Morgunblaðið - 24.09.2004, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Utanríkismál hafa veriðnokkuð til umræðuhér á landi að und-anförnu. Ekki vegna
sérstakra hugsjóna Íslendinga í
þessum málum, heldur vegna
þess að komið hefur í ljós að það
kostar mikla peninga að hafa
samskipti við umheiminn. Útgjöld
Íslendinga til utanríkismála hafa
tvöfaldast undanfarin níu ár og
þykir nú mörgum nóg um.
Í þeim hópi er hagfræðingurinn
Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stöðumaður Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands. Í Morg-
unblaðinu fyr-
ir tveimur vik-
um síðan
ræddi
Tryggvi Þór
um boðaðar
skattalækk-
anir ríkisstjórnarinnar og sagði
að vegna þeirra væri nauðsynlegt
að skera niður ríkisútgjöld.
Nefndi hann utanríkisþjónustuna
sem einn þann lið, sem ætti að
huga sérstaklega að niðurskurði í.
Orðrétt sagði Tryggvi Þór: „Nú
er tæknin einfaldlega orðin þann-
ig að það þarf ekki að halda úti
sendiráðum í hinum og þessum
löndum. Við erum t.d. með sendi-
ráð í miðri Afríku þar sem ekki
nokkur maður er á ferð.“ Síðasta
setningin í ummælum hagfræð-
ingsins vekur sérstaka eftirtekt.
Það er erfitt að túlka hana með
öðrum hætti en þeim að hér sé átt
við að engin peningaleg sjón-
armið réttlæti tilvist íslensks
sendiráðs í Afríku. Fyrst við get-
um ekkert grætt á fólkinu í Afr-
íku, til hvers þá að reka þar
sendiráð?
Vart þarf að fræða hagfræðing-
inn né aðra um að fátæktina,
stríðin og banvænu sjúkdómana
sem hafa leikið Afríku grátt. Oft
er vitnað til Afríku sem hinnar
gleymdu álfu vegna þess að rík-
ustu þjóðir heims, Vesturlönd,
hafa lítt látið til sín taka til þess
að létta á neyðinni þar. Um Ís-
lendinga er það að segja að þeir
hafa hingað til mátt skammast sín
fyrir framlög sín til þróunarmála.
Árið 1970 samþykktu Sameinuðu
þjóðirnar að iðnríkin skyldu veita
0,7% af landsframleiðslu sinni til
opinberrar þróunaraðstoðar.
Tæpum þremur áratugum síðar
sáu Íslendingar sér einungis fært
að leggja fram 0,09% af lands-
framleiðslu til þessa málaflokks.
Danmörk, Noregur og Svíþjóð
lögðu hins vegar öll fram meira fé
en SÞ mælti með. Framlag Ís-
lands til þessara mála hefur þó
heldur aukist síðustu ár. Í fyrra
var opinber þróunaraðstoð orðin
0,16% af landsframleiðslu og þá
vantar aðeins 0,44% að ein ríkasta
þjóð heims styðji þá fátækustu í
heiminum um þær upphæðir sem
alþjóðasamfélagið hefur farið
fram á! Miðað við hvað framlögin
hafa hækkað hægt undanfarin ár
er þó ekki útlit fyrir að við náum
markmiðum SÞ á næstunni.
Það er gleðiefni að Ísland er að
verða örlítið rausnarlegra við fá-
tækustu þjóðir og léttir að heyra
að aukin útgjöld til utanríkismála
má einna helst skýra með bættum
framlögum til þróunarmála. Gott
og tímabært framtak var að Ís-
lendingar skyldu fyrir rúmum
þremur árum opna sendiráð í
Maputo, höfuðborg Mósambík.
Einmitt vegna þess að til Afr-
íku „kemur ekki nokkur maður“
er ástæða til að halda þar úti öfl-
ugri þróunarstarfsemi. Slíkt starf
leiðir vonandi til þess að Afríka
opnist smám saman, menntun og
lífskjör Afríkubúa batni og sam-
skipti þeirra við umheiminn auk-
ist.
Það er dálítið kaldhæðnislegt
að Tryggvi Þór vísar í ummælum
sínum sérstaklega til tækninnar
sem nýta megi í sparnaðarskyni
og til fækkunar sendiráða „ í hin-
um og þessum löndum“. Almennt
séð er Afríka ekki sérlega tækni-
vædd. Ef notkun Netsins er skoð-
uð á heimsvísu út frá mælingum
Internetworldstats.com, kemur í
ljós að Afríkubúar eru einungis
um 1,5% netnotenda heimsins! Á
sama tíma eru Evrópubúar og
íbúar Norður-Ameríku um 56%
allra þeirra sem nýta sér þennan
nýja miðil á heimsvísu.
