Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.2004, Blaðsíða 16
Allir velkomnir Dagskrá tileinkuð Svövu Jakobsdóttur, rithöfundi (1930-2004) Kvöldvaka 2. desember 2004 Þjóðarbókhlaða, 2. hæð, kl. 20:00 Kvennasögusafn Íslands •Myndbrjótur í orðhofi. Um sögur Svövu Jakobsdóttur. Dr. Dagný Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur, flytur erindi. • „Saga handa börnum.“ Hjalti Rögnvaldsson les. • Vox Feminae. •Kynni mín af Svövu. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, flytur erindi. Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Sigraði í dægurlagasamkeppni | Sigfús Jónsson frá Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal sigraði í Dægurlagakeppni Borgarfjarðar sem fram fór í Logalandi um síðustu helgi. Keppnin var liður í Gleðifundi Ungmenna- félags Reykdæla. Í keppninni er keppt um besta frum- samda lagið sem lagahöfundar sendu inn ásamt texta. Fram kemur á vef Skessu- horns að Sigfús, sem er sextán ára gamall tónlistaráhugamaður, samdi bæði lag og texta sigurlagsins sem hann nefnir Augna- yndi. Orri Sveinn Jónsson söng lagðið og Sigfús lék sjálfur á gítar með hljómsveitinni Stuðbandalaginu. Sigurlaun voru tímar í hljóðveri. Í öðru sæti varð lag Þóru Geirlaugar Bjartmarsdóttur, Handan við hornið, text- inn er eftir Bjartmar Hannesson. Þóra söng lagið sjálf. Í þriðja sæti varð lag Bjarna Guðmunds- sonar, Vorsöngur, við texta Trausta Eyj- ólfssonar, en það var Þórunn Pétursdóttir sem flutti.    Vilja minnka umfang sorps | Bæj- arstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum tillögu um að fela bæjarráði að vinna að því að auka flokkun sorps á næsta ári með það að markmiði að minnka umfang úrgangs sem fluttur er til eyðingar á Ísa- fjörð. Leitast yrði við að móta kerfi þar sem íbúum yrði umbunað fyrir aukna flokkun með lækkun sorphreinsunargjalda. Jafn- framt felur bæjarstjórn bæjarráði að gang- ast fyrir endurskoðun samþykktrar gjald- skrárumhverfisgjaldaVesturbyggð. Til- lagan var samþykkt samhljóða. Árleg bókmennta-samkoma verður íkvöld í Pakkhús- inu á Höfn. Samkoman er á vegum Menningar- miðstöðvar Hornafjarðar og hefst klukkan 20. Rithöfundar lesa úr verkum sínum. Auður Ólafsdóttir sem les úr bók sinni Rigning í nóvember, Haukur Ingvarsson les úr bók sinni Niðurfall og þættir af hinum dul- arfulla Manga, Helgi Björnsson les úr bókinni Jöklaveröld, Margrét Lóa Jónsdóttir les úr bók sinni Laufskálafuglinn, Sigfús Bjartmarsson les úr bók sinni Andræði og Þor- valdur Þorsteinsson les úr bók sinni Blíðfinnur og svörtu teningarnir. Einnig munu nokkrir nemendur Tónskóla Aust- ur-Skaftafellssýslu flytja tónlist á milli upplestra. Bókmennta- samkoma Katla fékk bakara framtíðarinnar, útskrift-arnema Hótel- og matvælaskólans, til liðs viðsig um helgina, í tilefni af piparkökuhúsa- leiknum sem fyrirtækið efnir til tólfta árið í röð. Nem- arnir tóku þátt í að baka tvö þúsund piparkökuhjörtu sem farið var með í Kringluna. Þar voru skrifuð á þau nöfn barnanna sem þess óskuðu. Tók það ekki nema tvo og hálfan klukkutíma að koma öllum hjörtunum út. Á morgun, 3. desember, verður tekið verður á móti piparkökuhúsum í leiknum, það verður gert í Kringl- unni á milli kl. 18 og 20. Vegleg verðlaun eru í boði fyr- ir sigurvegarana. Tvö þúsund pipar- kökuhjörtu gefin Það fór ekki framhjálandsmönnumþegar Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra mærði SS- pylsur fyrir hollustu. Hann fékk verki í kvið- arholið nokkru síðar og lagðist inn á spítala með- an verkirnir liðu hjá. Hjálmar Freysteinsson orti: Ofurliði alveg ber innanmein og skita hann sem fengið hafði sér hollan skyndibita. Guðni sagði sársaukann hafa verið eins og hann hefði verið að fæða barn. Enn yrkir Hjálmar Frey- steinsson: Oft er hófið – mundangs – mjótt mannsins heilsa breytist skjótt, SS pulsu gerla gnótt Guðna sýkti af léttasótt. Sigrún Haraldsdóttir sér atburðarásina fyrir sér: Lasinn uppá legubekk lá í sjúkraskýli. Guðni hríðir fúlar fékk fæddi pulsu kríli. Hollur skyndibiti pebl@mbl.is Aðaldalur | Fiðraðir fætur á hænsnum er það sem ræktendur landnámshænsna sækjast eftir, en það er ekki á hverjum bæ sem hægt er að finna þannig fugla. Snjólaug Anna Pétursdóttir á Hellulandi í Aðaldal heldur hér á efnilegum hana sem er þess- um eiginleikum gæddur og er talinn efnilegur til framhaldsræktunar. Með sérhæfingu í landbúnaði er ræktun heim- ilishænsna á undanhaldi og hefur það komið niður á íslenska stofninum auk þess sem hann hefur á mörgum búum blandast ítölskum hænsnum. Í Þingeyjarsýslu er hinum ýmsum afbrigðum stofns- ins haldið við á nokkrum bæjum og skiptast menn á einstaklingum til þess að forðast skyld- leikaræktun. Snjólaug Anna á Hellulandi er ein þessara bænda, en haninn hennar ber hvítar fjaðrir niður allan fótlegginn og fram á tær sem ekki er algengt. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Fjaðrir á fótum Hænsni Keflavíkurflugvöllur | Slökkvilið varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli hefur fengið viðurkenningu bandarísku brunavarna- stofnunarinnar fyrir frábæran árangur í brunavörnum í íbúðarhúsum. Er þetta ní- unda árið í röð sem liðið fær þessa við- urkenningu og hún er ein af fjölmörgum sem slökkviliðið hefur fengið á undanförn- um árum. Í Stars and Stripes, blaði Bandaríkja- hers, kemur fram að 980 aðilar fengu þessa viðurkenningu og að slökkviliðin á Kefla- víkurflugvelli og í flotastöð Bandaríkja- flota í Napolí á Ítalíu eru einu viðtakendur verðlaunanna utan Bandaríkjanna. Viðurkenningin er helguð þeim mark- miðum að draga úr manntjóni vegna bruna á íbúðarhúsnæði. Slökkviliðið á Keflavík- urflugvelli annast brunavarnir í 917 fjöl- skylduíbúðum varnarliðsins, 1100 einstak- lingsíbúðum og 300 gistiherbergjum. Það annast auk þess allar aðrar brunavarnir á varnarsvæðinu og Keflavíkurflugvelli ásamt Flugstöð Leifs Eiríkssonar og sinnir auk þess öryggisþjónustu við flugvélar, svo sem hálkuvarnir á flugbrautum. Slökkviliðið fær enn eina viðurkenn- inguna Húsavík | Bæjarstjórn Húsavíkur hefur samþykkt ályktun þar sem vakin er athygli á nauðsyn þess að stjórnvöld og heima- menn taki sameiginlega á þeim vanda sem skapast hefur í atvinnumálum eftir að Kís- iliðjunni í Mývatnssveit hefur verið lokað. Fram kemur í ályktuninni að stjórnvöld og sveitarfélög á svæðinu hafi gert ráð fyr- ir að ráðstafa ákveðnum fjármunum til byggingar kísilduftverksmiðju í Mývatns- sveit. „Mikilvægt er að þeir fjármunir verði áfram til ráðstöfunar til uppbygging- ar atvinnumála í Skútustaðahreppi, jafnvel þó ekki verði af byggingu kísilduftverk- smiðjunnar. Nauðsynlegt er að hraða þessu verki vegna þess vanda sem blasir við einstaklingum og sveitarfélaginu. Bæj- arstjórn Húsavíkurbæjar lýsir sig reiðu- búna til að koma að því verki,“ segir í álykt- uninni. Hvatt til sameiginlegs átaks ♦♦♦ HREINLÆTISVÖRURNAR FRÁ Mínstund frett@mbl.is Staðfesta staðardagskrá | Hreppsnefnd Skorradalshrepps hefur samþykkt fyrstu út- gáfu af Staðardagskrá 21. Er Skorradalur þar með 21. sveitarfélag landsins sem sam- þykkir Staðardagskrá 21, að því er fram kemur á vef Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Vinna við undirbúning yfirlýsingarinnar hefur staðið yfir undanfarna mánuði og sér- stök nefnd unnið að málinu. Staðardagskrá 21 fyrir Skorradalshrepp tekur fyrir átta málaflokka. Þeir eru sam- vinna íbúa og sumarhúsafólks, drykkjarvatn, fráveitumál, úrgangsmál, umhverfisfræðsla, menningarminjar og náttúruvernd, sam- göngur og auðlindir svæðisins.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.