Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 39 og þingmaður fyrir Alþýðubanda- lagið í Norðurlandskjördæmi eystra. Fremur en að gera ekki neitt bað hann mig að efna til nám- skeiða á vegum Einingar og verka- lýðsfélaganna við Eyjafjörð um skipulag og starfshætti stéttar- félaga og vinnumarkaðsmál. Þessi fræði hafði ég numið í Svíþjóð og grundvallarbreytingar á skipulagi stéttarfélaga og starfsháttum voru þá á dagskrá Alþýðusambandsins. Nemendur mínir reyndust flestir miklu eldri og reyndari en kenn- arinn, enda fullyrði ég að ég lærði meira af þeim en þeir af mér. En þarna ég kynntist ég mörgum eft- irminnilegum persónuleikum sem margt mátti læra af. Einn sá eft- irminnilegasti var Ingólfur Árna- son, þá þegar umdæmisstjóri Raf- magnsveitna ríkisins í Norðausturlandsumdæmi. Þau kynni sem tókust með okkur voru slík að entust til ævilangrar vináttu, þótt lengst af hafi verið vík milli vina. Ingólfur var borinn og barnfædd- ur Akureyringur. Hann var stoltur af höfuðstað Norðurlands, þessari perlu Eyjafjarðar, og hafði til að bera mikinn metnað fyrir hönd Ak- ureyrar og umdæmisins. Að loknu stúdentsprófi hélt Ingólfur til náms við tækniháskóla í Ósló þaðan sem hann brautskráðist sem rafmagns- tæknifræðingur árið 1953. Á náms- árunum hafði hann unnið á vegum Rarik allt frá árinu 1949. Að námi loknu var honum fljótlega trúað fyr- ir starfi umdæmisstjóra Rarik og gegndi því annasama starfi í tæp- lega 40 ár eða til ársloka 1993. Lengst af þessa tíma stóð hann fyr- ir miklum umsvifum, mannaforráð- um og framkvæmdum. Hann upp- lifði mikla framfaratíma og lét ekki sinn hlut eftir liggja. Stórvirki, sem hann stóð fyrir í sínu víðáttumikla umdæmi, munu lengi halda nafni hans á loft. Auk þess fylgdi hann eftir þörfum framfararmálum með setu í bæjarstjórn Akureyrar í tvo áratugi. Og það var einmitt pólitíkin sem tengdi okkur Ingólf vináttuböndum, sem aldrei rofnuðu. Þrátt fyrir að Ingólfur gegndi kröfuhörðu ábyrgð- arstarfi, lét hann það ekki aftra sér frá þátttöku í stjórnmálum, enda hafði hann brennandi áhuga á þjóð- málum. Ingólfur var róttækur í hugsun en um leið raunsær rök- hyggjumaður, sem þoldi lítt ónytju- hjal og draumórarugl. Hann fann að víða var breytinga þörf í okkar sam- félagi, en gerði þá kröfu að breyt- ingarnar væru vel grundaðar og framkvæmanlegar. Þannig var hann vanur að vinna sjálfur. Maður sem þannig hugsar er jafnaðarmaður. Það var Ingólfur vinur minn af lífi og sál. Og hann var í lífi sínu og starfi einn þeirra manna sem gera meiri kröfu til sjálfs sín en annarra. Þess vegna var hann öðrum fyrir- mynd. Það var ævinlega uppörvun að hitta hann að máli þótt við ættum stopular stundir saman á seinni ár- um. Hann hafði fram að færa heila hugsun, haga hönd og hjartað sanna og góða. Ég vil að leiðarlokum þakka fyrir ómetanleg kynni um leið og ég sendi eftirlifandi konu Ingólfs, Önnu Hallgrímsdóttur, börnum þeirra, tengdabörnum og fjölskyld- um þeirra hlýjar samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson. Mig langar í fáeinum orðum að minnast fyrrverandi yfirmanns míns, Ingólfs Árnasonar. Fyrstu kynni mín af Ingólfi voru árið 1973, þegar ég var rafverktaki