Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 16
Allir velkomnir
Dagskrá tileinkuð Svövu Jakobsdóttur, rithöfundi (1930-2004)
Kvöldvaka
2. desember 2004
Þjóðarbókhlaða, 2. hæð, kl. 20:00 Kvennasögusafn
Íslands
•Myndbrjótur í orðhofi. Um sögur Svövu Jakobsdóttur.
Dr. Dagný Kristjánsdóttir, bókmenntafræðingur, flytur erindi.
• „Saga handa börnum.“
Hjalti Rögnvaldsson les.
• Vox Feminae.
•Kynni mín af Svövu.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, flytur erindi.
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Sigraði í dægurlagasamkeppni | Sigfús
Jónsson frá Sturlu-Reykjum í Reykholtsdal
sigraði í Dægurlagakeppni Borgarfjarðar
sem fram fór í Logalandi um síðustu helgi.
Keppnin var liður í Gleðifundi Ungmenna-
félags Reykdæla.
Í keppninni er keppt um besta frum-
samda lagið sem lagahöfundar sendu inn
ásamt texta. Fram kemur á vef Skessu-
horns að Sigfús, sem er sextán ára gamall
tónlistaráhugamaður, samdi bæði lag og
texta sigurlagsins sem hann nefnir Augna-
yndi. Orri Sveinn Jónsson söng lagðið og
Sigfús lék sjálfur á gítar með hljómsveitinni
Stuðbandalaginu. Sigurlaun voru tímar í
hljóðveri.
Í öðru sæti varð lag Þóru Geirlaugar
Bjartmarsdóttur, Handan við hornið, text-
inn er eftir Bjartmar Hannesson. Þóra söng
lagið sjálf.
Í þriðja sæti varð lag Bjarna Guðmunds-
sonar, Vorsöngur, við texta Trausta Eyj-
ólfssonar, en það var Þórunn Pétursdóttir
sem flutti.
Vilja minnka umfang sorps | Bæj-
arstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi
sínum tillögu um að fela bæjarráði að vinna
að því að auka flokkun sorps á næsta ári
með það að markmiði að minnka umfang
úrgangs sem fluttur er til eyðingar á Ísa-
fjörð. Leitast yrði við að móta kerfi þar sem
íbúum yrði umbunað fyrir aukna flokkun
með lækkun sorphreinsunargjalda. Jafn-
framt felur bæjarstjórn bæjarráði að gang-
ast fyrir endurskoðun samþykktrar gjald-
skrárumhverfisgjaldaVesturbyggð. Til-
lagan var samþykkt samhljóða.
Árleg bókmennta-samkoma verður íkvöld í Pakkhús-
inu á Höfn. Samkoman er
á vegum Menningar-
miðstöðvar Hornafjarðar
og hefst klukkan 20.
Rithöfundar lesa úr
verkum sínum. Auður
Ólafsdóttir sem les úr bók
sinni Rigning í nóvember,
Haukur Ingvarsson les úr
bók sinni Niðurfall og
þættir af hinum dul-
arfulla Manga, Helgi
Björnsson les úr bókinni
Jöklaveröld, Margrét Lóa
Jónsdóttir les úr bók sinni
Laufskálafuglinn, Sigfús
Bjartmarsson les úr bók
sinni Andræði og Þor-
valdur Þorsteinsson les
úr bók sinni Blíðfinnur og
svörtu teningarnir.
Einnig munu nokkrir
nemendur Tónskóla Aust-
ur-Skaftafellssýslu flytja
tónlist á milli upplestra.
Bókmennta-
samkoma
Katla fékk bakara framtíðarinnar, útskrift-arnema Hótel- og matvælaskólans, til liðs viðsig um helgina, í tilefni af piparkökuhúsa-
leiknum sem fyrirtækið efnir til tólfta árið í röð. Nem-
arnir tóku þátt í að baka tvö þúsund piparkökuhjörtu
sem farið var með í Kringluna. Þar voru skrifuð á þau
nöfn barnanna sem þess óskuðu. Tók það ekki nema tvo
og hálfan klukkutíma að koma öllum hjörtunum út.
Á morgun, 3. desember, verður tekið verður á móti
piparkökuhúsum í leiknum, það verður gert í Kringl-
unni á milli kl. 18 og 20. Vegleg verðlaun eru í boði fyr-
ir sigurvegarana.
Tvö þúsund pipar-
kökuhjörtu gefin
Það fór ekki framhjálandsmönnumþegar Guðni
Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra mærði SS-
pylsur fyrir hollustu.
Hann fékk verki í kvið-
arholið nokkru síðar og
lagðist inn á spítala með-
an verkirnir liðu hjá.
Hjálmar Freysteinsson
orti:
Ofurliði alveg ber
innanmein og skita
hann sem fengið hafði sér
hollan skyndibita.
Guðni sagði sársaukann
hafa verið eins og hann
hefði verið að fæða barn.
Enn yrkir Hjálmar Frey-
steinsson:
Oft er hófið – mundangs – mjótt
mannsins heilsa breytist skjótt,
SS pulsu gerla gnótt
Guðna sýkti af léttasótt.
