Morgunblaðið - 02.12.2004, Síða 50

Morgunblaðið - 02.12.2004, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Njóttu lífsins í dag og leitaðu uppi ánægjulega afþreyingu. Farðu í bíó eða í partí, horfðu á íþróttaleik og slettu úr klaufunum með smáfólkinu, ef þú getur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú gætir átt mikilvægt samtal við for- eldri í dag. Þetta er góður dagur til þess að stússast heima og sinna húsverk- unum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er í nógu að snúast núna. Sinntu er- indum, farðu að versla, stattu í samn- ingaviðræðum og heimsæktu systkini. Þú kemur miklu í verk en mundu að taka fyrir eitt í einu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Kannski langar þig til þess að kaupa eitthvað skrautlegt og litríkt. Dramatík og hugrekki bærist innra með þér. Tunglið er í ljóni og þig langar til þess að líta út eins og kvikmyndastjarna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tunglið er í þínu merki núna, það þýðir að gæfan er örlítið hliðhollari þér en flestum öðrum á meðan. Berðu fram óskir sem þú vilt fá jákvætt svar við, þær gætu ræst. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að finna tíma fyrir sjálfa þig núna. Jafnvel hálftíma einvera er nóg til þess að rétta kjölinn. Þú þarft tíma til þess að henda reiður á hugsunum þínum og róa þinn innri mann. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Samræður við vini verða ánægjulegar í dag, einkum og sér í lagi samtal við vin- konu. Þú hefur þörf fyrir að láta móðan mása þessa dagana. Láttu það eftir þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Fólk veitir þér eftirtekt í dag, tjaldaðu öllu sem þú átt til. Tunglið er í ljóni og trónir hátt í þínu sólarkorti, kannski að þú eigir mikilvægt samtal við yfirmann þinn. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að bregða út af vananum í dag. Hristu upp í rútínunni. Farðu aðra leið í vinnuna en venjulega, kíktu í aðrar verslanir og keyptu tímarit sem þú hefur aldrei séð áður. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sinntu smáatriðum er varða tryggingar, skuldir, skatta og lánstraust. Þetta eru vissulega leiðinleg skriffinnskuverkefni, en nauðsynleg engu að síður. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samtöl við aðra eru full merkingar um þessar mundir. Tunglið er beint á móti vatnsberanum núna, það gerir þig um- burðarlyndari og samvinnuþýðari en þú átt að þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú nýtur þess að stússast og koma lífi þínu í röð og reglu. Taktu þig til og hentu að minnsta kosti fimm hlutum sem þú þarfnast alls ekki lengur. Stjörnuspá Frances Drake Bogmaður Afmælisbarn dagsins: Þú ert krafturinn uppmálaður og tekur á öllu sem þú átt í daglegu lífi. Þú ljómar þegar mest gengur á. Persónuleiki þinn og siðferði er sterkt og þú berð virðingu fyrir slíkum eiginleikum í fari annarra. Þú hleypur ekki af hólmi í átökum. Leggðu mikið á þig á næsta ári, þú átt breytingar í vændum 2006–7. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hroki, 4 að- finnslur, 7 endurtekið, 8 snaginn, 9 háð, 11 nöldra, 13 dýr, 14 sundfugl, 15 þæg, 17 þröngt, 20 skel, 22 álitleg, 23 ganglimum, 24 þvaðra, 25 röð af lögum. Lóðrétt | 1 kvenklæðn- aður, 2 umboðsstjórn- arsvæðið, 3 virki, 4 fyrr, 5 ásjóna, 6 annríki, 10 kúg- un, 12 ílát, 13 títt, 15 gang- fletir, 16 dýs, 18 í upp- námi, 19 lengdareining, 20 smáalda, 21 krafts. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 gallalaus, 8 Sævar, 9 tinds, 10 ill, 11 mögur, 13 akrar, 15 holds, 18 galta, 21 tól, 22 Papey, 23 örugg, 24 Bragagata. Lóðrétt | 2 akveg, 3 lúrir, 4 litla, 5 unnur, 6 ásum, 7 ósar, 12 und, 14 kúa, 15 hopa, 16 lepur, 17 stygg, 18 glögg, 19 laust, 20 agga. Skemmtanir Café Victor | Dúettinn Sessý og Sjonni leikur á Café Victor í kvöld. Kaffi List | Disco Volante spilar Reggae og dub á Kaffi List í kvöld. Kaffi Sólon | Magni og Sævar á Móti Sól spila og syngja fyrir gesti á 2 hæð í Kaffi Sólon. Sérstakur gestur er Hreimur Örn Heimisson. Tónlist Akureyrarkirkja | Kvennakór Akureyrar ásamt Stúlknakór Akureyrarkirkju og Kór Glerárkirkju halda tónleika kl. 20 til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Stjórnendur: Þórhildur Örvarsdóttir, Eyþór Ingi Jóns- son og Hjörtur Steinbergsson. Kynnir er Skúli Gautason. Aðgangur kr. 1000, frjáls framlög vel þegin. Frítt fyrir börn. Café Rosenberg | Bill Bourne með tón- leika kl. 22. Grand Rokk | Smokey Bay Bluesband kl. 22. Hitt húsið | Á Fimmtudagsforleik í Hinu Húsinu í kvöld munu rokksveitirnar Abú- Dabí, Himmler og The Telepathetics heyja innrás frá rokk- og bítlabænum Keflavík. Sveitirnar munu leika músík af sinni al- kunnu snilld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. 