Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 48
DAGBÓK 48 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dómgreind þín í peningamálunum er með besta móti í dag. Þú veist hvað þú ert að gera hvort sem þú ert að eyða pen- ingum eða afla þeirra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Tunglið er í merkinu þínu og það veitir þér ákveðið forskot á önnur merki. Reyndu að gera sem mest úr þessu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ættir að gefa þér tíma til svolítillar einveru í dag. Þú hefur um margt að hugsa og þarft tíma til að velta hlutunum fyrir þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það mun hjálpa þér að ræða málin við vinkonu þína í dag. Mundu að það skiptir ekki máli hvaðan góð ráð koma. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú munt sennilega draga að þér athygli annarra í dag og ættir því að huga sér- staklega að útliti þínu og framkomu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að hrista svolítið upp í hvers- dagsleikanum og gera eitthvað óvenju- legt í dag. Ef þú vilt lenda í ævintýrum þarftu að bregða aðeins út af vananum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að huga að fasteigna- og trygg- ingamálunum, sköttum og skuldum. Það er nauðsynlegt að huga að þessum mál- um þótt það sé ekki skemmtilegt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tunglið er beint á móti merkinu þínu og því þarftu að leggja þig alla/n fram í sam- skiptum þínum við aðra í dag. Reyndu að sýna eins mikinn sveigjanleika og þér er unnt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú vilt ná árangri í því sem þú ert að gera og dagurinn í dag ætti að skila þér góðum árangri. Reyndu að nýta hann sem best. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Daður og skemmtanir ættu að einkenna daginn hjá þér. Þú ættir engu að síður að vera fær um að skila þínu í vinnunni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt sennilega eiga mikilvægar sam- ræður við konu í fjölskyldunni þinni í dag. Einhver mun hugsanlega gefa þér eitt- hvað mikilvægt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú átt sérlega auðvelt með öll samskipti í dag. Treystu innsæi þínu og láttu það eft- ir þér að segja það sem þig langar til að segja við fólk. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbörn dagsins: Eru létt í lund og eiga auðvelt með að koma skoðunum sínum á framfæri. Á komandi ári þurfa þau að ganga frá ákveðnum málum til að geta svo byrjað á einhverju nýju. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Framsýni. Norður ♠862 ♥1062 S/Allir ♦K97 ♣KG52 Vestur Austur ♠KD5 ♠1074 ♥ÁKG754 ♥D98 ♦432 ♦DG1086 ♣7 ♣103 Suður ♠ÁG93 ♥3 ♦Á5 ♣ÁD9864 Suður verður sagnhafi í fimm laufum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf 1 hjarta 2 lauf 2 hjörtu 2 spaðar 3 hjörtu 4 lauf Pass 5 lauf Pass Pass Pass Vestur leggur niður hjartaás í byrj- un og þegar ásinn heldur er vestur bjartsýnn að ná spilinu niður með KD í spaða á eftir sagnhafa. Hvaða skoðun hefur lesandinn á því máli? Spaðahjónin eru líklegir slagir, en ekki sjálfteknir. Ef vestur spilar sof- andi hjartakóng áfram í öðrum slag verður leikur einn fyrir sagnhafa að hreinsa upp hliðarlitina og endaspila vestur í lokastöðunni. Förum yfir það: Eftir að hafa tromp- að hjartakónginn, spilar sagnhafi laufi á blindan og stingur þriðja hjartað. Tekur síðan tvo efstu í tígli og trompar tígul. Spilar loks blindum inn á lauf og spaða á níuna. Í þeirri stöðu á suður eftir eitt tromp og ÁG3 í spaða, en í blindum eru tvö tromp og tveir hundar í spaða. Vestur fær á spaðadrottning- una, en neyðist svo til að spila spaða upp í ÁG eða hjarta í tvöfalda eyðu. Til að verja hinn spaðaslaginn er best að spila trompi í öðrum slag. Þá vantar sagnhafa eina innkomu til að byggja upp hina skaðlegu endastöðu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Tónlist 12 tónar | Buzby ásamt gestum með tón- leika í 12 tónum kl. 17.00. Leikin verður frumbyggjatónlist í bland við raftónlist. Salur FÍH, Rauðagerði 27 | Klarín- ettuhátíð í sal FÍH 3.