Morgunblaðið - 24.09.2004, Síða 21

Morgunblaðið - 24.09.2004, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 21 MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavík | Á alþjóðasiglingadaginn, sunnu- daginn 26. september, kl. 13–16 verða hátíð- arhöld í tilefni dagsins á Miðbakkanum í Reykjavík. Þar verða til sýnis varðskip, hafrannsókn- arskip, björgunarskip SL og fiskibátar auk þess sem skólaskipið Sæbjörg verður opið gestum. Kynnt verður áætlun um öryggi sjó- farenda. Þá verður dregið í happdrætti og tengist vinningurinn öryggismálum sjómanna. Landhelgisgæslan mun sýna björgun úr sjó með þyrlu kl. 13.30 og keppt verður í flotgalla- sundi milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar kl. 14.30. Siglingadagur á sunnudag Reykjavík | Borgarráð hefur samþykkt að út- hluta Samtökum aldraðra byggingarrétti á lóð norðvestan við gatnamót Sléttuvegar og Háa- leitisbrautar. Stærð lóðarinnar er 11.670 fer- metrar og var samþykkt jafnframt að skipu- lags- og byggingarnefnd verði falið að vinna tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi. Að sögn Guðmundar Gunnarssonar, for- manns Samtaka aldraðra, er áformað að byggja 50–70 íbúðir á lóðinni þegar skipulag hennar liggur fyrir. Hann vonast til að hægt verði að hefja undirbúning framkvæmda næsta vor og íbúðirnar verði fullbyggðar innan tveggja ára frá þeim tíma. Samtök aldraðra eru byggingarsamvinnu- félag sem selur íbúðirnar á kostnaðarverði til sinna félagsmanna. Að sögn Guðmundar gildir sú regla að þeir sem lengst hafa verið í félaginu hafi forgang um íbúðir en á þriðja hundrað manns eru á biðlista eftir íbúðum. Áforma að byggja íbúðir fyrir aldraða ♦♦♦ „Öflugt skólastarf í 100 ár, án þess að kennsla hafi fallið niður vegna verkfalla, segir meira um stöðugleikann en þessi auglýsing“ Skólastarf frá árinu 1905 Á næsta ári verða liðin 100 ár frá því að skólastarf á vegum Aðventista hófst hér á landi að frumkvæði svíans David Öslund sem stofnaði barnaskóla árið 1905 og réð til hans menntaða kennara. Nú er Suðurhlíðarskóli, einkaskóli á grunnskólastigi, með kennslu í öllum bekkjardeildum og starfræktur í eigin húsnæði. Á yfirstandandi skólaári eru 6 fastráðnir kennarar auk 5 stundakennara í ýmsum fögum. Þrjár annir og fámennir bekkir Nemendafjöldinn er að jafnaði 60 til 65 nemendur á vetri og er miðað við að 12–16 nemendur séu í hverri stofu og er tveimur árgöngum kennt saman. Þannig eru nemendum í 1. og 2. bekk kennt saman, 3ja og 4. bekk, 5. og 6. bekk, 7. og 8. bekk og 9.–10. bekk. Skólaárinu er skipt í þrjár annir til að dreifa vinnuálaginu og til að létta nemendum námið. Einstaklingsmiðað nám og aðhald Nemendur okkar sem og foreldrar þeirra eru einkar sátt við kennslufyrirkomulagið enda gefur blöndun árganga mikla félagslega möguleika auk þess sem námsáhuginn verður meiri og síðast en ekki síst verður samheldnin meiri sem dregur úr ýmsum árekstrum og einelti. Lögð er áher- sla á einstaklingsmiðað nám og stuðning við hvern og einn eftir þörfum. Allir njóta sín án eineltis Í skólastefnu Suðurhlíðarskóla er lögð áhersla á virðingu og ábyrgð gagnvart náunganum og þann þátt í þeirri ábyrgð að sýna kærleika; áhuga og umhyggju, og láta hvern einstakling njóta verndar og vináttu. Heimanámið í skólanum Kennarar leiðbeina nemendum við heimanámið í klukku- stund að loknum hefðbundnum skóladegi. Nemendum yngri bekkjardeilda er skylt að notfæra sér það en nemendum í eldri bekkjardeildum er frjálst að þiggja aðstoðina sem er veitt án endurgjalds. Gæsla að loknum skóladegi Foreldrar barna í 1.