Morgunblaðið - 22.09.2004, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 9
FRÉTTIR
AUKNAR áherslur á fjöldahreyf-
ingar með skammtímamarkmið í
stað langtímamarkmiða stjórnmála-
flokkanna leiðir af sér að hreyfing-
arnar verða háðari styrkjum og
framlögum fyrirtækja, sem gerir
þær ósjálfstæðari og bitlausari fyrir
bragðið.
Þetta var meðal þess sem fram
kom í fyrirlestri Per Selle, prófess-
ors í stjórnmálafræði við Bergen-
háskóla í Noregi, um völd og lýð-
ræði í norskum stjórnmálum á ráð-
stefnu um smáríki í Norræna hús-
inu.
Síðustu 20 ár hefur þróun sam-
félagsins í Noregi verið á þann veg
að fólk tekur síður þátt í hefðbundn-
um stjórnmálahreyfingum eins og
tíðkuðust lengi vel, og kýs frekar að
taka þátt í starfsemi fjöldahreyfinga
sem eiga það sameiginlegt að bjóða
upp á markmið sem hugsanlegt er
að ná á skömmum tíma. Einstak-
lingarnir leggja svo mikla áherslu á
að uppfylla sínar persónulegu vænt-
ingar að þeir flosna upp ef samtökin
þeirra geta ekki sýnt fram á árang-
ur í baráttunni á tiltölulega skömm-
um tíma. Þegar þeim finnst ekkert
ganga í baráttunni ganga þeir ýmist
til liðs við önnur samtök, eða hætta
einfaldlega að berjast, sagði Selle í
fyrirlestri sínum.
Þessi ofuráhersla meðlimanna á
uppfyllingu sinna markmiða sem
fyrst þýðir að þeir eru áhugasamir
um að taka þátt í beinum aðgerðum,
en vilja síður þurfa að standa í því að
undirbúa aðgerðir sjálfir. Þetta leið-
ir það af sér að öll skipulagning og
utanumhald um samtökin færast
gjarnan á hendur launaðra starfs-
manna í stað þess að hópar áhuga-
fólks sinni þeim.
Fjárstyrkjum fylgja kvaðir
En Selle segir að þar komi í ljós
stórt vandamál fyrir nútíma fjölda-
hreyfingar. Launuðu starfsmenn-
irnir kosta peninga, og til að borga
þeim laun þarf að vera með styrkt-
araðila. Styrkir fást bæði frá einka-
geiranum og úr opinberum sjóðum,
en þar fylgir sá böggull skammrifi
að styrkjunum fylgja gjarnan
ákveðnar kvaðir um hvernig skuli
nota þá og hvernig skipuleggja skuli
starfsemina. Í stað þess að einstak-
lingar í samtökunum fjármagni þau
með mörgum en smáum framlögum
– og hafi litla stjórn á því hvernig
peningunum er eytt – styrkja ein-
stakir aðilar með háum upphæðum,
og vilja þá hafa eitthvað um það að
segja í hvað féð er notað.
Vegna þessara undarlegu að-
stæðna mætti segja að andstætt við
hefðbundnar fjöldahreyfingar séu
stjórnvöld, sem veita mikið fé til
þeirra, í þann mund að taka yfir
þessa nýju gerða af fjöldasamtök-
um, í stað þess að samtökin séu að
reyna að hafa áhrif á það sem
stjórnvöldin gera, segir Selle. Þann-
ig verða samtökin sífellt ósjálfstæð-
ari og verða því sífellt lítilvægari í
augum stjórnvalda.
Hefðbundnar stjórnmálahreyfingar vekja lítinn áhuga
Segir fjöldahreyfingar
glíma við tilvistarkreppu
STJÓRN Ungra vinstri grænna hef-
ur samþykkt ályktun þar sem krafist
er réttlætis í málefnum samkyn-
hneigðra. Þar segir m.a.: „Ung
vinstri græn telja niðurstöðu nefnd-
ar um réttarstöðu samkynhneigðra
vera vonbrigði. Sætir það furðu að
nefndin hafi klofnað í afstöðu sinni til
frumættleiðinga og tæknifrjóvgana.
Ung vinstri græn telja það forms-
atriði að leiðrétta þá ójöfnu stöðu
sem samkynhneigðir hafa búið við
hérlendis.
