Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í JÚLÍ síðastliðnum voru lagðar fram tillögur um breytingu á deili- skipulagi Seltjarnarness. Meginmark- mið þeirra lýtur einkum að tveimur þáttum. Ann- ars vegar varða þær hagkvæman rekstur bæjarins en hins vegar skipulag og ásýnd svæð- is sem stór fjöldi íbúa sækir mikilvæga þjón- ustu reglulega. Gangi tillögurnar eftir mun íbúum Seltjarn- arness fjölga umtalsvert en þar með skapast færi á að nýta betur þær tekjur sem bæjarsjóður hefur úr að spila, til að veita þá alhliða þjónustu sem þykir sjálfsögð a.m.k. í stærri sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Í sveitarfélagi sem telur 4.800 manns er það ekki sjálfgefið að boðið sé upp á þau gæði þjónustu sem raun ber vitni um en vænta má að kröfur til hennar aukist enn í framtíðinni. Fram hefur komið að íbúum hefur verið að fækka og mun sú þróun halda áfram ef ekki verður brugðist við, einkum meðal yngstu íbúa bæjarins. Hætt er við að nýting skólanna og dagvistarheimilanna sér- staklega muni af þessum sökum versna, jafnvel þótt gætt sé ítrasta að- halds í rekstri þessara stofnana. Ég tel það eigi að vera áherslumál hjá bæjaryfirvöldum að halda útsvari í algjöru lágmarki, sam- hliða því að leggja áherslu á gæði þeirrar þjónustu sem nú er boð- ið upp á. Þetta gerist tæpast án þess að íbúð- um í bænum fjölgi og fleiri útsvarsgreiðendur beri þann kostnað sem samfara er núverandi þjónustu bæjarins. Enn- fremur tel ég brýnt að skapa fjölbreyttara framboð smærra íbúðar- húsnæðis, til að eðlileg hringrás fasteignamark- aðar í bænum skapist og nýliðun íbúa verði auðveldari, ekki síst fyrir barna- fjölskyldur. Hvað skipulagstillögurnar sjálfar varðar, er það mat mitt að vel hafi tekist til í öllum meginatriðum. Þótt ekki verði séð nákvæmlega hvernig útlit bygginganna muni á end- anum verða, tel ég að þær af- stöðumyndir sem kynntar eru í tillög- unni, gefi skýra mynd af umfangi þeirra og með hvaða hætti þær falla að þessu svæði sem er afar áberandi í bæjarstæðinu. Fæ ég af þeim ráðið að vel sé við það unandi hversu lítil skerð- ing verður á útsýni á svæðum ofan þeirra, ef frá er talið útsýni út úr gluggum Heilsugæslunnar og Val- húsaskóla. Hvað gervigrasvöllinn varðar er honum vissulega þröngt sniðinn stakk- urinn. Ljósi punkturinn er þó eðlileg nálægð hans við sjálft íþróttahúsið, þótt það kunni að koma niður á ný- byggingu þeirri sem samhliða verður vellinum. Þá er brýnt að hugað verði vel að hönnun þess hluta götunnar á Suður- strönd sem liggur meðfram nýbygg- ingunum. Þótt ekki sé ítarlega um það fjallað í tillögunum, treysti ég því að þar verði vandað til verksins, sér- staklega vegna nálægðar við íþrótta- svæði og skólasvæði ungmenna. Með framangreint í huga, fagna ég sem íbúi Seltjarnarness breytingu á umræddu deiluskipulagi. Skipulag á Seltjarnarnesi Stefán Jón Friðriksson skrifar um skipulagsmál ’…fagna ég sem íbúiSeltjarnarness breyt- ingu á umræddu deilu- skipulagi.‘ Stefán Jón Friðriksson Höfundur er viðskiptafræðingur og íbúi á Seltjarnarnesi. 