Morgunblaðið - 24.09.2004, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Næring ekki
refsing
10.000 VINNINGAR
VINNUR ÞÚ?
Skafmiði fylgir
sérmerktum
Skólaosti
– fjórði hver miði vinnur!
ÚTFLUTNINGSTEKJUR þjóðarinnar af ál-
iðnaði voru um 33 milljarðar króna á síðasta
ári. Miðað við heimsmarkaðsverð í dag upp á
nærri 1.800 dollara fyrir tonnið, og núverandi
gengi dollars, reikna álfyrirtækin með sex
milljörðum króna meiri tekjum inn í þjóð-
arbúið af sölu áls, eða fyrir um 39 milljarða
króna.
Álverð á heimsmarkaði hefur ekki verið
hærra í mörg ár og fagna talsmenn Alcan í
Straumsvík og Norðuráls á Grundartanga
þessari þróun. Tekjur fyrirtækjanna aukist
en um leið hafi ýmis rekstarkostnaður aukist,
t.d. vegna kaupa á raforku, rafskautum og
súráli.
Raforkuverð til álveranna er tengt heims-
markaðsverði áls, fari það upp fær Lands-
virkjun fleiri krónur í kassann. Landsvirkjun
gefur tekjurnar af orkusölu til álvera hins
vegar ekki upp og segir þær vera viðskipta-
leyndarmál.
Aukin sala raforku til stóriðju
Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni
hefur sala á raforku til stóriðju aukist jafnt og
þétt undanfarin ár. Salan árið 2001 nam nærri
fimm milljörðum króna, var 6,5 milljarðar árið
2002 en upplýsingar um verðmæti síðasta árs
liggja ekki fyrir. Raforkusala til álvera í krón-
um talið var síðast gefin upp í hagtölum árið
1997 og þá komu um 70% orkusölunnar frá
Ísal, nú Alcan.
Hlutfall álvera er nú, með tilkomu Norður-
áls, um 80% af orkusölu til stóriðju.
Hækkandi álverð hefur
margskonar áhrif hér á landi
Tekjur
þjóðarbúsins
aukast um
sex milljarða
Mismikill/8
EINS hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 152
hlekktist á í flugtaki á Akureyrarflugvelli í
gærmorgun. Vélin fór yfir öryggissvæði norð-
an flugbrautarinnar og hafnaði niðri í fjöru.
Einn maður var um borð í flugvélinni og
komst hann út úr henni af sjálfsdáðum, þrátt
fyrir að vera mikið slasaður á hægra fæti.
Flugmaðurinn, Svanbjörn Sigurðsson, var
fluttur á slysadeild FSA þar sem hann gekkst
undir bráðaskurðaðgerð, vegna fótbrots og
vöðvablæðinga. Hann var lagður inn á gjör-
gæsludeild að lokinni aðgerð.
Svanbjörn sagði í samtali við Morgunblaðið
að hreyfill vélarinnar hefði stöðvast í um 300
feta hæð með fyrrgreindum afleiðingum.
Hann sagði að vélin hefði komið niður á flug-
brautina, sem hefði ekki verið nógu löng og
runnið áfram yfir öryggissvæðið og út í sjó.
Svanbjörn sagðist hafa fengið mikið högg á
fótinn þegar vélin fór ofan í fjöru. „Það var
vissulega erfitt að ganga frá borði en þegar
ég var kominn upp á grasið fór verkurinn í
fætinum að aukast og þá var eins og fóturinn
á mér væri að springa. Það er mildi að ekki
fór verr en biðin eftir sjúkrabílnum virtist þó
ansi löng.“
Svanbjörn, sem orðinn er 67 ára gamall, er
enginn nýgræðingur í fluginu en hann hefur
stundað vélflug og svifflug í áratugi, auk þess
sem hann er formaður stjórnar Flugsafnsins
á Akureyri. Hann hefur tvívegis áður lent í
óhappi á vélflugvélum og einu sinni á svif-
flugvél en sloppið að mestu með skrekkinn.