–5. sept. Hinn belgíski Eddy Vanoosthuyse, heldur námskeið kl. 14–20. Myndlist Gallerí Höllu Har | Í tilefni Ljósanætur verður Gallerí Höllu Har opið frá klukkan 13–22. Verið velkomin að Heiðarbrún 14. Handverk og hönnun | Sumarsýningunni lýkur um helgina þar sem bæði hefðbund- inn íslenskur listiðnaður og nútímahönnun úr fjölbreyttu hráefni er til sýnis. Dans Borgarleikhúsið | Ólafur Ragnar Grímsson setur Nútímadanshátíð 2004 – Reykjavík Dance Festival 2004 kl. 20. Flutt verður ManWoMan eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og Ismo-Pekka Heikinheimo, Án titils eftir Ástrós Gunnarsdóttur og Græna verkið eftir Jóhann Björgvinsson. Hátíðin stendur til 11. september. Söfn Safnahús Borgarfjarðar | Sýning á mun- um úr eigu Guðmundar Böðvarssonar. Þar verða m.a. til sýnis húsgögn úr stofu skáldsins, kver og bækur, ásamt ýmsum munum úr tré og málmi sem Guðmundur gerði sjálfur, enda hagleiksmaður mikill. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Kalli. Búálfurinn Hólagarði | Hermann Ingi úr Logum. Cafe Amsterdam | Hljómsveitin Sex Volt spilar um helgina. Café Catalína | Sváfnir Sigurðarson trúbador spilar. Café Kósý Reyðarfirði | Hljómsveitin Sent. Classic Rock | Hljómsveitin 5 á Richter heldur uppi stuðinu. Dátinn Akureyri | 360° Techno Kvöld. Plötusnúðarnir Tómas T.H.X. og Exos. Dubliner | Spilafíklarnir skemmta á Dublin- er fram á nótt. Gaukur á Stöng | Breakbeat.is Dom & Roland eitt stærsta númerið í Drum ’n’ Bass ásamt Dj Kalli, Dj Lelli og Dj Gunni Ew. Grand rokk | Singapore Sling leika. Hótel Örk Hveragerði | Póstberarnir með djasstónleika. Hressó | Dj Valdi skemmtir á Hressó. Kaffi List | DJ Palli í Maus. Kapítal | Magni og Sævar spila live og síð- an kemur Kiddi Bigfoot. Klúbburinn við Gullinbrú | Brimkló leikur. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og hljómsveit skemmta um helgina. Línudansarinn Hamraborg 7 | Línudans- æfing kl. 21.00. Elsa sér um tónlistina. Nasa við Austurvöll | Diskó-hátíð Daddi Disco Hlynur Mastermix sjá um tónlistina. Odd-Vitinn, Akureyri | Karoake – ýmsir söngvarar mæta og taka vinsæl lög. Pakkhúsið Selfossi | Hljómsveitin Spútnik. Players | Papar leika fyrir gesti. Pravda | Atli skemmtanalögga á neðri hæð, Dj Aki Pain á efri hæð. Rauða ljónið | Hljómsveit Hilmars Sverr- issonar leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Sjallinn, Ísafirði | Trega- og gleðisveitin Hraun! leikur geðþóttatónlist. Traffik Keflavík | Páll Óskar. Vélsmiðjan Akureyri | Stuðhljómsveitin SWISS spilar um helgina. Svo mikið stuð ku verða, að fólk fari örvhent heim. Fréttir Textílkjallarinn Barónsstíg 59 | Í tilefni 10 ára afmælis Textílkjallarans mun Hrönn Vil- helmsdóttir textílhönnuður bjóða við- skiptavinum sínum afslátt af allri sinni vöru í Textílkjallaranum í dag. Einnig mun hún þiggja gamlar sögur af sængurverum og púðum frá 10 ára ferli vörunnar. Fyrirlestrar Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús | Guð- bergur Bergsson flytur fyrirlestur um Kenjarnar eftir Goya á sunnudagskvöld kl. 15.00. Guðbergur Bergsson hefur ritað bók um Kenjarnar, hina frægu grafíkverkaröð listamannsins Francesco de Goya. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa og bað kl. 9, bingó kl. 14. Hárgreiðsla, fótaaðgerð. Jóga er að hefjast að nýju, uppl. í síma 864 4476 eða á netfang: hildur _bjorg @hotmail.com. Árskógar 4 | Bað kl. 9, pútt kl. 10–16. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–16, bað kl. 8.30–12.30, handavinna kl. 9–16, spil kl. 13–16. Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla kl. 9–16. 