Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 02.12.2004, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhanna Björns-dóttir fæddist á Surtsstöðum í Jök- ulsárhlíð í Norður- Múlasýslu 27. febr- úar 1912. Hún andað- ist á elli- og hjúkrun- arheimilinu Grund í Reykjavík 25. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Sig- björnsson bóndi frá Surtsstöðum í Jök- ulsárhlíð og Sigrún Jóhannesdóttir frá Syðri-Vík í Vopna- firði. Systkini Jóhönnu eru Sig- urbjörg, látin, Sigbjörn, látinn, Jóhann E., látinn, Guðrún, býr á Egilsstöðum og Bragi, býr á Eg- ilsstöðum. Jóhanna giftist í Reykjavík 16. maí 1936 Sigurði Jónssyni bif- reiðastjóra, d. 27. janúar 1958. Börn Sigurðar af fyrra hjóna- bandi eru Olgeir, f. 9. nóvember 1924 og Anna Clara, f. 26. maí 1927. Börn Jóhönnu og Sigurðar eru 1) Ólöf Ósk, f. 3. ágúst 1939, fyrri eigin- maður Bragi Stef- ánsson, þau skildu. Seinni eiginmaður Axel Þ. Guðmunds- son, látinn. 2) Björn Heimir, f. 6. apríl 1946, maki Bryndís Magnúsdóttir. Barnabörn, barna- barnabörn og barna- barnabarnabörn eru 15. Jóhanna var hús- móðir til 1958, en eftir lát eig- inmanns vann hún utan heimilis, lengst af hjá Bifreiðastöð Stein- dórs og síðar hjá BSÍ (Umferðar- miðstöðinni), eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Síðustu ár- in bjó Jóhanna á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík. Útför Jóhönnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Amma er farin. Minningarnar já, þær raðast ekki endilega upp í réttri tímaröð og ný- liðnir dagar þegar amma var svo veik koma svo sannarlega ekki fyrst upp í huga minn er ég hugsa til ömmu. Það eru minningarnar sem eru mér dýr- mætastar sem koma fyrst upp í hug- ann. Margar þær bestu eru frá því að hún bjó í Hraunbænum þegar hún var upp á sitt besta, sauð sér ýsubita og ræktaði sína jógúrtgerla í krukk- um á eldhúsborðinu sem okkur ung- viðinu þótti nú ekki kræsilegt. En þetta var víst svo hollt og gott fyrir heilsuna. Alltaf var gott að koma til ömmu sem var mikil rólegheitakona og hafði unun af því að dekra við gesti sína í mat og drykk. Enginn mátti fara frá henni án þess að fá sér al- mennilega að borða því annars var hún alveg eyðilögð eins og hún orðaði það. Ég man líka eftir því hvað það var spennandi að fá að gista hjá ömmu. Þegar kominn var háttatími settist amma á sófabrúnina hjá mér og sagði mér sögur úr sveitinni frá því að hún var ung. Þarna hef ég án efa fengið mínar fyrstu kennslustundir í sögu liðinna ára. Og ekki má gleyma hestunum. Hún ljómaði þegar hún rifjaði upp afskipti sín af hestum og mörg voru ævintýrin sem hún lenti í með þessum vinum sínum. Úr Hraunbænum fluttist amma í Bleikjukvíslina þar sem hún bjó með- an heilsan leyfði. Þá var nú margt skrafað. Ömmu var alla tíð ákaflega umhug- að um fjölskylduna sína og vildi passa upp á alla. Daglega var hún í sam- bandi við Lillu og pabba og athugaði hvernig allir hefðu það. Síðustu árin dvaldi amma á Grund. Líkaminn var þá tekinn að þreytast mikið og stigversnaði. Það kom að því að hún gat ekki lengur sinnt handa- vinnunni sem hún hafði ávallt stundað af miklum móð og þá lengdust dag- arnir. Hugurinn var skýr og segja má að hún hafi lifað fyrir fjölskylduna. En nú hefur amma fengið lang- þráða hvíld og er laus úr gamla þreytta líkamanum sem var hættur að vinna með henni. Ég trúi því að nú sé hún loksins komin til Sigurðar afa, með besta fáanlega útsýnið og vaki yfir fjölskyldu sinni. Elsku amma, Guð veri með þér. Sjáumst síðar. Þín sonardóttir Lára B. Björnsdóttir. JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR ✝ Sigmundur Stef-án Björnsson fæddist í Vík í Héð- insfirði 20. maí 1941. