Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMTÖK verslunar og þjónustu hafa sent frá sér yfirlýsingu, dag- setta 29. nóvember 2004, þar sem þess er krafist að ríkið dragi sig út úr verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og að tollfrjáls verslun fyrir komufarþega í flug- stöðinni verði lögð af. Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. vill af þessu tilefni taka fram eft- irfarandi:  Rekstrarfyrirkomulag í flug- stöðinni er í samræmi við lög frá Alþingi og reglur sem stjórnvöld hafa sett þar að lútandi. Það er athyglisvert að Samtök verslun- ar og þjónustu nefna hvergi í yf- irlýsingu sinni umfangsmikið forval vegna verslunarreksturs í flugstöðinni sem stjórn Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hf. efndi til nú í haust. Yfir 50 um- sóknir bárust og í dag, 30. nóv- ember, verða einmitt póstlögð bréf til um 30 fyrirtækja, þar sem óskað er eftir frekari við- ræðum um nánari útfærslu hug- mynda þeirra og um tilheyrandi viðskiptaáætlun. Það er með öðrum orðum unnið markvisst að því að gefa einkafyrirtækjum færi á að stunda margvíslegan verslunarrekstur í flugstöðinni. Því ættu Samtök verslunar og þjónustu að fagna en í raun sýna þau málinu undarlegt tóm- læti. Þannig sendu samtökin fulltrúa sína hvorki á kynning- arfund í Reykjavík né í vett- vangsskoðun í flugstöðinni þeg- ar forvalið var kynnt sérstaklega. Þau leituðu heldur ekki upplýsinga um málið.  Ef fríhafnarreksturinn yrði boð- inn út í heild sinni eru líkur á að sérhæfð, erlend verslunarfélög myndu hreppa hnossið í krafti stærðar sinnar og reynslu af sambærilegri starfsemi á flug- völlum annars staðar. Hugnast Samtökum verslunar og þjón- ustu slík framtíðarsýn betur, fyrir hönd umbjóðenda sinna, en núverandi rekstarfyrirkomulag?  Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. framkvæmir í ár og á næsta ári fyrir um 2,5 milljarða króna í flugstöðinni og við hana í því skyni að stórauka verslun og þjónustu við flugfarþega og flugrekendur. Þetta gerist án þess að þjónustugjöld hækki, þökk sé fjármunum sem starf- semi FLE hf. skilar og varið er til að standa undir framkvæmd- um við stækkun hússins og breytingar af ýmsu tagi. Það er ljóst að ef ekki kæmu til tekjur af verslunarrekstri yrði að leggja á ný þjónustugjöld á far- þega til að unnt væri að standa undir nauðsynlegum fram- kvæmdum við flugstöðina.  Sala áfengis og tóbaks er stór hluti af veltu komuverslunar flugstöðvarinnar. Þetta eru vörur sem ríkið stýrir sölu á og leggur á háa skatta hérlendis, vörur sem farþegar á leið til Ís- lands myndu kaupa erlendis og flytja með sér hingað til lands ef komuverslunin yrði aflögð. Frí- hafnarverslunin hér keppir því í þessum efnum við fríhafnir á er- lendum flugvöllum. Komuversl- unin er til þæginda fyrir ferða- menn og meira að segja má færa rök fyrir því að hún spari flugfélögum eldsneyti með því að selja vörur hér heima sem ferðafólk myndi ella hafa í far- angri sínum á leiðinni og þyngja flugvélarnar sem því nemur!  Komuverslunin á Keflavíkur- flugvelli vekur athygli víða er- lendis. Til dæmis kynntu ráða- menn félags, sem annast rekstur á stærsta flugvelli Nor- egs, Gardermoen, sér rekstur hennar sérstaklega og hyggjast hefja hliðstæða starfsemi þar innan tíðar. Rekstarfyrirtæki á fleiri alþjóðlegum flugvöllum í Noregi horfa til Íslands af sama tilefni.  Samtök verslunar og þjónustu fullyrða að Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar hf.verði ,,beggja vegna borðs, þ.e.a.s. bæði leigu- sali og keppinautur leigutaka“ gagnvart einkafyrirtækjum sem stunda rekstur í flugstöðinni. Hið rétta er að núna um ára- mótin tekur sjálfstætt félag með eigin framkvæmdastjórn við for- ræði verslunarreksturs Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar hf. Rekstur fasteignarinnar heyrir áfram undir FLE hf. F.h. FLE, Höskuldur Ásgeirsson framkvæmdastjóri, Hrönn Ingólfsdóttir forstöðumaður markaðssviðs. Hvers vegna þögn og tómlæti varðandi forval um verslun- arrekstur í flugstöðinni? Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. ÞAR SEM undirritaður er ein- arður áhugamaður og sjálfskip- aður sérfræðingur í megrun- arkúrum telur hann vert að geta þeirra helstu sem hafa notið vin- sælda þetta árið. Í upphafi árs var einn kúr öðrum vin- sælli, sá sami og naut mestra vinsælda á árinu 2003. Hér er að sjálfsögðu átt við Atk- inskúrinn sem margir þekkja sem „Ásmund- arkúrinn“. Kúrinn sá er mjög öfgakenndur fitu- og próteinríkur kúr þar sem kolvetni (sykrur), sem er mik- ilvægasti orkugjafinn, er sagður offituvald- urinn mesti. Í framhaldi af dvínandi áhuga á Atkins fór í auknum mæli að bera á því að farið var að spyrja und- irritaðan út í kúr sem virðist eiga ættir að rekja til Danmerkur og kallaður manna á meðal „danski kúrinn“. Í þessum kúr er mjög mikið lagt upp úr hollustu og sem dæmi má nefna að þá neytir fólk um 600 gramma af grænmeti á dag og fjögurra til fimm ávaxta. Vandkvæði við að tileinka sér slíkt mataræði til lengri tíma liggja í augum uppi og hafa verið staðfest í samtölum við ýmsa sem farið hafa á kúrinn. Vandkvæðin liggja meðal annars í því mikla magni grænmetis og ávaxta sem fólki er gert að borða, en þessi mikla neysla getur leitt til þess að fólk fái ógeð á grænmeti og ávöxtum og það hreinlega gefst upp. Í kjöl- farið verður neysla hollmetisins mun minni en manneldisráðlegg- ingar segja til um. En því má bæta við að „danski kúrinn“ er næringarefnalega ekki óhollur megrunarkúr, þvert á móti, gagn- stætt Atkins-kúrnum þar sem traðkað er af fullum þunga á nán- ast öllum manneldisráðleggingum. Síðla árs gerast svo þau undur og stór- merki að tveggja daga kolvetnaríkur megr- unarkúr (Hollywood- kúrinn) er kynntur til sögunnar og nær kúr- inn sá arna ótrúlegum vinsældum. Kúrinn felst í því að drekka einn lítra af „Holly- wood-ávaxtasafa“ á dag og kostar kúrinn litlar 2.850 krónur. Dýr ávaxtasafi það! Safinn hefur verið vel auglýstur og auglýs- ingarnar prýða gjarnan myndir af hæstánægðum þokkagyðjum sem dásama áhrifamátt kúrsins enda hafa þær að eigin sögn lést um allt að fjögur kíló á tveimur dögum! Að síðustu má geta kúrs sem hefur verið mikið auglýstur á und- anförnum vikum, meðal annars í útvarpsþætti á Rás 2 og á fem- in.is, en þar hefur verið hægt að fylgjast með tveimur köppum (kalla sig „kótellettukarlana“) fara á kostum. Ef fram heldur sem horfir er hér á ferðinni kúr sem mun njóta mikilla vinsælda þegar jólahátíðin er um garð gengin. Hér er átt við „South Beach-mat- aræðið“ sem einfaldlega er enn einn fitu- og próteinkúrinn, þar sem kolvetnaríkum (sykruríkum) mat eins og kornmeti, ávöxtum og kartöflum er úthýst, ekki síst á fyrstu vikum kúrsins. En í fyrsta kafla bókarinnar má lesa eftirfar- andi: „Næstu 14 dagana má ekki borða brauð, hrísgrjón, kartöflur, pasta eða sætabrauð. Ekki heldur ávexti.“ Það verður spennandi að fylgj- ast með hvaða og hvers konar megrunarkúra muni reka á Ís- landsfjörur á ári komandi og kannski munu birtast okkur áhugaverðir og spennandi kúrar. Sem dæmi má nefna að heyrst hefur að í mekka megrunarrugls- ins, þ.e. að sjálfsögðu í Bandaríkj- unum, sé í boði megrunarkúr þar sem fólk leitast við að „borða rétt“ með tilliti til þess hvaða stjörnu- merki það tilheyrir. Kannski ein- hverjum finnist fráleitt að hugsa til þess að hægt sé að telja fólki trú um að það ætti að haga mat- aræði sínu í samræmi við stjörnu- merki sitt. Þeir hinir sömu mættu þá hafa í huga að fyrir nokkrum árum tókst að selja fjölda fólks hér á landi þá ótrúlegu hugmynd að það ætti að temja sér mataræði eftir því í hvaða blóðflokki það væri! Megrunarkúrar heilla sem aldrei fyrr Ólafur Gunnar Sæmundsson fjallar um megrunarkúra ’Það verður spennandiað fylgjast með hvaða og hvers konar megrun- arkúra muni reka á Ís- landsfjörur á ári kom- andi og kannski munu birtast okkur áhuga- verðir og spennandi kúrar. ‘ Ólafur Gunnar Sæmundsson Höfundur er næringarfræðingur. EIN er sú saga um Írak sem ekki hefur verið sögð. Lánardrottnar í Parísarklúbbnum svokallaða sam- þykktu að afskrifa 80% af erlendum skuldum Íraks við meðlimi klúbbsins ný- verið. Eins og haft var eftir Bush forseta er þetta samkomulag meiriháttar alþjóðlegt framlag til áframhald- andi pólitískrar og efnahagslegrar endur- uppbyggingar Íraks. En það er fleira hægt að segja um efnahags- legan árangur í Írak, miklu fleira. Röð efnahagslegra afreka Árið 1979 