Er það rétt, eins og rithöfund-
urinn Steinar Bragi heldur fram í
grein í nýrri bók útgáfuhópsins
Nýhil um afleiðingar hnattvæð-
ingar, að Íslendingar taki ekki
þátt í alþjóðapólitík nema upp að
því marki sem þeim hentar
hverju sinni? Að Íslendingar taki
ekki ábyrgð á sjálfum sér eða öðr-
um og hjálpi ekki öðrum? Töl-
urnar hér að ofan um framlög til
þróunarmála virðast sanna það.
Þá hefur verið áberandi hjá þeim
álitsgjöfum sem birst hafa í fjöl-
miðlum undanfarið og gagnrýnt
útgjöld til utanríkisþjónustunnar,
að þeir virðast skoða málin alfarið
út frá viðskiptalegum hags-
munum Íslendinga. Um síðustu
helgi heyrði ég gesti í þætti Egils
Helgasonar, Silfur Egils, á Stöð
2, halda því fram að Baugur og
önnur stórfyrirtæki gætu vel
komið sér á framfæri á erlendum
mörkuðum án þess að leita á náð-
ir sendiherra hér og þar! Það er
eins og þessu fólki detti ekki í hug
að utanríkismál geti hugsanlega
snúist um annað og meira en að
maka okkar krók.
Í grein Steinars Braga er því
raunar haldið fram að eina
ástæða aukins framlags Íslend-
inga til þróunarmála hin síðustu
ár sé sú að nú viljum við fá sæti í
öryggisráði SÞ og þróunarhjálp
sé því aukin svo það megi verða
okkur til framdráttar í kosninga-
baráttunni sem framundan er.
Hverjar sem ástæður aukning-
arinnar kunna að vera, ber að
fagna því í sjálfu sér að Ísland
leggi meira fé í málaflokkinn.
Hins vegar má spyrja hvort þeim
miklu fjármunum sem varið verð-
ur til framboðs okkar til setu í
ráðinu, væri betur komið í annars
konar starfsemi. Ef til vill hefði
frekar átt að nýta þá til þess að
mjaka okkur upp að 0,7% viðmiði
SÞ um opinber framlög til þróun-
armála?
Sjálfselsk
þjóð?
Einmitt vegna þess að til Afríku „kemur
ekki nokkur maður“ er ástæða til að
halda þar úti öflugri þróunarstarfsemi.
Slíkt starf leiðir vonandi til þess að
Afríka opnist smám saman, menntun
og lífskjör Afríkubúa batni og samskipti
þeirra við umheiminn aukist.
VIÐHORF
Eftir Elvu Björk
Sverrisdóttur
elva@mbl.is
FRIÐRIK Jón Arngrímsson,
framkvæmdastjóri Landssambands
íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), skrif-
aði grein í Morgunblaðið, fimmtu-
daginn 16. september sl., undir fyr-
irsögninni ,,Hver er samningslaus?“
Friðrik Jón deilir í grein sinni hart á
fyrirsvarsmenn Farmanna- og fiski-
mannasambands Ís-
lands og Vélstjóra-
félags Íslands. Telur
hann févítisákvæði í
kjarasamningum milli
sjómanna og útvegs-
manna, haft að ,,fé-
þúfu“; með öðrum orð-
um að fyrirsvarsmenn
þessara stéttarfélaga
hafi útvegsmenn að
,,féþúfu“ með beitingu
ákvæðisins.
Í kjarasamningum
milli LÍÚ og fram-
angreindra stétt-
arfélaga er að finna
ákvæði um févíti vegna brota ein-
stakra útvegsmanna, sem eiga aðild
að LÍÚ, á ákvæðum kjarasamninga
milli sjómanna og útvegsmanna. Fé-
víti vegna einstakra brota getur
numið allt að kr. 362.000,00. Þeir út-
vegsmenn sem ekki eiga aðild að
LÍÚ, þurfa ekki að sæta slíku févíti,
samkvæmt dómi Félagsdóms frá
árinu 1998. Þeir þurfa hins vegar að
sæta sektum í ríkissjóð samkvæmt
ákvæði 70. gr. laga nr. 80/1938 um
stéttarfélög og vinnudeilur með síð-
ari breytingum. Útvegsmenn innan
LÍÚ eru hins vegar ekki krafðir um
hvort tveggja, févíti samkvæmt
ákvæðum fyrr nefndra kjarasamn-
inga og um sektir samkvæmt lögum
um stéttarfélög og vinnudeilur. Lesa
má hið gagnstæða úr grein Friðriks
Jóns Arngrímssonar og er það mið-
ur. Hann veit betur.
