Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Völuspá á laugardag Lestu bókina fyrst og gagnrýnina á eftir? Lestu Lesbókina fyrst og bókina svo? Jólabækurnar + Hefur íslenska bókmenntastofnunin þagað þunnu hljóði um kenningar Helga Hálfdanarsonar um Völuspá? ÞAÐ ER greinilegt að Klúbburinn Geysir stendur sig mjög vel og þar er verið að vinna góða hluti. Þetta er mat þeirra Peters Travisanos og Peters Foulkes, sem eru at- vinnumálaráðgjafi og klúbbfélagi í Genesis-klúbbnum í Bandaríkjunum sem starfar, líkt og fjögur hundruð aðrir klúbbar í þrjátíu löndum um heim allan. Klúbbarnir starfa eftir hugmyndafræði Fountain House sem miðar að því að efla hæfileika og styrkja ein- staklinga sem eiga eða átt hafa við geðræn veikindi að stríða. Að sögn Önnu S. Valdemarsdóttur, framkvæmda- stjóra Klúbbsins Geysis, sér Genesis-klúbburinn einnig um að þjálfa starfsmenn klúbba víðs vegar um heim og aðstoða klúbbana við að fá úttekt og viðurkenningu frá ICCD, þ.e. alþjóðasamtökum Fountain House. Aðspurðir segja þeir Travisano og Foulkes tilgang ferðar sinnar hingað fjölþættan. „Markmið heimsóknar okkar er að kynna okkur starfsemina hér og gefa leið- beiningar um áframhaldið. Heimsóknin er þannig liður í því að fylgja eftir framkvæmdaáætlun sem starfsmenn og meðlimir Klúbbsins Geysis settu saman í kjölfar starfs- þjálfunar sinnar hjá okkur úti í Bandaríkjunum fyrir ári. Að auki höfum við lagt leið okkar í hin ýmsu fyrirtæki til að kynna stjórnendum hugmyndina um „ráðningu til reynslu“ sem er afar góð leið til þess að hjálpa klúbb- félögum til þess að komast aftur á atvinnumarkaðinn.“ Aðspurðir segjast þeir afar ánægðir með starfsemi Klúbbsins Geysis. „Maður finnur það strax þegar maður kemur hingað í hús hvað andinn er góður. Það er greini- legt hvað starfsmenn og félagar vinna vel saman sem ein heild og ánægjulegt að verða vitni að því hve gott vinnu- andrúmsloftið er,“ segir Travisano og leggur áherslu á ánægju sína yfir því hve hátt hlutfall klúbbfélaga sækja ýmist skóla eða vinnu. „Af því er augljóst að félagar líta á Klúbbinn Geysi sem lið í því að halda áfram með líf sitt. Þannig er klúbburinn ekki nein endastöð heldur stökk- bretti aftur út í lífið. Það má því með sanni segja að í klúbbinn liggi stórar dyr inn og jafnframt stórar dyr út.“ Ráðning til reynslu góð og hagkvæm fyrir fyrirtækin Að sögn Önnu hefur Klúbburinn Geysir allt frá stofnun árið 1999 lagt sitt af mörkum til að hjálpa félögum klúbbs- ins að komast aftur út í lífið. „Einn liður í því er það sem kallast „ráðning til reynslu“, en hún felst í því að fyrirtæki gera samning við Klúbbinn Geysi um að ráða til sín ein- staklinga sem hafa átt við geðræn veikindi að stríða en eru komnir langt á batavegi. Um er að ræða tímabundna ráðningu í 6–9 mánuði. Nú þegar erum við með þrjú „ráðningu til reynslu“ störf, þ.e. hjá Félagsþjónustunni, Regnbogabörnum og Íslandsbanka og um áramótin bæt- ist félagsmálaráðuneytið síðan í hópinn.