Morgunblaðið - 24.09.2004, Page 11

Morgunblaðið - 24.09.2004, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 11 ÚR VERINU 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S LB I 25 95 3 09 /2 00 4 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S LB I 25 95 3 09 /2 00 4 Fjárfestingarfélagið Atorka hf., kt. 600390-2289, Laugavegi 182, 105 Reykjavík, tilboðsgjafi, býður hluthöfum í Sæplasti hf., kt. 690384-0789, Gunnarsbraut 12, 620 Dalvík, að kaupa hlutabréf þeirra í félaginu. Tilboð þetta er sett fram í samræmi við VI. og VII. kafla laga nr. 33/2003, um verðbréfaviðskipti. Eign Atorku í Sæplasti var yfir 40% við gildistöku laga nr. 33/2003, um verðbréfaviðskipti. Í lögunum er bráðabirgðaákvæði þar sem kveðið er á um að hluthafi sem fer með meira en 40% atkvæðisréttar í félagi sem var skráð á skipu- legum verðbréfamarkaði við gildistöku laganna sé ekki tilboðsskyldur svo lengi sem hann auki ekki atkvæðis- rétt sinn í félaginu umfram næsta verulega hlut. Með kaupum Atorku á hlutum í Sæplasti þann 31. ágúst sl. fór eignarhlutur Atorku yfir næsta verulega hlut og ber Atorku því að gera öðrum hluthöfum í Sæplasti tilboð í hluti þeirra. Fjárfestingarfélagið Atorka hf., sem þann 24. september 2004 á 53,7% af heildarhlutafé Sæplasts hf. og 56,4% af virku hlutafé félagsins, gerir því hluthöfum Sæplasts hf. tilboð í hlutabréf þeirra. Í kjölfar yfirtöku- tilboðsins er stefnt að afskráningu Sæplasts hf. úr Kauphöll Íslands. Tilboðsverðið er 5,50 krónur fyrir hverja krónu nafnverðs í Sæplasti hf. Greitt verður fyrir hlutina með nýjum hlutum í Fjárfestingarfélaginu Atorku hf. miðað við gengið 4,60. Skiptigengið er því 1,19565217 krónur hlutafjár í Fjárfestingarfélaginu Atorku hf. fyrir hverja krónu nafnverðs í Sæplasti hf. Tilboð þetta gildir frá klukkan 9:00 þriðjudaginn 28. september 2004 til kl. 16:00 þriðjudaginn 26. október 2004. Hluthafar í Sæplasti hf. fá tilboðsyfirlit og eyðublað til samþykkis tilboðinu sent í pósti næstu daga. Umsjónaraðili yfirtökutilboðsins fyrir hönd Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. er Fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands hf., Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Nánari upplýsingar um yfirtökutilboðið er hægt að nálgast hjá Landsbankanum – Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu í síma 410 4000. Einnig má nálgast tilboðsyfirlit og samþykki tilboðsins hjá Landsbankanum, Fyrirtækjaráðgjöf, Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík og á vef Landsbankans, www.landsbanki.is Tilboð til hluthafa í Sæplasti hf. EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Farmanna- og fiski- mannasambandi Íslands og Félagi skipstjórnarmanna: „Vegna yfirlýsingar áhafnar togarans Sólbaks EA og ummæla Jóhanns Gunnarssonar skipstjóra þess efnis að samningur eða samn- ingsdrög milli áhafnar Sólbaks og Guðmundar Kristjánssonar hafi í tvígang verið kynnt fyrir forsvars- mönnum Félags skipstjórnarmanna tel ég mér skylt að upplýsa að þessi yfirlýsing er fullkomlega ósönn. Hið sanna í málinu er að það var ekki fyrr en 3. september sem Félagi skipstjórnarmanna barst afrit af samningi milli áhafnar og útgerðar Rauðanúps og þá frá skrifstofu Sjó- mannafélags Eyjafjarðar. Sá sem kom samningnum á framfæri við sjómannafélagið óskaði mjög ein- dregið nafnleyndar. Í lok ágúst sótti Guðmundur Kristjánsson hart að áhöfn Guð- mundar í Nesi sem stóð af