Morgunblaðið - 24.09.2004, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Takako InabaJónsson fæddist í
Urawa í Japan 1.
júní 1946. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans að morgni
19. september síðast-
liðins. Foreldrar
hennar voru Hideo
Inaba rekstrarhag-
fræðingur, f. 10 júní
1912, d. 6. október
1982, og Tokiko
Inaba, f. 19. desem-
ber 1922, d. 1. maí
1997. Systkini Tak-
ako eru Masako To-
yozumi, f. 10. september 1944, og
Yaichiro Inaba, f. 18. janúar 1948.
Takako giftist Kjartani Jónssyni,
rafmagnsverkfræðingi, hinn 26.
desember 1976. Foreldrar hans
eru Jón Ólafsson og Ólöf Elísabet
Árnadóttir frá Selfossi. Börn
þeirra Takako og Kjartans eru: 1)
Árni Rúnar Kjartansson sálfræði-
nemi, f. 2. júní 1977, kvæntur
Önnu Arnardóttur húsmóður, f.
Árið 1976 hóf hún störf hjá erfða-
fræðinefnd HÍ við uppbyggingu
gagnagrunns sem nefndin notaði
síðan við rannsóknir sínar. Hún
vann fyrir nefndina í fimm ár. Árið
1983 hóf hún störf hjá Fram-
kvæmdastofnun ríkisins sem var
seinna skipt í Byggðastofnun og
Framkvæmdasjóð Íslands. Helstu
verkefni hennar fyrir framan-
greindar stofnanir voru forritun
lánakerfis fyrir sjóði í vörslu
þeirra og seinna rekstur og um-
sjón tölvumála hjá Byggðastofnun.
Þar vann hún þar til í byrjun árs
2001, er hún réðst til starfa hjá
tölvudeild Seðlabankans og starf-
aði þar til loka starfsævinnar. Tak-
ako hafði alla tíð mikið yndi af tón-
list og bókmenntum. Hún söng í
kór frá unga aldri og nam píanó-
og hörpuleik í Japan. Hún lauk 8.
stigi í söng frá Tónlistarskóla
Kópavogs, söng í Mótettukór Hall-
grímskirkju í fjölda ára og nú síð-
ustu árin með Kvennakór Garða-
bæjar. Fyrir nokkrum árum lét
hún gamlan draum rætast er hún
endurnýjaði kynni sín af hörpunni
og veitti það henni margar
ánægjustundir.
Útför Takako fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 10.30.
15. júní 1979, og eru
þeirra börn Ólöf Lena,
f. 6. ágúst 2000, og
Arna Katrín Inaba, f.
7. september 2004, 2)
Ólöf Júlía Kjartans-
dóttir læknanemi, f.
29. júlí 1979. Unnusti
hennar er Haukur
Heiðar Hauksson,
læknanemi, f. 27. júlí
1982.
Takako lauk námi í
hagnýtri stærðfræði
frá Tokyo University
of Education 1971.
Eftir námið starfaði
hún í þrjú ár hjá hugbúnaðarfyr-
irtækinu Univac í Tokyo, og vann
að þróunarverkefnum og rann-
sóknum á sviði hugbúnaðar. Tak-
ako hafði mikinn áhuga á bók-
menntum og leiddi áhugi hennar á
norrænni goðafræði og Íslend-
ingasögum til þess að hún sótti um
inngöngu í Háskóla Íslands 1974
og lauk hún BA-prófi í íslensku
fyrir erlenda stúdenta vorið 1977.
Sunnudaginn 19. september and-
aðist Takako Inaba, tengdadóttir
okkar, á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi eftir harða baráttu við
krabbamein. Tólf dögum áður fædd-
ist sonardóttir hennar, sem var
henni mikið gleðiefni. Við slíkar
kringumstæður koma í hugann ljóð-
línur úr eftirmælum Einars Bene-
diktssonar um Steingrím Johnsen:
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
Einum flutt er árdagskveðja,
öðrum sungið dánarlag.
Þannig er framvinda og endurnýj-
un lífsins. Við spyrjum um upphaf og
endi en fátt er um svör.
Eitt af því besta, sem okkur hefur
hlotnast á langri og góðri ævi, er
þegar Takako Inaba kom inn í fjöl-
skyldu okkar. Takako kom til Ís-
lands fyrir 30 árum til þess að læra
íslensku við Háskóla Íslands. Þar
lágu leiðir þeirra Kjartans sonar
okkar saman. Hún bar með sér
menningu og siðfágun austursins og
var gædd óvenju miklum og fjölhæf-
um gáfum. Stærðfræðingur var hún
frá háskóla í Tokyo og var alla ævina
að læra tungumál sér til ánægju. Að
sjálfsögðu gekk íslenskunámið vel og
varð hún mjög fróð og lesin í íslensk-
um bókmenntum, fornum og nýjum,
enda var dálæti hennar á norrænum
bókmenntum kveikjan að því að hún
kom til landsins.
