Morgunblaðið - 24.09.2004, Side 29

Morgunblaðið - 24.09.2004, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 29 UMRÆÐAN Vandaðar og öflugar dælur fyrir alla verktakastarfsemi Sími 594 6000 Brunndælur Réttur til bóta fyrir líkamstjón Lögfræðilegt mat ehf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð örorkumats vegna líkamstjóns. Ef þig vantar upplýsingar um bætur fyrir líkamstjón s.s. vegna umferðarslyss eða vinnuslyss getur þú haft samband í síma 511-3600. Sjá einnig heimasíðuna www.logmat.is m.a. upplýsingarit tjónaþola vegna líkamstjóns. Lögfræðilegt mat ehf. Björn Daníelsson, lögfr. Athuga nýtt heimilisfang: Skúlagata 17, 101 Reykjavík. Allir laugardagar eru f jölskyldudagar Handprjónasambandið Bóka- og gjafaverslunin IÐA Kaffihúsið í IÐU Listhús Reykjarvíkur Veitingastaðurinn Sowieso Yndisauki Opið alla daga frá kl. 10-22 IÐA, Lækjargötu 2a, 101 Reykjavík F A B R IK A N AF einhverjum orsökum, sem Ís- landsbankamenn verða sjálfir að út- skýra, telja þeir efni og ástæðu til að koma með greiningu á athöfnum út- gerðarmanns sem ræð- ur þriðja kvótahæsta út- gerðafyrirtækis landsins hefur hleypt öllu í bál og brand í sam- skiptum sjómanna og útvegsmanna með ger- ræðislegum vinnu- brögðum. Var haft samband við Guðmund Kristjánsson útgerðarmann og óskað eftir því að hann sendi í Karphúsið samning þann sem tíundaður var í fréttatilkynningu og hafinn var til skýjanna að hálfu út- gerðar og skipstjóra Sólbaks. Reyndar þeim sama skipstjóra og nokkrum vikum áður hafði kvartað sáran við undirritaðan yfir þeim af- arkostum sem þessi sami útgerð- armaður bauð honum upp á meðan skipið var gert út á rækjuveiðar. Óskin um að fá samninginn í hendur var gerð í þeim tilgangi að menn sæju svart á hvítu um hvaða breyt- ingar frá núverandi kjarasamningi væri að ræða. Samningurinn virðist ekki þannig úr garði gerður að hann þoli dagsbirtuna með góðu móti. Í öllu falli hefur hann ekki borist skrif- stofu sáttasemjara þegar þetta er ritað þrátt fyrir vilyrði í þá átt. Þau samningsatriði sem haldið var á lofti og birtust í fréttatilkynningu í gær höfðu greinilega, greinanleg áhrif á sérfræðinga greiningadeildar Ís- landsbanka, sem að öllum líkindum hafa fæstir hafa komið nið- ur á bryggju, hvað þá út að sjó, en telja sig samt sem áður þess umkomna að reika út úr þessu rugli öllu saman, verulega hag- ræðingu fyrir sjávar- útveginn. Þessi samningur út- gerðar og áhafnar Sól- baks var lagður fyrir LÍÚ og Samtök at- vinnulífsins á fölskum forsendum og Alþýðusambands Ís- lands hefur lýst því yfir að þessi framvinda verði stöðvuð. Samning- urinn er þar að auki talinn ólöglegur að mati mætra lögfræðinga sem sér- hæfðir eru í vinnulöggjöfinni. Í ljósi alls þessa væri fróðlegt ef þessir greiningardeild bankans reiknuði út hagræðinguna og væntanlegan tekjuauka út frá ofangreindum stað- reyndum. Það er með hinum mestu ólík- indum og reyndar óútskýranlegt hvað vakir fyrir bankastofnun sem blandar sér með slíkum hætti í alvar- legustu stöðu sem upp hefur komið í sjávarútveginum í langan tíma. Með þessum vinnubrögðum og þessari „faglegu“ greiningu blessar bankinn þessar athafnir allar á mettíma. Til glöggvunar fyrir greiningadeildina, ef hún ætlar í frekari greining- arvinnu á þessu sviði, skal bent á að rökrétt væri að taka tillit til þess að Guðmundur Kristjánsson þver- brýtur kjarasamninga á dragnót- arbátnum Sólborgu RE 76 sem hefur ótvírætt í för með sér talsverða hag- ræðingu ekki síst ef sömu kjör yrðu raunin á öðrum dragnótabátum í flotanum. Að lokum er ég með þá til- lögu til yfirstjórnar Íslandsbanka að fækka um helming í greiningardeild bankans en það myndi ótvírætt hafa verulega hagræðingu í för með sér fyrir bankann auk þess sem allar lýkur eru á að orðstýr bankans færi vaxandi með færri greiningum af þessum gæðaflokki. Í ljósi afskipta Íslandsbanka af þessu máli má telja ljóst að hann er ekki sá banki sem ís- lenskir sjómenn ættu að eiga við- skipti við. Greindarskortur greining- ardeildar Íslandsbanka Árni Bjarnason skrifar um kjaramál sjómanna ’Í ljósi afskipta Íslands-banka af þessu máli má telja ljóst að hann er ekki sá banki sem ís- lenskir sjómenn ættu að eiga viðskipti við.