á Þórshöfn og var farinn að aðstoða þáverandi starfsmann Rafmagns- veitnanna á staðnum við ýmiss störf. Árið 1976 bauð Ingólfur mér vinnu hjá Rafmagnsveitunum, sem ég þáði og það haust var ég ráðinn rafveitustjóri í Norður Þingeyjar- sýslu. Á þessum árum voru bilanir tíðar. Þá var gott að hafa traustan og góð- an yfirmann sem fylgdist vel með gangi mála, án þess að drepa niður frumkvæði okkar starfsmannanna. Hann vildi að ég hringdi í sig og léti sig vita um bilanir hvort sem var að degi eða nóttu, gott var að vita að fylgst var með manni, þegar að- stæður voru erfiðar. Árið 1990 flyst ég til Akureyrar og gerist fjármálastjóri hjá Raf- magnsveitunum á Norðurlandi eystra undir stjórn Ingólfs. Nú unn- um við undir sama þaki og ég fann enn betur hvernig stjórnunarhættir Ingólfs voru. Hann var fljótur að taka ákvarðanir, var stífur á mein- ingu sinni en gat skipt um skoðun ef svo bar undir en þá þurftu að liggja fyrir því örugg rök. Maður fann í samræðum við hann hvernig hann bar umhyggju fyrir lítilmagnanum og blés oft á skoðanir þeirra sem meira þóttust mega sín. Eitt var það í fari Ingólfs, sem ég dáðist að, en það var klæðaburð- urinn. Hann var alltaf einstaklega smekklega klæddur, hvort sem var í leik eða starfi. Á síðari árum fór Ingólfur að leika golf og spilaði hann alltaf eld- snemma morguns. Eitt sinn spurði ég hann hvers vegna hann færi svona snemma á völlinn, þá svaraði hann að það væri stórkostlegt þegar bærinn væri að vakna til lífsins og fuglasöngurinn að taka við af næt- urkyrrðinni. Núna þegar ég lít um öxl og læt hugann reika aftur í tímann, sé ég hvað Ingólfur hefur verið mikill ör- lagavaldur í lífi mínu. Mér finnst ég hafa verið gæfumaður í lífinu og tel að Ingólfur eigi talsverðan þátt í því. Við hjónin þökkum Ingólfi fyrir samfylgdina og sendu Önnu og af- komendum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Tryggvi Aðalsteinsson. Í dag verður jarðsettur vinur minn, Ingólfur Árnason. Þótt við þekktumst sem drengir og ungling- ar varð vinátta okkar ekki náin fyrr en 1954 er við hófum að byggja íbúðarhúsin okkar, hann Byggðaveg 132 og ég 134A. Uppfrá því voru samskipti okkar heimila mikil, hann og Anna Hallgrímsdóttir, eiginkona hans, með sín 5 börn, en ég og Mar- grét með 2. Við stunduðum saman Baddann í 40 ár og fórum í margar veiðiferðirnar, ræddum mál líðandi stundar, en ekki vorum við alltaf sammála, en hvað um það, okkur var mjög hlýtt hvorum til annars. Hann unni mjög Akureyri og var í tugi ára í stjórnum og nefndum fyrir bæjarfélagið. Mestalla starfs- ævina vann hann hjá Rarik, lengi sem forstöðumaður fyrirtækisins á NA-landi. Síðustu ár hafa verið Ing- ólfi mjög erfið vegna heilsuleysis. Nú hefur Alveldið leyst hann frá þessu, tekið hann til sín og ég bið það að varðveita hann og hans nán- ustu. Ég þakka honum og fólkinu hans áralanga vináttu við mig og mitt fólk. Guð blessi ykkur öll. Jón E. Aspar. Fallinn er í valinn heiðursmað- urinn Ingólfur Árnason, fv. um- dæmisstjóri Rafmagnsveitna ríkis- ins á Norðurlandi eystra. Með honum er genginn maður sem tók drjúgan þátt í uppbyggingu þjóð- félagsins bæði á sviði orkumála svo og samfélagslegum verkefnum