Takako starfaði lengst af sem
kerfisfræðingur hjá Framkvæmda-
stofnun ríkisins og Byggðastofnun
en síðustu árin hjá Seðlabanka Ís-
lands. Hinn opinberi starfsvettvang-
ur var henni ekki næg lífsfylling.
Hún hafði yndi af tónlist og lék á pí-
anó og hörpu. Hún tók lokapróf frá
söngskóla og söng um árabil með
Mótettukór Hallgrímskirkju og
seinna í Kvennakór Garðabæjar.
Hún sótti ásamt manni sínum tón-
leika, leikhús og listsýningar eftir
því sem aðstæður leyfðu. Takako las
mikið, bæði innlendar og erlendar
bókmenntir. Bækur Laxness voru
síðasta lesefni hennar. Hún hélt góð-
um tengslum við fjölmennan vina-
hóp, bæði innlendan og erlendan,
með bréfaskriftum og á annan hátt.
Þau hjónin ferðuðust mikið bæði
innanlands og utan og nutu útivistar
í nágrenni Reykjavíkur. Síðasta ferð
þeirra var um Jónsmessuleytið í
sumar til Grímseyjar. Við, ásamt
bróður Kjartans, fórum með í þá
ferð. Þrátt fyrir að veikindin hefðu
sett mark sitt á hana gekk hún á
nyrsta odda Grímseyjar og lifði þær
stundir þegar sólin hneig og reis við
ystu sjónarrönd. Hún tók upp far-
símann og hringdi til systur sinnar í
Japan til að tjá henni hvar hún væri
og hvað fyrir augu bar, þegar
Hafkyrrðin mikla leggst yfir látur og
hreiður
og lágeislinn vakir á þúsund sofandi
augum.
(E.B.)
Takako vildi öllum vel og allra böl
bæta. Það var kyrrð og rósemi yfir
andláti hennar eins og öllu hennar
lífi.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki
líknardeildarinnar einstaka umönn-
un og hlýleik við fráfall Takako.
Það er fjölskyldunni styrkur í sorg
að hafa átt Takako að samferða-
manni. Þökk fyrir samfylgdina.
Tengdaforeldrar.
Kær mágkona okkar er látin langt
um aldur fram eftir stranga baráttu
við krabbamein. Hún hafði sigrað
þann vágest áður, fyrir rúmum ára-
tug, og hún ætlaði sér líka sigur núna
og barðist hart til hinstu stundar.
Hún var viljasterk kona, hún Tak-
ako, og bar mikla persónu. Hún kom
inn í líf okkar fyrir nærri þrjátíu ár-
um, svo fíngerð og framandi, frá Jap-
an, vinkona bróður okkar. Hún kom
ekki með veraldlega hluti með sér
heldur andlegan farangur, opið hug-
arfar og aðra sýn á heiminn, þekk-
ingu á vestrænni menningu jafnt
sem sinni eigin. Einn daginn kynnt-
umst við Tolkien sem hún hafði með
sér í upprunalegri útgáfu, annan
daginn vinum hennar úr íslensku-
náminu. Hún kenndi okkur að meta
japanskar hækur og blómstrandi
kirsuberjatré. Hún var snilldarkokk-
ur og við nutum þess besta úr jap-
anskri matargerð sem hún töfraði
fram fyrir okkur löngu áður en jap-
anskur matur komst í tísku hér. En
maturinn var eitt, umgjörðin skipti
ekki minna máli og þar komu list-
rænir hæfileikar hennar vel í ljós því
tímunum saman skar hún út græn-
meti og skreytti matarborðið svo það
var ævintýri líkast, en það verður að
játast að við vorum mislagin með
prjónana!
