Morgunblaðið - 02.12.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 02.12.2004, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 23 DAGLEGT LÍF . ODC Sport Boat Frábær tvíbytna frá Creek Company í vatnaveiðina. Aðeins kr. 38.800 Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sendum samdægursMunið gjafabréfin Fyrir veiðimanninn í fjölskyldunni þinni Mesta úrval landsins af veiðivörum ProLogic jakki Vatnsheldur jakki með önd- un. Fleecejakki fylgir. Aðeins kr. 21.900 Norinco Spotting Scope Öflugir sjónaukar í stofuglugg- ann, sumarbústaðinn eða fyrir fuglaskoðarann. Aðeins frá kr. 16.900 Simms-skór Vöðluskórnir frá Simms endast og endast. Aðeins frá kr. 12.900 Scierra-töskur Vandaðar veiðitöskur frá Scierra í nokkrum út- færslum og stærðum. Aðeins frá kr. 5.995 Mad Dog-töskur Töskur og bakpokar í felulit- um fyrir skotveiðimanninn. Aðeins frá kr. 3.995 Skotveiðihanskar Vatnsheldir og hlýir skot- veiðihanskar á góðu verði. Aðeins frá kr. 2.995. Sjóveiðisett Sjóveiðistöng, hjól og lína á frábæru verði. Aðeins kr. 10.900 helgin ❊ kemur í dag! helgin er skemmtilegt vikublað sem berst landsmönnum í póstkassann í dag í blaðinu eru frábær tilboð auglýsenda ásamt tillögum að afþreyingu helgarinnar helginni er dreift í 100 þúsund eintökum um land allt helg in V I K U L E G A fim m tu d a g u r 0 2 1 2 0 4 ljósm ynd B rink S t ó r i r d r a u m a r v i ð t ö l • k r o s s g á t a • d a g s k r á h e l g a r i n n a r • a f þ r e y i n g • s k e m m t u n ❊ góða helg i Eivör Pálsdóttir söngkona var að gefa út nýja plötu og það er mikið framundan hjá henni. Í viðtali á bls. 8 segir hún það hafa veitt sér mikil tækifæri og orðið sér til mikillar gæfu að hafa komið til Íslands á sínum tíma. Örgjörvi: AMD Athlon 2600+ Vinnsluminni: 256mb DDR333 PC2700 Harður diskur: 40gb(ATA 100/5400rpm) Skjákort: Innbyggt 32mb Acer Aspire T120 Örgjörvi: Intel Pentium 4 2.8Ghz Vinnsluminni: 512mb DDR333 PC2700 Harður diskur: 80gb (ATA 100/7200rpm) Skjákort: GeForce FX 5200 128mb, TV-Out, DVI Acer Aspire T310 Acer Aspire T130 Örgjörvi: AMD Athlon 64-Bita 3200+ Vinnsluminni: 512mb DDR333 PC2700 Harður diskur: 160gb (ATA 100/5400rpm) Skjákort: GeForce FX 5500 128mb Geisladrif: CD Skrifari / DVD Skrifari (+ / -) Netkort: 10/100mbit Hljóðkort: Avance AC97 innbyggt Stýrikerfi: Windows XP Home Hugbúnaður: Works Suite Media Bay (kort sem les SD, Memory Stick, Compact Flash og Smart Media) Hátalarar, lyklaborð og mús fylgja Í ÖLLUM VÉLUM ER: 8.325,-á mán.*6.658,-á mán.*4.992,-á mán.* Fullt verð: 79.900,- tækni Fullt verð: 99.900,- SVAR TÆKNI - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS *Lánþegi greiðir 3,5 % stimpil- og lántökugjald að auki. Á vaxtalausu tilboði í 12 mánuði! AÐ AUKI ÞÁ BYRJAR ÞÚ EKKI AÐ BORGA FYRR EN 1. FEB. FRÁBÆR MARGMIÐLUNARTÖLVA Skjár er aukabúnaður á mynd Fullt verð: 59.900,- Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi Opið 8-24 alla daga auglýsingapantanir í síma 569 1111 V I K U L E G A Opnað hefur verið nætur-athvarf fyrir heimilislausarkonur í Reykjavík. Athvarf- ið er til húsa að Eskihlíð 4, þar sem Pálmi heitinn Jónsson stofnaði sína fyrstu Hagkaupsverslun, en auk næturathvarfsins er