Morgunblaðið - 13.09.2004, Page 2

Morgunblaðið - 13.09.2004, Page 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vatnajökulsþjóðgarður Siv Friðleifsdóttir umhverfis- ráðherra, Albert Eymundsson, bæj- arstjóri Sveitarfélagsins Horna- fjarðar, og Árni Jón Elíasson, oddviti Skaftárhrepps, undirrituðu í Skaftafelli í gær viljayfirlýsingu um að fyrsti áfangi að stofnun Vatnajök- ulsþjóðgarðs yrði stækkun þjóð- garðsins í Skaftafelli. Með þessari stækkun verður þjóðgarðurinn í Skaftafelli 4.807 ferkílómetrar. Nær hann til svæðis sem nemur um 57% af Vatnajökli auk Lakagígasvæð- isins. Tekjur af fasteignasköttum Tekjur sveitarfélaganna af fast- eignasköttum hafa aukist um tæpan þriðjung á tveimur árum frá 2001 til 2003 og er útlit fyrir að tekjurnar aukist enn frekar í ár. Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Hús- eigendafélagsins, segir að félagið hafa barist fyrir lækkun skatta á fasteignir. Enn frekari hækkana í þessum efnum sé að vænta í nóv- ember nk. þegar nýtt fasteignamat verði kynnt. Lítið miðar í kennaradeilu Félag grunnskólakennara og launanefnd sveitarfélaganna fund- uðu hjá ríkissáttasemjara í gær og fyrradag án árangurs. Að sögn Ás- mundar Stefánssonar ríkissátta- semjara eru menn að skoða ákveðin atriði, bæði saman og hverjir í sínu lagi, með opnum huga og ljóst að þeirri vinnu verður fram haldið næstu daga. Mannskæður fellibylur Fellibylurinn Ívan stefndi í gær- kvöldi á Kúbu og var þegar byrjað að flytja hundruð þúsunda manna á öruggari staði á eynni. Alls hafa nú minnst 60 manns týnt lífi á Kar- íbahafi af völdum Ívans sem er óvenjuöflugur. Gert var ráð fyrir að hann skylli á Flórída í dag. Átök í Bagdad Blóðug átök urðu í Bagdad í gær og er talið að yfir 40 manns hafi fall- ið. Hópur undir forystu Abu Musab al-Zarqawis sagðist í gær hafa skot- ið á stöðvar stjórnarinnar og Banda- ríkjamenn í Bagdad en þannig hóf- ust átökin. Danir frá Írak? Leiðtogar dönsku stjórnarand- stöðunnar íhuga nú að greiða at- kvæði gegn því að danskt herlið verði áfram í Írak. Hingað til hefur verið breið samstaða á þinginu um að liðið skuli gegna störfum sínum þrátt fyrir ástandið í Írak. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 28 Viðskipti 12 Bréf 17 Erlent 13 Dagbók 26/28 Listir 129 Leikhús 29 Umræðan 15/16 Fólk 30/33 Forystugrein 18 Bíó 30/33 Skoðun 18 Ljósvakar 34 Minningar 20/24 Veður 35 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl NÝTT safnaðarheimili Neskirkju var tekið í notkun í gær. Að lokinni fjöl- mennri messu þar sem biskup Ís- lands, Karl Sigurbjörnsson, prédikaði gekk söfnuðurinn syngjandi með börn í fararbroddi fram í nýja safn- aðarheimilið, en það er tengt kirkj- unni með glergangi og brú. Þar bless- aði biskupinn nýja húsið og var það síðan opnað með formlegri athöfn þar sem Guðmundur K. Magnússon, for- maður sóknarnefndar, Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur Neskirkju, Sigurður Árni Þórðarson, prestur Neskirkju, og Hanna Johannessen fluttu ávörp. „Síðan afhenti frú Sigríður