‘ Árni Bjarnason Höfundur er forseti FFSÍ. EFTIR að kennarar fóru í verkfall þurfa um 2.600 grunnskólanem- endur á Akureyri að finna sér viðfangsefni til að fylla þann tíma sem að öðrum kosti hefði farið í nám. Fámennur hópur nemenda nýtir sér skólavistun frá kl. 13.00 til 16.00, þar sem verkfallið snertir ekki þá hlið skólastarfsins. Aðrir eiga ef til vill áhugamál utan skólans svo sem íþróttir, tónlist og annað sem gengur sinn vanagang þrátt fyrir verkfallið. Ljóst er að margir nemendur standa þó, því miður, í þeim spor- um að hafa ekkert við að vera á þeim tíma sem skólinn væri. Margir detta í þá gryfju að liggja í sjón- varpsglápi og tölvunotkun! Hvað er þá til ráða? Mikilvægt er að foreldrar axli ábyrgð sína og viti með vissu hvað börnin hafa fyrir stafni, aðstoði þau við að finna sér viðfangsefni við hæfi og að útivistartíminn sé virtur. Aldrei verður lögð næg áhersla á mikilvægi þess að viðhalda venjum daglegs lífs m.a. með því að fara á fætur á morgn- ana og fást við verðug viðfangsefni svo sem að líta í skóla- bækur eða önnur áhuga- verð verkefni. Ekki má heldur gleyma hreyfingunni og er um að gera að fara út í leik, aðra útivist eða taka þátt í því fjöl- breytta starfi sem fer fram hjá íþróttafélög- unum og frjálsum fé- lagasamtökum. Nýverið var hleypt af stokkunum heilsuefl- ingarátaki á Akureyri, sem hefur það fyrst og fremst að markmiði að hvetja bæjarbúa til auk- innar hreyfingar og samveru. Svokölluðu fjölskyldukorti, sem er liður í átakinu, hefur þegar verið dreift til allra grunnskólabarna á Akureyri. Á heimasíðu verkefnisins „Einn, tveir og nú!“ – www.ak- ureyri.is/12ognu - má finna ýmsar hugmyndir að skemmti- legri útivist, lýsingu á útileikjum, gönguleiðum, hvert hægt er að fara á skauta, í sund, opnunartíma o.s.frv. Viðfangsefni skóla- barna í verkfalli Bryndís Arnarsdóttir fjallar um yfirstandandi kennaraverkfall Bryndís Arnarsdóttir ’Mikilvægt erað foreldrar axli ábyrgð sína og viti með vissu hvað börnin hafa fyrir stafni.‘ Höfundur er hjúkrunarfræðingur og formaður heilsueflingarráðs Akureyrarbæjar. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum …“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggj- andi skipulagstillögu bæjaryf- irvalda …“ Gunnar Finnsson: „Hins veg- ar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallarbreytinga er þörf …“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlits- ins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Á mbl.is Aðsendar greinar ÞAÐ ER mikilvægt fyrir alla að hreyfa sig. Strax á unga aldri ættum við að leggja grunninn að okkar lífstíl og hreyfa okkur reglulega. Börn og unglingar sem stunda skipulagðar og reglulegar íþróttir eru mun líklegri til að leggja stund á hreyf- ingu á fullorðinsaldri. Offita er vaxandi vandamál á Íslandi og víðar. Hreyfing og gott mataræði eru tveir stærstu þættirnir í því að sporna við þessu vandamáli. Jafnræði verður að vera á milli hreyfingar og mataræðis. Hjá börnum og unglingum er þó hreyfingin lyk- ilatriði. Börn ættu að hreyfa sig í klukku- stund á dag í það minnsta. Hjartavöðvinn er mikilvægasti vöðvi líkamans sem styrkist við mikla hreyfingu. Eftir því sem hann er sterkari þeim mun meira blóði nær hann að pumpa, og þar með flyst meiri næring og súrefni um lík- amann. Með hreyfingu eykst þol okkar og almenn líðan batnar. Við foreldrar eigum að sýna börnum okkar gott fordæmi og auka skilning þeirra á mik- ilvægi hreyfingar. Því við getum haft veruleg áhrif á lífstíl barna okk- ar. Almenn hreyfing barna er minni nú í seinni tíð. Sum börn hreyfa sig varla nokkuð og önnur fá ekki neina hreyfingu nema á skipulögðum íþrótta- æfingum. Sparkvallaátak KSÍ er liður í að auka hreyf- ingu allra barna. Vell- irnir eru staðsettir á skólalóðum vítt og breitt um landið. Þeir eru upplýstir og upp- hitaðir. Þarna er hægt að vera við hvaða birtuskilyrði sem er og árstíðin er aukaatriði. Vellirnir eru því nýttir allan daginn, allan árs- ins hring. Girðing i kringum völlinn með innfelldum mörkum veldur því að boltin er nær alltaf í leik, hug- myndin á bak við það er að halda leiknum samfelldum og auka þar með þol og styrk iðkenda. Alþjóðlegi hjartadagurinn er haldinn í 5. sinn víða um heim sunnudaginn 26. sept- ember. Þema dagsins í ár eru börn, unglingar og hjartasjúkdómar. Knattspyrnusamband Íslands tekur með stolti þátt í Alþjólega hjarta- deginum. Allir út á Völl! Það er mikilvægt fyrir alla að hreyfa sig Eyjólfur Sverrisson fjallar um nauðsyn hreyfingar vegna Alþjóðlegs hjartadags ’Hjartavöðvinner mikilvægasti vöðvi líkamans og styrkist við mikla hreyf- ingu.‘ Eyjólfur Sverrisson Höfundur er knattspyrnumaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.