Morgunblaðið - 02.12.2004, Side 41

Morgunblaðið - 02.12.2004, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 41 MINNINGAR ✝ Jón SigurðssonErlendsson fædd- ist í Reykjavík 28. ágúst 1914. Foreldr- ar hans voru María Guðmundsdóttir hús- móðir, f. 24.9. 1883, d. 14.2. 1979 og Er- lendur Þorvaldsson söðlasmiður, f. 14.6. 1881, d. 21.9. 1938. Systkini Jóns voru Jón Marís, f. 1904, d. 1906, Oddfríður, f. 1907, d. 1996, Ást- björg, f. 5, d. 1984, Ágústa, f. 1911, d. 1995, Guðmundur Hinrik, f. 1916, d. 1918, Guðmundur Alfreð, f. 1921, d. 1995, Rósa María, f. 1922, d. 1926 og Sesselja, f. 1924, d. 1995. Eiginkona Jóns er Sigríður Jón- asdóttir, f. 17.10. 1924. Þau gengu í hjónaband 30.11. 1968. Foreldrar hennar voru Hulda Sólborg Har- aldsdóttir, f. 30.12. 1902, d. 28.12. 1993 og Jónas Böðvars- son, f. 29.8. 1900, d. 30.9. 1988. Jón starfaði lengst af við málmiðnað og var meistari í eir- smíði. Í 47 ár starfaði Jón við iðn sína, þar af 44 ár hjá vélsmiðj- unni Hamri. Þar var hann verkstjóri í 30 ár. 1958 var Jón kos- inn í stjórn verk- stjórafélagsins Þórs og var þar formaður í 30 ár samfleytt frá 1960. Jón sat í stjórn verkstjórasam- bands Íslands fra 1979 til 1995 og var kosinn heiðursfélagi 1985 og heiðursfélagi í verkstjórafélaginu Þór 1986. Útför Jóns verður gerð frá Frí- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þegar ég var lítil skotta hafði ég áhyggjur af því hvernig maður færi að því að finna sér eiginmann. Gekk ég á milli fólks og spurði það hvernig það hefði kynnst mökum sínum. Eft- ir miklar vangaveltur sá ég að það yrði allt of erfitt að ná sér í mann og ákvað að hafa það eins og Sirrí móð- ursystir mín og vera ógift. En svo kynntist Sirrí honum Jóni og þá snarsnérist mér hugur. Svona mann varð maður náttúrulega að eignast hvernig sem maður færi að því. Jón var eirsmiður og hamraði stálið í hálfa öld. Þetta var erfið vinna en það var ekki einungis stálið sem var hart, Jón var það líka. Hann lét ekki nægja að standa við steðj- ann. Hann stóð í eldlínu athafna og félagsmála. Jón átti sér sælureit í Svartagili í Borgarfirði. Þar byggðu verkstjóra- félagið Þór og Verkstjórasambandið sumarbústaði. Jón var vakinn og sofinn yfir byggingu og síðan við- haldi bústaðanna. Hvergi þótti hon- um fegurra og deildi maður ekki við hann um það. En það voru ekki þessar hliðar Jóns sem ég þekkti best. Jón var með eindæmum hjartahreinn og barngóður maður. Löðuðust að hon- um öll börn og veittu honum gleði. Jón og Sirrí voru samhent í því að styðja börnin í fjölskyldunni. Það eru ófá börnin sem áttu hjá þeim skjól í lengri og skemmri tíma. Það hefur verið notalegt að koma til Sirríar og Jóns í gegnum árin. Allt á sínum stað, allt í rólegheitum, vænt- umþykjan legið í loftinu. Á þeirra heimili voru alltaf allir velkomnir, allir jafnir, virðing borin fyrir öllum og þar þurfti enginn að þykjast. Voru Jón og Sirrí fjölskyldu minni, foreldrum mínum, mér og börnum mínum ævinlega góð. Vona ég að ég sé manneskja til að endur- gjalda eitthvað af því. Valgerður Garðarsdóttir. Örfá minningarbrot um Jón Er- lendsson. Jón ferðbúinn með Sirrí sína á leið að Álftárósi á Mýrum í upphafi átt- unda áratugarins. Scoutinn ljósblár splunkunýr, drekkhlaðinn varningi. Jón syngur óperuaríur milli þess sem Sirrí býður okkur úr nammidós- inni. Það er rómantík í loftinu og sumar í íslenskri sveit. Á þessum tíma er Jón til þess að gera nýkom- inn í okkar fjölskyldu, maðurinn hennar Sirríar föðursystur minnar. Bátsferð með þeim hjónum út á Álft- árósinn er ógleymanleg, svo og ferð- ir í Hraundalsrétt, þar naut Jón sín vel við söng og gleði. Jón naut þess að ferðast, hann hafði gaman að því að taka myndir, bæði ljósmyndir og kvikmyndir. Margar stundir átti hann í Svarta- gili, í sumarhúsum verkstjórafélags- ins Þórs, og