Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.2004, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Anwar leystur úr fangelsi ANWAR Ibrahim, fyrrverandi að- stoðarforsætisráðherra Malasíu, var látinn laus úr fangelsi í gær eft- ir að áfrýjunarréttur hnekkti níu ára fangelsisdómi yfir honum fyrir spillingu og samræði við karlmenn. Stjórnvöld í mörgum löndum, al- þjóðleg mannréttindasamtök, sem litu á Anwar sem samviskufanga, lögfræðingar og stjórnarandstæð- ingar í Malasíu fögnuðu niðurstöðu dómstólsins. Anwar sagði eftir að fangels- isdómnum var hnekkt að hann myndi halda áfram að beita sér fyr- ir pólitískum umbótum í Malasíu. Anwar var talinn líklegur til að verða forsætisráðherra Malasíu áð- ur en Mahathir Mohamad, sem gegndi þá embættinu, vék honum frá fyrir sex árum. Þúsundir manna mótmæltu brottvikningunni á göt- unum og nokkrum dögum síðar var Anwar handtekinn fyrir spillingu og brot á malasískum lögum sem banna samræði fólks af sama kyni. Mahathir var forsætisráðherra Malasíu í 22 ár og lét af embætti í október í fyrra. Abdullah Ahmad Badawi tók þá við embættinu og Anwar sagði í gær að niðurstaða dómstólsins væri forsætisráð- herranum að þakka. Mahathir kvaðst vera „dálítið undrandi“ á niðurstöðu dómstóls- ins. Milosevic fær verjendur DÓMARAR við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag sögðu í gær að þeir hygðust fela tveimur lögmönnum að verja Slobodan Mil- osevic, fyrrverandi forseta Júgó- slavíu. Milosevic mótmælti þessari ákvörðun, en hann hefur sjálfur haldið uppi vörn- um í rétt- arhöldum sem hófust yfir hon- um í febrúar 2002. Rétt- arhöldin hafa tafist í marga mánuði vegna heilsubrests Mil- osevic. „Það er ljóst af læknaskýrslum að hinn ákærði er ekki nógu hraustur til þess að geta varið sig sjálfur og ef hann heldur því áfram veldur það frekari töf- um,“ sagði Patrick Robinson, dóm- ari í málinu. Dómararnir sögðu að bresku lög- mennirnir Steven Kay og Gillian Higgins yrðu beðnir að verja Milos- evic. Þeir hafa fylgst með rétt- arhöldunum sem „vinir réttarins“ til að tryggja að þau fari fram með sanngjörnum hætti. Stöðvast olíu- vinnsla Yukos? STJÓRNENDUR rússneska olíu- fyrirtækisins Yukos sögðu í gær að það gæti þurft að hætta olíu- framleiðslu sinni eftir að dómstóll í Moskvu varð við beiðni saksóknara um að ríkið fengi að leggja hald á innistæður bankareikninga fram- leiðsludeildar fyrirtækisins. Fjárnámið var heimilað vegna kröfu rússneskra yfirvalda um að Yukos greiddi andvirði tæpra 250 milljarða króna vegna skatta- skulda. Áhyggjur af því að Yukos kynni að þurfa að hætta olíuframleiðsl- unni stuðluðu að því ásamt fleiri óvissuþáttum að olíuverð rauk upp á heimsmarkaði í ágúst. Anwar Ibrahim og eiginkona hans. Slobodan Milosevic VOPNAÐIR menn ná á sitt vald skóla í Suður-Rússlandi og hóta að drepa tugi barna; íslamskir ofstæk- ismenn drepa tólf Nepala í Írak; fjöldi manna lætur lífið er tveir strætis- vagnar eru sprengdir upp í Ísrael og margir liggja í valnum eftir að sprengja springur við lestarstöð í Moskvu. Allt átti þetta sér stað á rúmri viku og viðbrögðin eru alltaf þau sömu. Stjórnvöld ætla ekki að láta hryðju- verkamenn beygja sig. Síðan er gripið til aðgerða, sem margir sérfræðingar