með virkri þátttöku í bæjarmálefnum Akureyrar um tveggja áratuga skeið. Á þessu ári er aldarafmæli raf- væðingar hér á landi. Sagnfræðing- ar skipta þessu tímabili upp í þrennt. Í fyrsta lagi upphafsárin sem stóðu í rúma þrjá áratugi þar sem einstaklingar og bæjarfélög virkjuðu læki og ár til framleiðslu á raforku til eigin nota. Samveituárin hefjast síðan með tilkomu Sogs- virkjana 1937 þar sem virkjað er stærra og Rafmagnsveiturnar koma af hálfu ríkisins að því verkefni að flytja og dreifa raforku um byggðir landsins. Þriðja og síðasta tímabilið er síðan iðnaðaruppbyggingin sem hófst á 7. áratug síðustu aldar og stendur reyndar enn. Ingólfur Árnason starfaði í meira en fjóra áratugi hjá Rafmagnsveit- unum og tók drjúgan þátt í því hlut- verki þeirra að koma raforkunni til hinna strjálli byggða og að rafvæða sveitir landsins. Það var ekki heigl- um hent að standa í þeirri baráttu jafnt í hörðustu hríðarbyljum vetr- arins sem á sólríkum sumardögum. Ingólfur var harður af sér og stjórn- aði sínum mönnum af einurð en sanngirni. Ég starfaði með honum í nær tvo áratugi og hann kom mér ávallt fyrir sjónir sem heilsteyptur og traustur maður sem hafði ákveðnar skoðanir sem hann lá ekki á hvort sem þær voru öðrum að skapi eður ei. Gat hann þá verið hvass ef honum fannst þess þurfa með. Ég leiddi tæknisvið fyrirtæk- isins á þessum árum og var gott að starfa með Ingólfi, hann var fagleg- ur í starfi sínu og vann Rafmagns- veitunum ávallt heilt. Ingólfur hafði einnig lag á því að ráða til sín úrvals starfsmenn sem stóðu dyggilega við bak hans sama á hverju gekk og sem voru líkt og hann ávallt tilbúnir að fórna sér fyrir fyrirtækið og við- skiptavinina. Önnu, eiginkonu hans, og fjöl- skyldu sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Steinar Friðgeirsson. Ég kynntist Ingólfi þegar ég tók við starfi rafveitustjóra hjá Rafveitu Siglufjarðar árið 1966. Ingólfur var þá rafveitustóri Rafmagnsveita rík- isins á Norðurlandi Eystra með að- setur á Akureyri. Hann stóð þá fyr- ir miklum framkvæmdum í rafvæðingu á rekstrarsvæði raf- magnsveitnanna og hélt úti vinnu- flokkum vítt um svæðið. Á þessum tíma var lagt verðjöfn- unargjald á raforku í smásölu, og oft tekist á um það á aðalfundum Sambands ísl. rafveitna, þar sem fundum okkar bar saman. Ingólfur var á þeim fundum einn skeleggasti fulltrúi Rafmagnsveina ríkisins og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Auðvitað þótti kappsömum stjórn- anda ríkið láta of lítið af hendi rakna til rafvæðingar sveitanna og rekstrar en okkur fannst sem stóð- um hina vaktina ekki rétt að sækja það fé til sjálfstæðra rafveitna sveit- arfélaga og um það var tekist á. Ingólfur kom mér þá fyrir sjónir sem harður málafylgjumaður rök- fastur og fylginn sér. Hann skipaði sér í raðir stjórn- mála á vinstri væng og var trúr þeirri stefnu alla tíð. Á Ingólf hlóðust ótal trúnaðar- störf fyrir Akureyrarbæ, hann sat í bæjarstjórn í tvo áratugi og var m.a. í stjórn Laxárvirkjunar þegar deilur um hana risu hæst og for- maður stjórnar Hitaveitu Akureyr- ar þegar ákvörðun um hana var tek- in og hún var í uppbyggingu. Það voru erfiðir tímar, óðaverðbólga og