1. SEPTEMBER er sögulegur dagur segir ritstjóri Morgunblaðs- ins sem skrifar forystugrein í til- efni dagsins. Sögulegur vegna þess að þá byrja út- gerðarmenn að greiða 1.99 kr. á þorskígildiskíló til ríkissjóðs í veiðigjald. (Reyndar falla niður á móti gjöld sem út- gerðin hefur greitt til þessa). Útgerð- armenn eru til í að framselja þetta sama þorskígildiskíló fyrir 113 kr. samkvæmt taxta dagsins. En veiðigjaldið er stað- festing á því að fiski- miðin séu sameign þjóðarinnar, mála- miðlun í þeim deilum sem staðið höfðu að mati ritstjórans. Af orðalaginu má ráða að með lögunum um veiðigjald hafi orðið til pólitísk málamiðlun milli helstu deiluaðila í málinu. Það hef- ur eins og alþjóð veit engin not- hæf málamiðlun verið staðfest með veiðigjaldinu. Málamiðlunin var einungis gerð milli Davíðs Oddssonar og Hall- dórs Ásgrímssonar og forystu- manna LÍÚ, sem hafa í raun ein- ungis mælt gegn þessari aðferð til málamynda, og e.t.v. ritstjóra Morgunblaðsins. Sigur Morgunblaðsins Morgunblaðið hefur leikið stórt hlutverk í deilunum um eignarhald á auðlindum sjávar með skrifum ritstjóranna og almennri umfjöllun um þetta mikla átakamál. Blaðið barðist í raun gegn einkavæðingu þjóðarauðlind- arinnar og fyrir almennum sann- gjörnum leikreglum til nýtingar á henni. Ég tek ofan fyrir ritstjórum blaðsins fyrir þessa baráttu. Þeir gegndu mikilvægu hlut- verki og sýndu sjálfstæði, kjark og pólitískt áræði. Svo áhrifamikið var blaðið að stjórnvöld báðu ritstjóra þess að taka sæti í auðlindanefndinni sem sett var á stofn til að finna sátt í málinu. Við meðferð á niðurstöðum auð- lindanefndarinnar í svokallaðri sáttanefnd og lagasetningu um auðlindagjaldið í framhaldi af henni rufu foringjar stjórnarflokk- anna þó allan frið við stjórnarand- stöðuna og þann stóra meirihluta þjóðarinnar sem hefur alla tíð ver- ið andvígur því ígildi eignarhalds sem felst í óbreyttri úthlutun veiðiréttar. Þá varð hins vegar fljótt ljóst að sá pólitíski leikur Davíðs Oddssonar að fá ritstjóra Morg- unblaðsins til að sitja í auðlindanefndinni hafði borið árangur. Blaðið lagði niður vopn og taldi mikinn sigur unninn eins og skrif blaðsins bera með sér. Engin breyt- ing hefur þó orðið á því kerfi sem fyrir var. Lokað einok- unarfyrirkomulag sem hamlar allri nýliðun í útgerð gildir áfram. Margir klóruðu sér í höfðinu yfir stefnu- breytingu Morg- unblaðsins og spurðu: Var það þetta sem rit- stjórarnir börðust fyr- ir? Aðrar auðlindir ,,Nú þegar auðlinda- gjald í sjávarútvegi er orðið að veruleika er eðlilegt að að huga að næsta skrefi. Þá liggur beinast við að skoða auðlindagjald vegna af- nota af orku fallvatnanna. Sama má segja um afnot af símarásum, útvarpsrásum, og sjónvarps- rásum.“ segir í forystugrein blaðs- ins. Aðalniðurstaða Auðlinda- nefndar hvað nýtingu auðlinda í þjóðareign varðar var sú að að mínum skilningi að þær mætti aldrei selja en nýtingu þeirra mætti fela fyrirtækjum til afmark- aðs tíma með sanngörnum og al- mennum reglum og að setja ætti ákvæði um þjóðareign á þeim í stjórnarskrá. Ríkisstjórnin hefur á sinni stefnuskrá að setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum sjávar í stjórnarskrá. Telur Morg- unblaðið að það sé viðunandi nið- urstaða án breytinga á lögunum um stjórn fiskveiða og lögum um samningsveð? Þar sem þeim fyr- irtækjum sem nú eru handhafar réttarins til að nýta auðlindina er fengið ígildi eignarréttar og jafn- gildi veðsetningar á þessari þjóð- arauðlind en öðrum sem vildu reka fyrirtæki í greininni er bann- aður aðgangur. Ber að skilja orð ritstjórans svo að blaðið telji ásættanlegt að samskonar aðferðir megi viðhafa við meðferð þessara auðlinda og stjórnvöld hafa mark- að að nota skuli gagnvart auðlind- um sjávar? Auðlindagjald Morgunblaðsins Jóhann Ársælsson skrifar um auðlindagjald Jóhann Ársælsson ’Lokað einok-unarfyrirkomu- lag sem hamlar allri nýliðun í útgerð gildir áfram.