segja alltaf hafa reynst árangurslaus- ar. Vandi rússneskra stjórnvalda og Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, í Tétsníu er talinn lýsandi dæmi um þetta. Fréttaskýrendur benda á, að í hryðjuverkastríðinu sé ekki um að ræða eina víglínu og raunar ekki held- ur um neitt eitt stríð. Það er ekki ver- ið að berjast gegn einum skilgreind- um óvini og þess vegna er heldur ekki til að dreifa einni og samræmdri bar- áttuaðferð. Þvert á móti sýni dæmin, að stríðið, hryðjuverkin, samanstend- ur af ótengdum atburðum, sem allir eiga rætur í stjórnmálalegum, fé- lagslegum og trúarlegum átökum. Mikill hernaðarmáttur eigi ekkert svar við þeim. „Ég vil ekki nota þetta orð, hryðju- verkastríð, vegna þess, að það gefur til kynna, að það sé einhver hernaðar- lausn á þessum vandamálum,“ segir Tim Garden, fyrrverandi forstöðu- maður konunglegu alþjóðamálastofn- unarinnar í London, RIIA. „Sannleik- urinn er þessi þótt margir vilji ekki heyra á hann minnst: Herinn getur komið að gagni en fyrst og fremst snýst þetta um menntun og efnahags- mál.“ Garden leggur áherslu á, að bætt kjör muni ekki halda aftur af öllum of- stækismönnum, en bendir um leið á, að í augum margra þeirra, sem eru kúgaðir og örvæntingarfullir, séu hryðjuverk lögleg baráttuaðferð. Írak er víti til að varast Garden segir, að Írak sé gott dæmi um þetta. Fyrst eftir innrásina hafi margir fagnað bandarísku hermönn- unum og falli Saddams Husseins og í heila fimm mánuði eða fram í sept- ember fyrir ári hafi að mestu verið kyrrt í landinu. Sumarið hafi hins vegar verið Írökum ákaflega erfitt, lítið um rafmagn og vatn og öryggið ekkert, og þá hafi skæruhernaðurinn byrjað fyrir alvöru. „Írak sýnir vel hvernig unnt er að búa til aðstæður, sem verða síðan kveikjan að ofbeldisverkum,“ segir Dominique Moisi, ráðgjafi hjá frönsku alþjóðamálastofnuninni. „Verkefnið er að berjast gegn ofstæk- ismönnum án þess að glata stuðningi hinna hófsömu. Vegna rangra áætl- ana eða öllu heldur engra áætlana var þessu gjörsamlega klúðrað. Í upphafi vildu Írakar ekki ráðast á þá her- menn, sem höfðu frelsað þá undan harðstjórn, en það breyttist þegar í ljós kom, að þessir sömu hermenn gátu ekki tryggt öryggi þeirra.“ Auga fyrir auga út í það óendanlega Annað dæmi er Ísrael. Þar er stefn- an sú að hefna hvers sprengjutilræðis Palestínumanna grimmilega, setja á útgöngubann á stórum svæðum, sprengja upp hús og eyðileggja akra, lífsviðurværi íbúanna. „Afleiðingin er óbreytt ástand og fleiri árásir,“ segir Paul Wilkinson, prófessor í alþjóðamálum við St. Andrew-háskóla. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, vakti mikla athygli fyrir nokkrum dögum er hann sagði, að ekki væri hægt að vinna hryðjuverka- stríðið, í besta falli mætti halda því í skefjum. Ráðgjafar forsetans ruku þá upp til handa og fóta og sögðu, að hann hefði átt við, að ekki væri unnt að vinna það með hefðbundnum að- ferðum, en Wilkinson segir, að um þetta hafi þó forsetanum ratast rétt orð á munn „í fyrsta sinn“. Hið „eðlilega“ ástand Pútíns Í Tétsníu hefur verið barist með hléum frá árinu 1994 og í fjögur ár hefur Pútín, forseti Rússlands, stagl- ast á því, að ástandið þar sé að „verða eðlilegt“. Hann hefur fullvissað al- menning