þangað var gott að sækja þau hjón heim. Ótal góðar minningar á ég frá því að heimsækja Jón og Sirrí í Dalaland. Þangað hef- ur alltaf verið gott að koma. Jón var afar barngóður og hænd- ust öll börn mjög að honum. Hann gaf þeim tíma og lék og sprellaði við þau. Ómetanleg er mér hjálpin þeg- ar Sirrí og Jón fóstruðu Huldu dótt- ur mína fyrstu árin hennar meðan ég var að vinna og fleiri voru börnin sem nutu þess að vera í skjóli þeirra. Fuglarnir í Fossvoginum vissu líka hvert þeir áttu að leita, á köldum vetrardögum beið þeirra næg fæða á svölunum. Þegar árin færðust yfir átti Jón við veikindi að stríða, en ekki heyrð- ist hann kvarta, hann var ótrúlega duglegur. Síðasta árið bjó Jón á hjúkrunarheimilinu Eir eftir að heilsa hans versnaði. Þar naut hann góðrar ummönnunar. Nú hefur Jón lagt upp í sína hinstu för. Ég og fjölskylda mín þökkum honum samfylgdina. Oddný Halla Haraldsdóttir. „Jón afi er dáinn.“ Þessa frétt fengum við á laugardaginn og kem- ur alltaf jafn mikið á óvart þó maður eigi að vita betur. Ég kynntist Jóni þegar ég giftist bróðursyni Sirríar, konu hans. Þau hjón tóku mér ákaflega vel og buðu mig velkomna í fjölskylduna, Sirrí gaf okkur nýtrúlofuðum pönnuköku- gaffal úr silfri með Reykjavíkur- munstri þegar við komum fyrst í heimsókn til þeirra. Þessi gaffall varð síðar vísir þess silfurborðbún- aðar sem við eigum í dag. Þau hjón voru alltaf boðin og búin til að hjálpa okkur og þegar börnin komu til sögunnar var heimili þeirra galopið. Litlu krílin fengu að vera hjá Sirrí og Jóni alltaf þegar þurfti og þau vildu, enda aldrei kölluð ann- að en „Jón afi og Sirrí amma“. Þegar við vorum ung og áttum ekki bíl, bauð hann okkur stundum í sunnudagsbíltúr. Sérstaklega man ég eftir ferð þegar við fórum að Valabóli og upp í Heiðmörk, þar dró Sirrí upp nesti og Jón lék á als oddi, skreið um alla móa með Teit, eldri son okkar lítinn, á bakinu. Þá var ekki leiðinlegt að fá að heimsækja þau í sveitina að Álftárósi á Mýrum þar sem þau dvöldu oft, til að skoða dýrin, og gamli traktorinn vakti ekki síður lukku, eða seinna í bústaðinn í Svartagili. Jón var mjög barngóður maður og hann fékk sérstakan glampa í augun þegar börn voru í kringum hann. Þau voru aldrei fyrir honum með of mikinn hávaða eða grenjugang, hann var bara til staðar þegar þau voru að snudda í kringum hann að leika sér. Þegar Ásta Sirrí, yngri dóttir okk- ar, var lítil í pössun hjá þeim undi hún sér hvergi betur en hjá „Jóni afa og Sirrí ömmu“. Allt var í föstum skorðum, matur klukkan tólf og kaffi klukkan þrjú og leikur þess á milli. Enginn asi og læti. Jón var víðsýnn, hafði ákveðnar skoðanir og átti það til að vera dálít- ið fastur fyrir, sannur verkalýðs- sinni af gamla skólanum en var einn af þessum traustu mönnum sem gefa manni svo mikið. Hann tók allt- af vel á móti manni og ef honum fannst líða langt á milli heimsókna orðaði hann það þannig að maður væri sjaldséður hvítur hrafn en gladdist yfir komunni, bauð kaffi og meðlæti. Þegar hann var orðinn líkamlega og andlega þeyttur og ófær að vera lengur heima fékk hann á endanum inni á hjúkrunarheimilinu Eir þar sem vel var hugsað um hann. Hann var undir það síðasta stundum í sín- um hugarheimi og þekkti okkur ekki alltaf í þau skipti sem við kíktum til hans en á 90 ára afmælinu í sumar, þegar við Jónas mættum með litla barnabarnið okkar, kom aftur gamli glampinn í augun hans þegar litli snáðinn vappaði í kringum hann. Elsku Jón minn, hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur verið okkur. Við kveðjum þig að sinni og Guð veri með þér. Halldóra Teitsdóttir og fjölskylda. Undanfarna daga hefur hugur minn reikað aftur í tímann, aftur til bernskuáranna þegar ég var nærri því daglegur gestur á heimili Jóns og Sirríar. Sirrí eiginkona Jóns er ömmusystir mín og nutum