45, bað kl. 9–12, pútt. Dalbraut 27 | Handavinnustofan kl. 8–16, verslunin kl. 10–13. Furugerði 1 | Útskurðurinn er byrjaður og er á fimmtudögum og föstudögum. Í dag kl. 14 bingó. Garðabær | félagsstarf aldraðra. Opið í Garðabergi kl. 13–17. Gerðuberg | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bútasaumur, ganga kl. 10.30 frá há- degi spilasalur opinn, miðvikudaginn 6. okt. byrja gamlir leikir og dansar. Gjábakki | Fannborg 8. Brids kl. 13.15. Gullsmári | Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin virka daga kl. 9–17. Hraunbær 105 | Pútt, bað, fótaaðgerð og hárgreiðsla kl. 10–11, bingó kl. 14. Hraunsel | Flatahrauni 3. Kl. 9 húsið opn- að, kl. 13 brids, kl. 14–16 pútt á Hrafn- istuvelli. Hvassaleiti 58–60 | Fótaaðgerð, hár- greiðsla. Hæðargarður 31 | Opin vinnustofa kl. 9, gönuhlaup kl. 9.30, hárgreiðsla. Kópavogur | Félag eldri borgara. Félagsvist í Gjábakka kl. 20.30. Langahlíð 3 | Hárgreiðsla kl. 10, verslunin kl. 10–12, leikfimi kl.11, „opið hús“ spilað á spil kl. 13. Norðurbrún 1 | Myndlist kl. 9–12, boccia kl. 10–11, leikfimi kl. 14, hárgreiðsla kl. 9. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–15.30 hannyrðir. Kl. 13. 30 sungið við flygilinn, kl.14.30–16 dansað. Vitatorg | Smiðjan kl.8.45–11.45, hár- greiðsla kl. 9–16, morgunstund kl. 9.30–10, handmennt kl. 9.30–16, leikfimi kl. 10–11, fótaaðgerð kl. 10–16, bingó kl. 13.30–14.30. Kirkjustarf Samkoma | Nú stendur yfir norræn kristni- boðsráðstefna á Íslandi. Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60. Ræðumaður verður Torfinn Bö frá Noregi. Staðurogstund idag@mbl.is SALON-HLJÓMSVEITIN L’amour fou heldur tónleika í Iðnó í kvöld klukkan 21. Sveitin hefur á undanförnum árum flutt Íslendingum argentínska tangóa og evrópska kvik- mynda- og skemmtitónlist við góðar undirtektir en býður að þessu sinni upp á alíslenska efnisskrá. Farið verður frá Austurstræti Ladda til Sveitarinnar milli sanda eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, með viðkomu hjá Dagnýju Sigfúsar Halldórssonar og Litla tónlist- armanninum og fleiri óskalögum þjóðarinnar. Morgunblaðið/Arnaldur Alíslensk dægurlög í salon-útsetningum Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Stað og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is %  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 klúrs, 4 nabbar, 7 kvæði, 8 lofum, 9 erfiði, 11 dægur, 13 grenja, 14 skriðdýrið, 15 drukkin, 17 þefa, 20 heiður, 22 fim, 23 faðms, 24 drykkjurút- ar, 25 magrar. Lóðrétt | 1 óþétt, 2 logið, 3 geð, 4 húsgagn, 5 fugl, 6 langloka, 10 snagar, 12 álít, 13 elska, 15 hóf- dýr, 16 fiskilínan, 18 fífl, 19 áhöld, 20 guð, 21 mjög. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 lundarfar, 8 súgur, 9 gutla, 10 gin, 11 rorra, 13 skapa, 15 pakki, 18 spöng, 21 lok, 22 spons, 23 önduð, 24 langskera. Lóðrétt | 2 urgur, 3 durga, 4 ragns, 5 aftra, 6 ásar, 7 gata, 12 rok, 14 kóp, 15 písl, 16 krota, 17 ilsig, 18 skökk, 19 öldur, 20 gæði. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Rxc6 bxc6 7. Bd3 d5 8. O-O Rf6 9. He1 Bb7 10. Bf4 Be7 11. Df3 Da5 12. a3 d4 13. e5 dxc3 14. exf6 cxb2 15. fxe7 bxa1=D 16. Hxa1 Kxe7 17. Hb1 Bc8 18. Dg3 Kf8 19. Bd6+ Kg8 20. Be5 g6 21. Dg5 h6 22. Df6 Hh7 Staðan kom upp í atskákmóti í Sao Paulo sem lauk fyrir skömmu í Bras- ilíu. Sterkasti skákmaður heims um þessar mundir, Viswanathan Anand (2783) hafði hvítt gegn Ivan Morovic (2573). 23. Bxg6! fxg6 24. Dxg6+ Kf8 25. Bd6+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 19. júní sl. í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni þau Sjöfn Sig- urðardóttir og Thomas R. Madsen. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. Ljósmynd/Svipmyndir/Fríður Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Flott föt fyrir konur á aldrinum 25-90 ára www.thjodmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.