um, að átökum sé sama sem lokið vegna þeirrar staðföstu stefnu hans að ræða ekki við leiðtoga að- skilnaðarsinna. Þessi fullyrðing beið fyrst mikinn hnekki með gíslatökunni í leikhúsinu í Moskvu 2002 og aftur nú þegar hvert hryðjuverkið hefur rekið annað. Hin staðfasta stefna Pútíns hefur að mati sumra fréttaskýrenda engu skilað nema því, að nú er hryðju- verkaógnin í Rússlandi meiri en nokkru sinni. Spillingin í Rússlandi gerir heldur ekki baráttuna auðveld- ari. Tétsenskir skæruliðar komast allra sinna ferða með því að greiða mútur. Nýlega var haft eftir einum þeirra, að verðið fyrir sprengju um einhverja eftirlitsstöð rússneska hersins væri 500 rúblur, rúmar 1.200 íslenskar krónur. Skipbrot ofbeldisins Verkefnið, sem blasti við Pútín, er það sama og blasti við Bandaríkja- mönnum í Írak: Að vinna hylli al- mennings, sem hafnar íslamskri ofsa- trú og er orðinn þreyttur á ófriðnum í landinu. Rússar hafa farið þveröfugt að í Tétsníu, nú síðast með því tryggja einum leppa sinna, Alu Alkhanov, for- setastólinn og koma jafnframt í veg fyrir, að aðrir og miklu vinsælli fram- bjóðendur gætu boðið sig fram. „Stefna Pútíns í Tétsníu hefur beð- ið algert skipbrot. Hún er óhugsuð, byggist bara á ofbeldi, sem getur af sér enn meira ofbeldi,“ segir Masha Lipman hjá Carnegie-friðarstofnun- inni í Moskvu. Telur hún, að Pútín eins og aðrir þjóðarleiðtogar á okkar netvæddu tímum verði að fara að taka mark á skoðanakönnunum en þær benda til vaxandi andstöðu við harð- línustefnu hans í Tétsníu. Í skoðana- könnun, sem birt var í Rússlandi í gær, kváðust 68% vilja, að sest væri að samningum við aðskilnaðarsinna í landinu. Heimildir: AFP, Los Angeles Times, BBC. Al-Qaeda-hreiðrið í Afganistan var hreinsað út, Írak er á valdi Bandaríkjamanna en samt fjölgar hryðjuverkunum. Stefna Pútíns í Tétsníu hefur beðið skipbrot og hefndarárásir Ísraela hafa engu skilað. Nú spyrja margir hvort tímabært sé að hugsa málin upp á nýtt. Stríðið gegn hryðju- verkum á villigötum? AP Rússneskir sérsveitarmenn skýla sér á bak við bíl við barnaskólann í bænum Beslan í Norður-Ossetíu. Hryðju- verkamennirnir létu í gær laus um 30 konur og börn, en talið er, að þeir hafi enn á valdi sínu meira en 300 manns. ’Herinn getur komið aðgagni en fyrst og fremst snýst þetta um menntun og efnahagsmál.‘ STÚLKA með höfuðklút mætir í skólann sinn í Villeneuve D’ascq í norðanverðu Frakklandi í gær, á fyrsta degi haust- annarinnar. Þá tóku gildi umdeild lög sem banna notkun ísl- amskra höfuðklúta og annarra áberandi trúartákna í frönskum ríkisskólum. Flestar múslímsku stúlkurnar í skól- unum féllust á að taka höfuðklútana af sér en nokkrar neit- uðu því. Þeim var þó hleypt inn í skólana en haft var sam- band við foreldra þeirra til að ræða hugsanlega refsingu fyrir lögbrotin. Bannið tók gildi þrátt fyrir kröfu mannræningja, sem halda tveimur frönskum fréttamönnum í gíslingu í Írak, um að það yrði afnumið. Sendiherra Frakklands í Bagdad sagði í gær að gíslarnir væru á lífi og við góða heilsu. Sendinefnd samtaka franskra múslíma, sem ræddi við íraska trúar- leiðtoga, kvaðst vera vongóð um að gíslunum yrði sleppt.Reuters Franskt slæðubann tekur gildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.