Sigrún Haraldsdóttir sér
atburðarásina fyrir sér:
Lasinn uppá legubekk
lá í sjúkraskýli.
Guðni hríðir fúlar fékk
fæddi pulsu kríli.
Hollur
skyndibiti
pebl@mbl.is
Aðaldalur | Fiðraðir fætur á hænsnum er það sem
ræktendur landnámshænsna sækjast eftir, en það
er ekki á hverjum bæ sem hægt er að finna þannig
fugla. Snjólaug Anna Pétursdóttir á Hellulandi í
Aðaldal heldur hér á efnilegum hana sem er þess-
um eiginleikum gæddur og er talinn efnilegur til
framhaldsræktunar.
Með sérhæfingu í landbúnaði er ræktun heim-
ilishænsna á undanhaldi og hefur það komið niður
á íslenska stofninum auk þess sem hann hefur á
mörgum búum blandast ítölskum hænsnum. Í
Þingeyjarsýslu er hinum ýmsum afbrigðum stofns-
ins haldið við á nokkrum bæjum og skiptast menn
á einstaklingum til þess að forðast skyld-
leikaræktun.
Snjólaug Anna á Hellulandi er ein þessara
bænda, en haninn hennar ber hvítar fjaðrir niður
allan fótlegginn og fram á tær sem ekki er algengt.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Fjaðrir á fótum
Hænsni
Keflavíkurflugvöllur | Slökkvilið varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli hefur fengið
viðurkenningu bandarísku brunavarna-
stofnunarinnar fyrir frábæran árangur í
brunavörnum í íbúðarhúsum. Er þetta ní-
unda árið í röð sem liðið fær þessa við-
urkenningu og hún er ein af fjölmörgum
sem slökkviliðið hefur fengið á undanförn-
um árum.
Í Stars and Stripes, blaði Bandaríkja-
hers, kemur fram að 980 aðilar fengu þessa
viðurkenningu og að slökkviliðin á Kefla-
víkurflugvelli og í flotastöð Bandaríkja-
flota í Napolí á Ítalíu eru einu viðtakendur
verðlaunanna utan Bandaríkjanna.
Viðurkenningin er helguð þeim mark-
miðum að draga úr manntjóni vegna bruna
á íbúðarhúsnæði. Slökkviliðið á Keflavík-
urflugvelli annast brunavarnir í 917 fjöl-
skylduíbúðum varnarliðsins, 1100 einstak-
lingsíbúðum og 300 gistiherbergjum. Það
annast auk þess allar aðrar brunavarnir á
varnarsvæðinu og Keflavíkurflugvelli
ásamt Flugstöð Leifs Eiríkssonar og sinnir
auk þess öryggisþjónustu við flugvélar, svo
sem hálkuvarnir á flugbrautum.
Slökkviliðið
fær enn eina
viðurkenn-
inguna
Húsavík | Bæjarstjórn Húsavíkur hefur
samþykkt ályktun þar sem vakin er athygli
á nauðsyn þess að stjórnvöld og heima-
menn taki sameiginlega á þeim vanda sem
skapast hefur í atvinnumálum eftir að Kís-
iliðjunni í Mývatnssveit hefur verið lokað.
Fram kemur í ályktuninni að stjórnvöld
og sveitarfélög á svæðinu hafi gert ráð fyr-
ir að ráðstafa ákveðnum fjármunum til
byggingar kísilduftverksmiðju í Mývatns-
sveit. „Mikilvægt er að þeir fjármunir
verði áfram til ráðstöfunar til uppbygging-
ar atvinnumála í Skútustaðahreppi, jafnvel
þó ekki verði af byggingu kísilduftverk-
smiðjunnar. Nauðsynlegt er að hraða
þessu verki vegna þess vanda sem blasir
við einstaklingum og sveitarfélaginu. Bæj-
arstjórn Húsavíkurbæjar lýsir sig reiðu-
búna til að koma að því verki,“ segir í álykt-
uninni.
Hvatt til
sameiginlegs
átaks
♦♦♦
HREINLÆTISVÖRURNAR FRÁ
Mínstund frett@mbl.is
Staðfesta staðardagskrá | Hreppsnefnd
Skorradalshrepps hefur samþykkt fyrstu út-
gáfu af Staðardagskrá 21. Er Skorradalur
þar með 21. sveitarfélag landsins sem sam-
þykkir Staðardagskrá 21, að því er fram
kemur á vef Sambands íslenskra sveitarfé-
laga.
Vinna við undirbúning yfirlýsingarinnar
hefur staðið yfir undanfarna mánuði og sér-
stök nefnd unnið að málinu.
Staðardagskrá 21 fyrir Skorradalshrepp
tekur fyrir átta málaflokka. Þeir eru sam-
vinna íbúa og sumarhúsafólks, drykkjarvatn,
fráveitumál, úrgangsmál, umhverfisfræðsla,
menningarminjar og náttúruvernd, sam-
göngur og auðlindir svæðisins.