16 ára aldurstakmark og aðgangur ókeypis. Hressó | Groundfloor spilar frumsamda tónlist í anda Nick Cave/Damien Rice. Hefst upp úr kl. 22. Kvennakór Reykjavíkur | Kvennakór Reykjavíkur flytur á aðventu ásamt þremur einsöngvurum, strengjaleikurum og orgelundirleik: Missa Brevis eftir Moz- art og perlur klassísku meistaranna Bach, Brahms, og Schubert í Grafarvogskirkju kl. 20. Stjórnandi Sigrún Þorgeirsdóttir. Rex | Hammondleikarinn Sigurður Hall- dór Guðmundsson, úr reggae hljómsveit- inni Hjálmum og plötusnúðurinn Margeir spinna saman kl. 22.30. Aðgangur er ókeypis. Myndlist Akranes | Gylfi Ægisson sýnir um 60 akrýlmyndir. Árbæjarsafn | Í HLUTANNA EÐLI stefnu- mót lista og minja. Gallerí 101 | Daníel Magnússon myndlist- armaður – Matprjónagerð lýðveldisins kynnir: Innihald heimilisins. Gallerí Dvergur | Anke Sievers – Songs of St. Anthony and Other Nice Tries. Gallerí Fold | Guðrún Indriðadóttir, Eing- unn Erna Stefánsdóttir og Áslaug Hösk- uldsdóttir – Þrjár af okkur. M.J. Levy Dickinson – Vatnslitaverk. Gallerí I8 | Kristján Guðmundsson – Arki- tektúr Gallerí Sævars Karls | Hjörtur Marteins- son – Ókyrrar Kyrralífsmyndir. Gallerí Tukt | Illgresi. Manifesto: Illgresi er svar alþýðunnar við elítunni! Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efnið og andinn Grafíksafn Íslands | Í dimmunni – sam- sýning. Hafnarborg | Jólagjafir hönnunarnema í Iðnskólanum í Hafnarfirði til þjóðþekktra Íslendinga. Hólmaröst, Lista- og menningarverstöð | Jón Ingi Sigurmundsson – Olíu- og vatnslitamyndir. Hrafnista Hafnarfirði | Sólveig Eggertz Pétursdóttir sýnir myndir sínar í Menn- ingarsalnum. Hönnunarsafnið | Sænskt listgler – þjóð- argjöf í Hönnunarsafninu. Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir sýnir olíumálverk – Leikur að steinum Kling og Bang gallerí | Sigurður Guð- jónsson – Hýsill Listasafn ASÍ | Erling Þ.V. Klingenberg og David Diviney – Ertu að horfa á mig / Are you looking at me. Sara Björnsdóttir – Ég elska tilfinningarnar þínar. Listasafn Árnesinga | Tumi Magnússon – Innsetning Listasafnið á Akureyri | Patrick Kuse – Encounter Listasafn Íslands | Ný Íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. 20 listamenn sýna. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Þrjár sýningar: Ný íslensk gullsmíði í Austursal, Salóme eftir Richard Strauss í Vestursal og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur á neðri hæð safnsins. Listasafn Reykjanesbæjar | Valgarður Gunnarsson – Eilífðin á háum hælum. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verk- um Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Grafísk hönnun á Íslandi. Stendur til ára- móta. Erró – Víðáttur. Stendur til 27. feb. nk. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Stendur til 16. jan. Myndir úr Kjarvals- safni. Listmunahúsið | Sýning á verkum Valtýs Péturssonar. Norræna húsið | Vetrarmessa Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir – Inni í kuðungi, einn díll. Björk Guðnadóttir –Eilífðin er líklega núna. Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir – –sKæti– Tjarnarsalur Ráðhúss | Ketill Larsen – Sólstafir frá öðrum heimi. Listasýning Handverk og Hönnun | Hjá Handverki og hönnun stendur yfir jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt…“ Sölusýning þar sem 32 aðilar sýna íslenskt handverk og list- iðnað úr fjölbreyttu hráefni. Bækur Borgarleikhúsið | Upplestur og tónlist í anddyri Borgarleikhússins kl. 20. Léttur jóladjass og kaffihúsastemning. Höfund- arnir sem lesa eru Halldór Guðmundsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Kristín Eiríks- dóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir, Sigmund- ur Ernir og Þórarinn Eldjárn. Aðgangur ókeypis. Súfistinn | Höfundar Eddu útgáfu lesa úr nýjum bókum á Súfistanum, Laugavegi 18, kl. 20. Einar Már Guðmundsson les úr Bítlaávarpinu, Baggalútar úr Sannleik- anum um Ísland og Árni Johnsen úr Lífs- ins Melódí. Allir velkomnir. Fréttir Bókatíðindi 2004 | Númer fimmtudags ins 2. desember er 58964 Fyrirlestrar Karuna Búddamiðstöð | Hugleiðsla kl. 12.10–13 að Ljósvallagötu 10. www.karuna.is. Námskeið www.ljosmyndari.is | 3ja daga námskeið fyrir stafrænar myndavélar 7.