‘ Höfundur er alþingismaður. NÚ eru stjórnarflokkarnir komn- ir af stað á ný við sölu Landssímans. Svo er að heyra og sjá að salan sem slík sé mikill áfangi og afar eftirsóknarverð, sé miðað við þau við- horf sem birst hafa í viðtölum við stjórn- arþingmenn og ráð- herra. Gert er ráð fyrir umtalsverðum tekjum ríkisins af sölunni strax á næsta ári. Það vill hins vegar gleym- ast að nú þegar hefur ríkið drjúgar tekjur af Landssímanum. Stjórnarliðar virðast lítt hrifnir af því að skilyrði séu sett við söluna um trygga þjónustu og öfluga uppbygg- ingu og viðhald dreifikerfis sem nái til landsmanna allra. Við sölu Símans á að undanskilja dreifikerfið og stofna um það sérfyr- irtæki í eigu ríkisins. Markmiðið með því að halda dreifikerfinu enn um sinn í eigu ríkisins er að tryggja öllum landsmönnum aðgang að þjón- ustu síma- og fjarskiptafyrirtækja. Jafnframt er verið að tryggja að öll fyrirtæki sitji við sama borð með að- gang að dreifikerfinu, en ekki síst að tryggja markvissa uppbyggingu dreifikerfis um landsbyggðina og viðhald og endurnýjun kerfisins. Það þarf fjármuni í uppbyggingu og viðhald dreifikerfisins og með því að ríkið stofni sérfyrirtæki um dreifikerfið fást tekjur til þeirra verka. Það er best að þar til lands- mönnum hefur verið tryggt að þeir sitji við sama borð að því er þjónustu varðar, eigi fyrirtæki í eigu allra landsmanna dreifikerf- ið, byggi það upp og sjái um viðhald. Það þarf að gæta að jafnræðissjónarmiðum og fyrirtæki sem eru í einkaeigu munu ekki leggja í dýrar fram- kvæmdir við dreifikerfi fjarskipta sem ætlað er að þjónusta fáa og hagnaður skilar sér því seint til eig- enda sem vilja arð. Uppbyggingu og góða þjónustu verður að byggja upp sem samfélagslegt verkefni. Óvissa landsbyggðar Eftir því sem þrengt hefur verið að athafnafrelsi í grundvallaratvinnu- vegum á landsbyggðinni, sjávar- útvegi og landbúnaði, þeim mun meiri hefur áherslan verið á mögu- leika fjarnáms og fjarvinnslu. Þessa nýju möguleika þarf að tryggja landsbyggðinni allri og það gerist ekki nema fólk þar hafi tryggan að- gang að netinu. Fólk í dreifðum byggðum nýtir netið mikið nú þegar. Það nýtir að sjálfsögðu tölvupóst í miklum mæli og einnig má geta þess að bændur nýta sér í æ ríkari mæli tölvuforrit fyrir allar búgreinar sem eru aðgengileg á netinu. Það er ekki ásættanlegt að selja nú dreifikerfi Símans til einkaaðila. Það mætti hugsanlega setja inn í sölusamning ákvæði um það að kaupandi ætti forkaupsrétt að dreifi- kerfi Símans og fjarskiptaneti að 10 árum liðnum, enda hefðu þá stjórn- völd séð til þess áður en selt væri að búið yrði að koma dreifikerfinu í það horf að það gæfi möguleika á að veita öllum landsmönnum sömu fjar- skiptaþjónustu. Óvissan um afkomu fólks og lífskjör á landsbyggðinni er meiri en nóg nú þegar, þó sala Sím- ans auki ekki enn á í þeim efnum. Eigum dreifikerfið Guðjón A. Kristjánsson fjallar um Landssímann ’Við sölu Símans á aðundanskilja dreifikerfið og stofna um það sérfyr- irtæki í eigu ríkisins.