Morgunblaðið - 02.12.2004, Síða 31

Morgunblaðið - 02.12.2004, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 31 UMRÆÐAN Á SÍÐUSTU árum hefur ríkt til- hneiging til þess að leggja niður fá- menna skóla víða um land. Umræða um lokum Húsabakkaskóla í Svarf- aðardal er tilefni þess- ara skrifa. Svo virðist sem ákvarðanir um lokun fámennra skóla séu teknar með fjárhagsleg sjónarmið að leiðarljósi en hvorki hvað nem- endum sé fyrir bestu né samfélagi í lítilli byggð. Með slíkum aðgerðum er tekin áhætta. Með breytingunum á skipan skólamála árið 1996 var stjórn skólamála færð til sveitarfélaga. Rök voru færð fyrir því að þá gætu heima- menn haft áhrif á sinn skóla. Samt sem áður virðist raunin sú að for- eldrar, þ.e. fólkið sem á börnin í skól- unum, hafi lítil áhrif. Ákvarðanir um lokun fámennra skóla virðast teknar af sveitarstjórnarmönnum sem láta fjárhagsleg sjónarmið stjórna gerð- um sínum. Fjárhagslegar ástæður réðu sameiningu fámennra skóla í Eyjafirði fyrir nokkrum árum. Odd- viti sveitarfélagsins sagði í erindi á uppeldismálþingi fyrir nokkrum ár- um að sameiningin hefði ekki haft þann fjárhagslega ávinning í för með sér sem vonast var til. Fjárhagslegar ástæður stríða oft gegn faglegum sjónarmiðum og taka ekki mið af þörfum nemenda. Í öðrum löndum hafa fámennir skólar verið lagðir niður og afleið- ingar þess verið rannsakaðar. Ein slík rannsókn var gerð í Bretlandi í héraði þar sem margir fámennir skólar höfðu verið lagð- ir niður á hálfum öðrum áratug. Í ljós kom að lokun skólanna hafði veruleg félagsleg áhrif, bæði á börnin og sam- félagið í heild. Langar og tímafrekar rútuferð- ir höfðu mikil áhrif á nemendur. Þeir þoldu illa þessar löngu ferðir og komu afleiðingarnar fram í árásargirnd og öðrum erfiðleikum. Foreldrum fannst ekki tekið tillit til þeirra eig- in óska og voru þess ekki megnug að hreyfa mótmælum. Og hér er sagan ekki öll sögð. Lokun skólanna leiddi til þess að tengsl á milli íbúanna í byggðarlaginu breyttust og urðu minni. Í Noregi hafa rannsóknir einnig sýnt að löng skólaferðalög leiða bæði til sálrænna og líkamlegaa erfiðleika meðal barnanna. Árið 1975 kenndi ég í grunnskóla í Austurdal í Noregi og ferðaðist þá með skólabíl daglega. Það var í skólabílnum sem ég í fyrsta sinn varð vitni að einelti sem erfitt reyndist að fást við. Leiða má að því líkur að nemendur, for- eldrar og kennarar eigi þá hættu yfir höfði sér, verði skólum þeirra lokað, að breytingin geti haft víðtæk áhrif á nemendur og samskipti fólks í byggðarlaginu. Að mínu mati er staða fámennra skóla sérstök. Í rannsókn sem ég gerði árið 1988 komst ég að þeirri niðurstöðu að möguleikar fámennra skóla til að koma á móts við náms- þarfir nemenda væru einstakir. Ég tel enn að svo sé. Í annarri rannsókn, nokkuð viðamikilli, sem ég hef gert á fámennum skólum sýndi að aðstæður í þessum skólum eru þess eðlis að þær gefa kennurum aukið svigrúm og tækifæri til að beita kennsluað- ferðum sem stuðla að skilvirku námi, tilfinningaþroska nemenda, mark- vissri þjálfun vinnubragða og sam- vinnu. Ég á við kennsluaðferðir eins og samvinnunám, aðferðir sem byggjast á áhuga og reynslu nem- enda og samþætt nám af ýmsum toga. Einnig má gera ráð fyrir að auðveldara sé að koma til móts við nemendur og fylgjast með fram- förum hvers og eins. Í einni rann- sókna minni sagði kennari: „Í fá- mennum skólum er andrúmsloftið mannlegra og það er mögulegt að taka tillit til hvers og eins.“ Þessi orð lýsa í raun samfélagi sem mörg okk- ar dreymir um daglega. Fámennir skólar Kristín Aðalsteinsdóttir fjallar um fámenna skóla ’Að mínu mati er staðafámennra skóla sér- stök.