Morgunblaðið - 13.09.2004, Side 21
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 21
á huga minn. Þó að við Jónas vær-
um ekki alltaf að hittast var svo
notalegt að vita af honum þarna úti,
einhvers staðar og hann var einn af
okkur í fjölskyldunni. En nú hefur
Jónas, minn kæri frændi, vitjað á
ný mið. Það væri nú að bera í
bakkafullan lækinn fyrir mig að
kenna einhverjum eitthvað um sorg
og missi og fullyrðingin um tímann
sem alltaf læknar öll sár hljómar
fjarlæg. Þegar einhver okkar hverf-
ur af vettvangi er komið skarð sem
ekki verður fyllt og enginn kemur í
stað Jónasar. Þó verður ekki tekin
frá okkur návist hans hvar sem við
erum stödd, nú sem þá. Þegar
húmar að kveldi og hauströkkrið
kemur yfir okkur er lítið sem ég
get gert annað en að reyna að vera
hjá ástvinum hans í huganum þó að
lítil sé það huggun harmi gegn.
Upp í hugann á þessari sorgar-
stundu kemur ljóð Snorra Hjart-
arsonar um söknuðinn, sem vitjar
okkur á ný á hverjum morgni.
Lygnt geymir vatnið
leið mína yfir fjallið,
felur hana rökkri
og ró í nótt.
Vær geymir svefninn
söknuð minn lautu
með degi rís hann aftur
úr djúpsins ró.
Finnur frændi.
Þegar þú komst inn í tilveru okk-
ar félaganna hávaxinn, dökkur yf-
irlitum, skáeygður, frekar feiminn
peyi úr höfuðborginni og settist á
skólabekk með okkur breyttist til-
veran. Sjóndeildarhringurinn víkk-
aði, því þú komst úr höfuðborginni,
sem var í mikilli fjarlægð frá Vest-
mannaeyjum, peyi sem hafði átt
heima heilt sumar í sumarbústað í
Grímsnesinu. Þrátt fyrir hógværð-
ina tók það Jónas ekki langan tíma
að kynnast aðaltöffurum bæjarins
og komast í flottustu miðbæjarklík-
una, Bleiku beljuna. Þetta voru góð
ár og ætluðum við félagarnir í
Bleiku beljunni allir að verða ríkir
og frægir og þóttum nokkuð uppá-
tektarsamir. En fyrst var að upp-
götva lífið sjálft og öllu sem því
fylgir, skólapartý þar sem við vor-
um að kela við sætustu stelpurnar
eða næstsætustu, smíða flugvéla-
módel sem var eitt af aðaláhuga-
málum Jónasar, æfa box í kjall-
aranum í Víkinni, renna okkur á
risavöxnum sleða á ótrúlegum
hraða niður Helgafellið, fara í
ferðalag í Landmannalaugar á Cad-
illac og Ford ’59 sem endaði sem
ævintýri og vorum við fluttir til
byggða af Landmælingum Íslands.
Ferð á hestamannamót á Skógar-
hólum þar sem við kynntumst
frægðinni í fyrsta skipti þegar við
kynntum fyrsta ferðasegulband Ís-
lands og stelpurnar kolféllu fyrir
þessum töffurum. Ekki má gleyma
öllum þjóðhátíðunum okkar sem við
undirbjuggum af mikilli kostgæfni
og vorum í okkar sérstöku tjöldum
þar sem alltaf var mesta fjörið og
flottasta fólkið. En við vinirnir
fundum fljótlega að það var ekki til
þess ætlast að unglingar ættu sér
samastað þar sem þau gætu sest
niður og gert það sem þau langaði
til þess vegna var gerð uppreisn og
logaði bærinn bókstaflega í illdeil-
um og látum þar til skólayfirvöld
féllust á með semingi að opna skól-
ann í einhver skipti fyrir ung-
lingana, en við félagarnir í Bleiku
beljunni fengum leyfi hjá Palla
Helga til þess að taka í gegn og
innrétta gamla bóndabýlið Hábæ
og gera hann að félagsheimili
Bleiku beljunnar. Þetta vakti mikla
athygli og ekki síst fyrir hvað allt
var vel gert og flott og þar kom
listamaðurinn Jónas við sögu því
hann var ákaflega listfengur og
góður smiður á járn og tré, en
þarna áttum við vinirnir frábærar
stundir í flottu félagsheimili fyrir
utan aðaltraffík bæjarins.