Hann sagðist vonast til að þetta hefði ekki
verið sitt síðasta flug en vélin sem er í hans
eigu skemmdist mikið.
Samkvæmt upplýsingum frá Flug-
málastjórn hóf flugvélin flugtak til norðurs kl.
10.54 og ætlaði flugmaðurinn að fljúga í ná-
grenni Akureyrar í hálfa klukkustund.
Skömmu eftir flugtakið lækkaði flugvélin
flugið og kom niður á norðurenda flugbraut-
arinnar og rann út af brautinni. Slökkvilið og
lögregla voru þegar kölluð á staðinn og um
miðjan daginn komu fulltrúi Rannsókn-
arnefndar flugslysa norður en nefndin fer
með rannsókn málsins.
Þorkell Ágústsson hjá nefndinni skoðaði að-
stæður á vettvangi í gærdag en gat lítið sagt
um málið að öðru leyti en því að vélin væri
mikið skemmd.
Páll Stefánsson var á heilsubótargöngu á
Leiruvegi þegar óhappið varð. Hann sagðist
hafa heyrt mikla skruðninga þegar flugvélin
fór yfir öryggissvæðið og niður í fjöru. Páll
sagði að flugmaðurinn hefði komist strax út
úr vélinni en haltrað upp á öryggissvæðið.
Eins hreyfils flugvél hlekktist á á Akureyrarflugvelli
Eins og fóturinn væri að springa
Morgunblaðið/Kristján
Flæða tók að vélinni þegar leið á daginn en
hún var hífð á þurrt seinni partinn í gær.
Svanbjörn Sigurðsson á gjörgæsludeild FSA með Svandísi Þorláksdóttur hjúkrunarfræðingi.
lagsins til að flytja inn
ólögleg og lífshættuleg
fíkniefni.
Ásgeir Karlsson, yfir-
maður fíkniefnadeildar
lögreglunnar í Reykjavík,
vildi ekki gefa frekari
upplýsingar um rannsókn
málsins að svo stöddu.
Um 1.200
fíkniefnabrot
Samkvæmt upplýsing-
um frá ríkislögreglu-
stjóra hafa 1.185 fíkni-
efnamál komið til kasta
lögreglu á þessu ári. Í fyrra var
heildarfjöldinn 1.385 en þau voru
994 árið 2002. Þeim hefur því fjölg-
að umtalsvert og á þessu ári stefn-
ir í metfjölda.
HIÐ umfangsmikla fíkniefnamál
sem nú er til rannsóknar hjá lög-
reglunni í Reykjavík snýst um inn-
flutning á um 11 kílóum af amfeta-
míni auk annarra fíkniefna og er
þetta umfangsmesta amfetamín-
smygl sem lögregla og tollgæsla
hafa komið upp um hér á landi.
Alls hafa náðst 15,3 kíló af amfeta-
míni hér á landi það sem af er
þessu ári.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær eru sex manns í
haldi vegna rannsóknar málsins,
fjórir hér á landi en tveir í Rotter-
dam. Fíkniefnin voru flutt í vöru-
sendingum sem komu með Detti-
fossi frá Hollandi. Í tilkynningu
sem Eimskipafélag Íslands sendi
frá sér í gær er það harmað að
fíkniefnasmyglarar misnoti skip fé-
Guðmundur Guð-
jónsson, yfirlögreglu-
þjónn hjá ríkislög-
reglustjóra, sagði í
samtali við Morgun-
blaðið að í ársbyrjun
2003 hefði verið gripið
til aukinna aðgerða
gegn fíkniefnum.
Starfsmaður fíkniefna-
stofu ríkislögreglu-
stjóra hefði m.a. rætt
við yfirmenn lögreglu-
embætta vítt og breitt
um landið um markmið
og leiðir. Hann telur
að breyting á áherslum varðandi
fíkniefnalöggæslu hafi skilað sér í
fjölgun mála.
