Morgunblaðið - 02.12.2004, Page 4

Morgunblaðið - 02.12.2004, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLENSK erfðagreining og Vel- ferðarsjóður barna bauð þátttak- endum í mentorverkefninu Vináttu til jólastundar í húsnæði ÍE í gær. Kári Stefánsson las jólasögu fyrir börnin og Siggi efnafræðingur sýndi áhugaverða efnafræði- tilraun. Mentorverkefnið Vinátta hófst árið 2001 og hefur Velferðarsjóður barna á Íslandi rekið það frá upp- hafi. Velferðarsjóður barna var stofnaður árið 2000 af ÍE og heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Markmið sjóðsins er að hlúa að hagsmunamálum og vel- ferð barna á Íslandi. Mentorverkefnið Vinátta byggist á þeirri hugmyndafræði að sam- skipti barns og leiðbeinanda þess séu jákvætt innlegg í líf barns því hann verði barninu fyrirmynd. Tengslin sem myndast milli leið- beinanda og barns geta bætt við möguleika barnsins við mótun sjálfsmyndar og komið fram meðal annars í auknum námsáhuga og ár- angri auk aukinnar lífsleikni. Morgunblaðið/Kristinn Sigurður V. Smárason, efnafræðingur Íslenskrar erfðagreiningar, sýnir börnunum áhugaverða eðlisfræðitilraun. Jólastund Vináttu vel sótt BESTA vísbendingin í Nýfundna- landi um að jólin séu í nánd er árleg innreið hundraða Íslendinga í versl- unarerindum. Þannig lýstu kan- adískir fjölmiðlar áhrifum komu ís- lenskra leiguflugsfarþega til St. John’s á dögunum. Í morgun voru væntanlegir heim farþegar úr seinni ferð Hópferðamiðstöðvarinnar- Vesturleiðar ehf., en þeir stóðu fyrir leiguflugi til Nýfundnalands nú í haust, líkt og á hverju ári frá 1998. Grein fréttastofunnar Canadian Press birtist í mörgum blöðum. Þar er Íslendingunum lýst svo að þeir séu „þessir með sneisafullu inn- kaupakerrurnar“. Víkingar nú- tímans koma vopnaðir greiðslukort- um og sækjast ekki síst eftir merkjavöru í gallabuxum og íþrótta- skóm. Í fréttinni sagði að búist væri við því að Íslendingarnir eyddu um 600.000 kanadískum dollurum á sex dögum eða jafnvirði 30 milljóna króna í St. John’s. Fyrsti hópurinn, um 200 manns, kom til St. John’s í síðustu viku. Í flestum verslunum höfðu verið hengd upp skilti úti í glugga þar sem stóð: „Velkomnir íslensku gestir“. Hillur höfðu verið fylltar og starfs- fólkið var í viðbragðsstöðu. Í fréttinni var rætt við Íslending sem sagði að vöruverðið í St. John’s væri mun lægra en heima á Íslandi. Auk fatnaðar keyptu landarnir skíði, snjóbretti, reiðhjól, leikföng, DVD, hugbúnað og heimilistæki. Einn lét sig ekki muna um að kaupa sér Ford Mustang-bifreið. Svo mikið var keypt í síðustu viku að að skilja varð eftir um og yfir 100 ferðatöskur er lagt var upp til Keflavíkur, sam- kvæmt heimildum Fréttavefjar Morgunblaðsins (mbl.is). Mjög vinsælar ferðir Leiguflugið til St. John’s hófst á sínum tíma vegna áhafnaskipta þeg- ar fjöldi íslenskra rækjuskipa var við veiðar á Flæmska hattinum. Selt var í laus sæti í flugvélunum og lærðu margir að meta það að heimsækja Nýfundnaland. Ólöf V. Bóasdóttir, framkvæmdastjóri Hópferða- miðstöðvarinnar-Vestfjarðaleiðar ehf., segir að þessar ferðir njóti mik- illa vinsælda. „Þegar breytingar urðu í rækju- veiðum á Flæmska hattinum var ákveðið að breyta þessu í jólaversl- unarferðir og það varð strax mjög vinsælt, enda hagstætt að kaupa inn í St. John’s,“ sagði Ólöf. Þrjú undanfarin haust hefur verið flogið með 480 sæta breiðþotu Atl- anta og hefur vélin verið fullsetin í hvert skipti. Ólöf segir að í ár hafi breiðþotan ekki verið tiltæk og því voru farnar tvær ferðir með flug- vélum Flugleiða sem taka 200 far- þega. Færri en vildu komust með í fyrri ferðinni, en tvö sæti voru laus í þeirri seinni. „Það hafa verið fasta- gestir í þessum ferðum nánast öll ár- in og sumir hafa farið í allar ferð- irnar,“ sagði Ólöf. „Við erum komin inn á dagatalið í Nýfundnalandi. Fyrst kemur hrekkjavakan, þá koma Íslendingarnir og á eftir þeim kemur aðventan!