–4. bekk eiga þess kost að fá gæslu fyrir börn sín til kl. 15:30 á daginn. Skólahúsið opnar kl. 7:45 á morgnana en skóli hefst kl. 8:10. Gæslan kostar ekkert. Heitur matur í hádeginu Allir eiga þess kost að kaupa heitan mat í hádeginu, en skólaeldhúsið er jafnframt kennslustofa í heimilisfræðum. Tónlistarkennsla í skólanum Nemendum stendur til boða kennsla á fiðlu, flautu og píanó, eftir að skóla lýkur á daginn. Skólagjald Sveitarfélög taka þátt í rekstri einkaskóla en foreldrar/aðstandendur greiða skólagjald fyrir því sem uppá vantar. Skólagjald Suðurhlíðarskóla er frá 20.358 krónum til 21.380 kr. á mánuði, eftir árgöngum, fyrir skólaárið 2004/2005. Greiðslukjör eru við allra hæfi. Einkaskóli á grunnskólastigi Neðst í suðurhlíðum Fossvogsins. Suðurhlíð 36 Reykjavík, sími 568 7870, www.sudurhlidarskoli.is Suðurhlíðarskóli skólastjóri og kennari „LEIKSKÓLABÖRN eru mjög næm fyrir tungumálum. Þau eru forvitin og áhugasöm um allt sem þau heyra og sjá og þau læra mjög hratt,“ segir Guðrún Jóns- dóttir, skólastjóri Hjalla í Hafn- arfirði, en þar hefur verið unnið með enskukennslu eða „ensku- kynningu“ eins og Guðrún kallar það fyrir fimm ára börn sl. þrjú ár. Segir hún að sú kynning hafi gefið góða raun. Börnum í barna- skóla Hjallastefnunnar við Vífils- staði í Garðabæ er einnig kennd enska frá fimm ára aldri. Guðrún mun fjalla um þessa enskukennslu í erindi sínu á mál- þingi í Öskju, nýju náttúrufræði- húsi Háskóla Íslands, í dag, í til- efni af evrópska tungumáladeginum. Guðrún segir að með ensku- kennslunni sé verið að byggja upp þá trú meðal barna að það sé jafneinfalt og sjálfsagt að tileinka sér nýtt tungumál eins og að læra að lesa og skrifa. „Enskukenn- arinn sem við höfum er bandarísk og talar eingöngu við börnin á ensku. Hópstjórinn er líka með í tímunum og aðstoðar við túlkun þegar á þarf að halda.“ Guðrún segir að börnunum gangi vel að læra ensku. „Þetta er ekki formleg kennsla sem endar með prófi heldur fer þetta fram í formi leikja og styrkir sjálfs- traust barnanna gagnvart því að læra nýtt tungumál.“ Kennarinn noti t.d. mikið náttúruna og um- hverfið. „Svo syngur hún mikið þegar mamma eins barnsins fór í helgarferð til Lundúna fyrir skömmu. „Við syngjum mikið lag hérna þar sem segir m.a. „How are you today, today?“ Það er lag sem allir þekkja. Mamma eins drengs fór í helgarferð til London fyrir nokkru og þegar hún kom heim tók hann á móti móður sinni og sagði: How are you today, today?“ Þarna var hann að tengja saman það að mamma hans var í Englandi og að hann kunni ensku! Við erum alltaf að heyra svona skemmtilegar sögur frá foreldr- unum.“ og notar líkamann og hreyfingu. Og börnunum finnst æðislegt að kunna nokkur orð í ensku.“ Guðrún tekur einnig fram að enskukennslan hafi ekki áhrif á íslenskukunnáttu barnanna. Þau geti vel lært tvö tungumál sam- hliða. Guðrún segir sögu af því, „Börnunum finnst æðislegt að kunna nokkur orð í ensku“ Í Hjallaskóla er byrjað að kenna börnum ensku við fimm ára aldur. Almenn ánægja er með námið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.