Mest hefur fjölgunin verið í mál-
um sem varða vörslu fíkniefna, eða
úr um 630 árið 2001 í tæplega
1.000 í fyrra. Það sem af er þessu
ári hafa um 840 slík mál komið
upp.
Aðspurður hvort fjölgun fíkni-
efnamála hafi valdið því að minna
sé af fíkniefnum í umferð sagði
Guðmundur að alltaf væri erfitt að
leggja mat á slíkt enda engar
áreiðanlegar upplýsingar til um
það magn sem væri í umferð
hverju sinni. Það væri hins vegar
ljóst að lögregla og tollgæsla hefðu
náð verulegum árangri í að koma í
veg fyrir fíkniefnaneyslu, tölur um
fjölda fíkniefnamála og magn fíkni-
efna sem lagt hefur verið hald á,
töluðu sínu máli.
Mesta smygl/4
!
!
"
Lagt hald á ellefu kíló af
amfetamíni í vörusendingum
EKKERT miðaði á sáttafundi í
kjaradeilu kennara og viðsemjenda
þeirra í gær og hefur næsti fundur í
deilunni verið boðaður að viku lið-
inni.
Finnbogi Sigurðsson, formaður
Félags grunnskólakennara, segir að
fulltrúar sveitarfélaganna hafi ekki
lagt fram neitt nýtt á fundinum í gær
og Birgir Björn Sigurjónsson, for-
maður launanefndar sveitarfélaga
segir að staðan sé mjög þung og al-
varleg.
Einni undanþágubeiðni frá verk-
falli kennara var hafnað í gær.
Beiðnin var ekki vegna kennslu fatl-
aðra barna. Ellefu undanþágubeiðn-
ir til viðbótar bíða enn afgreiðslu og
er gert ráð fyrir að þær verði af-
greiddar á fundi undanþágunefndar
fyrir hádegi í dag. Flestar þær
beiðnir snúast um kennslu fyrir fötl-
uð börn. Ásmundur Stefánsson, rík-
issáttasemjari, stakk upp á því að
deilendur mættust á „hugarflugs-
fundi“ á mánudag til þess að leita
allra mögulegra lausna á deilunni.
Lýstu fulltrúar sveitarfélaganna sig
fúsa til að mæta á slíkan fund, en
grunnskólakennarar höfnuðu því og
tjáðu sig ekki reiðubúna til að fara á
slíkan fund nema eitthvað lægi á
borðinu af hálfu viðsemjenda þeirra.
Formaður Félags grunnskólakenn-
ara segir að sá fjárhagsrammi sem
sveitarfélögin séu aftur og aftur að
bjóða kennurum komi ekki til greina.
Árangurslaus sáttafundur
Staðan þung/6
SKARPHÉÐINN Berg Steinarsson
var í gær kjörinn stjórnarformaður
Og Vodafone hf. á aðalfundi félags-
ins, sem haldinn var á Hótel Sögu.
Skarphéðinn er einnig stjórnarfor-
maður Norðurljósa hf., sem keyptu
fyrir skömmu um 35% hlut í Og
Vodafone, og er nú stærsti hluthaf-
inn í fyrirtækinu. Þá voru kjörnir ný-
ir í stjórn þeir Pálmi Haraldsson,
Árni Hauksson og Einar Hálfdánar-
son. Vilhjálmur Þorsteinsson situr
áfram í stjórninni.
Á fundinum var samþykkt heimild
til handa stjórn til að auka hlutafé
þess um sem nemur 150 milljónum
króna að nafnvirði vegna samruna
og yfirtöku félaga. Um 50 milljónir af
upphæðinni verða notaðar til að
greiða fyrir kaupin á fyrirtækinu
Margmiðlun hf.
Stjórnar-
skipti hjá Og
Vodafone
Skipt um/13