Fjölskyldu- hjálp Íslands þarna til húsa. Þó at- hvarfið sé nú tekið til starfa, er stefnt að því að opna það formlega í tengslum við 80 ára afmæli Rauða kross Íslands þann 10. desember nk. Athvarfið hefur fengið nafnið Konukot. Opnun athvarfs fyrir heim- ilislausar konur hefur verið í bígerð í nokkur ár. Reykjavíkurdeild Rauða krossins mun sjá um rekst- urinn en Félagsþjónustan í Reykja- vík leggur til húsnæðið. Að sögn Brynhildar Barðadóttur, verkefnisstjóra hjá Reykjavík- urdeild Rauða krossins, verður Konukot fyrst og fremst hugsað sem næturskjól, sem getur að minnsta kosti hýst átta konur í gistingu í einu. Það verður opið frá klukkan 21.00 á kvöldin til klukkan 10.00 á morgnana. „Þarna geta konurnar fengið hressingu þegar þær koma á kvöldin og svo morg- unmat þegar þær fara á morgnana. Í athvarfinu er hreinlætisaðstaða og hægt er að þvo af konunum föt auk þess sem þær geta fengið skjólflíkur.“ Þarfagreining, sem framkvæmd var í fyrra á vegum Reykjavík- urdeildar Rauða krossins, bendir til þess að í hópi heimilislausra kvenna í Reykjavík gætu verið 20 til 40 konur. „Á það skal bent að hér er á ferðinni mjög falinn hópur, sem blasir ekkert við þeim, sem labba niður Laugaveginn. Í reynd eru af- ar skiptar skoðanir um fjölda þess- ara kvenna, en við höfum heyrt töl- ur allt upp í fjörutíu. Vitað er að vandamálið er til. Þessar konur eiga það sameiginlegt að hafa lent undir í þjóðfélaginu á einn eða ann- an hátt. Yfirleitt eru þær í vímu- efnaneyslu og margar eiga þær við geðraskanir að stríða,“ segir Bryn- hildur. Engin neysla innanhúss Hún bætir við að Konukot sé ekki meðferðarheimili, heldur ein- göngu næturskjól og ekki sé ætlast til þess að börn fylgi. „Ef kona bið- ur hinsvegar um aðstoð við að greiða leiðina í kerfinu, t.d. vegna meðferðar af einhverju tagi, þá ger- um við það. Að öðru leyti reynum við ekki að hafa áhrif á konurnar. Hingað mega þær koma undir áhrifum. Við munum með öðrum orðum ekki vísa konum frá þótt þær séu undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Við munum á hinn bóginn ekki líða neyslu inni í húsinu og biðjum um að húsreglur séu virt- ar.“ Lengi hefur verið þörf fyrir at- hvarf af þessu tagi enda hefur aldr- ei verið til neitt úrræði ætlað heim- ilislausum konum sérstaklega. Svo virðist sem konur eigi mun erfiðara en karlar með að viðurkenna heim- ilisleysi, mjög erfitt er að ná til þessara kvenna og það tekur sinn tíma að vinna traust þeirra, segir Brynhildur. „Þessar konur eru gjarnan í vafasömum félagsskap og hafa verið að gista þar sem þær helst myndu vilja koma sér hjá að vera ef þær hefðu átt í önnur hús að venda.“ Fjölmargir þekktir listamenn ætla nk. sunnudagskvöld, 5. desem- ber, að koma fram á tónleikum á Hótel Borg til styrktar Konukoti. Tvær konur, sem í eina tíð voru heimilislausar en hafa nú náð beinu brautinni og rétt úr kútnum, eru forsprakkar tónleikanna og munu listamennirnir, sem fram koma, gefa vinnu sína.  KONUKOT | Næturskjól fyrir heimilislausar konur Morgunblaðið/Sverrir Fram að þessu hefur ekki verið til athvarf eins og Konukot sem er alveg sérstaklega ætlað heimilislausum konum. Falinn hópur join@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.