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. nóvem- ber síðastliðinn. Móð- ir Sigmundar var Halldóra Guðrún Björnsdóttir, f. 13. jan. 1916, d. 17. ágúst 1984. Systkini henn- ar eru: Ása María f. 30. sept. 1910, d. 2. júní 1956, Sigurður Halldór, f. 27. mars 1912, d. 16. júlí 1978, Ásgrímur Guðmundur, f. 15. des. 1913, d. 3. feb. 1950, Birna Kristbjörg, f. 11. maí 1918, d. 3. júní 2003, Stefanía Sóley Ingiríður, f. 18. jan. 1920, d. 18. apríl 1972, Sigurlaug Soffía, f. 13. maí 1921, búsett á Dalbæ á Dalvík, Kristín Ingibjörg, f. 13. ágúst 1922, býr í Reykjavík og Stefán Zophanías, f. 24. feb. 1924, d. 9. mars 1991. Árið 1951 flutti Sigmund- ur að Rangárvöllum í Glæsibæjarhreppi með móður sinni og móðursystkinunum Sigurði, Stefaníu og Stefáni, ásamt ömmu sinni Önnu Lilju Sigurðardótt- ur, f. 19. sept. 1890, d. 3. des. 1964. Þau voru síðustu ábúend- ur í Héðinsfirði. Ári síðar fluttu þau að Kollugerði í sama hreppi. Sigmundur var ókvæntur og barnlaus. Sigmundur bjó á Akureyri frá 1977 og allt til æviloka. Hann var starfsmaður hjá skipaafgreiðslu KEA til ársins 1982 er hann lét af störfum vegna veikinda. Útför Sigmundar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. En það er margt um manninn á svona stað, og meðal gestanna er sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni’ um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti. En þó eru sumir, sem láta sér lynda það að lifa úti’ í horni, óáreittir og spakir, því það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að, og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir. En mörgum finnst hún dýr þessi hóteldvöl þó deilt sé um hvort hótelið sjálft muni græða. En við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða. (Tómas Guðmundsson.) Ég sendi aðstandendum Simma samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Sigmundar Björnssonar. Kveðja Hannesína Scheving. SIGMUNDUR BJÖRNSSON FRÉTTIR Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Formáli Minningargreinum fylgir for- máli, sem nánustu aðstandendur senda inn. ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dreg- ist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki Minningargreinar JÓLAHLUTAVELTA og kaffisala Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu verður haldin í fé- lagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, laugardaginn 4. desember og sunnu- daginn 5. desember, kl. 14–17 báða dagana. Margt góðra vinninga í boði, m.a. sjónvarp. Einnig verður lukkupakkasala og kórsöngur auk þess sem hugvekja og barnabókakynning verður á sunnu- dag. Jólahlutavelta Sjálfsbjargar VINNUSTAÐIR og íbúar Sólheima í Grímsnesi hafa opnað jóla- og handverksmarkað í verslunarmið- stöðinni Iðu í Lækjargötu og er markaðurinn opinn alla daga frá klukkan níu að morgni til klukkan tíu að kvöldi. Sólheimar eru byggðahverfi með fjölþætta starfsemi þar sem áhersla er lögð á virðingu fyrir náttúrunni og einstaklingnum. Fjölbreytt at- vinnustarfsemi er að Sólheimum, en þar eru starfandi fjögur fyrirtæki og sex verkstæði. Framleiðsluvörur fyrirtækja og verkstæða eru til sýn- is og sölu á árlegum jóla- og hand- verksmarkaði í versluninni Iðu. „Fjölbreytt handverk er frá smíðastofu s.s. kirkjur, leikföng og kynjaverur. Frá vefstofu dúkar, treflar, mottur og