voru lífskjör í Írak ámóta og á Ítal- íu. Þegar ríkisstjórn Saddams Husseins féll var verg landsfram- leiðsla svipuð og í fá- tæku þróunarlandi og Írak var orðið skuld- ugasta ríki heims. Þessi ömurlegi arfur, auk alvarlegs ástands í öryggismálum, er mikil hindrun á vegi efnahagslegrar þróun- ar. Þrátt fyrir þessa erfiðleika þrauka Írakar og ná árangri. Stefna þeirra gerði það að verkum að efnahagsleg afköst fyrstu tíu mánuði árs- ins 2004 voru 51,7% meiri en á sama tíma 2003. Tekjur á mann árið 2004 eru áætlaðar 780 dalir og hafa hækkað úr um það bil 500 dölum árið 2003. Íraska ríkisstjórnin hefur sett fram trausta efnahagsáætlun. Seðla- banki landsins, sem nú er orðinn sjálfstæður, hefur hemil á verðbólg- unni en neysluvísitalan hækkaði að- eins um 5,7% fyrstu átta mánuði ársins 2004 samanborið við 46% árið 2003. Gengi hins nýja dínars gagn- vart bandaríkjadal hefur hækkað um 27% á einu ári. Á sama tíma hefur olíumálaráðu- neyti Íraks staðið sig frábærlega við að koma framleiðslunni aftur í gang, þrátt fyrir ítrekaðar árásir á olíu- mannvirki. Í september á þessu ári var hráolíuframleiðsla Íraka að meðaltali 2,54 milljónir tunna á dag, sem er svipað magn og fyrir stríð. Endurkoma Íraka inn í alþjóðlegt hagkerfi Ríkisstjórn Íraks hefur unnið að því hörðum höndum að koma landinu aftur inn í hið alþjóðlega hagkerfi. Írak hefur haft áheyrnarfulltrúa hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) síðan í febrúar á þessu ári og tekur nú fyrstu skrefin í áttina að því að gerast fullgildur meðlimur stofn- unarinnar. Eftir margra mánaða ítarlegar samningaviðræður undirritaði rík- isstjórn Íraks 436 milljóna dala samning við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn, í september 2004. Þessi samningur – fyrstu samskipti Íraka við sjóðinn í rúm 20 ár – er merki um það að efnahagsstefna Íraka er á réttri leið. Enduruppbygging Íraks nýtur víðtæks stuðnings á al- þjóðavettvangi, þar á meðal frá Sameinuðu þjóðunum, átta stærstu iðnríkjum heims, og ríkjum sem lögðu til rúmlega 14 milljarða dala í styrkjum og lán- um, í Madríd í október 2003, til viðbótar þeim 18 milljörðum sem Bandaríkjamenn hafa lofað. Þessi óvenjumikli stuðningur er staðfest- ing á efnahagslegum möguleikum Íraka og viðurkenning á stað- bundnu mikilvægi landsins. Geta og kjarkur Íraka Í september var ég for- maður bandarískrar sendinefndar sem tók þátt í fundum sameig- inlegrar efnahags- nefndar í Bagdad með fulltrúum Íraka. Að loknum þessum fund- um fannst mér mikið til um sérfræðiþekkingu og einurð Íraka. Þær efnahagslegu framfarir sem átt hafa sér stað í Írak til þessa, þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður, bera getu Íraka og kjarki gott vitni. Þetta á sérstaklega við um það fólk sem á sæti í ríkisstjórn Íraks, og sem tekur mikla persónulega áhættu með því að vinna að því að byggja upp lýðræðislegt og frjálst Írak. Írak þarfnast hjálpar okkar Írak þarf enn á hjálp að halda, sér- staklega frá iðnríkjunum. Í slíkri hjálp þarf að felast stuðningur við öryggisaðgerðir, sem eru lykilatriði til að árangur náist bæði til skemmri og lengri tíma, auk enduruppbygg- ingar og fjárfestinga. Hjálp frá þróuðu ríkjunum væri sérstaklega vel þegin núna þegar ríkisstjórn Íraks ryður brautina fyrir fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í land- inu, hinn 30. janúar nk. Eins og Sa- leh, aðstoðarforsætisráðherra Íraks, sagði á fundi með gefendum í Tókýó í október sl. er aðstoð ekki ölmusa heldur fjárfesting í betri framtíð fyrir ríki í mikilvægum heimshluta. Írak – ósögð saga Alan P. Larson fjallar um efnahagsþróunina í Írak Alan P. Larson ’Árið 1979 vorulífskjör í Írak ámóta og á Ítal- íu. Þegar rík- isstjórn Sadd- ams Husseins féll var verg landsfram- leiðsla svipuð og í fátæku þróun- arlandi og Írak var orðið skuld- ugasta ríki heims. ‘ Höfundur er aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna í efnahags- og landbúnaðarmálum. Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is Blómavasar • Karöflur • Gjafir Jólaskeið Ernu kr. 6.700 Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Silfurbúnaður Landsins mesta úrval
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.