Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 44
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Beini ÉG ER AÐ VERÐA ELDRI OG ÉG ER AÐ VERÐA BETRI Á HVERJUM DEGI Á ALLA VEGU EINN DAGINN Á MÉR EFTIR AÐ VAXA VÆNGIR OG FER AÐ FLJÚGA O! VIÐ TÖPUÐUM OG NÚNA ER FARIÐ AÐ RIGNA! HVAR VARSTU Í 4. LOTU?! DAGBLAÐIÐ ER AÐ LEITA AÐ EINHVERJUM TIL ÞESS AÐ SKRIFA HEILRÆÐADÁLK ÞANNIG AÐ ÉG SÓTTI UM STARFIÐ HÉRNA ERU NOKKUR FYRIRFRAM SVÖR SEM ÉG ER BÚINN AÐ SKRIFA FYRIR DÁLKINN HÆTTU ÞESSU VÆLI AUMINGI HÆTTU AÐ LÁTA EINS OG ÞÚ SÉRT SÁ EINI SEM Á VIÐ VANDAMÁL AÐ STRÍÐA FARDU TIL MÖMMU, SMÁBARN VILTU RÁÐ? DETTU NIÐUR DAUÐUR MÉR SÝNIST ÞÚ VERA MEÐ ALLT Á HREINU OG ÉG SEM ER AÐ FARA AÐ GERA ÞETTA FYRIR PENING. ALGJÖR SNILLD! © LE LOMBARD KLAUFI GETURÐU VERIÐ!! KANNTU EKKI EINU SINNI AÐ NOTA EINFALDAN GAFFAL?! KARTÖFLUHAUS!! KARTÖFLUR? HMM? KOMDU HINGAÐ KÖTTUR. ÉG ÆTLA AÐ SEGJA ÞÉR SVOLÍTÐ.... KRASSANDI Dagbók Í dag er föstudagur 24. september, 268. dagur ársins 2004 Víkverji las eitt sinnyndislega barna- bók, Barist til sigurs, sem fjallaði um dreng- inn Starkað sem fæddist sama dag og kóngurinn í ríkinu dó. Kóngurinn sálugi hafði verið afar góður kóngur og haft sér- lega gaman af flug- eldum og að gleðja fólk, en eftir fráfall hans hafði landinu verið stýrt af sex leið- inlegum, nátt- úrufirrtum og illa inn- rættum ráðherrum sem voru hinir verstu íhaldsþumbar og voru ráðuneyti þeirra m.a. ráðuneyti hreinlætis, stundvísi og dugs. Dag einn fær Starkaður vitrun og ákveður að sækjast eftir embætti konungs í landinu til að bæta hlut- skipti samborgara sinna. Þetta þykir ráðherrunum hin versta hugmynd og ákveða að í stað þess að drepa drenginn hreint og beint skuli hann leysa sjö óleysanlegar þrautir. Bókin, sem er hin áhugaverðasta lesning, sérstaklega út frá því já- kvæða siðferði sem hún boðar, varð aftur hugðarefni Víkverja á dög- unum. Í einum kaflanum fræðist Starkaður nefnilega á áhrifaríkan og um leið sorglegan hátt hvert er gildi fórnar og gjafar. Það er ekki hægt að gefa eitthvað sem hefur ekkert gildi fyrir mann. Að fórna hlut sem skiptir engu máli er engin fórn. x x x Það að friða landsem er ekki hægt að nýta er ekki friðun, það er bara pappírs- vinna og ekkert annað. Það að vera ekki tilbú- inn til að fórna nokkr- um sköpuðum raun- verulegum hlut ber vott um eigingirni og tillitsleysi. Þetta fór um huga Víkverja þegar hann skoðaði stækkun Skaftafells- þjóðgarðs á dögunum. Nátt- úruperlur eins og Langisjór og fleiri vötn, ár og fossar eru hvergi í áætl- unum um verndun. Allt er sett á teikniborð Landsvirkjunar og Vík- verja finnst þjóðgarðshugmyndir þessar dálítið eins og að fara í laut- arferð við hliðina á opinni rotþró. Engu er fórnað, ekkert er í raun verndað, engin gjöf til komandi kyn- slóða til að njóta. Víkverji ætlar að finna þessa bók aftur og kaupa og jafnvel gefa umhverfisráðherra til umhugsunar. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Broadway | Hinn frábæri skemmtikraftur Raggi Bjarna var keikur þegar ljósmyndari fangaði hann fyrir sunnan Fríkirkjuna á dögunum, en hann fagnar tvöföldu afmæli um þessar mundir, bæði eigin sjötugsafmæli og fimmtíu ára söngafmæli. Meðal annars minnist Raggi þessara tímamóta með glæsilegri afmælissöngveislu á Broadway annað kvöld, þar sem fjöldi lista- manna samfagnar afmælisbarninu. Raggi, sem nefndur hefur verið skemmtikraftur Íslands, hyggst enn frem- ur minnast þessara tímamóta með útgáfu á nýrri plötu sem spannar hálfrar aldar feril hans sem einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Morgunblaðið/Sverrir Skemmtikraftur Íslands fagnar stórafmælum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: En þeir sögðu: „Trú þú á Drottin Jesú, og þá munt þú verða hólpinn og heimili þitt.“ (Post. 16, 31.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.