Kæri vinur, ég mun alltaf minn-
ast þess er við áttum saman helgi í
ættaróðalinu Hvammi með þeim
tveim er við ætluðum að gera að
ævifélögum okkar, sem ekki gekk
nú alveg eftir. En árin liðu og vin-
skapur okkar Jónasar þróaðist í
einlæga og fölskvalausa vináttu og
vorum við alltaf í sambandi hvor
við annan, þó svo að Jónas flytti
upp á Ísland og það var ekki síst
fyrir hans tilstilli að Bleika beljan
lifir og við vinirnir hittumst reglu-
lega og er ógleymanlegt er við hitt-
umst öll, Beljan og börn, á ætt-
aróðalinu og skemmtum okkur við
leiki og fjör þar sem þú hafðir
smíðað gjallarhorn og flytjanlegt
ræðupúlt sem eiga engan sinn líka.
Jónas hringdi í mig á sínum tíma
og eftir langt spjall kom hann loks
að aðalfréttinni, hann var búinn að
ná sér í stelpu og vildi endilega að
ég kynntist henni, en það leið nokk-
uð langur tími þar til við Dagga
hittumst og það voru gleðidagar því
mér fannst hún algjörlega falla í
hópinn og fannst hún vera sú rétta
fyrir Jónas. Jónas þessi rólegi og
hægláti maður og Dagga dálítið
hraðari, þau bættu hvort annað
fullkomlega upp.
En þú áttir líka þínar dimmu
stundir og var fráfall Tedda sonar
ykkar algjört reiðarslag fyrir ykkur
Döggu sem horfðuð á eftir frábær-
um dreng í blóma lífsins, það voru
mörg erfið símtöl og samræður sem
við áttum saman um tilgang lífsins
og Guðs vilja, en nú eruð þið feðg-
arnir saman á veiðilendum Drottins
og veit ég að ykkur líður vel saman
og í félagsskap Steina og Jenna,
hinna félaganna úr Bleiku beljunni,
sem kvöddu allt of snemma eins og
þú.
Elsku Dagga og Margrét, við
Villa og börnin sendum ykkur okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur og
megi sá sem öllu stýrir gefa ykkur
styrk á þessum erfiðu stundum.
Kæri Jónas, ég kveð þig frábær-
an vin og félaga allt of snemma en
vil þakka fyrir allar góðu stund-
irnar og vináttuna og það veit sá
sem allt veit að ég á eftir að sakna
þín.
Far vel, kæri vinur.
Bergur M. Sigmundsson.
Þegar ég fékk fréttirnar af and-
láti Jónasar var ég nýfluttur til
Danmerkur. Erfitt er að lýsa þeim
tilfinningum sem bærast í brjósti
manns við slíkar fréttir. Ég er
harmi sleginn og þykir erfitt að
vera fjarri vinum mínum heima og
geta ekki sýnt þeim þann stuðning
sem ég hefði viljað.
Ég kynntist Jónasi í gegnum vini
mína Pétur og Margréti. Á þessum
tíma vorum ég og Pétur að taka
okkar fyrstu skref í veiðiskap og
tókum við þau skref samferða Jón-
asi og Tedda. Strax í byrjun náðum
við allir mjög vel saman og brátt
varð úr þessu lítill hópur sem bæði
stundaði skotveiði og fiskveiði sam-
an. Með þessum hóp hef ég átt
ótrúlega góðar stundir sem ég mun
geyma með mér alla mína ævi.
Það er skrítið að hugsa til þess
nú að aðeins fyrir nokkrum vikum
var ég með Jónasi í ævintýralegum
veiðitúr á Arnarvatnsheiðinni. Þótt
lítið hafi veiðst í þeim túr skilur
hann, eins og allir aðrir, eftir sig
ljúfar minningar um góðar sam-
verustundir. Jónas var sérlega góð-
ur ferðafélagi, bæði rólegur, indæll
og skemmtilegur. Iðulega var hann
með videoupptökuvélina á lofti og á
partíbílnum sínum sem alltaf var
gaman að ferðast í.
Í gegnum árin hef ég náð að
kynnast Jónasi nokkuð vel og milli
okkar hafa myndast bönd sem eru
mér mikils virði. Einnig hef ég
kynnst fjölskyldu Jónasar sem allt-
af hefur tekið mér opnum örmum
og þykir mér orðið mjög vænt um
þau í dag.
Jónas var vinur minn og mér
þótti vænt um hann. Þín verður
sárt saknað.
Elsku Margrét, Pétur, Dagbjört
og fjölskylda ég sendi ykkur inni-
legar samúðarkveðjur frá mér og
mínum.
Emil.
Fallinn er frá góður maður langt
fyrir aldur fram. Þrátt fyrir sorgina
er efst í huga þakklæti fyrir að
hafa fengið að kynnast Jónasi.
