Morgunblaðið - 02.12.2004, Page 18

Morgunblaðið - 02.12.2004, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR 81%landsmanna telur Morgunblaðið miðil að sínu skapi❉ ❉Gallup mars 2004 Morgunblaðið 81% Skjár 1 76% mbl.is 64% Fréttablaðið 76% Sjónvarpið 66% Stöð 2 63,4% Rás 2 58,1% Bylgjan 55% „Morgunblaðið er miðill að mínu skapi“ Gerðin | Betri stofan í félagsmiðstöðinni Hæðar- garði var vígð í gær, en betri stofan er handa- vinnuherbergi þar sem hægt er að eiga notalegar stundir með hannyrðir eða kaffibolla. Af því tilefni litu krakkarnir af leikskólanum Jörfa í heimsókn og þáðu jólaöl og piparkökur og sungu þegar kveikt var á ljósunum á jólatré í Listigarði Hæðargarðs. „Það var kanillykt í loftinu, jólasöngvar sungn- ir, kveikt á jólatrénu og allir með jólablik í augum. Barnsaugun eru alveg nauðsynleg til að skynja jólin í sínu rétta samnhengi, maður fær hálfpart- inn tár í augun þegar blessuð börnin fara að syngja. Svo þetta var alveg yndisleg morgun- stund,“ segir Ásdís Skúladótttir, verkefnisstjóri Hæðargarðs. Fjöldi eldra fólks sem tekur þátt í starfi félags- miðstöðvarinnar var samankominn til að njóta þessarar jólalegu stundar og vígja betri stofnuna. Þar var einnig opnuð sýning með málverkum Gerðar Sigfúsdóttur, og Brynhildur Björnsdóttir söng jólalög fyrir gestina við píanóundirleik Jóns Möller. Börnin komu í betri stofuna Morgunblaðið/Sverrir Kveikt á jólaljósum Kynslóðirnar mættust í félagsmiðstöðinni Hæðargarði í gær þegar kveikt var á ljósunum á jólatrénu og leikskólabörnin og eldri borgararnir gengu saman í kringum jólatréð. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Kópavogur | Mjöll-Frigg fékk ekki leyfi til að geyma og vinna úr klórgasi á lóð sinni við Vesturvör í Kópavogi, og var umsókn fyrirtækisins vísað frá Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarð- ar- og Kópavogssvæðis á fundi nefndarinnar á mánudag. Fyrirtækið flutti starfsemi sína frá Reykjavík til Kópavogs sl. sumar. Í fundargerð heilbrigðis- nefndarinnar kemur fram að ekki var gerð fullnægjandi grein fyrir staðháttum á vinnu- stað í umsókn Mjallar-Friggj- ar, auk þess sem ekki var gerð grein fyrir því hvort starfsemin samrýmdist deiliskipulagi, og húsnæðið fullnægði ákvæðum skipulags- og byggingarlaga. Því var umsókninni vísað frá. Guðmundur Einarsson, for- stöðumaður Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogs, segir að af þessu leiði að fyrir- tækið megi ekki starfa á þessu svæði, né megi það geyma klór- gas þar. Hann segir ekki ljóst hvort eitthvað sé eftir af gasinu á svæðinu. Ef svo er þurfi að flytja það á brott, og ekki sé leyfilegt að flytja meira á stað- inn. Ekki er búið að fara í gegn- um alla öryggisþætti hjá Mjöll- Frigg, og að sögn Guðmundar var það undir fyrirtækinu sjálfu komið að hlúa að öryggis- þættinum, bera málið undir byggingarfulltrúa, vinnueftirlit og slökkvilið áður en það er sent til heilbrigðiseftirlitsins. Fyrirtækið gæti sótt um að nýju og lagt fram öll umbeðin gögn, eða kært frávísunina til ráðherra þyki því heilbrigðis- eftirlitið hafa farið offari. Öryggismál ófullnægjandi Menn á vegum heilbrigðis- nefndarinnar hafa farið á vett- vang og kynnt sér ástandið, segir Sigurgeir Ólafsson, vara- formaður heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogs- svæðis. Samkvæmt því sem þeir hafa tjáð nefndinni kemur m.a. fram að svæðið er frekar opið og öryggismál mættu vera betri. Að auki