sér þá miklu pressu sem þessi, nú marg- frægi útgerðarmaður, hafði í frammi og verðskuldar sú áhöfn heiður og alla mína virðingu fyrir að neita að skrifa undir samning undir þessum kringumstæðum. Þetta á við alla áhöfnina að und- anskildum matsveininum sem að mér skilst að sé höfundur þess plaggs sem leggja átti fyrir mann- skapinn. Vegna alls þess sem gekk á í kringum Guðmund í Nesi sömdu forsvarsmenn allra þriggja samtaka sjómanna harðort bréf þar sem Guðmundur Kristjánsson var hvatt- ur til að láta af slíku framferði. Þegar Guðmundi barst bréfið brást hann við með því að hringja á skrif- stofu Félags skipstjórnarmanna. Þar sem undirritaður var ekki við ræddi Guðmundur við fram- kvæmdastjóra FS, Guðjón Ármann Einarsson. Kvartaði hann sáran yf- ir ósanngjörnu orðalagi bréfsins og taldi sig ekki verðskulda slíka með- ferð. Aðspurður hvort hann stæði í einhverri samningsgerð við áhöfn Rauðanúps þverneitaði hann því ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur þrisvar sinnum rétt eins og ákveðin persóna í frægri bók. Á þeirri stundu sem þessi krossberi réttlæt- isins neitaði eindregið aðild að nokkurri samningsgerð var afrit af undirskrifuðum samningi Guð- mundar og 11 manna áhafnar Rauðanúps í okkar höndum. Ég skrifaði inn á samninginn undir undirskrift margnefnds útgerðar- manns fyrirspurn sem ég faxaði á hann. Þar spurði ég hreint út hvort þetta væri ekki hans undirskrift sem væri á fyrrnefndum samningi. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað. Eins og áður er getið feng- um við forsvarsmenn FS þennan undirritaða Rauðanúpssamning eft- ir krókaleiðum 3. september. Samn- ingurinn rúmast á hálfri blaðsíðu A4 og inniheldur ýmislegt annað en þau óundirskrifuðu samningsdrög sem bárust skrifstofu FS fyrir tveimur dögum. Þann samning sem áhöfn og útgerð Sólbaks hafa gert sín á milli hafa forsvarsmenn sjó- mannasamtakanna aldrei séð. Að halda því fram að umræddur samn- ingur hafi í tvígang verið lagður fyrir forsvarsmenn samtaka sjó- manna er því rakalaus þvættingur og hittir þá eina fyrir sem standa að slíkum málflutningi. Fh. FFSÍ og FS Árni Bjarnason“ Yfirlýsing frá FFSÍ og FS VÉLSTJÓRAFÉLAG Íslands mun væntanlega láta skera úr um rétt- mæti ráðningarsamnings skipverja á Sólbaki EA fyrir dómstólum. For- maður félagsins segir margt í samn- ingnum brjóta ákvæði kjarasamn- inga en hann verði kannaður til hlítar á næstunni. Helgi Laxdal, formaður VSFÍ, segir að félagið sé með kjarasamn- ing í gildi sem renni út um áramót 2005/2006. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sé óheimilt að fara með kjör niður fyrir gildandi samninga í viðkomandi grein. „Ef Sólbakssamningurinn skilar okkar mönnum lélegri kjörum en gildandi kjarasamningur teljum við að hann sé ómarktækur og för- um með hann fyrir dómstóla, senni- lega fyrir félagsdóm.“ Helgi segir að kjör vélstjóra um borð í Sólbaki EA verði könnuð til hlítar á næstunni og borin saman við gildandi samninga. Hann segir þó ljóst á þessari stundu að ýmis ákvæði í Sólbakssamningnum brjóti klárlega ákvæði kjarasamninga. „Skilyrði í samningnum um hafn- arfrí eru klárlega brot á kjarasamn- ingum. Nú get ég ekki sagt til um hvort skilyrði um hafnarfrí í Sól- bakssamningnum koma sér betur eða verr fyrir skipverjana en þau eru engu að síður klárt brot á kjara- samningum. Þá þykir mér augljóst að útgerðin hafi einhvern hag af því að fækka skipverjum úr fimmtán í tólf. Útgerðin hlýtur að taka að minnsta kosti helming af ávinningi þess að fækka í áhöfn. En störfun- um um borð hefur ekki fækkað, heldur þurfa þeir sem eftir eru að vinna störf þeirra sem fara.