Barnauppeldi réttur
samkynhneigðra
Ung vinstri græn telja það sjón-
armið nefndarmanna að réttur barns
sem er getið með tæknifrjóvgun til
þess að eiga bæði móður og föður
sem uppalanda ekki vera rök heldur
fordóma. Það er réttur samkyn-
hneigðra að fá að ala upp börn rétt
eins og gagnkynhneigðir. Það er
réttur barna að fá að alast upp hjá
foreldrum hvort sem þeir eru gagn-
kynhneigðir eða samkynhneigðir.
Að öðru leyti fagna Ung vinstri
græn niðurstöðum nefndarinnar og
hvetja alþingismenn til þess að jafna
réttindi og tækifæri samkyn-
hneigðra á við gagnkynhneigða að
fullu á komandi haustþingi.“
Niðurstaðan
vonbrigði
LANDSLIÐ Austurríkismanna í
tvíkeppni á skíðum hefur undan-
farnar tvær vikur æft skíðagöngu
uppi á Sólheimajökli og búið á Skóg-
um.
Austurríkismennirnir komu hing-
að á eigin vegum en Skíðasamband
Íslands tók á móti þeim og var liðinu
innan handar. Að sögn Guðmundar
Jakobssonar, formanns alpagreina-
nefndar Skíðasambandsins, voru
gestirnir undrandi á því hve að-
staðan hér var góð. Á jöklinum er
hægt að æfa í mun minni hæð en
þeir eru vanir og því gátu þeir æft
lengur hvern dag en venjulega.
Tvíkeppni á skíðum er fólgin í því
að keppt er í skíðastökki og skíða-
göngu með frjálsri aðferð.
Austurrísku göngugarparnir náðu
að æfa níu daga af þeim fjórtán sem
þeir dvöldust hér á landi.
Hluta tímans æfðu þeir með
nokkrum íslenskum landsliðsmönn-
um í skíðagöngu.
Landsliðsmennirnir fóru af landi
brott í gærkvöldi. Þegar hefur borist
fyrirspurn frá landsliði Austurríkis-
manna í skíðagöngu um að fá að
koma hingað. Með landsliðinu var
tökulið frá austurrískri sjónvarps-
stöð og verður þáttur um ferðina
sýndur í austurrísku sjónvarpi á
næstunni.
Austurrískir landsliðsmenn
æfðu á Sólheimajökli
SVEINN Einarsson, fyrrum þjóð-
leikhússtjóri, færði Íslandsdeild
Amnesty International að gjöf 200
þúsund krónur í gær í tilefni af sjö-
tugsafmæli sínu síðastliðinn laug-
ardag. Í stað þess að halda afmæl-
isveislu ákvað Sveinn að gefa
andvirði veislunnar til Amnesty Int-
ernational og afhenti hann pen-
ingagjöfina Jóhönnu K. Eyjólfs-
dóttur, framkvæmdastjóra Íslands-
deildar Amnesty.
Sveinn hefur verið félagi í Ís-
landsdeild Amnesty um árabil og
sat m.a. um tíma í stjórn hennar.
Merkilegt starf
„Mér finnst Amnesty vinna
merkilegt starf og mig langaði að
vekja athygli á því og það hefur
tekist því að það eru ýmsir fleiri
sem hafa hugsað til þeirra en ég.
[...] Við lifum vel hér á Íslandi og
erum aflögufær og þá finnst mér
gaman ef við getum lagt eitthvað af
mörkum til þeirra sem þurfa á að-
stoð að halda,“ sagði Sveinn í sam-
tali við Morgunblaðið.
Að sögn Jóhönnu K. Eyjólfs-
dóttur koma peningarnir í góðar
þarfir og verður tryggt að þeir nýt-
ist beint í starf Amnesty. Hún segir
mjög óvenjulegt að einstaklingar
gefi samtökunum stórar peninga-
gjafir.
Gaf andvirði afmælisveislu til Íslandsdeildar Amnesty
„Við lifum
vel hér
á Íslandi“
Morgunblaðið/Sverrir
Sveinn Einarsson færir Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, framkvæmdastjóra Ís-
landsdeildar Amnesty International, 200 þúsund krónur að gjöf í fyrradag.
H
rin
gb
ro
t
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16
Gallajakkar,
pils og buxur
Fatnaðurinn frá
svíkur engan
Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222.
www.feminin.is
Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16.
Str. 36-56