Morgunblaðið - 02.12.2004, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þýðir nokkuð að hlaða þessu drasli á sleðann, Geiri gaur? Það vill enginn fá þetta í skóinn.
HeildargreiðslurÁbyrgðasjóðslauna námu rúm-
um 733 milljónum króna
árið 2003. Höfðu þær tvö-
faldast frá árinu 2001.
Áætlað er að þær verði um
800 milljónir króna á
þessu ári.
Markmið laga um
Ábyrgðasjóð launa er m.a.
að tryggja launamönnum
og lífeyrissjóðum greiðsl-
ur vegna vangoldinna
krafna þeirra við gjald-
þrot vinnuveitanda. Sæv-
ar Sigurgeirsson, formað-
ur stjórnar Ábyrgðasjóðs-
ins, segir að eigið fé
sjóðsins hafi verið uppurið í lok
ársins 2003. Til þess að sjóðurinn
geti unnið úr þeim vanda og látið
enda ná saman fyrir árslok 2006
þurfi að hækka tekjustofn sjóðs-
ins, þ.e. svokallað ábyrgðargjald,
úr 0,04% í 0,16%. Slík hækkun,
segir Sævar, er þó samningsatriði
milli aðila vinnumarkaðarins og
ríkisvaldsins.
Í nýrri álitsgerð Vinnumála-
stofnunar og stjórnar Ábyrgða-
sjóðs launa er fjallað um ástæður
útgjaldaaukningar úr sjóðnum
síðustu árin. Segir þar að nær-
tækasta skýringin sé gríðarleg
fjölgun gjaldþrotaskipta sem og
stærri gjaldþrot en áður. Er í því
sambandi m.a. bent á að fjöldi
gjaldþrota hjá einstaklingum og
fyrirtækjum hafi verið 679 árið
2001 en 1.074 árið 2003. Að álitinu
vann Harri Ormarsson lögfræð-
ingur.
Fleiri skýringar á útgjalda-
aukningunni eru nefndar í álits-
gerðinni. Ábyrgð stjórnenda fyr-
irtækjanna, sem verða gjaldþrota,
er þar m.a. nefnd til sögunnar.
Forsvarsmenn fyrirtækjanna fari
til dæmis allt of seint af stað með
að biðja um gjaldþrotaskipti. Það
þýði að fyrirtækin séu nánast allt-
af eignalaus þegar farið sé út í
skiptin og því fáist lítið sem ekk-
ert upp í kröfur. „[Í] miklum
meirihluta tilvika eru það kröfu-
hafarnir sem biðja um skiptin, en
ekki fyrirsvarsmenn fyrirtækj-
anna,“ segir í álitsgerðinni.
Í þessu sambandi má benda á
að 357 einkahlutafélög voru úr-
skurðuð gjaldþrota hjá Héraðs-
dómi Reykjavíkur árið 2003. Af
þeim voru 228 þegar afgreidd sem
eignalaus bú. Í álitsgerðinni er
reyndar hnykkt á því að það sem
einkenni gjaldþrota fyrirtæki um
þessar mundir sé að búin séu í
flestum tilvikum eignalaus.
Átak í að handtaka skuldara
Ein ástæða þess að bú koma
seint til gjaldþrotaskipta er að
Sýslumannsembættið í Reykjavík
er ekki nógu skilvirkt, að því er
segir í álitinu. Ennfremur er
seinagangi hjá Héraðsdómi
Reykjavíkur kennt um.
Gjaldþrotaskiptakrafa er iðu-
lega byggð á árangurslausri fjár-
námsgerð, eins og það er kallað,
frá viðkomandi sýslumanni. Í lög-
um er gert ráð fyrir því að ferlið
frá fjárnámsbeiðni til gjaldþrota-
skipta taki nokkrar vikur. Reynd-
in er hins vegar sú, segir í álitinu,
að þetta ferli taki ár eða lengur.
Réttarkerfið bjóði nefnilega upp á
að skuldarar komist undan, t.d.
með því að virða að vettugi boðun
sýslumanns um að mæta í fjár-
námsfyrirtöku. „Þetta [er] slæmt
fyrir búin þar sem þarna vinnst
tími til að skjóta undan eignum og
stundum hafa riftunarfrestir liðið.
Fyrirtækin kannski farin á
kennitöluflakk því kerfið er svo
svifaseint og því oft á tíðum of
seint að grípa í taumana.“
Auk þessa segir í álitinu að
margt bendi til þess að breytt við-
skiptaumhverfi hér á landi eigi
þátt í því hve þrotabú komi seint
til skipta og hve eignalítil þau séu.
Bankarnir séu t.d. í auknum mæli
farnir að fá svokölluð allsherjar-
veð hjá fyrirtækjum, þ.e. veð í við-
skiptakröfum, hlaupareikningum,
vörum og fasteignum. „Þannig
eru búin oft keyrð hart og lengi
áður en þau koma til skipta, en
bankinn þá jafnframt búinn að
hirða allt sem máli skiptir.“
Í lok álitsgerðarinnar er bent á
mögulegar úrbætur. Þar segir
m.a. að löngu sé orðið tímabært,
að margra mati, að breyta gjald-
þrotalögum á þann hátt „að hægt
sé að knýja fram gjaldþrotaskipti
á grundvelli árangurslauss fjár-
náms þótt gerðarþoli hafi ekki
mætt og lýst yfir eignaleysi og
engar skráðar eignir til trygging-
ar kröfum að finna.“
Ennfremur þyrfti Sýslumanns-
embættið í Reykjavík í samvinnu
við lögreglu að gera verulegt átak
í að handtaka skuldara sem ekki
sinna boðunum yfirvalda. „Hand-
taka menn samdægurs ef þeir
ekki sinna lögregluboðunum. Svo-
leiðis átak í 3 til 4 mánuði myndi
vera fljótt að fréttast og skuldarar
myndu því sinna boðunum betur
en áður.“
Sævar Sigurgeirsson segir að
álitsgerðin hafi verið kynnt fé-
lagsmálaráðherra. Í ráðuneyti
hans sé verið að skoða niðurstöður
hennar. Ingvar Sverrisson,
fulltrúi Alþýðusambands Íslands,
í stjórn sjóðsins, og Hrafnhildur
Stefánsdóttir, fulltrúi Samtaka at-
vinnulífsins í stjórn sjóðsins, segja
nauðsynlegt að álitsgerðin hafi
verið gerð. „Þetta er þörf álits-
gerð og margt athyglisvert í
henni. Við munum fara nánar yfir
hana,“ segir Hrafnhildur.
Fréttaskýring | Greiðslur úr Ábyrgðasjóði
launa hafa aukist mikið
Eigið fé sjóðs-
ins er uppurið
Gríðarleg fjölgun gjaldþrotaskipta
Auðvelt að stofna
ný og ný félög
Í álitsgerð fyrir Ábyrgðasjóð
launa segir m.a. að „eitthvað [sé]
um það að sömu rekstraraðil-
arnir sjáist aftur og aftur sem
forsvarsmenn og stofnendur
gjaldþrota félaga. Þannig virðast
menn með sögu gjaldþrota á bak
við sig eiga hægt með að stofna
ný og ný félög,“ segir í álitsgerð-
inni. Er m.a. tekið dæmi af einum
einstaklingi sem hefur verið
stjórnarmaður í 10 félögum eða
fleirum, sem úrskurðuð hafa ver-
ið gjaldþrota á sl. 4 árum.
arna@mbl.is