“Kristján Baldursson, far- arstjóri hópsins í St. John’s í Ný- fundnalandi, sagði í samtali við Morgunblaðið að íslensku gestunum væri mjög vel tekið í borginni. „Ferðamálaráð St. John’s hefur gert mikið til að greiða götu okkar og sama á við um borgarráð og borg- arstjórn,“ sagði Kristján. „Þeir setja sig í samband við alla sem mögulega gætu greitt okkar götu og hafa áhuga á að veita okkur þjónustu. Það á við um flugstöðina, aðila sem bjóða upp á skoðunarferðir, samgöngu- fyrirtæki og ekki síst verslanir. Hér eru tveir stórir verslanaklasar, stórt vöruhús og mjög skemmtilegur mið- bær. Fólk, sem hefur farið áður með okkur, lítur meira á þetta sem af- slöppunarferð en verslunarleið- angur. Heimamenn eru einstaklega viðmótsþýðir, gestrisnir og hafa mikla þjónustulund. Farþegar okkar tala alltaf um hlýlegu viðtökurnar,“ sagði Kristján. Ferðamálaráð St. John’s hefur kannað hug ferðafólksins við brott- för. Kristján segir að þar komi fram að um þriðjungur farþeganna hafi farið áður í þessar ferðir. „Það er eins og þjóðhöfðingjar séu að mæta þegar við lendum hér. Það er tekið á móti okkur með keltneskri tónlist og risastórum kökum. Um helmingur íbúanna er af írsku bergi brotinn og við finnum til skyldleika með þessu fólki.“ Íslandskynning á Holiday Inn St. John’s er á stærð við Reykjavík með um 120 þúsund íbúa. Þar er lág glæpatíðni, vegalengdir stuttar og umferðin þægileg. Forsvarsmönnum ferðanna var boðið í móttöku hjá borgarstjórninni og síðastliðið mánu- dagskvöld var Íslandskynning á Holiday Inn-hótelinu í borginni. Þar kynntu fulltrúar Hópferðamiðstöðv- arinnar-Vestfjarðaleiðar Ísland, ásamt John L. Joy, kjörræðismanni Íslands. Dreift var kynningarefni frá skrifstofu Ferðamálaráðs í New York, sýndar myndir og fleira héðan og haldnar ræður. Að sögn Kristjáns var húsfyllir og kynningunni vel tek- ið. Hann segir að ferðamála- og borgaryfirvöld St. John’s hafi lýst miklum áhuga á frekari samskiptum við Íslendinga, ekki síst að þau geti verið í báðar áttir. Til að svo megi verða þarf að auka tíðni flugferða milli landanna. Víkingar nútímans koma vopnaðir greiðslukortum í verslanirnar í St. John’s í Kanada Íslendingar boða komu jólanna GRÍMSEYINGAR fundu vel fyrir skjálftahrinunni sem gekk yfir í fyrrakvöld og -nótt í kringum eyna, þegar stærsti skjálftinn mældist 3,6 stig á Richter nálægt miðnætti. Vel á annan tug skjálfta kom fram á mælum Veðurstofunnar fram á nótt, flestir á bilinu 1,3–2,6 stig á Richter. Að sögn Helgu Mattínu Björnsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins í Grímsey, var varla um annað talað í eynni í gærmorgun þegar íbúar risu úr rekkju og fóru til náms og vinnu. Fólk hefði fundið fyrir drunum og töluverðri hreyfingu en hlutir þó ekki dottið úr hill- um. Sumum varð ekki svefnsamt um nóttina Ekki hefði gripið um sig nein hræðsla en sumir beðið í nokk- urri skelfingu eftir næsta skjálfta. Eyjarskeggjum hefði sumum hverjum ekki orðið svefnsamt um nóttina en allir haldið ró sinni. Grímseyingar fundu fyrir skjálftahrinu HAMBORGARHRYGGUR verður á borðum 54% þjóðarinnar og er langvinsælasti jólamaturinn, ef marka má niðurstöðu Þjóðarpúls Gallup. Þar var fólk m.a. spurt hvað það hefði haft í matinn á að- fangadag jóla í fyrra og hvað það ætli að borða nú á aðfangadag. Hamborgarhryggurinn virðist held- ur vera að sækja í sig veðrið, en 51,4% aðspurðra snæddu hann í fyrra. Næst hamborgarhryggnum að vinsældum kemur lamb (9,6%), svínasteik (8%), kalkúnn (7%), hangikjöt 4,4% og 2,9% ætla að hafa rjúpur, hvað sem tautar og raular. Hamborgarhrygg- urinn vinsælastur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.