hefur nefndin ekki fengið að sjá viðbragðs- áætlanir fyrirtækisins ef eitt- hvað færi úrskeiðis. Mjöll- Frigg fékk ekki starfsleyfi Reykjavík | Steinunn Valdís Óskarsdóttir, nýr borgarstjóri Reykvíkinga, tók formlega við starfinu af forvera sínum, Þórólfi Árnasyni, í Ráðhúsinu í gærmorg- un og afhenti Þórólfur henni lykla- völdin í Ráðhúsinu við það tilefni. Fyrsta embættisverk nýja borgarstjórans var að undirrita samkomulag milli Reykjavíkur- borgar, félagsmálaráðherra, menntamálaráðherra, Rauða kross Íslands og Velferðarsjóðs barna um verkefnið Framtíð í nýju landi. Verkefnið snýr að ungu fólki af víetnömskum uppruna en í ár eru liðin 25 ár síðan fyrsti hópur Víet- nama fluttist til landsins. Steinunn er sextándi borgarstjóri Reykjavík- ur frá því embættið varð til árið 1908, en þá var íbúafjöldi Reykja- víkur aðeins um 10 þúsund. Morgunblaðið/Sverrir Borgarstjóraskipti Þórólfur afhenti Steinunni Valdísi lyklana. Steinunn Valdís tók við embætti borgarstjóra Vesturbær | Unnið er myrkranna á milli þessa dagana við að klára framkvæmdir við Suðurgötuna, þó ef til vill sé það ekki mikið afrek þegar skammdegið færist yfir og farið er að myrkva um kl. 16 á daginn. Stefnt er að því að opna Suðurgötuna að fullu fyrir umferð 10. desember, og var verið að mal- bika og ganga frá gangstéttar- köntum þegar ljósmyndari átti leið hjá. Morgunblaðið/Golli Unnið myrkranna á milli Hafnarfjörður | Skilmálar sem banna íbúum í Áslandshverfi og öðr- um nýlegum hverfum að setja loftnet á hús sín eru fallnir úr gildi og hindra því ekki íbúa í að setja upp örbylgju- loftnet, sem er nauðsynlegt til þess að ná stafrænum sjónvarpssending- um, t.d. frá Digital Ísland. Hafnarfjarðarbær hefur fengið nokkurn fjölda fyrirspurna um þessa skilmála frá fólki sem hefur haft hug á því að setja upp örbylgjuloftnet, og hefur þeim öllum verið svarað því til að skilmálarnir um loftnetin sem skrifað var upp á þegar lóðum var út- hlutað séu fallnir úr gildi, segir Guð- mundur Benediktsson, bæjarlög- maður í Hafnarfirði. Þegar Áslandshverfið og önnur nýleg hverfi voru skipulögð var ákveðið að leggja kapal í öll húsin, og setja skilyrði um að loftnet mættu ekki vera á húsunum vegna þess að engin þörf væri fyrir loftnetin, enda íbúar skyldaðir til að borga fyrir kapalinn. Nettari loftnet Í kjölfarið hafa bæði aðstæður og tæknin breyst, og því þótti ástæða til að endurskoða þessa skilmála, segir Guðmundur. „Mér skilst að með þessu nýja digital-kerfi þurfi að vera loftnet, þetta er nú ósköp lítið og nett loftnet, og miklu nettara en þessi loftnet voru. Tæknin hefur breyst mikið og það er allt annað umhverfi en var í þessu.“ Tækniþróun fellir skilmála úr gildi Mega setja loft- net á hús sín Hafnarfjörður | Alls buðu 13 fyrir- tæki í niðurrif á húsum á Norður- bakka, og var lægsta boðið innan við 43% af kostnaðaráætlun, sem hljóm- aði upp á röskar 70 milljónir króna. Húsin sem á að rífa eru um 8.300 fer- metrar, og á niðurrifinu að vera lokið 15. apríl nk. Tilboð voru opnuð á þriðjudag, og voru 10 af 13 tilboðum sem bárust í verkið í heild, en þrjú tilboð bárust í niðurrif á einstökum húsum. Af þeim sem buðu í allt verkið átti BT sögun lægsta tilboðið, 29,9 milljónir króna. Bortækni karbó bauð 31,3 milljónir, en önnur tilboð voru mun hærri. Hæsta tilboðið kom frá Ístaki, sem bauð 109,7 milljónir króna í verkið. Útboð í niðurrif opnuð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.