Takako starfaði við það sem hún
hafði menntað sig til en með starfinu
sinnti hún heimili og börnum af
stakri alúð og elsku. En þótt vinnan
væri krefjandi og heimilsstörfin
tækju sinn skerf hafði hún alltaf tíma
fyrir áhugamálin enda vel studd af
eiginmanninum sem lét sitt ekki eftir
liggja á heimilinu. Í mörg ár söng
hún með Mótettukórnum og einnig
fór hún í söngskóla og lauk þaðan
burtfararprófi. Það var eftirminni-
legt að fylgjast með henni á loka-
tónleikunum. Hún fór hægt af stað
en þegar líða tók á tónleikana fór
hún að syngja af meiri styrk og
krafti og úr andlitinu skein einbeit-
ing og ákveðni, hún hafði einsett sér
að ljúka náminu og við fylgdumst
stolt með henni þegar hún tókst á við
lokaverkefnið. Síðustu árin söng hún
með Kvennakór Garðabæjar og
hafði alltaf jafn mikið yndi af sam-
verunni og söngnum.
Vafalítið var margt framandi á Ís-
landi fyrir svo langt að kominn gest
en hún var ekki gestur lengi heldur
samlagaðist íslensku samfélagi, fékk
íslenskan ríkisborgararétt og lét
skírast til kristinnar trúar. Texta
Nýja testamentisins þekkti Takako
vel og nýtti sér hann við tungumála-
nám sem hún hafði mikinn áhuga á.
Hún lærði dönsku er fjölskyldan bjó
í Danmörku á námsárum Kjartans.
Hún talaði ensku reiprennandi og
hún lærði einnig þýsku og sótti
frönskutíma áður en hún ferðaðist til
Frakklands. Nýja testamentið átti
hún á mörgum tungumálum, þar
með talið á færeysku.
Takako gleymdi aldrei sínum jap-
anska uppruna og var alla tíð í mjög
nánu sambandi við fjölskyldu sína í
Japan. Hún naut virðingar allra sem
henni kynntust og var oft kölluð til
aðstoðar við túlkun og þýðingar þeg-
ar einstaklingar og sendinefndir frá
Japan komu til Íslands. Hún vann
þau störf af alúð og samviskusemi
hvort sem um var að ræða fulltrúa
stjórnvalda, vísindanefndir, ferða-
hópa eða einstaklinga.
Hún var eftirsóttur starfskraftur
enda samviskusöm og úrræðagóð við
lausn á flóknum tölvuverkefnum.
Takako átti mjög auðvelt með að
kynnast fólki og lét sér annt um alla,
unga og ekki síður aldna, jafnt í fjöl-
skyldunni sem utan. Takako var
metnaðarfull kona en kurteisi og
hógværð einkenndi alla tíð hennar
framkomu. Eitt sinn lagði Takako bíl
sínum í merkt einkabílastæði er hún
átti brýnt erindi í opinbera stofnun í
miðbænum. Þegar hún ætlaði að fara
af stað að erindinu loknu kom aðvíf-
andi maður sem spurði í reiði hvort
hún kynni ekki að lesa og taldi sig
eiga rétt á stæðinu. Takako baðst af-
sökunar en nokkrum dögum síðar
færði hún þessum manni blóm. Hún
sagði honum að hún óttaðist um
heilsu hans og vildi hjálpa honum að
losna við reiðina. Þau áttu síðar vin-
samleg samskipti.
Takako var alla jafna mjög heilsu-
hraust og lifði mjög heilbrigðu lífi.
Hún hafði gaman af gönguferðum og
naut þess að vera í víðáttunni hér á
Íslandi. En í vetur dró ský fyrir sólu
og og hún veiktist aftur. Í vor var
stund milli stríða og þegar sólar-
gangur var lengstur var lagt upp í
ferð norður í land og dvalið í Gríms-
ey í tvær sumarnætur. Gengið var á
nyrsta odda eyjarinnar og fylgst
með sólinni þar sem hún sveif yfir
haffletinum og baðaði okkur í ótrú-
legri birtu í næturkyrrðinni. Það var
mögnuð upplifun og einhvern veginn
var ekki hægt annað en að trúa því
að Takako risi upp úr veikindunum,
sterk eins og áður, en því miður varð
það ekki raunin og við tók hörð bar-
átta þar sem Kjartan stóð eins og
klettur við hlið hennar.
Við þökkum öllum sem önnuðust
hana á Landspítalanum og öðrum
sem studdu hana í veikindunum,
ekki síst „japönsku fjölskyldunni“
hennar á Íslandi sem hún kallaði svo,
vinkonunum sem voru óþreytandi
við að heimsækja hana og færa henni
japanskan mat og endalausa um-
hyggju.
Systkinum Takako og systurdótt-
ur sem komin eru til Íslands til að
kveðja hana vottum við okkar dýpstu
samúð sem og ættingjum hennar í
Japan.