Sigurð- ardóttir, fyrir hönd kvenfélagsins, kirkjunni eina milljón króna í lista- verkasjóð til kaupa á listaverkum í nýja safnaðarheimilið og hjónin Lína G. Atladóttir og Guðmundur Bene- diktsson færðu okkur forláta kaffi- vél,“ segir Örn Bárður Jónsson, en kaffihús safnaðarheimilisins var opn- að síðdegis í gær og var þar m.a. boð- ið upp á nýbökuð croissant með ýms- um fyllingum, tertur og fleira. Kaffihúsið verður opið milli kl. 11 og 18 alla daga, nema sunnudaga en þá verður opið milli kl. 10 og 14. Hugsað sem menningarmiðstöð Aðspurður segir Örn Bárður nýja safnaðarheimilið vera hið fyrsta sinn- ar gerðar hér á landi, en það er hugs- að sem torg eða menningarmiðstöð þar sem trú og þjóðfélag tengjast. „Hugsunin er að hingað geti fólk komið sem á leið um og fengið sér kaffi og litið í blöðin eða bækur, en hér verður lítil bókabúð og netkaffi. Neskirkja var fyrsta nútímakirkjan í Reykjavík, þ.e. fyrsta kirkjan sem teiknuð er eftir nútímaarkitektúr en það var Ágúst Pálsson arkitekt sem teiknaði kirkjuna. Þannig að við lögð- um áherslu á að safnaðarheimilið væri hannað og hugsað sem nútíma- safnaðarheimili. Hugmyndin að byggingunni sem nú er risin á sér fyr- irmynd í þorpum, bæjum og borgum í Evrópu. Þar stendur kirkjan við torg- ið og úti eru kaffihús, verslanir og mannlífið. Kirkjan stendur opin og fólk gengur út og inn auk þess sem það heyrast ómar frá orgelinu og svo bænamál fólks í gleði og sorg í helgi- haldi á krossgötum ævinnar. Prestar eiga leið um torgið, eru ýmist á leið inn í kirkju til helgihalds eða út til að vitja fólks. Og kirkjan minnir á sig með hljóðri nærveru. Torgið hjá okk- ur er yfirbyggt og frammi má finna skrifstofur starfsfólksins líkt og við göngugötu út frá torginu. Þannig að þetta er mjög skemmtilega hannað og falleg bygging, björt og stílhrein,“ segir Örn Bárður, en þess má geta að safnaðarheimilið var hannað af VA arkitektum og reist undir verkstjórn Richard Briem. Örn Bárður segir að áhersla verði lögð á fjölbreytilegt starf, m.a. námskeið og fyrirlestra. Netkaffi og bókabúð meðal þess sem finna má í nýju safnaðarheimili Neskirkju Vilja tengja trú og þjóðfélag Morgunblaðið/Árni Torfason Örn Bárður Arnarson afgreiðir Guðmund K. Magnússon, formann sóknarnefndar, og Örn Bárð Jónsson, sóknar- prest Neskirkju, við opnun nýs safnaðarheimilis Neskirkju í gær. Á milli þeirra Guðmundar og Arnar sést í Hönnu Johannessen sem setið hefur um árabil í sóknarnefnd Nessóknar. NÝTT félag, Flugtaxi ehf., hefur keypt innanlandsdeild Íslandsflugs og tekur við öllu innanlandsflugi frá og með 1. október nk. „Við mun- um fljúga á sömu staði og Íslands- flug hefur gert hingað til, þ.e. Vest- mannaeyjar, Hornafjörð, Bíldudal og Gjögur. Hins vegar er óvíst með flug á Sauðárkrók, en það hafa ein- faldlega ekki verið nægilega marg- ir farþegar á þeirri leið til þess að hún beri sig fjárhagslega. Það er reyndar verið að skoða ýmsar leiðir til þess að fjölga farþegum, en með- an þeir eru ekki fleiri en raun ber vitni sjáum við okkur ekki annað fært en að leggja leiðina niður,“ segir Össur Brynjólfsson, flug- rekstrarstjóri Flugtaxa ehf., en þess má geta að félagið mun fá nýtt nafn frá og með næstu mánaðamót- um. Að sögn Össurar mun Flugtaxi ehf. auka sætaframboðið til Vest- mannaeyja um allt að 50–60%. „Við munum þannig bjóða upp á tvö morgunflug í stað eins og tvö kvöld- flug í stað eins áður.