‘ Guðjón A. Kristjánsson Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. SÍÐASTLIÐIÐ haust var haldið íbúaþing á Seltjarnarnesi eftir að tillögur meirihluta Sjálfstæðismanna í skipulagsmálum guldu afhroð hjá bæj- arbúum. Nýtt fólk komst til valda innan flokksins og var því lofað að héðan í frá yrði hlustað á bæj- arbúa, þeir hafðir með í ráðum en ekki stjórnað ofan í þá eins og mörgum bæj- arbúum hafði fundist „gamli“ meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn hafa gert í gegnum tíðina. Nei, nú átti að skipta um stjórnunarstíl og var íbúaþing eitt af því sem flaggað var fyrir síðustu kosningar, já nú áttu bæjarbúar að taka sínar eigin ákvarðanir í skipulagsmálum. Íbúaþingið var síðan haldið með pompi og prakt og kostaði bæj- arbúa margar milljónir. Þar komu fram margar frábærar hugmyndir sem síðan átti að vinna úr og leggja síðan tillögur (fleirtala!) fyrir bæj- arbúa. Núna hefur reyndar komið á dag- inn að flestar tillögur sem komu fram á íbúaþinginu hafa verið saltaðar og þessi eina tillaga um uppbygg- ingu á Hrólfsskálamel og Suðurströnd virðist einungis vera gamalt vín á nýjum belgjum, bara búið að skipta um aðal-byggingarsvæði, þ.e.a.s. byggja á fótboltavellinum og færa fótboltavöllinn þar sem byggja átti áður. Því virðast allar þær millj- ónir sem lagðar voru í íbúaþingið einungis hafa verið notaðar til að reyna að slá ryki í augu Seltirn- inga, láta þá halda að þeir réðu einhverju. Því miður fyrir meiri- hluta Sjálfstæðismanna eru Sel- tirningar upp til hópa afskaplega vel gefið fólk og lætur ekki blekkj- ast af þessu töfrabragði. Ég er leikmaður í skipulags- málum en ég tek undir þær raddir sem telja að fyrst hefði átt að klára aðalskipulagsvinnuna, reyna að finna svæði þar sem hægt væri að þétta byggðina áður en deili- skipulag Hrólfsskálamels og Suð- urstrandar væri klárað. Varðandi Hrólfsskálamelinn sjálfan, finnst mér fáránlegt annað en að völlurinn liggi langsum (þ.e. Norður – Suður) og að umhverfis hann sé lögð alvöru hlaupabraut sem nýtist og þá er ekki mikið svæði eftir fyrir íbúðabyggð. Mér finnst reyndar að hugmyndir um íbúðabyggð á einhvers konar hringtorgi á „Bónus“-horninu al- veg fráleitar. Hver vill kaupa íbúð sem stendur á hringtorgi? Ég held að við ættum að geyma að byggja þarna og, ef hagur bæj- arfélagsins batnar einhvern tíma á næstunni, nota þetta svæði til að byggja nýjan tónlistarskóla í tengslum við Mýrarhúsaskóla, þar sem einnig væri unnt að hafa tóm- stundamiðstöð unglinga á Nesinu. Þær raddir sem vilja tengja Hrólfsskálamelinn Eiðistorgi sem miðbæjarkjarna eru góðra gjalda verðar, en ég held að það sé væn- legra að reyna að byggja Eið- istorgið almennilega upp sem þjónustukjarna, því við verðum að horfast í augu við það að verslun á erfitt uppdráttar á Nesinu og eng- ar rómantískar hugmyndir um fal- legan miðbæjarkjarna iðandi af litlum verslunum fá því breytt. Ég vil skora á bæjarbúa að skila inn athugasemdum við fyr- irhugaðar byggingar á Suður- strönd, við gátum komið í veg fyr- ir síðasta skipulagsslys, þar sem einnig var bara hugsað um magn íbúða ekki gæði. Eins og bent hef- ur verið á, þá ætti þetta bæj- arfélag að vera eitt ríkasta bæj- arfélag landsins og því er það umhugsunarefni fyrir okkur öll hvers vegna meirihluti Sjálfstæð- ismanna leggur svona mikið upp úr því að byggja svo margar íbúð- ir. Kannski er bæjarfélagið ekki eins stöndugt og þeir vilja vera láta? Skipulagsmál á Seltjarnarnesi Ingibjörg S. Benediktsdóttir skrifar um skipulagsmál ’Ég vil skora á bæj-arbúa að skila inn at- hugasemdum við fyr- irhugaðar byggingar á Suðurströnd…‘ Ingibjörg Sara Benediktsdóttir Höfundur er formaður Bæjarmála- félags Seltjarnarness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.