Megi minningin um Takako verma
Kjartan, Árna Rúnar, Ólöfu Júlíu og
þeirra ástvini um ókomna tíð.
Steingerður, Ólafur, Árni
Heimir, Skafti og fjölskyldur.
Það var fagur dagur, þessi sunnu-
dagur, þegar þú kvaddir heim þenn-
an.
Morgunsólin var svo lágt á lofti og
lýsti svo langt í gegnum tært loftið.
Þú varst svo samkvæm sjálfri þér
að vilja ferðast á fallegum degi. En
nú fórstu í langa ferð þar sem við
gátum ekki verið með. Við trúðum,
eins og þú, til allra, allra hinstu
stundar, að þú fengir bata. Svo
fékkstu eilífan bata. Þú og við vorum
eins og systur.
Leið okkar var orðin löng. Við höf-
um stundum verið minnt á að við
séum að skrá okkar sögu. En ekki
hvarflaði að nokkrum okkar Japan-
anna að við myndum missa þig. Við
trúðum af hjarta að þú myndir
standa á fætur eins og síðast. Því við
þekkjum þig ekki öðruvísi. Lífsvilj-
inn og vonin var alltaf sterk í huga
þínum.
Þegar þú varst farin að eiga erfitt
með að tala, vildir þú læra táknmál
til þess að geta tjáð þig, sem þú gerð-
ir. Þú varst alltaf eins, námfús, í alla
staði.
Síðdegissólin skein í gegnum
glugga þinn þegar við fengum að
kveðja þig, daginn áður.
Það voru ekki mörg orð sem fóru á
milli því þau skiptu ekki öllu máli. En
það var svo dýrmætt að vera nálægt
þér. Þegar þú kvaddir okkur, tákn-
aðir þú fallega táknmálið sem þú
hafðir lært, og varð höndin þín í sól-
argeislanum í gullnum ljóma. Þú
verður áfram hjá okkur og ætíð
minnumst við þín.
Hugur okkar fjölskyldnanna er
hjá þinni fjölskyldu og mun alltaf
verða.
Yayoi, Miyako og Yoko.
Elskuleg vinkona okkar er látin.
Það er erfitt að missa þann sem
manni þykir vænt um og eftir sitja
ótal minningar um þessa yndislegu
konu sem Takako var. Hún kom
langt að, úr allt öðrum menningar-
heimi og náði að festa hér rætur og
tók miklu ástfóstri við Ísland. Hún
bjó yfir svo miklum mannlegum
þroska sem endurspeglaðist í við-
horfum hennar til allra hluta og það
voru mörg gullkorn sem runnu af
hennar vörum sem yljuðu manni um
hjartarætur. Hún var svo víðsýn og
hugmyndarík, víðlesin og kraftmikil
og við söknum nærveru hennar inni-
lega og hún mun eiga sérstakan stað
í hjarta okkar um alla tíð.
Elsku Kjartan, Ólöf, Árni og aðrir
nákomnir ættingjar og ástvinir,
missir ykkar er mikill og biðjum við
góðan Guð að styrkja ykkur og leiða
og hjálpa ykkur að takast á við sorg-
ina.
Sigrún og Iura.
Er við fyrrum samstarfskonur úr
Framkvæmdastofnun og Byggða-
stofnun kveðjum Takako lítum við til
baka en Takako fór að vinna með
okkur árið 1983. Með Takako kom
mikill ferskleiki í stofnunina. Auk
þess að vera mjög vel menntuð hafði
hún góða hæfileika til að leiðbeina
okkur í starfi ef með þurfti. Hún var
mjög fáguð kona og litum við strax
upp til hennar. Takako var mjög fé-
lagslynd og mætti alltaf þegar ein-
hver viðburður var. Oft komum við á
heimili hennar og Kjartans, fengum
meðal annars mjög góða íslenska
kjötsúpu. Takako aðlagaðist vel Ís-
landi, talaði íslensku er við kynnt-
umst henni og var haft á orði í
vinnunni að Takako væri íslenskari
en við. Ógleymanlegir voru lokatón-
leikar hennar úr tónlistarskólanum
en þar söng hún bæði á íslensku og
japönsku og var hún glæsileg í ki-
mono. Þótt starfsvettvangur okkar
hafi breyst héldum við áfram að hitt-
ast og var það ekki síst Takako að
þakka. Skjótt skipast veður í lofti og
á sorgarstundu viljum við þakka fyr-
ir samveruna í gegnum árin.
Kæra fjölskylda, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Samstarfskonur úr
Framkvæmdastofnun og
Byggðastofnun.