‘ Kristín Aðalsteinsdóttir Höfundur er dósent. Í MORGUNBLAÐINU 17. nóv. sl. var grein nokkur eftir Bjarna Jóns- son, félaga í Siðmennt og áhugamann um mannréttindi. Greinin bar yfirskrift- ina „Kirkjan og sam- kynhneigðir“ en hún vakti ekki athygli mína umfram aðrar greinar af hliðstæðum toga, nema fyrir eitt. Uppsett einkunnarorð grein- arinnar, sem jafnframt voru niðurlagsorð hennar, voru svohljóð- andi „Virðingu fyrir réttindum annarra tek ég fram yfir kreddur trúarinnar“! Ég fór að velta því fyrir mér hvers konar siðmennt lægi að baki þessari yfirlýsingu. Kirkjan sem mannfélags- stofnun hefur áreiðanlega sínar kreddur eins og allt annað sem menn- irnir setja mark sitt á, en maður sem kynnir sig sem félaga í Siðmennt, ætti ekki að setja sig í dómarasæti um kreddur eða gefa fólki einkunnir eins og Bjarni gerir í þessari grein sinni. Mannréttindi þeirra sem hafa andstæðar skoðanir við hann virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá honum. Þá virðist umburðarlyndi hans afar takmarkað. Kannski er hann bara áhugamaður um mannréttindi þeirra sem eru honum samstiga. Ég vil spyrja varðandi hvern þann sem fer með slíkan málflutning og Bjarni ger- ir í þessari grein – getur viðkomandi staðið undir nafni sem sannur sið- menntarmaður og í því sambandi er ég að vísa til heilbrigðrar, almennrar siðmenntar? Í greininni talar Bjarni um trúarof- stækismenn, ofsatrúarhópa, mann- fjandsamleg viðhorf og hann virðist gera sér far um að gera eins lítið úr Biblíunni og honum er helst unnt. Hvað liggur þar að baki? Á hann ein- hverjar óuppgerðar sakir við kirkj- una eða kristindóminn almennt? Það er engum manni til sæmdar að níða niður þau ölturu sem aðrir krjúpa við og síst mönnum sem vilja kenna sig við siðmennt. Að virða einstaklinginn hlýtur líka að fela það í sér að virða það sem hann stendur fyrir, en höf- undur títtnefndrar greinar virðist gleyma því þegar þeir eiga í hlut sem hafa aðrar skoðanir á málum en hann. Ég vil leyfa mér að benda Bjarna Jónssyni, félaga í Siðmennt og áhuga- manni um mannréttindi, á þá ómót- mælanlegu staðreynd að Biblían er Heilög Ritning í augum milljóna manna um allan heim. Jesús Kristur afnam ekki Gamla testamentið á nokkurn hátt heldur uppfyllti það. Hann kom sem Ljós inn í þennan heim og það ljós sem Nýja testamentið gefur okkur á jafnframt að vera okkur það ljós sem nægir til skilnings á Gamla testamentinu, ef við lesum og nemum með því hugarfari að skynja og skilja í sann- leika. Bjarni segist virða einstaklinginn, m.a. án tillits til trúarskoðana hans – en því miður er grein hans hrópandi vitnisburður um hið gagnstæða. Að hann skuli verja fullum helmingi hennar til árása á Heilaga Ritningu sýnir það svo ekki verður um villst. Ef viðhorf Bjarna eru dæmigerð fyrir siðrænan húmanisma þá finnst mér það dapurlegt mál, jafnt fyrir hann og rökhyggjuna, skynsemina og vís- indin, að ógleymdum mannréttind- unum, sem hann telur sig svo sið- menntaðan fulltrúa fyrir. Fordómafull siðmennt Rúnar Kristjánsson fjallar um siðmennt ’Það er engum mannitil sæmdar að níða niður þau ölturu sem aðrir krjúpa við og síst mönn- um sem vilja kenna sig við siðmennt. ‘ Rúnar Kristjánsson Höfundur er áhugamaður um mannlífið á jörðinni. Fréttasíminn 904 1100 Síðumúla 33 - Sími 588 9490 - www.lyngvik.is - lyngvik@lyngvik.is F A S T E I G N A S A L A OPIÐ HÚS Í DAG, FIMMTUDAG, 2. DES. Í TRAÐARLANDI 2, FOSSVOGI, FRÁ KL. 16.00-18.00 Um er að ræða 167 fm einbýlishús á einni hæð með þremur svefnherbergj- um og 42 fm bílskúr, samtals 209 fm. Húsið er upprunalegt að mestu að innan, en gert var við húsið að utan fyrir ca 2 árum. Stuttur afhendingar- tími. Verð 45,0 millj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.