“ Aðspurður segir Össur Flugtaxa ehf. munu taka yfir Dornier-vél Íslandsflugs. „Að auki munum við bæta við ann- arri Dornier-vél mjög fljótlega þar sem ein vél annar ekki þeim flug- leiðum sem við munum bjóðum upp á. Nýverið keyptum við svo Piper Chieftain-vél, sem er rétt ókomin til landsins, en hún verður notuð í sjúkraflugi á Vestfjörðum. Þetta er sama týpa af flugvél og Mýflug hef- ur haft í sjúkrafluginu, en Mýflug vann sem undirverktaki hjá Ís- landsflugi. Við ætlum hins vegar að sjá um sjúkraflugið sjálfir og keyptum því eins vél til verksins.“ Flugi á Sauðárkrók hugsanlega hætt TAFLFÉLAGIÐ Hellir tryggði sér sigur í Norð- urlandamóti taflfélaga á laugardaginn í síðustu um- ferð mótsins sem fór fram á Netinu. Mótið hefur verið haldið fimm sinnum og alltaf á Netinu. Úrslitin réðust á síðustu stundu þegar Hellis- menn náðu fimm og hálfum af sex vinningum gegn liði Finna í lokaumferðinni. Hellir lauk því keppni með 20,5 vinninga eins og Norðmenn en innbyrðis viðureign félaganna lauk hins vegar með sigri Hellismanna, 4-2, og voru þeir því sigurvegarar mótsins. Mót í netskák fara þannig fram að sveitir hvers lands hittast á ákveðnum stað og fylgist eftirlits- dómari með því að engin samskipti eigi sér stað milli liðsmanna. Að þessu sinni tefldi sveit Hellis í húsakynnum hugbúnaðarfyrirtækisins Mens Ment- is í Kópavogi en alls tóku sex taflfélög frá öllum Norðurlöndunum auk Færeyja þátt í mótinu. Meira um afleiki í netskák Gunnar Björnsson, liðstjóri og formaður Hellis, segir að mótið hafi verið sterkt og stórmeistarar hafi verið í þremur af sex sveitum sem tóku þátt. Hann segir að taflmennska á Netinu valdi því að meira sé um slæma afleiki en venjulega. Hannes Hlífar Stefánsson, sem var á fyrsta borði í sveit Hellis, tekur í sama streng og Gunnar og seg- ir að meira sé um afleiki í netskák enda öðruvísi að rýna í tölvuskjá en að hafa taflborðið fyrir framan sig. Auk þess detti hinn sálfræðilegi þáttur skáklist- arinnar út þegar menn tefli á Netinu. Hann segir að gaman hafi verið að vinna mótið en Hellir sigraði síðast árið 2000, þegar mótið var hald- ið í fyrsta sinn. „Það var kominn tími til að vinna þetta aftur,“ segir Hannes. Sex skákmenn voru í hverri skáksveit og auk Hannesar skipuðu þeir Helgi Áss Grétarsson, Stef- án Kristjánsson, Björn Þorfinnsson, Sigurbjörn J. Björnsson og Ingvar Þór Jóhannesson sveit Hellis. Taflfélagið Hellir Norðurlandameistari taflfélaga Tryggðu sér sigur í síðustu umferðinni Morgunblaðið/Ómar Hannes Hlífar Stefánsson tefldi á fyrsta borði í skáksveit Hellis á Norðurlandamóti taflfélaga og náði fjórum vinningum af fimm mögulegum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.