Í kjarasamningum sjómanna og
útvegsmanna eru skýr ákvæði um
helgarfrí sjómanna. Á netaveiðum
skulu sjómenn eiga frí aðra hverja
helgi en sérsamningar um annað eru
ógildir. Sérstakt ákvæði er að finna í
samningunum að þessu
leyti; samningar ein-
stakra sjómanna og út-
vegsmanna sem fara í
bága við ákvæði kjara-
samningsins eru ógild-
ir. Friðriki Jóni Arn-
grímssyni er
fullkunnugt um þessi
ákvæði enda í forsvari
fyrir LÍÚ. Þá er hon-
um væntanlega full-
kunnugt um ákvæði 7.
gr. laga nr. 80/1938 um
stéttarfélög og vinnu-
deilur, þar sem segir að
samningar einstakra
verkamanna við atvinnurekendur
séu ógildir að svo miklu leyti sem
þeir fari í bága við samninga stétt-
arfélags við atvinnurekandann enda
hafi félagið ekki samþykkt þá.
Það er ekki nema von að illa gangi
að semja um kaup og kjör sjómanna
þegar fyrirsvarsmaður annars
samningsaðilans réttlætir lög- og
samningsbrot félagsmanna sinna.
Friðriki Jóni Arngrímssyni ætti
stöðu sinnar vegna, að vera kunnugt
um ákvæði 5. mgr. 5. gr. laga nr. 80/
1938 um stéttarfélög og vinnudeilur,
sbr. 1. gr. laga nr. 75/1996, þar sem
segir orðrétt: ,,Skylt er samningsað-
ilum að stuðla að því að félagsmenn
þeirra virði gerða kjarasamninga.“
Það væri nær lagi að Friðrik Jón
uppfyllti lagaskyldur sínar sem
framkvæmdastjóri LÍÚ og vítti fé-
lagsmenn sína fyrir kerfisbundin
kjarasamningsbrot sín, í stað þess
að beina spjótum sínum að fyr-
irsvarsmönnum sjómannasamtak-
anna. Þeir eru að fylgja ákvæðum
laga og kjarasamninga í störfum sín-
um og eru ekki yfir þau hafnir.
Í grein sinni ýjar Friðrik Jón að
því að vilji sjómanna standi til þess
að aðrar reglur gildi um helgarfrí á
netabátum en beinlínis er kveðið á
um í kjarasamningum. Fullyrðingar
af þessum toga eru furðulegar. Sjó-
mennirnir taka sjálfir ákvörðun um í
þessum efnum við gerð kjarasamn-
inga. Fulltrúar sjómannasamtak-
anna framfylgja einungis þeim
ákvæðum sem í kjarasamningunum
felast og samþykkt hafa verið í
leynilegri atkvæðagreiðslu meðal
sjómanna og útvegsmanna. Breyt-
ingar á ákvæðum þeirra geta ein-
ungis átt sér stað við gerð nýrra
kjarasamninga. Slíkar breytingar
eru háðar samþykki meirihluta sjó-
manna og útvegsmanna en ekki fyr-
irsvarsmanna útvegsmannafélag-
anna og sjómannasamtakanna.
Févíti og féþúfur
Friðrik Á. Hermannsson svarar
Friðriki J. Arngrímssyni ’Hefði ég talið að hinnstóri hópur útvegs-
manna brýndi leiðtoga
sinn til að slá á putta
hinna brotlegu í stað
þess að réttlæta verkn-
að þeirra.‘
Friðrik Á.
Hermannsson
VELKOMNIR á fyllerí kæru
landar. Nú getum við skemmt okk-
ur ærlega og eignast það sem hug-
urinn girnist. Hætta öllu sparnað-
arkjaftæði, sem er
hundleiðinlegt. Sækj-
um heldur meir skæs
með verkföllum til að
geta drukkið meira.
Því „Lífið er dýrt og
dauðinn þess borgun.
Drekkum í dag, iðr-
umst á morgun “.
