guðfreð á þeim tímamótum, er hann lætur af störfum, til að njóta sumaryls lífs- ins. Vinir hans, starfsfólkið, hefir undirbúið með honum kveðju- og þakkarfagnað undir stjórn lista- hjónanna Jóns Stefánssonar og Ólafar. Þar sem Guðfreður á lítið af vösum undir blóm, datt honum í hug að bjóða ykkur vinum sínum til söngfagnaðar, biðja ykkur að greiða fyrir, því sig langi til að hressa aðeins upp á eldhús safn- aðarheimilis Guðbrandskirkju í þökk til þess staðar, er sumarið hefir vafið hann hlýjast að sér. Vinkona hans Gerður G. Bjarklind verður kynnir, og allt listafólkið leggur það, er það hefir fram að færa, sem gjöf í þökk til hvunn- dagshetjunnar fyrir kynnin ljúf. Vel má vera vinur kær, að þér sárni við mig þetta skrif, en mig langar til að sem flestir fái að njóta listahátíðarinnar með okkur, og eg gat ekki auglýst: „Blóm af- þökkuð en munið eftir eldhúsinu.“ Til þess þykir mér of vænt um þig og Guðbrandskirkju á Langholts- hæð, líka þá, er sárna mundi að missa af þessari einstæðu stund. Kveðja frá Stínu. Haukur. UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hafnarbraut 25, Hólmavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Miðtún 1, Hólmavík. Gerðarþoli Jón H. Halldórsson, eftir kröfu Lífeyr- issjóðs Vestfirðinga og KB banka, föstudaginn 10. september 2004, kl. 13:00. Kópnesbraut 1, Hólmavík. Gerðarþoli Jóhann Pálsson, eftir kröfu Landssíma Íslands, föstudaginn 10. september 2004, kl. 13:00. Vonarholt, Hólmavíkurhreppi. Gerðarþoli Hólmfríður Jónsdóttir, eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík og Kreditkorta hf., föstudaginn 10. september 2004, kl. 13:00. Arnkötludalur, Hólmavíkurhreppi. Gerðarþoli Hólmfríður Jónsdóttir, eftir kröfu Tollstjórans í Reykjavík og Kreditkorta hf., föstudaginn 10. september 2004, kl. 13:00. Hólmavík, 1. september 2004, Áslaug Þórarinsdóttir sýslumaður. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Dofraborgir 23, 0201, Reykjavík, þingl. eig. Hilmar Hólmgeirsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., útibú 528 og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn 7. september 2004 kl. 15:00. Fellsás 7, 0101, Mosfellsbæ, þingl. eig. Jörgen Bendt Pedersen og Kolbrún Guðjónsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lífeyr- issjóður sjómanna, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Mosfellsbær, Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 7. september 2004 kl. 11:30. Fellsás 7, 0102, Mosfellsbæ, þingl. eig. Kristín Lóa Pedersen, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóður sjómanna, þriðjudaginn 7. september 2004 kl. 11:00. Grundarhús 14, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Margrét Helgadóttir, gerðarbeiðandi Landssími Íslands hf., innheimta, þriðjudaginn 7. september 2004 kl. 13:30. Hamratangi 5, 0101, Mosfellsbæ, þingl. eig. Guðrún Helga Kristjáns- dóttir og Vicente Carrasco, gerðarbeiðendur Og fjarskipti hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 7. september 2004 kl. 10:00. Lindarbyggð 9, 0101, Mosfellsbær, þingl. eig. Sigurður Björn Sigurðs- son og Ágústa Daníelsdóttir, gerðarbeiðandi Samskip hf., þriðjudag- inn 7. september 2004 kl. 10:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 2. september 2004. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Helgugata 4, Borgarnesi, þingl. eig. Guðni Haraldsson, gerðarbeið- andi Byggðastofnun, miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 13:30. Hl. Sæunnargötu 8, Borgarnesi, þingl. eig. Guðbjartur Þór Jóhannes- son og Ingibjörg Kristín Gestsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóð- ur og Kaupþing hf., miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 14:00. Sumarbústaður nr. 123 fastnr. 222-8788, í landi Dagverðarness í Skorradal, þingl. eig. Gestur Guðjón Haraldsson, gerðarbeiðendur Rafmagnsveitur ríkisins, Reykjav., Skorradalshreppur og Trygginga- miðstöðin hf., miðvikudaginn 8. september 2004 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 2. september 2004. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. R A Ð A U G L Ý S I N G A R upplýsingar er að finna á mbl.is/upplýsingar ATVINNU- OG RAÐAUGLÝSINGAR AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.