Kynni okkar hófust ekki fyrir al-
vöru fyrr en fyrir aðeins tæpum
þremur árum í kringum andlát
Tedda, sonar hans og Dagbjartar
frænku minnar, sem varð bráð-
kvaddur aðeins þrítugur að aldri.
Oft er það þannig að jafnvel nán-
ustu ættingjar sjást aðeins við jarð-
arfarir og þrátt fyrir vilja til annars
verður oft lítið úr verki. Við rædd-
um þetta í kjölfar andláts Tedda,
ákváðum að fara að hittast oftar og
sem betur fer létum við ekki standa
við orðin tóm.
Jónas var hæglátur maður, stór á
velli og einnig í lund. Hann hafði
góða nærveru, var einlægur, ljúfur
og greiðvikinn. Hann gat talað af
einlægni um sorg sína yfir sonar-
missinum og skrefin sín til bata.
Fæðing Freyju litlu veitti öllum
mikla gleði og það er ekki ofmælt
að segja að hún og Tinna Dagbjört,
dóttir Tedda, hafi verið sólargeisl-
arnir í lífi afa og ömmu. Litlu snúll-
urnar sóttu fast í að vera hjá afa
sem naut þess út í ystu æsar að
vera með þeim og gætti þeirra oft.
Við Jónas hittumst í síðasta sinn
í eins árs afmælisveislu Freyju í
ágúst. Það var mikill gleðidagur,
Jónas alsæll með barnabörnunum í
hópi ástvina sinna og yndislegt er
að minnast hans þannig. Einnig er
ógleymanleg Akranesferðin með
honum og Dagbjörtu í vor, heim-
ferðin sem tók svo óvænta og
skemmtilega stefnu og varði í
marga klukkutíma.
Betri dauðdaga er varla hægt að
hugsa sér en að fá að deyja í svefni
en þetta var allt of snemmt og
áfallið mikið fyrir fjölskylduna og
aðra ástvini sem eru enn í sárum
eftir fráfall Tedda. Það er þó hugg-
un harmi gegn að nú er Jónas kom-
inn til Tedda síns og þeir vaka án
efa saman yfir velferð þeirra sem
eftir lifa.
Elsku Dagbjört, Margrét, Pétur,
Anna Guðný, Gyða og aðrir ástvin-
ir. Megi minningin um góðan mann
veita ykkur og okkur öllum hugg-
un, gleði og yl um ókomin ár.
Gurrí.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram eða
grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, fæddist, hvar og
hvenær hann lést, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Undirskrift Minningargreinahöf-
undar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
www.englasteinar.is
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegr-
ar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og
ömmu,
HELGU SIGURÐARDÓTTUR,
Sólvallagötu 5a,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks L-1 Landakots-
spítala.
Lárus B. Björnsson,
Þórhildur Lárusdóttir, Vilmundur Jósefsson,
Ólafur Björn Lárusson, Ásgerður Hallgrímsdóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
DÓRA GUÐBJARTSDÓTTIR,
Aragötu 13,
Reykjavík,
sem andaðist föstudaginn 3. september, verð-
ur jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn
14. september kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar er bent á
Thorvaldsensfélagið.
Kristrún Ólafsdóttir, Einar G. Pétursson,
Dóra Ólafsdóttir,
Ólafur Jóhannes Einarsson, Laurence van Wymeersch,
Guðbjartur Jón Einarsson.
Ástkær faðir okkar, bróðir og fyrrverandi eigin-
maður,
ÍVAR HAUKUR ANTONSSON
Laugarásvegi 1,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 6. september, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju miðviku-
daginn 15. september kl. 13.30.
Anton Ívarsson,
Benedikt Ívarsson,
Anna Birna Ívarsdóttir,
Sigríður Eygló Antonsdóttir,
Kolbrún Lilja Antonsdóttir,
Guðmundur Antonsson,
Þorsteinn Antonsson,
Grétar Örn Antonsson,
Kristbjörg Steingrímsdóttir
og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi og langa-
langafi,
GUÐNI FRÍMANN INGIMUNDARSON
Hólmgarði 64,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 10. september. Jarðarför auglýst síðar.
Kristín Sigurðardóttir,
Sigrún María Guðnadóttir,
Sesselja Inga Guðnadóttir, Markús Ragnar Þorvaldsson,
Sigurður Guðnason, María Lilja Ialfante,
Sverrir Ómar Guðnason, Steinunn Jensdóttir,
Örn Eðvaldsson, Lena Andersen,
afabörn, langafabörn og langalangafabarn.