“ Eins og fyrr gat var eitt markmiðið með heimsókn Travisano og Foulkes að heimsækja íslensk fyrirtæki og kynna stjórnendum „ráðningu til reynslu“. Spurðir um viðtökur segir Travisano þær hafa verið býsna góðar. „Það hefur vissulega margt breyst á umliðnum árum. Þegar ég hóf að vinna fyrir Genesis-klúbbinn fyrir rúm- um áratug og fór að reyna að sannfæra atvinnurekendur um að þeir ættu að ráða til sín félaga undir merkjum „ráðningar til reynslu“ leið mér oft eins og ég væri að fara fram á greiða. Með árunum hef ég hins vegar áttað mig á því að slík ráðning er ekki síður góð og hagkvæm fyrir fyrirtækin. Félagar okkar eru ekki aðeins góðir starfs- menn heldur fá atvinnurekendur einnig gott stuðnings- net sem gerir það að við getum t.d. tryggt 100% mætingu sem kemur fyrirtækjum auðvitað til góða. Oft held ég að það komi stjórnendum fyrirtækja raunverulega á óvart hversu góðir og hæfir starfsmenn félagar okkar eru,“ segir Travisano og minnir um leið á að það krefst mikillar vinnu og þrautseigju að búa til störf sem falla undir „ráðningu til reynslu“ sökum þeirra fordóma gagnvart geðsjúkum sem enn eru við lýði. „En reynsla sýnir okkar að fordómarnir gagnvart geðsjúkum virka í raun mun meira hamlandi en sjúkdómurinn sjálfur.“ Gerir vinnustöðum gott Anna tekur undir það að viðtökur hafi verið góðar hjá fyrirtækum, „enda finna góð fyrirtæki til samfélagslegr- ar ábyrgðar. Ég vil þó taka fram að það er ekki verið að búa til störf fyrir okkar félaga heldur eru þetta störf sem eru til og vantar einhvern til að sinna þeim. Okkar upp- lifun er að þetta geri vinnustöðunum afar gott. Þetta virð- ist auka samheldnina hjá starfsfólki fyrirtækisins, þar sem þau eru stolt af vinnustaðnum fyrir að taka þátt í svona verkefni. Einnig er ljóst að starfsmenn eru ánægð- ir með að fá tækifæri til að kynnast fólki með annan bak- grunn, sjá fólk vaxa og takast á við ábyrgð og læra starf- ið.“ Virkar sem stökk- bretti aftur út í lífið Morgunblaðið/Golli „Maður finnur strax hvað andinn er góður hér í Klúbbn- um Geysi. Það er greinilegt hvað starfsmenn og félagar vinna vel saman sem ein heild og ánægjulegt að verða vitni að því hve gott vinnuandrúmsloftið er,“ segja Peter Foulkes og Peter Travisano sem staddir eru hér á landi m.a. til að kynna sér starfsemi klúbbsins. HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra tók í gær við fullveldiskökunni úr hendi Reynis Þorleifssonar, bakarameistara og formanns Landssambands bakarameistara, og Hjálmars E. Jónssonar stjórn- armanns. Kakan verður til sölu í bakaríum um allt land í tilefni af fullveldisdegi Íslendinga, 1. desem- ber. Bakstur fullveldiskökunnar er liður í átaki sem Landssamband bakarameistara efnir til á aðventunni undir kjörorðinu „Veljum íslenskt í bakaríum um jól- in“. Átakið, sem er liður í landsátakinu „Veljum ís- lenskt og allir vinna“, hófst sl. laugardag og stendur til 20. desember. Viðskiptavinum bakaríanna gefst kostur á að taka þátt í landsleik Labaks með því að skrifa nafn sitt og símanúmer aftan á kassakvittun sína og stinga henni í lukkupott í bakaríinu. Morgunblaðið/Sverrir Halldór Ásgrímsson tekur við fullveldiskökum úr hendi Reynis Þorleifssonar, t.h., og Hjálmars E. Jónssonar. Halldór fékk fullveldiskökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.