–9. des. kl.17–20. Farið í stillingar vélarinnar og ýmsir möguleikar hennar útskýrðir; ljós- op, hraði, White Balance, ISO, pixlar ofl- .Tekið verður fyrir myndataka, mynd- bygging, tölvumál ofl. Skráning og nánari uppl.á www.ljosmyndari.is. Fundir Grand Hótel | Félag MBA–HÍ boðar til morgunverðarfundar kl. 8.15. Gylfi Magn- ússon dósent við Viðskipta– og hag- fræðideild HÍ og Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar LÍ varpa ljósi á tilkomu nýrra lánamöguleika á markaðnum, áhrif þeirra á hagvöxt, gengi, verðbólgu og skuldir heimilanna. Aðg. kr. 1.500. GSA á Íslandi | Fundur í kvöld kl. 20.30, í Tjarnargötu 20. Ef þú hefur reynt allt, en átt samt við átröskun að stríða, þá ert þú velkominn á fund. www.gsa.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin gengur frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi kl. 18. Börn Árbæjarsafn | Hægt er að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægj- ast á glugga og kíkja í potta, börn og full- orðnir fá að föndra, syngja jólalög og ferðast um á hestvagni. Messa og sögu- stund fyrir börnin. Kynning Maður lifandi | Borgartúni 24, býður upp á ráðgjöf í hómópatíu á fimmtudögum kl. 13–15 í vetur. Kristín Kristjánsdóttir hómópati aðstoðar viðskiptavini og svar- ar spurningum. Ráðgjöfin er ókeypis. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 c5 6. d5 e6 7. Rf3 O-O 8. O-O exd5 9. exd5 Ra6 10. h3 Rc7 11. Bf4 h6 12. Bg3 a6 13. a4 Hb8 14. a5 b5 15. axb6 Hxb6 16. Dd2 Bd7 17. Bd3 Rh5 18. Bh2 f5 19. Dc2 Re8 20. Ha2 g5 21. Hfa1 g4 22. hxg4 fxg4 23. Rd2 Bd4 24. Rde4 Staðan kom upp í fyrra hluta Ís- landsmóts skákfélaga sem fram fór fyrir skömmu í húsakynnum Menntaskólans í Hamrahlíð. Andri Áss Grétarsson (2335) hafði svart gegn Sigurjóni Sig- urbjörnssyni (1910). 24... g3! 25. Rxg3 Hxf2 26. Dxf2 Bxf2+ 27. Kxf2 Df6+ 28. Ke2 Rf4+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. HIP-HOP sveitin Antlew/Maximum (A/M) heldur útgáfutónleika á Gauknum í kvöld kl. 21 í samstarfi við Smoketown Records og útvarpsþáttinn Chronic á Xinu 977. Tilefni tónleikanna er útkoma plötunnar „Time Money And Patience“. Á tónleikunum koma fram AntLew/ Maximum, Dj Mad Erb, Dj Skinny T og danshópurinn 5th element. Kynnir kvölds- ins verður The African pimp. A/M hafa starfað saman í um 6 ár bæði hér á landi og í Svíþjóð. Árið 2002 gaf sveitin út smáskífuna „Wyld Out“ í sam- vinnu við rapparann El Da Seinsei frá New York. Smáskífan fékk dreifingu víða um heiminn ásamt því að heyrast á hinum ýmsu blönduspólum. Sveitin hefur löngum verið meðal helstu frumkvöðla hip-hop menningar hérlendis, en Max- imum var einn meðlima hljómsveitarinnar Subterranean sem gáfu út fyrstu íslensku rapp-plötuna hérna heima. Á þessari nýju plötu sinni fengu A/M til liðs við sig góða gesti og má þar nefna Blackfist sem var einn af meðlimum Sub- terranean, Akrobatik (Def Jux) og Sage Francis svo einhverjir séu nefndir. Maximum (Magnús Jónsson) segir áhersluna hjá A/M vera lagða á að gera góða tónlist með þéttum töktum. Textar þeirra fjalla um lífsreynslur og atburði daglegs lífs. „Þetta snýst um að fólk skemmti sér. Við reynum að hafa tónlist- ina þannig að fólk geti dansað og dillað hausnum og hafa eitthvað fyrir alla,“ seg- ir Maximum og bætir við að platan komi til landsins á föstudagsmorgun og geti fólk þá gætt sér á góðgætinu í helstu plötu- búðum. „Við vonum að fólk komi að skemmta sér með okkur. Við lofum góðri stemmningu og skemmtun. Því má bæta við að ef átta stelpur mæta í hóp milli tíu og ellefu, þá fá þær frítt inn.“ Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Antlew/Maximum með út- gáfutónleika á Gauknum Húsið er opnað kl. 21.00 og kostar 500 kr. inn. Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.