“ Helgi segir að Guðmundur Krist- jánsson, forstjóri Brims og fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélagsins Tjalds, hafi verið innan vébanda Landssambands íslenskra útvegs- manna þegar VSFÍ og LÍÚ gerðu með sér kjarasamning og samþykkt hann eins og aðrir útgerðarmenn. Mat lögmanna VSFÍ sé að Guð- mundur sé þannig bundinn af kjara- samningnum, jafnvel þótt hann stofni og eigi félag utan LÍÚ. Ummælum vísað á bug Í yfirlýsingu frá stjórn Vélstjóra- félags Íslands frá því í gær er vísað á bug því sem fram kom í yfirlýs- ingu áhafnar Sólbaks EA, frá 23. september sl., að mörg ummæli for- ystumanna Vélstjórafélags Íslands, hafi verið til þess fallin að draga áhöfn skipsins í svaðið og gera lítið úr henni. „Það eina sem formaður Vélstjórafélagsins hefur tjáð sig um málið, eru ummæli þess efnis að þessi sérsamningur sé ólögmætur. Stjórn Vélstjórafélags Íslands styð- ur þau ummæli formannsins. Stjórn Vélstjórafélags Íslands mótmælir einnig þeirri fullyrðingu skipverj- anna á Sólbaki EA-7 að í tvígang hafi drög að samningi verið kynnt fyrir Vélstjórafélagi Íslands. For- svarsmönnum félagsins var kunn- ugt um samningsdrögin en þau voru aldrei borin formlega undir formann eða stjórn félagsins, hvorki af hálfu áhafnarinnar á Sólbaki EA-7 né framkvæmdastjóra Brims hf.,“ seg- ir í yfirlýsingunni. Í ályktun sem miðstjórn Alþýðusambands Íslands sendi frá sér í fyrradag kemur fram að miðstjórnin mun beita sér fyrir því að verkalýðsfélög verjist samn- ingum, á borð við þann sem gerður var við skipverja Sólbaks EA, með öllum tiltækum ráðum. Gylfi Arn- björnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að samningur af þessu tagi standist ekki lög, enda gildi lög um lágmarkslaun í landinu sem kveði á um að ekki megi þiggja laun sem eru lakari en segir til um í kjara- samningum. Hann segir ýmis ráð til þess að koma í veg fyrir að slíkir samningar séu gerðir en segir ótímabært að tíunda þau að svo stöddu. Segja skilyrði um hafnarfrí brot á kjarasamningum Vélstjórar mótmæla Sólbakssamningnum og íhuga málsókn Morgunblaðið/KristjánSkipverjar á Sólbak EA gera klárt í Fiskihöfninni á Akureyri. NÝSJÁLENDINGUM er heimilt að veiða um 100 þúsund tonn af hokinhala (hoki) á næstu vertíð, 80 þúsund tonn- um minna en á yfirstandandi vertíð. David Benson-Pope, sjáv- arútvegsráðherra Nýja- Sjálands, tilkynnti þetta í gær. Hann sagði niðurskurðinn nauðsynlegan til að gefa stofn- inum tækifæri til að rétta úr kútnum eins fljótt og auðið er. Stöðugur niðurskurður í hok- inhalakvóta á undanförum ár- um hafi ekki komið í veg fyrir hnignun stofnsins og því væri þörf á enn meiri niðurskurði nú. Hokinhalakvóti yfirstand- andi vertíðar er um 180 þúsund tonn en heildarafli vertíð- arinnar verður þó vart meiri en 120 þúsund tonn. Niðurskurð- inum hefur verið vel tekið í nýsjálenskum fiskiðnaði. Hags- munasamtök sjávarútvegsins þar í landi hafa barist gegn því að hokinhalastofninn hljóti vottun umhverfissamtakanna Marine Stewardship Council og benda nú á að fyrir aðeins tveimur árum hafi samtökin sagt stofninn í góðu ástandi. Síðan hafi heildarkvótinn verið skorinn verulega niður. 45% nið- urskurð- ur í hok- inhala

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.