Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 21
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 21 Reykjavík | Borgarráð þakkaði Höf- uðborgarstofu og verkefnisstjórn Menningarnætur fyrir vandaðan undirbúning í bókun á fundi sínum á þriðjudaginn. Einnig var samstarfs- aðilum innan verkefnisstjórnar þakkað einstaklega gott samstarf, þ.e. lögreglu, slökkviliði og bráða- móttöku LSH. „Þá þakkar borg- arráð ómetanleg framlög ein- staklinga, fyrirtækja og félagasamtaka til þess að Menning- arnótt er svo glæsilegur og fjöl- breyttur viðburður sem raunin er. Borgarbúum er þakkað fyrir þátt- tökuna, gestum fyrir komuna og þá sérstaklega Vestmanneyingum fyrir þeirra fjölbreytta framlag til hátíð- arinnar,“ segir í bókuninni. Bæta þarf umgengni Fulltrúar í borgarráði telja að í heild hafi Menningarnótt 2004 tekist afar vel og megi þakka það sam- stilltum hug og framgöngu bæði skipuleggjenda og gesta, sem hafi komið hvaðanæva til að njóta mann- lífs og menningar í höfuðborginni. Þó sé ljóst að borgarbúar og borg- aryfirvöld þurfi að taka höndum saman um að bæta umgengni um miðborgina á Menningarnótt. Þakka fyrir framlag borgarbúa Reykjavík | Hjón og sambúðarfólk með börn á leikskólaaldri niður- greiða leikskólagjöld fyrir einstæða foreldra um 5.000 krónur á mánuði að því er foreldrasamtökin Börnin okkar telja. Að sögn Ásbjarnar Ólafssonar, rit- ara samtakanna, telja þau það óeðli- legt að niðurgreiðsla á leikskóla- gjöldum fari einungis eftir hjúskaparstöðu. Eðlilegra væri að foreldrar sem þurfa á niður- greiðslum að halda fái þær óháð því hvort þeir eru í sambúð eða einir með börnin. „Niðurgreiðsla á leikskólagjöldum til þeirra sem eru í lægri gjaldskrár- þrepum hjá Leikskólum Reykjavík- ur, kemur ekki úr sjóðum Leikskól- anna, heldur er niðurgreiðslunni mætt með hærri gjaldtöku af þeim sem greiða fullt gjald, þ.e. hjónum og sambúðarfólki. Lætur nærri að fyrir 8 tíma vistun sé þarna um að ræða rúmar 5.000 krónur á mánuði,“ segir í tilkynningu frá Börnunum okkar, sem eru samtök foreldrafélaga leik- skólanna í Reykjavík. Láglaunafólk greiðir hluta gjalda hálaunafólks Samtökin segja að fyrirkomulag niðurgreiðslnanna leiði til þess að t.d. hjón með lág laun séu að greiða fyrir hluta leikskólagjalda barna ein- stæðra foreldra með hærri laun. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guð- laug Hrönn Jóhannsdóttir, gjaldkeri samtakanna, að samtökin viti dæmi um fólk, einstæða foreldra, sem fái niðurgreiðslur gjalda án þess að telja sig þurfa á þeim að halda. Samtökin telji eðlilegt að fólk sem þarf aðstoð við að greiða gjöldin fái hana, en mótmæli því hins vegar að niður- greiðslurnar séu eyrnamerktar þeim sem eru ekki í sambúð eða hjóna- bandi. „Stjórn Barnanna okkar lítur svo á að þarna sé um ólögmæta skattlagn- ingu á hjón og sambúðarfólk að ræða og að niðurgreiðslur eigi að koma úr vösum allra skattgreiðenda eigi þær að koma til, en ekki sem aukaálögur á foreldra ungra barna.“ Samtökin telja að hjón og sambúðarfólk eigi að geta gert kröfu til þess að þurfa ein- ungis að standa undir kostnaði við vistun eigin barna á leikskóla. Ásbjörn segir hugmyndina á bak- við leikskólagjöld vera þá að foreldr- ar greiði þriðjung og Reykjavíkur- borg 2/3. Raunin sé hins vegar sú að þeir sem eru giftir eða í sambúð greiði meira en þriðjung en einstæð- ir foreldrar minna en þriðjung. Munur á gjöldum getur verið 20–40% Samkvæmt gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur, sem hægt er að nálgast á www.leikskolar.is, greiða giftir for- eldrar og sambúðarfólk 27.900 krón- ur á mánuði fyrir eitt barn í 8 tíma vistun barns að 4 ára aldri. Fyrir sama tíma greiða einstæðir foreldr- ar, foreldrar sem eru báðir í námi eða foreldrar sem báðir eru öryrkjar, um helmingi lægra gjald, eða 14.400 krónur. Miðað við 5 tíma vistun barns greiða foreldrar sem eru giftir eða í sambúð 18.900 en einstæðir for- eldrar 11.300 krónur á mánuði. Munurinn á fullu gjaldi, sem nefnt er gjald 1, og niðurgreiddu gjaldi, sem í gjaldskránni heitir gjald 3, er frá 20–40%. Á milli þessara gjald- flokka er svokallað gjald 2 en sam- kvæmt þeim flokki greiða foreldrar þar sem annað foreldrið er í námi og ef annað foreldrið er öryrki. Giftir niður- greiða leikskóla fyrir einstæða Morgunblaðið/Árni Torfason Samtökin Börnin okkar segja nið- urgreiðslur á gjöldum óeðlilegar. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ D AG S K R Á Hafnfirðingar !! allir í dans.. Samkvæmisdansar Para- og einstaklingshópar Barnadansar 5 - 6 ára Jazzleikskólinn 3 - 4 ára Keppnishópar Kántrý Freestyle Break Einkatímar Saumaklúbbar - Fyrirtæki og lokaðir hópar Dans ársinns Haukahrauni 1. Hafnarfirði Innritun daglega í síma : 565 4027 861 6522 www.dih.is dihdans@simnet.is  Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar Innritun 1. - 10.sept. Kennsla hefst laugard. 11. sept  Faglærðir Danskennarar  Opið hús föstudaginn. 10. sept kl. 17 -19 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.