við Jón Sigurður, bróðir minn, góðs af því að eiga þau að. Í stað þess að fara á leikskóla gætti Sirrí okkar á daginn. Jón kom iðulega heim í hádegismat og þá borðuðum við saman hollan og alíslenskan hádegisverð að hætti frænku minnar. Það var ýmislegt brallað í Dalalandinu og þreyttist Jón ekki á því að lesa fyrir okkur ævintýrasögur um Stígvélaða kött- inn, Mjallhvíti, Hans og Grétu og all- ar hinar skemmtilegu ævintýraper- sónurnar. Þegar við urðum leið á bókunum skáldaði hann bara í eyð- urnar og bjó til nýjan ævintýraheim. Jón var ákaflega barngóður og lét það sjaldan fara í taugarnar á sér þegar við vorum að klípa hvert ann- að, rífa í hár eða bíta og náði alltaf að stilla til friðar. Þó ég hafi ekki verið nema þriggja ára gömul er mér mjög minnisstætt þegar eitt barnið í blokkinni í Dala- landinu fékk þríhjól. Ég varð frekar spæld enda dauðlangaði mig líka í hjól. Ég brá þá á það ráð að stappa niður fótunum og grenja allan dag- inn þangað til Jón gafst upp og fór með mig í hjólabúð þar sem fjárfest var í rauðu þríhjóli. Um leið og hann var búinn að borga tók ég gleði mína á ný og brosti hringinn næstu daga. Svona var Jón, mátti ekkert aumt sjá og vildi allt fyrir alla gera. Þegar ég var lítil öfundaði ég hann líka óskaplega mikið fyrir að geta tekið út úr sér tennurnar og ég skildi hreinlega ekkert í því af hverju mínar væru svona pikkfastar. Hann lét það þó alls ekki fylgja sög- unni að hans væru falskar. Elsku Sirrí mín. Ég þakka ykkur Jóni innilega fyrir að hafa verið þetta bakland sem þið voruð. Ég get seint endurgoldið það. Þín Marta María Jónasdóttir yngri. JÓN S. ERLENDSSON Erfidrykkjur Salur og veitingar Félagsheimili KFUM & KFUK Holtavegi 28, 104 Reykjavík. Upplýsingar í síma 588 8899. www.kfum.is Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Hjartkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, GÍSLI FRIÐRIK ÞÓRISSON læknir, Sóltúni 28, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag, fimmtudaginn 2. desember, kl. 13.00. Helga Sigurjónsdóttir, Þórir Gíslason, Brynjólfur Þórisson, Herdís Þórisdóttir, Ingvi Kristján Guttormsson, Guttormur Arnar, Eva Írena, Áki Elí og Hilmir Már. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, STEINDÓRS SIGURÐSSONAR fyrrv. sérleyfishafa og sveitarstjóra, Klettási 2, Njarðvík. Sérstakar þakkir færum við systkinum og mökum þeirra, starfsfólki SBK, Lionsmönnum í Njarðvík og átthagafélaginu. Guð blessi ykkur öll. Kristín Guðmundsdóttir, Helga Steindórsdóttir, Einar Steinþórsson, Guðmundur Steindórsson, Marie Belinda Michel, Ingibjörg Salome Steindórsdóttir, Sveinbjörn Bjarnason, Sigurður Steindórsson, Fríða María Sigurðardóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR GESTSSON, Mánavegi 9, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 4. desember kl. 13.30. Jóna Sigurlásdóttir, Gestur Haraldsson, Kristbjörg Óladóttir, Erla Haraldsdóttir, Kristinn Bjarnason, Sigþór Haraldsson, Ólöf Garðarsdóttir, Birgir Haraldsson, Margrét Auðunsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HINRIK ALBERTSSON, Framnesvegi 20, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 3. desember kl. 14.00. Ráðhildur Guðmundsdóttir, Albert Hinriksson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Guðmundur Hinriksson, Guðríður Guðjónsdóttir, barnabörn og langafabarn. Okkar ástkæra, SIGRÍÐUR E. HALLDÓRSDÓTTIR frá Hnífsdal, Þrastarási 6, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju Hafnar- firði föstudaginn 3. desember kl. 13.00. Rikharð Bess Júlíusson, Júlíus Þór Bess Rikharðsson, Anna Lísa Rikharðsdóttir, Brynjar Örn Rikharðsson, Eva Hlín Gunnarsdóttir, Jökull P. Jónsson, Hákon Darri Jökulsson, Marta Gunnarsdóttir, Sigvaldi L. Guðmundsson, Halldór G. Pálsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.