Morgunblaðið - 13.09.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 13.09.2003, Síða 23
m23m23 BERIN BLÁ OG RAUÐ SKREYTIÐ MEÐ BERJUM Frystið rifsberjaklasa, reyniberjaklasa eða önnur ber (án sykurs) og notið sem skraut, til dæmis á matarborðið eða í jólaföndrið. Best er að nota víða dós með loki. BERSÖGLIR DRYKKIR Setjið ber (rifs, bláber, jarðarber eða einhver önnur ber) í klaka- box, hellið vatni yfir og frystið. Til verða skrautlegir klakar sem fríska upp á drykkina. ÍS MEÐ BLÁBERJADRAUMASÓSU Bræðið 2 msk af ósöltu smjöri í litlum potti á meðalhita. Bætið við 1/2 l af bláberjum og 1/4 bolla af sykri. Hrærið í þar til safinn fer að renna úr berjunum, u.þ.b. 2 mínútur. Kælið aðeins og hellið sósunni volgri yfir ís og skreytið með berjum. Draumur á draum ofan! VANILLURIFS Setjið rifsber og sykur í skál og látið standa. Búið til vanillukrem með 4 dl mjólk, hituð í skaftpotti með hálfri vanillustöng. Pískið 4 eggjarauður með 40 g af sykri og hellið dálitlu af hitaðri mjólkinni yfir. Hellið síðan öllu aftur í pottinn og látið vera á hitanum, án þess að sjóði, þar til kremið þykknar. Kælið, jafnvel yfir nótt í ís- skáp. Setjið lag af sykruðum rifsberjum, muldum makkarónum og vanillukremi í litlar skálar eða glas, skreytið með þeyttum rjóma. MÖFFINS MEÐ FERSKUM BERJUM 4 1/2 dl hveiti 2 1/2 tsk lyftiduft 1/4 tsk salt 1 1/2 dl sykur 1 egg 1,8 dl mjólk 60 g bráðið og ósaltað smjör 2 1/2 dl fersk ber, t.d. bláber eða rifsber, einnig má nota ávexti 2-3 msk perlusykur Blandið saman öllum þurrefnum í skál. Gætið þess að lyftidufið blandast vel við mjölið. Bætið við eggi, mjólk, bráðnu smjöri og smávegis af sítrónuflusi. Blandið öllu mjög vel saman (í hrærivél eða blandara). Hrærið þó ekki of lengi því þá verður deigið seigt. Blandið síðan berjunum varlega saman við deigið með sleif. Ber í súrari kantinum eins og rifsber má sykra nokkru áður en þau eru sett út í deigið. Hitið ofninn í 200 gráður. Ef notuð eru möffinsform úr málmi er best að hita þau áður í 5 mínútur áður en þau eru smurð og deig- inu hellt í þau. Fyllið að 3/4 og stráið perlusykri yfir. Bakið í u.þ.b. 10 mínútur Minnkið þá hitann í 180 gráður og bakið þær ljós- gullnar í u.þ.b. 10 mínútur í viðbót. Látið kökurnar kólna á rist í nokkrar mínútur áður en þær eru teknar úr forminu. Bornar fram nýbakaðar. Berjablátt brauðið Franskt eggjabrauð með bláberjum og sýrópi er ljúffengur morgunmatur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.