miklar olíuverðshækkanir sem köll- uðu á framkvæmdir í hitaveitumál- um víða um land. Hann hefur því oft átt langan vinnudag í þessum störfum auk þess að sinna starfi umdæmisstjóra á stóru rekstrarsvæði Rarik á Norðurlandi eystra. Ég átti þess kost að starfa með Ingólfi þegar við sátum saman í Orkuráði þrjú kjörtímabil og var hann formaður eitt af þeim. Fann ég þá vel hvað sanngjarn hann var og samvinnugóður en á borð Orku- ráðs rak ýmis erindi jarðhitamála sem leitast var við að afgreiða án ágreinings í ráðinu og lagði hann sig fram um það ásamt öðrum. Við verðum samstarfsmenn hjá Rarik þegar að Siglufjarðarbær sel- ur orkufyrirtæki sín árið 1991, Ing- ólfur var framsýnn , hann beitti sér fyrir spennuhækkun milli Ólafs- fjarðar og Skeiðsfossvirkjunar og nýrri háspennulínu milli Akureyrar og Dalvíkur og aðveitustöð í Ólafs- firði sem auka mun öryggi raforku- flutnings út með Eyjafirði að aust- an. Ingólfur lét af störfum um ára- mótin 1993–94 og ætlaði þá að skrifa sögu rafvæðingar á Norður- landi eystra, mér ekki kunnugt um hvort hann lauk því verki, en sú saga er samofin þeim verkum sem hann lagði grunn að. Ég þakka fyrir ánægjulegt sam- starf og við Auður sendum Önnu og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur við andlát og útför Ingólfs Árnasonar. Sverrir Sveinsson. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HÓLMFRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR, Vesturgötu 25, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala laugar- daginn 28. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki líknardeildar eru færðar sérstakar þakkir. Baldur Eiríkur Jensson, Eyjólfur Baldursson, Þórdís Sigurgeirsdóttir, Hólmfríður Eyjólfsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Erla Eir Eyjólfsdóttir, Baldur Kári Eyjólfsson, Hrafn Ágúst og Eyjólfur Andri. Hjartkær bróðir okkar og mágur, NJÁLL GUÐMUNDSSON byggingatæknifræðingur frá Böðmóðsstöðum, Vesturhúsum 2, Reykjavík, er látinn. Systkini hins látna og fjölskyldur þeirra. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR EINARSSON múrarameistari, Tjarnarstíg 9, Seltjarnarnesi, sem lést þriðjudaginn 31. ágúst, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. september kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir. Einar Erlendsson, Turid Erlendsson, Erla Erlendsdóttir, Bragi Guðmundsson, Árni Erlendsson, Inga Hrönn Pétursdóttir, Snorri Erlendsson, Hanna Erlendsóttir, Sigrún Erlendsson, Jón Ingi Haraldsson, Helgi Erlendsson, Lilja Brynjarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín og móðursystir, UNNUR STEFÁNSDÓTTIR bókbindari, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis í Grjótagötu 4, lést mánudaginn 30. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Olga Stefánsdóttir, Páll Þórhallsson. Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL VALUR KARLSSON Vallholti 22, Ólafsvík lést á Sjúkrahúsinu Akranesi miðvikudaginn 1. september. Anna E. Oliversdóttir, Júlíana Karlsdóttir, Oliver Karlsson, Anna Guðný Egilsdóttir, Vífill Karlsson, Jónína Erna Arnardóttir, Helga Karlsdóttir, Jon Kaarup Bek, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.