Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT Jeremy Zorek sé aðeins tveggja ára hefur hann þegar hitt fleiri heimsfræga menn en flestir geta búist við á langri ævi. Faðir Jeremys er heimavinnandi húsfaðir og á gönguferðum um New York- borg, þar sem fjölskyldan býr, hafa þeir feðgar hitt frægt fólk og látið taka af sér myndir með því. Hefur þessi myndasöfnun nú komist í heimsfréttirnar. Micael Zorek, faðir Jeremys, seg- ir söguna á heimasíðunni www.who- isthatwithjeremy.com. Hún hófst í júlí árið 2002 þegar Jeremy var fjög- urra mánaða en Michael, sem hafði starfað sem leikari og umboðsmað- ur, ákvað að vera heima hjá syni sín- um á meðan kona hans ynni fyrir heimilinu. Zorek kom á fjáröflunarfund fyrir góðgerðarstarfsemi þar sem ruðn- ingsstjörnurnar og tvíburarnir Tiki og Ronde Barber voru viðstaddir. Zorek keypti hjálm merktan New York Giants og bað Tiki að árita hann. Zorek var með myndavél á sér og tók mynd af Tiki og Jeremy. Tveimur mánuðum síðar komu Zorek-feðgarnir í bókabúð þar sem leikkonan Jamie Lee Curtis var að árita bók. Einhver í búðinni kallaði: Takið mynd af henni með þessum strák! Nokkrum dögum síðar birtist svipuð mynd í blaðinu New York Post undir fyrirsögninni: Hver er á myndinni með Jeremy? Í kjölfarið kviknaði sú hugmynd að Zorek byggi til vefsvæði með myndum af Jeremy með frægu fólki, og þar má nú m.a. sjá myndir af stráknum með leikurunum Hugh Jackman, Halle Berry, Sarah Jess- ica Parker, tónlistarmanninum Billy Joel, glaumgosanum Hugh Hefner, G. Gordon Liddy sem varð frægur í Watergatemálinu, leikstjóranum Spike Lee og Bill Clinton, fyrrver- andi Bandaríkjaforseta. Margir kannast nú orðið við Jer- emy, m.a. vegna þess að mynd af honum með söngkonunni Madonnu birtist víða. Michael Zorek segir að Jeremy hafi ekki hugmynd um hvað frægt fólk sé og segir: „Í hans huga er ekkert öðruvísi að sitja fyrir á mynd með Puff Daddy en Mark frænda. En um leið og Jeremy mun segja við einhvern: Ég þekki þig, ég sá þig í sjónvarpinu, þá verður þessu hætt.“ Fólk í fréttum | Hinn ungi Jeremy Zorek Tveggja ára vinur stjarnanna Leikarinn Robin Williams heldur á Jeremy litla og með þeim fékk að vera á myndinni David Duchovny. AP Bill Clinton á einni af 80 myndum sem faðir Jeremy hefur tekið af honum og einhverjum heims- þekktum einstaklingi. Söngkonan Madonna og Zorek hittust er hann var 18 mánaða. Það var þegar hún var að árita barnabók sína Ensku rósina og hún var auðvitað meira en til í að láta mynda sig með barninu. KVIKMYNDIR Myndbönd Hefndarþorsti (Boksuneun naui geot/ Sympathy for Mr. Vengeance)  Leikstjórn Park Chan-Wook. Aðalhlut- verk Song K shin, H Bae O, Lim J. Mynd- form VHS. S-Kórea 2002. (129 mín.) Bönnuð innan 16 ára. EIN allra besta mynd sem ég hef séð á árinu er Old Boy eftir s- kóreska leikstjórann Park Chan- Wook. Ég sá hana á Cannes-hátíð- inni og viðurkenni að hafa þá lítið þekkt til verka Parks. En þeim mun slegnari varð ég yfir snilldinni sem þessi mynd – sem síðar átti eftir að fá Grand Prix-verðlaunin – var og átta ég mig nú á hvers vegna Quentin Tarantino talar um Park sem einhvern áhugaverðasta kvikmyndagerðar- mann samtímans. Það var því með verulegri eftir- væntingu sem ég horfði á þessa næstnýjustu mynd Parks, frá 2002, Hefndarþorsta. Hún fékk blendnari dóma en Old Boy og eðlilega, því hún er ekki nándar nærri eins sterk. Fjallar á óþarflega ruglingslegan hátt um daufblindan ungan mann og fár- sjúka systur hans. Hana vantar nýra og eina leiðin til að fá það er að kaupa það okurverði á svörtum markaði. Í örvæntingu rænir bróð- irinn dóttur auðkýfings í þeirri von að geta kúgað út lausnargjald og þar með náð að nurla saman fyrir nýranu. En allt fer úr böndunum og auðkýfingurinn, faðir hinnar rændu stúlku, leitar hefnda. Eins og fyrr segir er söguþráðurinn í þessari annars kröftugu mynd ruglingsleg- ur fram úr hófi, sem dregur veru- lega úr áhrifamættinum. En snilli- gáfa Parks, næmt auga hans fyrir mögnuðum senum, stílfærðum út í þaula, gefur annars ljótri og ofbeld- isfullri mynd gildi fyrir unnendur frumlegrar kvikmyndagerðar. Skarphéðinn Guðmundsson Kóreskir víkingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.