Ó, sláðu hægt mitt hjarta
og hræðstu ei myrkrið svarta.
Með sól og birtu bjarta
þér birtist vor á ný.
Með þessum ljóðlínum Steins
Steinarrs hóf hinn ungi Kvennakór
Garðabæjar upp raust sína á vortón-
leikum á síðastliðnu ári. Í kórnum
var smávaxin og falleg kona af jap-
önskum uppruna, Takako Inaba
Jónsson.
Það sér hver maður að þessi ljóð-
ræni en jafnframt kjarnyrti texti
muni vera hinn mesti tungubrjótur
þeim sem á japönsku að móðurmáli.
Einbeitt og skipulögð lærði Takako
þó ljóðið í heild sinni, ásamt fjöl-
mörgum öðrum flóknum textum, og
reyndist enginn eftirbátur okkar
hinna kórfélaganna í þeim efnum.
Fáir komu reyndar að tómum kof-
unum hjá henni þegar um íslenskt
efni var að ræða. Hún var víðlesin og
vel að sér í bókmenntum okkar, hef-
ur líklega lesið Laxness allan og er
þá fátt eitt talið. Á tónlistarsviðinu
var hún flestum okkar fremri, hafði
undurfagra, skólaða og þrautþjálf-
aða sópranrödd og lék auk þess á
hörpu. Það var stoltur kór sem á sínu
fyrsta „konukvöldi“ tefldi fram mjög
svo frambærilegu atriði, hörpuleik-
ara úr sínum hópi.
Fyrir nokkru var Takako við-
fangsefni í japönskum sjónvarps-
þætti um Japani, búsetta langt frá
heimahögum sínum. Þá kom hún, ör-
lítið feimin og lítillát að venju, með
sjónvarpsfólkið á æfingu og gerði
kórinn sinn að þátttakendum. Upp-
tökuna fengum við að sjá síðar og
þar með hina hliðina á Takako, ást-
úðlega eiginkonu, mömmu og ömmu.
Hún var sannarlega góður fulltrúi
hinna fjölmörgu Íslendinga frá fram-
andi þjóðum sem fest hafa hér rætur
og aukið á fjölbreytni í menningu
okkar og mannlífi. Svo íslensk, en
líka ötul við að rækta sinn uppruna.
Svo kom vor á ný en á þessu ári
mátti Takako una því að sitja í
áheyrendahópnum. Veikindin komu
í veg fyrir að hún hefði þrótt til að
syngja með okkur á vortónleikunum
en henni tókst þó að æfa með okkur
fram eftir vetri og hefur vísast haft
alla texta á hreinu. Í tónleikahléi
kom hún til okkar baksviðs, stappaði
í okkur stálinu og fullvissaði okkur
um að við værum yndislegar.
Næsta vor mun Kvennakór
Garðabæjar halda sína árlegu tón-
leika, vonandi „með sól og vor um
vanga og veðrin björt og hlý“, en án
Takako. Kórinn hefur misst mikið og
kveður Takako með söknuði og trega
en þakkar jafnframt samfylgdina.
Missir ástvina hennar er enn
meiri. Þeim vottum við okkar ein-
lægustu samúð.
F.h. Kvennakórs Garðabæjar,
María Vilhjálmsdóttir,
formaður.
Mér er ljúft að minnast Takako
Inaba Jónsson, elskulegrar kórkonu
og félaga, í fáeinum orðum.
Síðastliðin fjögur ár hefur Takako
helgað Kvennakór Garðabæjar
söngkrafta sína með sinni tindrandi
björtu og hljómfögru rödd. Það var
mikil upphefð og fengur fyrir ný-
stofnaðan kór að fá söngfélaga, svo
hæfileikaríkan og vel menntaðan
sem Takako var.
Takako hafði lokið 8. stigi í söng
frá Tónlistarskólanum í Kópavogi og
sungið í mörg ár í Mótettukór Hall-
grímskirkju. Hún hafði einnig lært á
píanó og síðustu ár sótt tíma í hörpu-
leik.
Þessa tónlistarlega bakgrunns
fengum við í Kvennakór Garðabæjar
að njóta svo um munaði og hefur
hann átt stóran þátt í fallegum sam-
hljómi og metnaðarfullu starfi kórs-
ins til þessa.
Takako varð fljótt leiðandi kór-
kona í sópraninum enda einstaklega
fljót að læra ný söngverk samhliða
því sem hún miðlaði til söngfélaga
sinna þeirri sönggleði, tónelsku og
TAKAKO INABA
JÓNSSON