KB banki auglýsir
hvernig við getum lát-
ið drauma okkar ræt-
ast. Þetta eru einstök
fjárfestingalán segir
KB. Auglýsingin sýnir
hvernig við byggjum
við bryggju fyrir framan nýja sum-
arhúsið okkar svo að nýja skútan
okkar, sem svífur seglum þöndum
úti á vatninu, geti lagst að og við
getum farið í heita pottinn í
draumabústaðnum. Og keypt svo
næsta bústað og leigt hann út. Allt
fyrir sérstaka velvild KB bankans,
þar sem þvílíkir snillingar ráða
ríkjum, að þeir hafa metið sjálfa sig
til þyngdar í gulli og greitt sér út
sjálfir. Hver man eftir einhverjum
leiðindakalli sem tók út einhverja
skiptimynt í útibúi KB banka ?
Og vér eplin með
syngja svo allir litlu
hrossataðskögglarnir,
hvort sem þeir hafa
ráð á því eða ekki. All-
ir útlánavextir lóðbeint
niður og skattalækk-
anir á næsta leiti. Gott
er að enginn man eftir
einhverjum Seðla-
banka, bindiskyldu og
stýrivöxtum. Oj bara
hvað gengisföllin voru
nú annars púkó í
gamla daga.
Peningarnir eru
greinilega að verða atvinnulausir.
Við erum búin að sanka saman svo
miklu af þeim með lögþvingunum í
lífeyrissjóðina og stjórnskipuðu
vaxtaokri, að enginn veit hvað á að
gera við allar þessar hrúgur. Við
höfum ekki hugmyndaflug til að
finna upp neina starfsemi til að
setja þá í.. Það vilja svo fá fyrirtæki
fjárfestingarlán eða yfirdrátt til að
halda uppi atvinnu. Gott að fjár-
málaráðherranum dettur ekki í hug
að kyrrsetja þá . Enda er heldur
ekki hægt að fá fólk til að vinna
fyrir þau skítalaun sem í boði eru
eins og kennararnir og aðrir rík-
isstarfsmenn benda okkur réttilega
á.
Það leiðir af sjálfu sér, að það er
tilgangslaust að safna laununum
sínum í banka. Þeir geta því miður
enga vexti borgað á innistæður
lengur af því að útlánsvextir eru
orðnir svo lágir. Og þegar snilling-
arnir hafa sannfært okkur um
nauðsyn þess að afnema alla verð-
tryggingu peninga, hvað er þá ann-
að eftir en að fara bara á fyllerí ?.
Selja Símann fyrir svona fimm árs-
Drekkum í dag
Halldór Jónsson skrifar
um fjármálamarkaðinn ’Það leiðir af sjálfu sér,að það er tilgangslaust
að safna laununum sín-
um í banka. ‘
Halldór Jónsson
ÉG hef mikið á móti því að
stjórnvöld ætli að setja margar
milljónir í lokaða geð-
deild fyrir þá sem eru
verst settir af geð-
veiki. Á sem sagt bara
að halda áfram að loka
fólk inni, svipta það,
taka það út úr sam-
félaginu í einhvern x
tíma lyfja það upp
og senda það svo aftur
út í samfélagið?
Fólk, sem er tekið
svona úr umferð, á oft
mjög erfitt með að
fóta sig aftur í lífinu,
það fer aftur í sama farið og þá
myndast hringrás, aftur inn á lok-
aða geðdeild og aftur út í lífið án
þess að geta tekist á við það. Fólk
sem fer inn á lokaða geðdeild finnur
oft fyrir öryggi þar
sem passað er upp á
það og þá verða geð-
deildir svona eins og
uppeldisstöð og fólk
getur orðið háð því að
fara annað slagið inn á
geðdeild þar sem er
passað upp á það.
Það ætti miklu frek-
ar að setja þessa miklu
peninga í endurhæf-
ingu. Það ætti að sjá
til þess að þessir ein-
staklingar hafi fasta
búsetu, hafi í sig og á og hafi eitt-
hvað að gera á daginn, hafi eitthvað
fyrir stafni á hverjum degi. Það
ætti að sjá til þess að líf viðkomandi
gangi upp, það er jú þess vegna
sem það leggst inn á geðdeild. Bara
að styðja það í þessu daglega
amstri, sem getur oft verið of mikið
áreiti, nú eða of lítið áreiti. Það ætti
að vitja fólks heima, á vinnustað eða
þar sem fólk er að fást við eitthvað.
Sjálf er ég háð því að fara inn á
Peningaeyðsla í lokaða geðdeild
Svava Ingþórsdóttir fjallar
um málefni geðsjúkra ’Það ætti miklu frekarað setja þessa miklu
peninga í endurhæf-
ingu. ‘
Svava Ingþórsdóttir