veggteppi. Kerta- gerðin selur kerti úr endurunnu vaxi í öllum stærðum, gerðum og lit- um auk kerta úr bývaxi. Bývaxkert- in eru steypt úr hágæða hráefni sem hreinsað er án notkunar kemískra efna og kertin eru svo steypt af mik- illi natni og nákvæmni. Óróar, skartgripir, skálar og skrautmunir unnir úr leir koma frá Keramik vinnustofu Sólheima. Málverk, teikningar, skálar, speglar og skrautmunir frá Listasmiðju. Jurta- stofa Sólheima hefur á boðstólum sjampó, hárnæringu og mikið úrval af sápum unnum úr hráefni úr ís- lenskri náttúru. Garðyrkjustöðin Sunna selur m.a. marmelaði, sultur, chutney og tóm- atsósu. Auk þess eru til sölu lífrænt vottuð egg frá Sólheimabúinu. Að auki er á boðstólum mikill fjöldi muna frá íbúum Sólheima, s.s. útsaumur, púðar, jólakort, lampar, fígúrur og marg fleira,“ segir í til- kynningu frá Sólheimum. Íbúar Sólheima opna jólamarkað í Iðu FÉLAG íslenskra stórkaupmanna (FÍS) mótmælir harðlega frumvarpi til laga sem Alþingi samþykkti með hraði á mánudag um að áfengisgjald á sterkt áfengi hækki um 7%. Í tilkynningu frá FÍS segir: „Lagasetning þessi er í algerri and- stöðu við það sem hefur verið að gerast í nágrannalöndum okkar undanfarið ár – en eins og kunnugt er lækkuðu áfengisgjöld af sterku áfengi í Danmörku um 45% í októ- ber 2003, Finnar lækkuðu áfengis- gjöld af öllu áfengi um 33% að með- altali 1. mars 2004, Svíar stefna að því að lækka skatta af sterku áfengi um 40% innan fárra mánaða og Norðmenn hafa lækkað áfengis- gjöld um 20% síðan 2002. Íslend- ingar hækkuðu hins vegar áfeng- isgjöld á sterkt áfengi um 15% í skjóli nætur í desember 2002 og aft- ur í gærkvöld um 7%.“ FÍS segir að í kjölfar skattahækkananna í des- ember 2002 hafi umfang af hald- lögðu smygluðu áfengi aukist um 30% og víngerðarefnabúðum á höf- uðborgarsvæðinu, sem selji efni til heimabruggunar, hefur farið ört fjölgandi síðan. „Samkvæmt könnun sem fram- kvæmd var fyrir FÍS í desember 2003 hafði tæpur fjórðungur lands- manna neytt heimabruggs undan- farna 12 mánuði og rúmlega þriðj- ungur ungs fólks á aldrinum 20–29 ára,“ segir í tilkynningunni. FÍS segir að á ofangreindu megi sjá að skýrt orsakasamhengi sé á milli hækkunar á áfengisverði og aukningar neyslu ólöglegs áfengis á borð við smyglað og heimabruggað áfengi. Erlendar rannsóknir bendi jafnframt til hins sama. Áfengisgjaldi harðlega mótmælt PÉTUR H. Blöndal, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að frumvarpið um hækkun áfengis- og tóbaksgjalds hafi verið afgreitt á þingi með flýti til að koma í veg fyrir að almenningur stæði í bið- röðum til að hamstra áfengi og tóbak. „Þetta er gömul hefð,“ útskýrir hann, þegar hann er spurður um flýtimeð- ferðina á frumvarpinu, „Þegar verið er að hækka álögur á vöru sem hækkar í verði strax daginn eftir í verslunum, fer svona í gegn í miklum flýti.“ Umrætt frumvarp var lagt fram á Alþingi um kl. 18 í fyrradag og afgreitt sem lög frá Alþingi tæpum fjórum tímum síðar. Pétur rifjar upp að þegar genginu hafi verið handstýrt, á sínum tíma, hafi þau mál verið afgreidd með jafn- miklum flýti, enda hafi ekki mátt til- kynna gengisbreytingarnar fyrir- fram. „En það er löngu liðin tíð,“ segir hann. Skv. áfengisfrumvarpinu hækkaði áfengisgjald á sterkum vínum um 7% og tóbaksgjald um 7%. Var í frum- varpinu reiknað með að smásöluverð á sterku víni hækkaði um u.þ.b. 5,6% og verð á tóbaki um 3,7% að jafnaði. Komið í veg fyrir að fólk hamstraði áfengi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.